Morgunblaðið - 13.08.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019
Brexit flokkurinn vann mikinnsigur í kosningum til evr-
ópuþings. Flokkurinn varð flokka
stærstur í Bretlandi nokkurra
vikna gamall og annar af tveimur
stærstu flokkum EÞ
í þingmönnum talið,
ásamt Kristilegum í
Þýskalandi.
Flokkurinn varhálfgerður
einsmanns flokkur,
pólitíska þrumu-
skýsins Farage. Sá
lætur flest flakka,
oft hittinn, en slík-
um getur orðið á.
Kjósendur Brexitflokksins eru
taldir veikastir allra fyrir Buck-
inghamættinni. Í nýlegri ræðu taldi
Farage að bandarísk eiginkona
Harrys prins hefði skafið af honum
flest það sem gerði hann að vinsæl-
ustu persónu ættarinnar.
Þetta hefði getað sloppið hjá Fa-rage og jafnvel gott betur, en
versnaði þegar hann bætti í og dró
Elísabetu heitna drottningarmóður
inn í óvarlegt tal. Sú var vinsæl
mjög með þegnunum og hélt því
þar til hún lést og átti örstutt í 102
árin.
Farage sagði drottningarmóðurhafa daglega hesthúsað gin og
tónik, reykt af þrótti og verið í yfir-
þyngd og taldi þetta þrennt skýr-
inguna á vinsældum hennar. Áróð-
ursmenn heilbrigðs lífsstíls sem
telja hann tryggingu þess að kom-
ast sprækur yfir sjötugt urðu illir
og brexitmenn töldu nærri dásemd
sinni höggvið.
Hið pólitíska svell er miklu sleip-ara en Tjarnarsvellið.
Elísabet
drottningarmóðir
Höggvið nærri
helgidómi
STAKSTEINAR
Nigel Farage
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Gagnrýnivert er að þrengt skuli að
innflutningi á kjöti í lagafrumvarpi
Kristjáns Þórs Júlíussonar landbún-
aðarráðherra um breytingu á úthlut-
un tollkvóta. Þetta er mat Félags at-
vinnurekenda sem dregur í efa að
hagur neytenda vænkist og sam-
keppni eflist eins og eru sögð vera
markmið frumvarpsins. Þar er gert
ráð fyrir að hætt verði útgáfu kvóta á
lægri tollum fyrir nauta-, alifugla- og
svínakjöt á þeim tímum þegar inn-
lend framleiðsla dugar ekki.
Félag atvinnurekenda segir að
síðustu árin hafi allstór hluti inn-
flutnings á nauta-, svína- og alifugla-
kjöti verið á opnum tollkvóta vegna
þess að innlendir framleiðendur hafi
ekki annað eftirspurn. Undantekn-
ing sé að kjötvara sé flutt inn á full-
um tollum. Jafnvel þótt tollkvótar
fyrir búvörur frá ríkjum ESB fari
stækkandi allt fram til ársins 2022
rúmi þeir ekki innflutning á þessum
kjötvörum sem fram hefur farið und-
anfarin ár.
„FA telur að eðlileg vinnubrögð,
og í samræmi við yfirlýst markmið
frumvarpsdraganna, væru að gefnir
yrðu út opnir tollkvótar á lægri toll-
um allt árið eða mestan hluta árs fyr-
ir þá skrokkhluta sem skortur hefur
verið á undanfarin ár,“ segir í til-
kynningu frá FA. sbs@mbl.is
Tollkvótarnir verði opnir allt árið
FA segir innlenda framleiðendur ekki
hafa annað eftirspurn eftir kjöti
Morgunblaðið/Eggert
Nautakjötið Herramannsmatur, að
dómi flestra matgæðinga.
Nokkrir útvaldir liðsmenn Snigl-
anna, bifhjólasamtaka lýðveldisins,
eru nú í hringferð um landið á raf-
magnsbifhjólum til að vekja athygli
á kostum þess samgöngumáta.
Ferðin hófst á Seyðisfirði þangað
sem hjólin komu með ferjunni Nor-
rænu, en keyrt er rangsælis um
landið á einni viku. Föruneytið kom
til höfuðborgarinnar í gær og sat
málþing sem haldið var í höfuð-
stöðvum Orkuveitunnar. Þar deildu
ökumenn reynslu sinni af hjólunum
auk þess sem gestir gátu fengið að
kynna sér gripina. Nú í gærkvöld
var stefnan sett á Selfoss þar sem
hjólin voru til sýnis.
Ráðgert er að rafmagnaðri hring-
ferð Sniglanna ljúki næstkomandi
fimmtudag á Seyðisfirði þaðan sem
hjólin verða því næst send úr landi.
alexander@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tækni Hjólin hafa vafalaust vakið athygli á ferð sinni um landið.
Hringurinn tek-
inn á raffákum
Vilja vekja athygli á vistvænni orku