Morgunblaðið - 13.08.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019
V
E
R
T
Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og
steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
- því að sumt virkar betur saman
Stundum
þarf tvo til
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Stjórnvöld í Kína gagnrýndu í gær
mótmæli ungra lýðræðissinna í
Hong Kong og sögðu að fram hefðu
komið merki um að þau tengdust
„hryðjuverkastarfsemi“. Harðorðar
yfirlýsingar kínversku ráðamann-
anna um mótmælin kyntu undir
vangaveltum um að þeir kynnu að
beita vopnuðum lögreglusveitum frá
meginlandinu til að kveða niður
mótmælin í sjálfstjórnarhéraðinu.
Öllu flugi til og frá alþjóðaflug-
vellinum í Hong Kong var aflýst í
gær þegar þúsundir ungmenna fóru
þangað til að mótmæla ofbeldi lög-
reglunnar. Daginn áður höfðu verið
birtar myndir af lögreglumönnum
sem beittu táragasi, börðu fólk með
kylfum og skutu gúmmíkúlum eða
baunapokum á mótmælendur af
stuttu færi. Lögreglumennirnir
skutu m.a. táragashylkjum inn í
lestarstöðvar og á mannmargar
verslunargötur til að reyna að dreifa
mótmælendum. Ungmennin svör-
uðu með því að kasta múrsteinum og
bensínsprengjum á lögreglumenn,
sprauta á þá vatni með slöngum og
úða á þá með slökkvitækjum.
„Auga fyrir auga“
Óeinkennisklæddir lögreglumenn
voru einnig sagðir hafa verið sendir
á göturnar til að handtaka mótmæl-
endur. Hermt er að lögreglumenn-
irnir hafi verið í svörtum bolum, eins
og margir mótmælendanna, til að
laumast að þeim og koma þeim í
opna skjöldu.
Yfirvöld í Hong Kong sögðu að 45
manns hefðu særst í átökunum, þar
af tveir alvarlega. Á meðal þeirra
var kona sem særðist á andliti og
augum og hermt var að hún hefði
misst sjónina eftir að lögreglan hefði
skotið baunapoka á hana. Myndir
sem teknar voru af konunni liggja
með blóðugt andlitið á götunni vöktu
mikla athygli á samfélagsmiðlum og
margir mótmælendanna héldu á
myndum af konunni og spjöldum
með áletruninni „auga fyrir auga“.
Mannréttindahreyfingar gagn-
rýndu ofbeldi lögreglunnar og rúm-
lega 200 læknar, hjúkrunarfræðing-
ar, bráðaliðar og lyfjafræðingar eins
af stærstu sjúkrahúsum Hong Kong
fóru í verkfall til að taka þátt í mót-
mælunum. Margir þeirra voru með
sáraumbúðir á auga. „Við erum svo
reið,“ sagði 31 árs hjúkrunarfræð-
ingur á meðal mótmælendanna.
„Lögreglan á að vernda okkur, ekki
að valda fólki varanlegum skaða.“
„Fyrstu merkin um
hryðjuverkastarfsemi“
Talsmaður kínverskrar stofnunar
sem fer með málefni Hong Kong
lýsti yfir stuðningi við aðgerðir lög-
reglunnar. „Róttækir mótmælendur
í Hong Kong hafa hvað eftir annað
beitt mjög hættulegum tólum til að
ráðast á lögreglumenn, sem er mjög
alvarlegur glæpur og sýnir einnig að
fyrstu merkin um hryðjuverkastarf-
semi eru að koma fram,“ sagði tals-
maðurinn. Hann bætti við að refsa
þyrfti mótmælendum fyrir árásirn-
ar „án nokkurrar miskunnar“. Hann
sagði ekkert um hvort stjórnvöld í
Peking hygðust grípa til aðgerða
vegna mótmælanna og áréttaði að
kínverska stjórnin styddi lögregl-
una og dómsyfirvöld í Hong Kong í
tilraunum þeirra til að framfylgja
lögunum og refsa lögbrjótum eins
fljótt og hægt væri.
Ríkisfjölmiðlar í Kína virtust gefa
til kynna að ráðamennirnir í Peking
væru tilbúnir að beita herþjálfuðum
lögreglusveitum ef þörf krefði til að
binda enda á mótmælin í Hong
Kong. Dagblað alþýðunnar og fleiri
málgögn kínversku stjórnarinnar
birtu í gær myndskeið á samfélags-
miðlum þar sem brynvarðir liðs-
flutningabílar sáust koma til borg-
arinnar Shenzhen sem liggur að
Hong Kong. Dagblað alþýðunnar
tók fram að eitt af hlutverkum vopn-
aðra sveita lögreglunnar væri að
binda enda á „óeirðir, upplausnar-
ástand, alvarlega glæpastarfsemi,
hryðjuverkaárásir og aðrar ógnir
við þjóðaröryggi“.
