Morgunblaðið - 13.08.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019
Hinn 29. júlí skrif-
aði ég grein í blaðið
með fyrirsögninni
„Andskoti erum við
eitthvað léleg“. Fár-
ast ég þar yfir því
skelfilega dýraníði,
sem hreindýraveiðum
fylgir og við látum
viðgangast.
Áki Ármann Jóns-
son, formaður félags
veiðimanna, Skotvíss, svarar þess-
ari grein minni í blaðinu 2. ágúst.
ÁÁ er að mestu stillilegur og
hóflegur, sem er auðvitað gott, en
efnislega hrökklast hann út af
beinu brautinni – braut þess sem
rétt er og satt – endurtekið og í
verulegum mæli. Er það jafnt illt
eða verra en hitt er gott.
Frumbyggjar Ástralíu beittu
vopni sem kallað er boomerang.
Þeyttu menn því að óvinum til að
valda þeim tjóni en vopnið bjó yfir
sérstökum loftflæðislegum eig-
inleikum og kom það til baka til
þess sem kastaði. Stundum ekki í
hendur, heldur beint í hnakka.
Skaðaðist þá kastari sjálfur.
Við skulum nú sjá hvernig fer
fyrir formanni Skotvíss en hann
var einmitt í slíkum vopnaleik.
„Kálfar eru ekki 8 vikna við upp-
haf veiða …,“ 1. ágúst, segir ÁÁ.
Umsjónarmaður hreindýra,
Skarphéðinn G. Þórisson hjá Nátt-
úrustofu Austurlands, segir í
minnispunktum til Umhverf-
isstofnunar og umhverfisráðherra
22. marz 2018: „Kálfarnir eru 8-10
vikna gamlir er kúaveiðar hefjast í
ágúst.“
Sjálfur segi ég í umræddri grein
frá 29. júlí: „… og skiptir þá litlu
máli þó að eftir standi 8-10 vikna
móðurlaus og hjálparvana kálfur“.
Hvað er hér rangt?
Í minni grein fáraðist ég yfir því
að „á fjórða tug hreindýra“, sem
felld voru í fyrra, hefði haft gömul
skotsár; verið skotinn áður en lifað
af. Nákvæm tala er 33 dýr og fékk
ég hana hjá umsjónarmanni hrein-
dýra.
Athugasemd ÁÁ við þessu er:
„… særð dýr sem felld eru á veiði-
tíma er dýravelferð en ekki dýr-
aníð“. Skilur þetta einhver?
Þrátt fyrir fullyrðingar veiði-
manna um annað tókst þeim ekki
að drepa þessi dýr þegar fyrst var
skotið á þau og komust þau særð
og limlest undan til þess eins að
verða skotin aftur og þá loks drep-
in.
ÁÁ fullyrðir þetta því til sönn-
unar að kálfar séu eldri en 10
vikna, þegar kúadráp hefst: „Árið
2005 var miðburður kúa á Vestur-
Öræfum til dæmis 13. maí.“ Þetta
er 14 ára gamalt
dæmi frá einu veiði-
svæði.
Ég vil þá nefna
þetta dæmi: Þegar
Landsvirkjun vann að
Kárahnjúkavirkjun
var líf og hátterni
hreindýra á svæðinu
kannað. Eitt vorið var
fylgzt með 508 kúm.
Hinn 18. maí höfðu
139 kýr borið eða rétt
um fjórðungur þeirra.
Þrír fjórðu báru eftir 18. maí,
væntanlega fram í júní.
Allur málflutningur minn, hrein-
dýrum og þeirra velferð til vernd-
ar, hefur byggst á því að kálfar
séu 8-10 vikna – yngstir um 8
vikna og elztir um 10 vikna – þeg-
ar kúaveiðar hefjast. Stendur þessi
framsetning óhögguð.
ÁÁ segir svo þetta: „… á sínum
tíma var það metið svo að 10 vikna
kálfar væru orðnir sjálfbærir og
því óþarfi að fella þá með kúnum.
Ekkert hefur komið fram sem
bendir til annars“.
