Morgunblaðið - 13.08.2019, Side 6

Morgunblaðið - 13.08.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Hlé var í gær gert á leit björgunar- manna að belgískum ferðamanni um fertugt sem saknað er eftir að lítill bátur sem hann er talinn hafa verið í fannst á reki á Þingvallavatni síðast- liðinn laugardag. Bakpoki mannsins fannst í vatninu. Leitin hófst á laugardag og var þá gengið í nálæga sumarbústaði til að spyrja fólk út í hugsanlegar manna- ferðir á svæðinu eða hvort það þekkti til bátsins. Um tíma var not- ast við þyrlu Landhelgisgæslunnar. Íslenska lögreglan hefur verið í samskiptum við fjölskyldu manns- ins, en ekkert hefur heyrst frá hon- um síðan á laugardag. Segir lög- reglan „yfirgnæfandi líkur“ vera á því að maðurinn hafi farið á báti sín- um út á vatnið og fallið útbyrðis. Að- stæður til siglinga á vatninu voru erfiðar þennan dag og strekkings- vindur á svæðinu. „Ekki er vitað hvaðan hann lagði frá ströndu og því leitarsvæðið stórt og erfitt. Búið er að sigla um vatnið allt og ganga fjörur meðfram því án árangurs,“ segir í tilkynningu frá lögreglu, en kafarar úr sérsveit ríkislögreglu- stjóra eru að kanna hugsanlega köf- un og leit að inntaki við Steingríms- stöð. Ferðamað- urinn enn ófundinn  Féll að öllum lík- indum úr báti sínum Guðni Einarsson gudni@mbl.is Orkupakkamálið er viðkvæmt innan Sjálfstæðisflokksins og flokksmenn skiptast í fylkingar, að því er við- mælandi í hverfafélagi flokksins í Reykjavík sagði. Haft var samband við formenn nokkurra hverfafélaga og þeir spurðir um afstöðu til máls- ins. Viðbrögð voru á báða bóga. Unnið er að undirskriftasöfnun til að knýja fram atkvæðagreiðslu á meðal flokksbundinna sjálfstæðis- manna um málið. Náist 5.000 undir- skriftir þarf að sannreyna að þeir sem skrifuðu undir séu flokksbundn- ir. Þá er atkvæðagreiðsla eftir. Al- þingi kemur saman 28. ágúst til að afgreiða orkupakkann. „Tíminn er knappur, það er ljóst,“ sagði Jón Kári Jónsson, formaður hverfafélags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi og upphafs- maður undirskriftasöfnunarinnar. Hann sagði að efnt hefði verið til hennar til að fá lýðræðislega niður- stöðu um hvort flokksmenn kærðu sig um orkupakkann eða ekki. Jón sagði að undirskriftasöfnunin gengi ágætlega en var ekki með tölur um hve margir höfðu skrifað undir í gær. Hann kvaðst vera andvígur orkupakkanum og sagði marga vera sömu skoðunar. Mikil reiði væri inn- an flokksins vegna málsins. Einar Sörli Einarsson, formaður hverfafélagsins í Laugarnes- og Túnahverfi, kvaðst vera andvígur orkupakkanum. Hann sagði að þeir sem hann þekktu og hefðu kynnt sér málið væru almennt andvígir orku- pakkanum. Pjetur Stefánsson, for- maður hverfafélags Bakka- og Stekkjahverfis, er andvígur orku- pakkanum og kvaðst finna fyrir and- stöðu við hann. „Ég held að það væri farsælast að vísa þessu til EES- nefndarinnar og slá þetta út af borð- inu. Það er óþarfi að vera í stríði við hálfa þjóðina,“ sagði Pjetur. Sumir með og aðrir á móti „Ég er alfarið á móti orkupakk- anum,“ sagði Hafsteinn Númason, formaður Sjálfstæðisfélags Kjalnes- inga. Hann sagði að ekki hefði tekist að funda í félaginu um málið und- anfarið vegna sumarfría. Júlíus Helgi Eyjólfsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafar- holti, sagðist ekki hafa tekið afstöðu í orkupakkamálinu. „Fólk er á báðum áttum, hvorki hörð afstaða með eða á móti,“ sagði Júlíus. „Ég er eindreginn stuðningsmað- ur þriðja orkupakkans,“ sagði Jón Kristinn Snæhólm, formaður hverfa- félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi. Magnús Sigurbjörns- son, formaður hverfafélagsins í Miðbæ og