Morgunblaðið - 13.08.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.08.2019, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 3. Á G Ú S T 2 0 1 9 Stofnað 1913  188. tölublað  107. árgangur  MORGUNBLAÐS- DROTTNINGIN VEKUR ATHYGLI SIGRAÐI Í STANGARSTÖKKI Í SKOPJE TÓNLEIKAR ED SHEERAN SLÓGU Í GEGN Í LAUGARDAL HULDA ÞORSTEINSDÓTTIR 27 TIL Í ENN MEIRA 10, 29SENUÞJÓFUR Í DRAGKEPPNI 4 A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, stakk sér til sunds í gærkvöldi með Marglyttunum svonefndu, en það er hópur kvenna sem ætla að synda boðsund yfir Ermarsund í sept- ember og safna styrkjum og áheitum sem renna til Bláa hers- ins, umhverfisverndarsamtaka sem leggja áherslu á baráttu við plastmengun í hafinu með hreinsunarstörfum, hvatningu og vitundarvakningu. Forsetinn synti stutta vegalengd á móti Marglyttunum frá Bessastaðanesi og aftur í land. Konurnar lögðu af stað frá Ægisíðu og syntu yfir Skerjafjörðinn og á Bessastaðanes. Þeim fylgdu tveir kajakar og bátur frá björg- unarsveitinni Ársæli. Marglytturnar eru alls sex. Í hópnum eru Birna Bragadótt- ir, Sigrún Þ. Geirsdóttir, Brynhildur Ólafsdóttir, Sigurlaug María Jónsdóttir, Halldóra Gyða Matthíasdóttir og Þórey Vil- hjálmsdóttir. Sem fyrr sagði stefna þær á að ná yfir Ermar- sundið í sameiningu, en markmiðið með sundferðinni er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar og mik- ilvægi þess að vernda auðlindir hafsins. Ástand sjávar þar mun vera mjög slæmt, en Ermarsundið hefur verið kallað „Mount Everest sjósundfólks“. Leiðin er um 34 kílómetrar, milli borganna Dover í Englandi og Calais í Frakklandi. Flest- ir synda þó lengra þegar upp er staðið, jafnvel tvöfalt lengra, vegna strauma. Áætlaður sundtími er 16-18 klukkstundir og syndir hver og ein kvennanna eina klukkustund í einu. Forsetinn stakk sér til sunds með „Marglyttum“ Morgunblaðið/Árni Sæberg því líður, jafnvel þótt ekki náist tilskil- inn fjöldi, þá finnst mér núna vera komin sú staða að menn hljóti að vilja stoppa og hlusta, en ekki loka aug- unum og böðlast áfram,“ segir Elliði sem veltir fyrir sér „flokkslegum hagsmunum“ í þessu samhengi. „Ég hef trú á því að forystan sjái málið þessum sömu augum og láti ekki reyna á þetta. Afstaða mín í þessu máli er hvergi til marks um að ég treysti ekki forystunni. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki skrifað undir er trú mín á því að menn staldri við og bregðist við stöðunni,“ segir Elliði sem telur málið bera það með sér að enginn tali fyrir því af einlægni. „Ég leyfi mér að efast um að einn einasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði flutt þetta mál ef ekki væri fyrir til- Guðni Einarsson Jón Birgir Eiríksson Viðhorf formanna fulltrúaráða og hverfafélaga í Sjálfstæðisflokknum er á báða bóga með tilliti til þriðja orku- pakkans. Forysta flokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið á u.þ.b. fimmtán fundum með samflokksmönnum sín- um á næstunni. Ætla má að orku- pakkann beri helst á góma. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölf- usi, er þeirrar skoðunar að best sé að þingflokkur og forysta staldri við og vísi málinu t.a.m. til sameiginlegu EES-nefndarinnar. Hann hefur ekki tekið þátt í undirskriftasöfnun sem nú fer fram þar sem það er lagt til. „Það þarf ofboðslega margar und- irskriftir til að þetta náist. Hvað sem skipun EES. Það sýnir hvers eðlis málið er.“ Ólafur Hafsteinn Jónsson, formað- ur fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Árborg, segir skiptar skoðanir á mál- inu þar „eins og annars staðar“. „Ég get svo sem ekki tjáð mig hvort það sé meira eða minna um annað eða hitt hér,“ segir hann. „Þetta snertir Ár- nessýslu mikið vegna þess að stór hluti orku landsins er framleiddur hér.“ Fundað verður með sjálfstæð- ismönnum í Árborg á laugardag, en Ólafur Hafsteinn kveðst sjálfur ekki hafa myndað sér skoðun. Hilmar Gunnlaugsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðismanna á Fljótsdalshéraði, kveðst ekki vera í stöðu til að tala fyrir alla sjálfstæð- ismenn þar. „En ég hef kynnt mér þetta mál vel og tel að menn séu bein- línis að fara rangt með það hvað felst í þessum pakka. Eftir að hafa menntað mig sérstaklega á þessu sviði tel ég mig hafa ákveðna þekkingu á því og hef þess vegna myndað mér skoðun á málinu. Ekki á grundvelli pólitíkur,“ segir Hilmar, en hann er með meist- aragráðu í orkulögfræði. „Það virðist mest talað um hættuna á sæstreng. Það er ekkert sem breytist við heim- ild manna til að leggja sæstreng við þriðja orkupakkann nema að ef þessir varnaglar verða að veruleika, verði þriðji orkupakkinn samþykktur, þá verður það erfiðara,“ segir hann, en fundað verður um stjórnmálaviðhorf- ið á Fljótsdalshéraði á fimmtudag. Skipa sér í tvær fylkingar  Enginn sjálfstæðismaður talar af einlægni fyrir orkupakka þrjú, segir Elliði MSkiptar skoðanir… »6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.