Morgunblaðið - 13.08.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 13.08.2019, Síða 10
 S J Á L F S T Æ Ð I S F L O K K U R I N N Á réttri leið Fundaröð þingflokks sjálfstæðismanna Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins efnir á næstu dögum til fundaraðar með kjósendum í kjölfar feykivel heppnaðrar hringferðar fyrr á árinu. Að þessu sinni munu þingmenn fara vítt og breitt um landið í smærri hópum og ræða við fólk um það sem efst er á baugi á landsvísu og heima í héraði. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Akranes Golfskálinn 13. ágúst, kl. 12:00 Ísafjörður Edinborgarhús 13. ágúst, kl. 20:00 Blönduós Eyvindarstofa 14. ágúst, kl. 17:30 Sauðárkrókur Ljósheimar í Skagafirði 14. ágúst, kl. 20:00 Reyðarfjörður Safnaðarheimilið 14. ágúst, kl. 20:00 Egilsstaðir Hótel Valaskjálf 15. ágúst, kl. 12:00 Húsavík Hlynur 15. ágúst, kl. 17:00 Grundarfjörður Samkomuhúsið 5. ágúst, kl. 12:00 Akureyri Kaupangur 15. ágúst, kl. 20:00 Höfn Nýheimar 15. ágúst, kl. 12:00 Hella Menningarsalurinn 15. ágúst, kl. 18:00 Reykjanesbær Duus-hús 17. ágúst, kl. 11:00 Hafnarfjörður Norðurbakki 1a 17. ágúst, kl. 10:30 Selfoss Tryggvaskáli 17. ágúst, kl. 10:30 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019 SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ed Sheeran var ánægður með allt í heimsókn sinni hingað, bæði tón- leikana og allt annað. Hann var með- vitaður um miðasöluna, hversu stórt hlutfall af þjóðinni kom og sá hann. Þetta er vinalegasti maður sem ég hef hitt,“ segir Ísleifur B. Þórhalls- son, tónleikahaldari hjá Senu Live. Um fimmtíu þúsund gestir sóttu tvenna tónleika tónlistarmannsins Eds Sheerans á Laugardalsvelli um helgina. Tónleikarnir þóttu heppnast vel þótt langar raðir hafi myndast við að komast inn á tónleikasvæðið á fyrri tónleikunum á laugardagskvöld. Þetta eru stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi og Ísleif- ur telur aðspurður ólíklegt að þetta verði nokkurn tímann leikið eftir. „Það verður erfitt að toppa þetta. Ég held að við séum komin að enda- mörkunum með hvað hægt er að gera á Íslandi. Jafnvel þótt við fengj- um eitthvert risanafn aftur, hvort sem það er Rolling Stones, U2 eða eitthvað þvíumlíkt, finnst mér ólík- legt það verði hægt aftur að fara í aukatónleika.“ Fleiri stór verkefni skoðuð Ekki er þó þar með sagt að að- sóknarmetið fyrir fjölda á einum stökum tónleikum verði ekki slegið því Ísleifur og hans fólk telja að Laugardalsvöllur rúmi enn fleiri en þá 30 þúsund gesti sem voru á fyrri tónleikunum. „Völlurinn virkar mjög vel, það er hægt að halda svona tónleika þarna vandræðalaust. Auðvitað tók þetta á en í raun má segja að við höfum ráðið vel við þetta. Vandamálið með röðina á laugardeginum var öm- urlegt en það náðist að leysa það og röðin var kláruð um hálfníu, hálf- tíma áður en Ed Sheeran steig á svið. Það sýndi að kerfið okkar var of seinvirkt en það var lagað og þá gekk þetta betur. Endurbætt raða- kerfi var notað á sunnudeginum og gekk það svo vel að í raun mynd- aðist aldrei nein röð allt kvöldið. Allt annað gekk vel, gestir voru til fyrirmyndar og við lærum af þessu. Okkur sýnist reyndar að það sé hægt að koma fleirum fyrir á vell- inum vandræðalaust. Við eigum eft- ir að skoða það betur með lögreglu og sérfræðingum en við teljum að það sé hægt að selja nokkur þúsund miða í viðbót. Það munar mikið um fjögur til fimm þúsund miða og ef við erum komin með 35 þúsund manna leikvang er ýmislegt mögu- legt.