Norðurmýri, kvaðst einn- ig styðja orkupakkann. „Ég treysti þingflokknum til að taka þessa ákvörðun,“ sagði Inga María Hlíðar Thorsteinson, formað- ur hverfafélags sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi. Hún sagði að málið hefði lítillega verið rætt innan félagsins en félagsmenn ekki haft hátt um sínar skoðanir þótt ekki væri endilega eining um málið. Leifur Skúlason Kaldal, formaður hverfafélags sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi, sagði að stjórnin ætti eftir að funda um orkupakka- málið og því vildi hann ekki tjá af- stöðu sína. Skiptar skoðanir um orkupakkann  Formenn hverfafélaga sjálfstæðismanna á höfuðborgarsvæðinu með og á móti  Tilgangur undir- skriftasöfnunar að fá lýðræðislega niðurstöðu  Ljóst að tíminn er knappur, segir forsvarsmaður Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjálfstæðismenn Orkupakkinn var m.a. ræddur í Valhöll á laugardag. Útför Baldvins Tryggvasonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra, var gerð frá Hall- grímskirkju í gær að viðstöddu fjölmenni. Séra Hans Guðberg Alfreðsson jarð- söng, organisti var Magnús Ragnarsson, Þóra Einarsdóttir söng einsöng auk kórsins Schola cantorum. Baldvin Ingvar Tryggvason lék á klarinett og Matt- hildur Anna Gísladóttir á píanó. Líkmenn voru Tryggvi M. Baldvinsson, Svein- björn I. Baldvinsson, Þorsteinn Pálsson, Arna Vala Sveinbjarnardóttir, Magnús Jónsson, Finnur Sigurjón Sveinbjarnarson, Sveinbjörn Júlíus Tryggvason, Bald- vin Kári Sveinbjörnsson, Einar Sv. Tryggvason og Baldvin Ingvar Tryggvason. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Útför Baldvins Tryggvasonar Birgir Sigurðsson, rit- höfundur og leikskáld, lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. ágúst sl., á 82. aldursári. Birgir fæddist í Reykjavík 28. ágúst 1937, sonur Sigurðar Ingimars Helgasonar, myndlistarmanns og sjómanns, og Frið- bjargar Jónsdóttur hús- móður. Birgir ólst upp í Reykjavík, lauk kenn- araprófi frá KÍ 1961, stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík í fimm ár og söngnám í Amsterdam 1967. Birgir var blaðamaður á Tím- anum 1961-64 og var kennari og skólastjóri í nokkrum skólum þar til hann sneri sér alfarið að ritstörfum árið 1979. Eftir Birgi liggur fjöldi ritverka; leikrit, skáldsögur, ljóð, þýðingar og fræði- rit. Þekktasta leikrit Birgis er án efa Dagur vonar, sem frumsýnt var 1987, tilnefnt til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1989 og hefur verið sýnt víða um heim. Fyrsta leik- ritið, Pétur og Rúna, vann 1. verðlaun í sam- keppni Leikfélags Reykjavíkur 1972 og vakti mikla athygli. Meðal annarra leikrita hans eru Skáld-Rósa, Sel- urinn hefur mannsaugu, Grasm- aðkur, Óskastjarnan og Dínamít. Birgir var heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur en hann þýddi einnig fjölmörg leikrit, m.a. Barn í garð- inum, eftir Sam Shephard, Glerbrot, eftir Arthur Miller, og Köttur á heitu blikkþaki, eftir Tennessee Williams. Þá þýddi hann tvær skáldsögur eftir Doris Lessing, Grasið syngur og Marta Quest. Birgir var varaformaður Rithöf- undasambands Íslands 1982-1986, var forseti Bandalags íslenskra lista- manna 1985-87 og átti m.a. sæti í stjórn Listahátíðar og úthlutunar- nefnd Kvikmyndasjóðs. Birgir var á þessu ári gerður að heiðursfélaga Rithöfundasambandsins. Eftirlifandi eiginkona Birgis er Elsa Vestmann Stefánsdóttir, mynd- listarmaður og fv. sviðsstjóri hjá RÚV. Stjúpbörn Birgis eru fjögur og hann eignaðist þrjú börn með fv. eig- inkonu sinni, Jóhönnu Steinþórs- dóttur. Andlát Birgir Sigurðsson rithöfundur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.