Morgunblaðið - 13.08.2019, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
13. ágúst 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.22 122.8 122.51
Sterlingspund 147.84 148.56 148.2
Kanadadalur 92.37 92.91 92.64
Dönsk króna 18.344 18.452 18.398
Norsk króna 13.717 13.797 13.757
Sænsk króna 12.772 12.846 12.809
Svissn. franki 125.63 126.33 125.98
Japanskt jen 1.1543 1.1611 1.1577
SDR 168.13 169.13 168.63
Evra 136.92 137.68 137.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.3967
Hrávöruverð
Gull 1503.5 ($/únsa)
Ál 1745.5 ($/tonn) LME
Hráolía 57.74 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Breska pundið
náði sínu lægsta
gildi gagnvart evru
í 10 ár í gærmorg-
un. Í frétt Tele-
graph kemur fram
að ástæðan sé sú
að breska hug-
veitan Institute for
Government komst
að þeirri niður-
stöðu að „mjög
ólíklegt“ væri að Bretar yfirgæfu Evr-
ópusambandið með samningi. Mun
þetta hafa haft áhrif á fjárfesta, sér í
lagi í Asíu. Gengi pundsins hefur ítrekað
gefið verulega eftir síðastliðnar tvær
vikur í ljósi óvissu sem fylgir Brexit.
Lægsta gengi pundsins gagnvart evru
nam í gærdag 1,0724 evrum sam-
kvæmt gögnum Bloomberg. Síðar um
daginn tók pundið aftur á móti kipp upp
á við eftir að markaðir voru opnaðir í
Bretlandi. Seinni part dags hafði pundið
styrkst um 0,4% gagnvart evru.
Miklar sveiflur á
pundinu vegna Brexit
Pund Boris John-
son ætlar úr ESB.
STUTT
BAKSVIÐ
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Óvíst er um framtíðarfjármögnun
verktakafyrirtækisins Munck á Ís-
landi ehf., áður LNS Saga, og því
leikur vafi á því hvort fyrirtækið
sé áfram rekstrarhæft. Frá lokum
síðasta rekstrarárs hefur danskt
móðurfélag þess, Munck Gruppen
A/S, stutt við fjárhag félagsins
með lánveitingum. Þetta er meðal
þess sem fram kemur í ársreikn-
ingi félagsins fyrir tímabilið 1.
október 2017 til 30. september
2018.
Stefán Sigurðsson, deildarstjóri
sjó- og jarðvinnuverkefna Munck á
Íslandi, segir ekkert launungarmál
að rekstur félagsins hafi ekki
gengið sem skyldi. Þá staðfestir
hann að fyrirtækið muni á næstu
mánuðum draga saman seglin.
„Við erum ekki að bjóða í nein ný
verkefni og erum að draga úr um-
fangi starfseminnar. Það er of
snemmt að segja til um hvað verð-
ur, en við munum setjast niður í
byrjun næsta árs eða á næstu
mánuðum og ákveða hvort við
munum bjóða í verk að nýju,“ seg-
ir Stefán.
Tapað um 3,7
milljörðum króna
Eins og fram kom í frétt Morg-
unblaðsins fyrr á þessu ári skilaði
Munck Gruppen A/S tapi í fyrsta
skipti í 30 ára rekstrarsögu sinni í
fyrra. Rekja má stóran hluta taps-
ins til starfseminnar hér á landi,
en tap á fyrrgreindu tímabili nam
2,4 milljörðum króna. Samtals
nemur uppsafnað tap félagsins frá
því að Munck Gruppen A/S tók yf-
ir reksturinn í ársbyrjun 2017 um
3,7 milljörðum króna. Meðal verk-
efna sem kostað hafa félagið
hundruð milljóna króna er bygging
fjögurra hæða sjúkrahótels Nýja
Landspítalans, uppbygging hjúkr-
unarheimils við Sólvang í Hafn-
arfirði og framkvæmdir við Þeista-
reykjavirkjun. „Það er ekkert
launungarmál eins og ársreikning-
urinn sýnir að taprekstur er á fé-
laginu. Það hafa gamlir draugar
verið að elta okkur, en reksturinn
er þó í betra horfi nú en hann var
yfir þetta tímabil,“ segir Stefán.