“ Ed Sheeran-tónleikarnir voru unnir í samstarfi við AEG, næst- stærsta tónleikahaldara í heimi. Ís- leifur segir að fulltrúar fyrir- tækisins hafi verið hæstánægðir með samstarfið og þeir hafi sam- mælst um að huga að fleiri stórum verkefnum í framtíðinni. Vinna við frágang eftir tónleikana hófst um leið og Ed Sheeran gekk af sviðinu á sunnudagskvöld. Eins og fram kom í fjölmiðlum í aðdrag- anda þeirra var mikið magn af bún- aði flutt hingað til lands og því í mörg horn að líta. Mikil vinna við frágang „Það voru hundrað manns til- búnir á köntunum þegar hann fór af sviðinu og byrjuðu að skrúfa allt í sundur. Þeir unnu til fjögur aðfara- nótt mánudags og svo mætti annar hópur klukkan átta í gærmorgun,“ segir Ísleifur. Frágangur var langt kominn þegar Morgunblaðið ræddi við Ísleif í gær en klárast ekki end- anlega fyrr en í dag. „Það er mikil vinna við að taka sviðið niður og ganga frá gólfinu. Það var mikið gert til að tryggja að grasið á vell- inum yrði í góðu lagi enda er leikur á vellinum um næstu helgi.“ Listamaðurinn naut dvalar sinnar hér á landi vel. Hann dvaldi í húsi fyrir utan bæinn með foreldrum sínum og stórum hluta fjölskyld- unnar. Ísleifur kveðst ekki hafa upplýsingar um ferðir hans hér á landi, þær hafi Sheeran skipulagt sjálfur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Frágangur Unnið var að því að taka niður sviðið af tónleikum Eds Sheerans í gær og rífa upp gólfið. Tónleikaferð Sheerans lýkur í Ipswich í lok ágúst. Telja að völlurinn rúmi 35 þúsund manns  Mikil ánægja með tónleika Eds Sheerans þrátt fyrir raðir  Vilji til að halda fleiri stórtónleika hér Baksviðs Frá vinstri eru Simon Jones frá AEG, Ísleifur B. Þórhallsson, Ed Sheeran, Jón Diðrik Jónsson, Hrannar Hafsteinsson og Ísak Bjarnason. Jóhann Skúlason er þrefaldur heimsmeistari eftir heimsmeist- aramót íslenska hestsins sem lauk í Berlín um helgina. Hann vann til gullverðlauna í tölti, fjórgangi og fjórgangsgreinum á Finnboga frá Minni-Reykjum. Jóhann hefur unnið alls 19 gullverðlaun á heimsmeist- aramótum. Íslenska landsliðið vann sex gull- verðlaun í fullorðinsflokki, ein í ung- mennaflokki og fjögur kynbótahross stóðu efst í sínum aldursflokki. Auk verðlaunanna 11 hlaut íslenska liðið liðsskjöldinn fyrir bestan árangur liðs á mótinu, sem landsliðseinvald- urinn Sigurbjörn Bárðarson tók við fyrir hönd Íslands. Þetta kom fram á mbl.is í gær auk þess sem Teitur Árnason vann gæðingaskeið á Dyn- fara frá Steinnesi með einkunnina 8,66, Konráð Valur Sveinsson var með besta tímann í 100 metra skeiði á Losta frá Ekru sem fór á tímanum 7,35 sekúndum og Guðmundur Björgvinsson á Glúmi frá Þórodds- stöðum fór 250 metra skeiðið á 21,8 sekúndum. Benjamín Sandur Ing- ólfsson á Messu frá Káragerði var bestur ungmenna í gæðingaskeiði með einkunnina 7,71. Íslenska liðið vann tvenn silfur- verðlaun og þrenn bronsverðlaun. Ásdís Ósk Elvarsdóttir í ungmenna- flokki varð önnur í tölti á Koltinnu frá Varmalæk og önnur í saman- lögðum fjórgangsgreinum. Hún deildi 3. til 5. sæti í fjórgangi með Hákoni Dan Ólafssyni á Stirni frá Skriðu og Dananum Kristine B. Jörgensen. Bergþór Eggertsson á Besta frá Upphafi fékk brons- verðlaun í gæðingaskeiði full- orðinna. Mjallhvít frá Þverholtum, Spaði frá Barkarstöðum, Eyrún Ýr frá Hásæti og Elja frá Sauðholti urðu öll efstu kynbótahross í sínum flokki. thorunn@mbl.is Sigursæll Jóhann Skúlason á Finnboga frá Minni-Reykjum varð þrefaldur heimsmeistari á HM íslenska hestsins sem fram fór í Berlín 4. til 11. ágúst. Þrefaldur heims- meistari og 11 gull  Íslendingar hlutu liðsskjöldinn á heimsmeistaramóti íslenska hestsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.