Hér skal allmargt nefnt sem
bendir til annars. Ég fer aftur í
minnispunkta Skarphéðins G. Þór-
issonar, umsjónarmanns hrein-
dýra, frá 22. marz 2018:
A. „Margar kýr venja kálfinn
undan sér strax á fengitíma (sem
er í október; kálfur 4-5 mánaða).“
„Þrátt fyrir það haldast tengsl
milli kálfs og móður fram á vor.“
B. Frá 8 til 16 vikna aldurs kálfs
er næringarinnihald mjólkur kýr-
innar nánast óbreytt.
C. Það sama gildir um mjólk-
urmagn; það tekur meira að segja
hnykk upp á við við 17. viku kálfs.
D. Það sama gildir um fitumagn
mjólkur og próteininnihald.
E. „Fullorðnir tarfar reka oft
tarfkálfa úr hjörðinni á fengitíma
en þeir finna síðan móður sína eft-
ir fengitíma og halda áfram að
sjúga.“
F. „Samkvæmt Sjenneberg and
Slagsvold hefur kálfur sem missir
móður sína að vetri minni lífslíkur
þar sem hann nýtur ekki mjólkur
eða leiðsagnar hennar við beitina.“
G. Tafla um drykkjartíma kálfa,
sem fylgir minnispunktunum, sýn-
ir:
– 8 vikna drekkur kálfur 8 sinn-
um í hálfa mínútu í senn
– 11 vikna 6 sinnum hálfa mín-
útu, en þar sem sogkraftur og
drykkjarorka hefur vaxið er
mjólkurmagn svipað
– 16 vikna drekkur kálfur enn 5
sinnum í hálfa mínútu en magnið
helzt svipað.
Í raun snýst ekki málið um það
hvort kálfur sé 8 eða 10 vikna við
móðurdráp. Hvort tveggja er allt
of ungt.
ÁÁ vill fara út í beitilandsum-
ræðu. Hér eru 6-7.000 hreindýr á
beit að sumri en 600.000 fjár og
80.000 hestar – margir villtir á há-
lendinu. Hreindýr eru þannig um
1% grasbíta. Dettur einhverjum í
hug í alvöru að beit hreindýra,
jafnvel þó að stofn tvöfaldaðist eða
þrefaldaðist, breytti hér miklu?
ÁÁ vill nýta hungurdauða 200
hreindýra á Svalbarða til stuðn-
ings því að hér verði að halda
stofni í 6-7.000 dýrum.
Svalbarði hefur miklu minna
beitiland en Ísland og þar eru veð-
urskilyrði miklu harðari en hér.
Samt lifa þar 22.000 hreindýr og
eru ekki nema nokkur hundruð
dýr felld árlega.
Hörmulegur hungurdauði dýr-
anna 200, sem þó eru ekki nema
1% stofnsins, stafar af loftslags-
breytingum og áhrifum þeirra. Í
fyrrahaust voru óvenjumikil hlý-
indi á Svalbarða, svo kom skyndi-
lega mikið frost og mynduðust
klakabrynjur yfir beitilandi sem
gerði þessum hluta hópsins ókleift
að komast í æti.
Í Noregi má ekki byrja að drepa
hreindýrakýr fyrr en 20. ágúst og
þar sem kálfar fæðast nokkru fyrr
í Noregi en hér – þar vorar fyrr –
eru þeir því a.m.k. þriggja mánaða
þegar dráp mæðra þeirra hefst.
Elgskálfar fæðast á sama tíma í
Svíþjóð; um miðjan maí. Elgs-
veiðar hefjast þar þó ekki fyrr en
3. september þegar yngstu kálfar
eru 3,5 mánaða.
Dádýr eru líka náskyld hrein-
dýrum. Í Svíþjóð fæðast kálfar
þeirra líka um miðjan maí. Dá-
dýrakýr má hins vegar ekki veiða
þar fyrr en 1. október; þegar
yngstu kálfar eru um 4,5 mánaða.
Allir, sem eitthvað þekkja til
spendýra, vita að það er mikill
munur á burðum 2 mánaða og 3-4
mánaða ungviðis. Tekur ungviðið
miklum framförum 3. og 4. mán-
uðinn og styrkist til muna.
Þetta virða frændur okkar,
Norðmenn og Svíar enda gildir
hjá þeim „jegeretikk“, veiðisið-
fræði sem hér virðist óþekkt.
Áki Ármann, hvernig væri að
þið tækjuð frændur okkar á hinum
löndunum á Norðurlöndum ykkur
til fyrirmyndar?
