Morgunblaðið - 13.08.2019, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 13.08.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019 „Það er óhætt að segja að við stöndum í stórræðum nú í ágúst, og við þökkum af heilum hug öll- um þeim óteljandi einstaklingum og fyrirtækjum sem leggja okkur lið. Með hverju ári sem líður verður okkur betur ljóst hve mikilvægt er að skapa gleðistund- ir á Grænlandi. Og aldrei skulum við gleyma því að Íslendingar eru heppnasta þjóð í heimi þegar kemur að nágrönnum,“ segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins. Nú stendur yfir mikil skák- og sirkushátíð í Kullorsuaq, sem er 450 bær á samnefndri eyju við vesturströnd Grænlands. Kullor- suaq, sem er á 74. breiddargráðu, er eitt afskekktasta þorp Græn- lands, og er þetta annað árið í röð sem Hrókurinn heldur hátíð þar í samvinnu við heimamenn. Hátíðin stendur fram á föstu- dag, en fulltrúar Hróksins þar eru Hrafn, sem kennir skák, og sirkuslistamennirnir Axel Diego og Roberto Magro, sem verða með sýningar og sirkusskóla. Að aflokinni hátíðinni í Kullorsuaq verður boðið upp á fjöltefli og sirkussýningu í Upernavik, sem er liðlega 1.000 manna bær. Þetta er fimmta ferð Hróksins til Grænlands á þessu ári, en fé- lagið hefur unnið að „landnámi skáklistar og vináttu“ síðan 2003 eins og Hrafn orðar það. Samtímis því sem Hrafn, Axel og Roberto verða á vesturströnd- inni munu Máni Hrafnsson og Joey Chan slá upp Polar Pelagic- hátíð í Tasiilaq, höfuðstað Austur-Grænlands, sem helguð er minningu Gerdu Vilholm. Að sögn Hrafns var hún máttarstólpi mannlífsins í Tasiilaq. ,„Við minnumst einstakrar konu,“ segir Hrafn. „Gerda rak einu bókabúðina í Tasiilaq, sem hún kallaði Háskóla alheimsins. Þar var griðastaður barnanna í Tasiilaq, og þangað komu þau til að tefla og njóta lífsins. Gerda var heiðursfélagi í Hróknum og hennar er sárt saknað. En við minnumst hennar best með því að skapa gleðistundir fyrir börnin í bænum.“ Kennsla Máni Hrafnsson stjórnar hátíðarhöldum í Tasiilaq, höfuðstað Austur-Grænlands. Hátíðir í þremur bæjum á Grænlandi  Hrókurinn með skák- og sirkushátíð í einu afskekktasta þorpi landsins Hátíð Sirkuslistamennirnir Axel Diego og Roberto Magro skemmta. Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is VELKOMIN Á NÝJU VEFSÍÐUNA OKKAR Uppgötvaðu vörurnar okkar og kosti þess að versla á netinu Síðustu daga rnir Aðeins 7 verð 1.000.- 2.000.- 3.000.- 4.000.- 5.000.- 6.000.- 7.000.- Algjört verðhrun á útsöluvörum Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Slökkviliðsmenn í Fjallabyggð stóðu í gær í ströngu við að dæla vatni sem flætt hafði inn í hús á Siglufirði. Tvær aurskriður féllu í vestan- verðum Eyjafirði í fyrrinótt og í gær féllu aurskriður úr Jörundarfelli í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Í gær mældist uppsöfnuð sólar- hringsúrkoma á Siglufirði 130 milli- metrar. „Við höfum getað haldið þessu í algjöru lágmarki,“ segir Ámundi Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, í samtali við mbl.is í gærkvöld, en útköll voru fjölmörg og var m.a. óskað eftir aðstoð dælubíls að sunnan. Þá hafa hreinsibílar frá Akureyri aðstoðað við að dæla vatni úr húsum í bænum. Ámundi segir ástandið minna á vatnsveðrið sem gekk yfir í ágúst fyrir fjórum árum þegar mikið tjón varð í bænum þegar Hvanneyrará flæddi yfir bakka sína og ræsi höfðu ekki undan og aurborið vatn barst um götur bæjarins. „Þetta er svipað eins og það var 2015 þegar allt fór í steik. Þetta er kannski meiri úrkoma en hún nær yfir lengra tímabil,“ segir hann. Kristín Sigurjónsdóttir, frétta- stjóri Trölla.is, segir íbúa mjög ósátta við ástandið þar sem lagna- kerfi í bænum hafi nýverið verið endurnýjað með það í huga að koma í veg fyrir viðlíka ástand. Hús fóru á flot  Slökkviliðsmenn stóðu í ströngu Trölli.is Siglufjörður Vatn flæddi upp úr niðurföllum og klósettum í bænum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.