Reksturinn gengur betur
Hagnaður var af starfsemi
Munck í Danmörku á framan-
greindu tímabili. Tap á Íslandi og
niðurfærsla eigna ollu því hins
vegar að tap var á rekstri sam-
steypunnar. Sé miðað við sama
tímabil árin áður jókst tap fyrir-
tækisins hér á landi um rúman
milljarð króna.
Að sögn Stefáns hefur betur
gengið það sem af er núverandi
rekstrarári en á sama tíma í fyrra.
Aðspurður segist hann þó ekki
geta fullyrt um hugsanlega rekstr-
arafkomu fyrirtækisins á tíma-
bilinu.
„Miðað við verkin sem ég hef
séð sjálfur gengur mjög vel. Það
er ágætis fjárstreymi og miklu
meiri stöðugleiki en á tímabilinu
sem um ræðir,“ segir Stefán.
Draga verulega úr umfangi
starfseminnar hér á landi
Morgunblaðið/Hari
Framkvæmdir Munck á Íslandi sá um byggingu sjúkrahótels Nýja Landspítalans á síðasta ári.
Mikill taprekstur
» Eigið fé Munck á Íslandi var
neikvætt um 381 milljón króna
í lok september árið 2018.
» Árið 2017 hafði eigið fé fé-
lagsins verið jákvætt um 768
milljónir króna.
» Samtals námu tekjur félags-
ins á síðasta rekstrarári nær
7,4 milljörðum króna.
Óvíst um rekstrarhæfi Munck á Íslandi Styðja við fjárhaginn með lánum
„Ef þetta tekst erum við að vonast til
að ná traffíkinni um jólin,“ segir
Pálmar Harðarson, eigandi og fram-
kvæmdastjóri verktakafyrirtækisins
Þingvangs. Vísar hann í máli sínu til
nýbyggingarinnar við Klapparstíg
þar sem Skelfiskmarkaðurinn var
áður til húsa. Að hans sögn hafa við-
ræður við nokkra aðila runnið út í
sandinn. Vonir standa þó til að geng-
ið verði frá samningum við nýjan
rekstraraðila á næstunni, en að-
spurður segist Pálmar ekki vilja gefa
upp um hvern ræðir.
„Þessir aðilar sem áður voru í við-
ræðum eru dottnir út. Við erum núna
í viðræðum við aðila sem lítið er hægt
að segja um áður en eitthvað verður
úr því,“ segir Pálmar og bætir við að
lögð sé áhersla á að fá inn vana
rekstraraðila. Þar skipti ekki öllu
hvort viðkomandi hafi áður staðið í
veitingarekstri. „Hann er ekki með
veitingastaði í rekstri en er hins veg-
ar með rekstur sem tengist þessu að-
eins. Við höfum viljað fá inn rekstr-
armenn sem ætla sér að vera á
gólfinu,“ segir Pálmar.
Mikið hefur verið lagt í innrétting-
ar nýbyggingarinnar við Klappar-
stíg og er kostnaður í tengslum við
þær talsverður. Að sögn Pálmars
mun nýr staður njóta góðs af því. „Ef
af verður mun nýr aðili bjóða upp á
ódýran mat í fallegu umhverfi,“ segir
Pálmar. Nú er unnið að því hörðum
höndum að láta opnun nýs staðar
verða að veruleika. „Nýi aðilinn ætl-
ar að vinna þetta rétt. Hann er í við-
ræðum við tvo kokka og nokkra
þjóna. Markmiðið er að setja saman
góðan hóp fólks sem koma mun að
rekstrinum,“ segir Pálmar.
Morgunblaðið/Valgarður
Húsnæðið Skelfiskmarkaðurinn
var áður til húsa við Klapparstíg.
Nýr veitingastaður
opnaður fyrir jól
Boðið verði upp
á ódýran mat í fal-
legu umhverfi