Vilja vernda frelsið og
sjálfstjórnarréttindi
Þetta er tíunda helgin í röð sem
lýðræðissinnar hafa efnt til götu-
mótmæla í Hong Kong. Mótmælin
hófust í júní vegna lagafrumvarps
sem hefði heimilað að meintir
glæpamenn yrðu framseldir til
meginlands Kína. Mótmælendurnir
telja að kínversk stjórnvöld gætu
notfært sér frumvarpið til að þagga
niður í lýðræðissinnum í Hong Kong
og andófsmönnum sem hafa flúið
þangað frá meginlandinu. Stjórn
sjálfstjórnarhéraðsins ákvað að
fresta afgreiðslu frumvarpsins en
mótmælendurnir vilja að hún dragi
það til baka. Þeir krefjast einnig
óháðrar rannsóknar á ofbeldi lög-
reglunnar og sakaruppgjafar til
handa þeim sem hafa verið hand-
teknir fyrir mótmælin. Mótmælend-
urnir saka ennfremur stjórn sjálf-
stjórnarhéraðsins, sem nýtur
stuðnings stjórnvalda í Peking, um
að hafa skert réttindi sem íbúar
Hong Kong eiga að njóta samkvæmt
samkomulagi Kínverja og Breta um
að breska nýlendan fyrrverandi
verði kínverskt sjálfstjórnarhérað
með markaðshagkerfi að minnsta
kosti til ársins 2047.
Markmiðið með mótmælunum er
því ekki aðeins að koma í veg fyrir
framsalsfrumvarpið heldur einnig
að standa vörð um réttindi íbúanna
á borð við málfrelsi og fundafrelsi.
„Ástandið er alltaf að verða hættu-
legra en ef við höldum ekki götu-
mótmælunum áfram verður framtíð
okkar skelfilegri og við missum
frelsi okkar,“ hafði fréttaveitan AFP
eftir 22 ára gamalli konu á meðal
mótmælendanna.
Margir mótmælendanna eru á
aldrinum 17-22 ára og óttast að
Hong Kong missi sjálfstjórnarrétt-
indi sín þegar samkomulagið fellur
úr gildi eftir tæp 28 ár.
Lýst sem hryðjuverkastarfsemi
Harðorðar yfirlýsingar ráðamanna í Kína um mótmæli í Hong Kong kynda undir vangaveltum um
að þeir kunni að beita valdi til að kveða þau niður Ofbeldi lögreglu gegn lýðræðissinnum gagnrýnt
AFP
„Auga fyrir auga“ Ungur lýðræðissinni mótmælir táragasárásum lögregl-
unnar á lestarstöðvar í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um helgina.
Ofbeldi mótmælt Mótmælandi sakar lögregluna um manndráp.
Á meðal fjölförnustu
flugvallanna
» Alþjóðaflugvöllurinn í Hong
Kong er á meðal fjölförnustu
flugvalla í heiminum.
» Í fyrra voru rúmlega
428.000 flugferðir farnar um
völlinn með alls um 75 milljónir
farþega og rúmlega fimm millj-
ónir tonna af farmi. Flogið er
þaðan til um 220 áfangastaða.
» Þúsundir farþega fóru af
flugvellinum í gær vegna orð-
róms um lögreglan væri að
undirbúa árás á mótmælendur
til að koma í veg fyrir frekari
raskanir á flugi.
21 árs Norðmaður var í gær úr-
skurðaður í gæsluvarðhald vegna
gruns um að hann hefði myrt stjúp-
systur sína og ætlað að fremja
hryðjuverk í mosku.
Maðurinn var handtekinn eftir að
hann hleypti af byssu í mosku í Bær-
um, nálægt Ósló, á laugardag, vopn-
aður að minnsta kosti tveimur
byssum. Aðeins þrír menn voru í
moskunni og einn þeirra, 65 ára
múslími, yfirbugaði árásarmanninn.
Nokkrum klukkustundum eftir árás-
ina fannst lík sautján ára stjúpsystur
árásarmannsins. Norskir fjölmiðlar
segja að hún hafi fæðst í Kína og
sambýliskona föður árásarmannsins
hafi ættleitt hana.
Maðurinn var með glóðaraugu og
sár og marbletti á andliti, hálsi og
höndum, líklega eftir átökin þegar
hann var yfirbugaður. Hann glotti
þegar hann kom í réttarsalinn áður
en dómstóll í Ósló úrskurðaði hann í
fjögurra vikna gæsluvarðhald.
Fyrstu tvær vikurnar verður hann í
einangrun. Lögmaður hans sagði
hann neita sök.
Norska öryggislögreglan PST
sagði að hún hefði fengið ábendingu
um árásarmanninn fyrir um ári en
ekki aðhafst neitt í málinu þar sem
ábendingin hefði verið mjög óljós og
ekki þótt benda til þess að hann væri
að undirbúa hryðjuverk.
Lögreglan sagði að maðurinn að-
hylltist þjóðernisöfgar og hneigðist
til útlendingahaturs. Hann hefði ver-
ið með GoPro-myndavél á hjálmi og
notað hana til að taka myndir af
árásinni.
Í gæsluvarðhald
fyrir morð og árás
Talinn hafa
ætlað að fremja
hryðjuverk
AFP
Í gæsluvarðhald Norski árásar-
maðurinn fyrir rétti í Ósló í gær.