Morgunblaðið - 13.08.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.08.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Bamix töfrasproti Verð 35.900 kr. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég vann dragkeppnina 2014 og ákvað að fara sem áhorfandi í ár og vera meira áberandi og líta betur út en keppendur. Það tókst með moggakjól og hatti,“ segir Gloria Hole dragdrottning sem mætti á keppnina í kjól með hatt sem hún gerði úr 80-100 Morgunblöðum. „Ég valdi Morgunblaðið því drottningar ganga ekki í fríblöðum. Hugmynd að kjól úr dagblaði kvikn- aði fyrir nokkru en mig langaði að vera í stórum kjól með stóran hatt; einhverju sem væri nýtt og frumlegt svo það færi ekki fram hjá neinum þegar ég væri mætt á svæðið,“ segir Gloria, sem vildi ekki hafa kjólinn of þungan og datt í hug að nota dagblöð í hann. Hún bjóst ekki við að kjóllinn yrði eins þungur og raun bar vitni né að hatturinn tæki á sig vind, sem olli smá vandræðum. „Ég bjó til undirkjól og rúllaði upp blaðsíðunum sem Mogunblaðið lét mér í té og heftaði hverja einustu síðu í hann. Það skal enginn segja að drottningar geti ekki verið umhverf- isvænar og endurnýtt, það er ef það dregur ekki úr glæsileikanum,“ seg- ir Gloria, sem telur að mestur tíminn hafi farið í hönnun. Eftir að henni lauk tók það Gloriu 18 til 20 klukku- stundir yfir sex daga tímabil að sauma kjólinn. Rauðvínsslettur á kjólnum „Ég náði að draga að mér athygl- ina í keppninni. Það var mikið að gera í myndatökum og margir sem vildu fá mynd af sér með mér. Ég get því miður ekki notað kjólinn aft- ur þar sem það eru rauðvínsslettur á honum hér og þar, því Gloria Hole er þekkt fyrir að vera djammdrottn- ingin á Íslandi og algjört partíljón,“ segir Gloria og bætir við að mogga- kjóllinn sé ekki flóknasti kjóll sem hún hafi gert. Það hafi verið karni- valkjóllinn sem gerður var úr fjöðr- um og steinum. Gloria segist ekki hafa verið hrædd um að kviknaði í moggakjólnum á djamminu en hefði það gerst hefði hún fengið óskipta athygli og verið heitust þann daginn! Gloria tekur þátt í dragkeppnum erlendis og kemur fram í klúbbum og á skemmtunum. Hún segist mæta þar sem hún geti til stuðnings góð- um málefnum og gefa til baka það sem hún hafi fengið. „Það sést ekki á sviðinu, þar sem ég læt allt flakka, að inn við beinið er ég ágæt,“ segir Gloria, sem ætlar að vera mjög áberandi og flottust á Kiki-pallinum í gleðigöngunni. Morgunblaðsdrottn- ingin vekur athygli  Gloria Hole stal senunni í drag- keppni  80-100 blöð fóru í kjólinn Læsileg Gloria Hole glæsileg í kjól sem hún gerði úr Morgunblaðinu. Höfundur Gloriu Hole er Hjálmar Forni Sveinbjörnsson Poulsen, sem segist hafa fallið fyrir dragi mjög ungur og ákveðið að gera það að atvinnu. Hann hafi kynnst dragi í gleðigöngum og í kvikmyndum. ,,Fólk upplifir drag á misjafnan hátt. Mér gefur það mikið egóbúst. Mér finnst hrikalega skemmtilegt og æðislegt að geta starfað eingöngu við þetta, bæði hér heima og erlendis,“ segir hann. Hjálmar, sem tekur þátt í Hinsegin dögum í Reykjavík í gervi Gloriu Hole, er ánægður með lengri hátíðahöld en vanalega í tilefni þess að gleðigangan í Reykjavík er 20 ára og 50 ár eru frá Stonewall-uppreisninni í New York sem var kveikjan að öðrum gleðigöngum. Hjálmar segir að mikið sé um skemmtilega fræðsluviðburði á Hinsegin dögum og aðra skemmtun. „Á Hinsegin dögum komum við saman til að þakka fyrir. Bæði þeim sem á undan okkur hafa farið í baráttunni og samfélaginu sem tekið hefur okk- ur ótrúlega vel. Hinsegin dagar eru uppskerudagar okkar og eins konar árshátíð,“ segir Hjálmar. „Okkar uppskerudagar“ TEKUR ÞÁTT Í HINSEGIN DÖGUM Í REYKJAVÍK Hjálmar Forni Sveinbjörnsson Poulsen Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Framkvæmdum við byggingu tíu íbúða fjölbýlishúss við Sléttuveg í Vík í Mýrdal er nú að ljúka og fyrstu íbú- arnir flytja inn um komandi mánaða- mót. Þetta er önnur blokkin af þrem- ur sem Sigurður Elías Guðmundsson, veitingamaður og hótelstjóri, lætur reisa, en íbúðirnar þar eru leigðar út bæði til ferða- manna um skemmri tíma en eru einn- ig í langtímaleigu til fólks sem býr og starfar á svæðinu. „Húsnæðisskorturinn hér í Vík hefur verið mikill. Það var ástand sem þurfti að bregðast við, einfald- lega svo samfélagið virkaði sem skyldi,“ segir Sigurður Elías í samtali við Morgunblaðið. Í fjölbýlishúsinu sem reist var í fyrra eru fimmtán íbúðir á bilinu 30 til 88 fermetrar – þar af fimm sem leigðar eru út til ferðamanna. Í hinum tíu býr svo fólk sem margt starfar við ferðaþjón- ustuna á staðnum, þjónustu og fleiri greinar. Byggingarkostnaður við húsið sem nú er verið að reisa verður um 230 milljónir kr. Af tíu íbúðum í því fara sjö í ferðamannaleigu en þrjár verða í fastri leigu til langs tíma. Sú verður einnig raunin um þær tólf sem verða í húsinu sem tilbúið verður að ári. „Leiguverð hér í Vík í Mýrdal stendur í dag nánast á pari við Sel- foss; 55 fermetra íbúð verður leigð út á 120 þúsund krónur á mánuði. Verð- ið er að hækka því byggingarkostn- aður er að aukast. Allt slíkt fer beint út í verðlagið,“ segir Elías, sem rekur hótel í Vík, veitingastaði, söluskála og ýmsa aðra starfsemi. Mikið er byggt í Vík um þessar mundir. Þar eru nú sjö einbýlis- og parhús í smíðum og fleira er á teikni- borðinu. Byggir þrjú fjöl- býlishús í Vík Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Vík Verið er að leggja lokahönd á byggingu húss sem er númer tvö í röðinni.  Tíu íbúðir tilbúnar í septemberbyrjun Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Kjaraviðræður fjölmargra viðsemj- enda sem eru með lausa kjarasamn- inga eru að komast á fullan skrið þessa dagana. Sjö kjaradeilur eru á borði Ríkissáttasemjara sem vísað hefur verið til sáttameðferðar, m.a. mál flugfreyja, flugmanna, flug- virkja og flugumferðarstjóra og eru boðaðir sáttafundir í dag og næstu daga. Mikil fundahöld fara fram í hús- næði Ríkissáttasemjara vegna kjaraviðræðna þótt þær séu ekki komnar á borð sáttasemjara skv. upplýsingum embættisins. Viðræð- ur félaga opinberra starfsmanna og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga eru komnar í gang eftir sumarhléið. Skv. upplýsingum frá BSRB eru viðræðurnar að komast á skrið aftur eftir hlé. Samninganefnd BSRB hef- ur fundað með viðsemjendum, sem og samninganefndir einstakra aðild- arfélaga. Eru viðræðurnar sagðar fara vel af stað. Í endurskoðuðum viðræðuáætlunum frá því fyrr í sumar er að því stefnt í flestum til- vikum að samningum skuli lokið fyr- ir 15. september. Gert er ráð fyrir tveimur fundum BSRB-félaga með samninganefnd ríkisins í vikunni. Lítið hefur þokast Svipaða sögu er að segja af kjara- viðræðum háskólamenntaðra í BHM. Félag íslenskra nátttúru- fræðinga (FÍN) er í samstarfi með sjö öðrum aðildarfélögum BHM vegna viðræðna við ríkið og á sá hópur fund með samninganefnd rík- isins í dag skv. upplýsingum Marí- önnu H. Helgadóttur, formanns FÍN. Samninganefnd FÍN á fund með samninganefnd Reykjavíkur- borgar á fimmtudaginn og mögu- lega verður fundur með samninga- nefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga síðar í þessari viku, að sögn hennar. Hún segir að vinnu- planið fram að 15. september nk. hafi ekki verið endanlega sett niður milli aðila, en verði líklega ljóst í þessari viku. „Kröfugerðir félag- anna liggja fyrir og voru þær kynnt- ar viðsemjendum snemma í vor, en það hefur lítið þokast í viðræðum í sjálfu sér. Áherslur okkar frá því í vor hafa ekkert breyst. Við gerum kröfu um að menntun sé metin til launa og að lágmarkslaun starfs m.v. BS/BA-próf verði ekki lægri en 500.000 kr. fyrir utan persónu- bundna þætti. Krónutöluhækkanir eins og voru í boði á almennum markaði koma ekki til greina,“ segir hún. Kjaraviðræður komast á skrið  Mikil fundahöld eru fyrirhuguð næstu daga og vikur í húsakynnum Ríkissáttasemjara

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.