Áka Ármanni,
formanni Skotvíss, svarað
Eftir Ole Anton
Bieltvedt
»Hér eru 6-7.000
hreindýr á beit að
sumri en 600.000 fjár og
80.000 hestar – margir
villtir á hálendinu.
Hreindýr eru þannig
um 1% grasbíta.
Ole Anton Bieltvedt
Höfundur er stofnandi og formaður
Jarðarvina.
Það er sjálfsagt að
bera í bakkafullan
lækinn að bæta við
enn einni greininni um
orkupakkann. Ég get
þó ekki varist þeirri
hugsun að umræðan
um hann sé orðin
verulega afvegaleidd
og komin út fyrir
kjarna málsins. Í þess-
um svokölluðu orku-
pökkum er samsafn af tilskipunum
ESB um orkumarkaðinn. Fyrsti
orkupakkinn er frá 10. áratugnum
og markar upphafið að því að brjóta
upp markaðsráðandi einokun fyr-
irtækja sem höfðu ráðið lögum og
lofum á markaðnum. Annar pakkinn
var samþykktur 2003. Með honum
var neytendum tryggður réttur til
þess að velja frá hvaða framleiðanda
þeir keyptu raforku eða gas. Þriðji
orkupakkinn var afgreiddur frá Evr-
ópuþinginu árið 2009 en með honum
er frjáls samkeppni tryggð á innri
markaði Evrópusambandsins með
raforku og gas, þvert á landamæri
aðildarríkjanna. Hér hafa bæði 1. og
2. orkupakkinn verið innleiddir með
tilheyrandi uppskiptingu í sérleyfis-
og samkeppnisþætti.
Á fyrrihluta árs 2017 ákvað sam-
eiginlega EES-nefndin að fella 3.
orkupakkann inn í EES-samning-
inn. Ríkin þrjú sem aðild eiga að
EES-samningum, þ.e. Ísland, Nor-
egur og Liechtenstein, gerðu
stjórnskipulegan fyrirvara við
ákvörðunina og mun hún því ekki
öðlast gildi fyrr en öll þrjú ríkin hafa
aflétt fyrirvaranum fyrir sitt leyti.
Þjóðþing síðastnefndra tveggja ríkja
hafa aflétt fyrirvaranum en það hef-
ur Ísland ekki gert. Þar stendur
hnífurinn í kúnni og hefur haft í för
með sér maraþonumræðu á Alþingi.
Þær tilskipanir ESB sem ganga
inn í 3. orkupakkann eru yfirgrips-
miklar og ekki sérlega aðgengilegar
í lestri. Í mjög stuttu máli má þó
segja að þær fjalla fyrst og fremst
um afmörkun og aðskilnað þeirra
þátta sem þjóna orkumarkaðnum.
Kröfur eru um bókhalds- og rekstr-
arlegan aðskilnað milli þátta og í
sumum tilvikum eignarhaldslegan
aðskilnað. Hert er á reglum um
flutning raforku yfir landamæri og
þær gerðar víðtækari. Sjálfstæði eft-
irlitsstofnana er aukið og almennt
skulu eftirlitsstofnanir einstakra
landa sjá um að framfylgja reglum
(Orkustofnun hér) komi til ágrein-
ings. Þvert á landamæri hefur
ACER (Agency for the Cooperation
of Energy Regulators) úrskurð-
arvald í þeim deilumálum og vald til
að beita viðulögum og sektum. Inn-
an EFTA-ríkjanna er það eftirlits-
stofnun EFTA (ESA) sem fer með
þessar valdheimildir en ekki ACER.
En allur þessi málatilbúnaður hefur
það fyrst og fremst að markmiði að
koma á samkeppnis- og samhæfðum
orkumarkaði með frjálsum flutningi
á orku milli landa og tryggja kaup-
endum örugga orku á réttlátu verði.
Ísland er ekki tengt þessum markaði
og litlar líkur á að svo verði í náinni
framtíð.
Orkupakki þrjú hefur ekkert með
sæstreng að gera. ACER eða ESA
hafa ekkert boðvald um ákvarðanir í
því efni, alveg sama hversu löng og
þvælin „ef og kannski“ umræðan
verður um það.
Í umræðum í Noregi tók Alberto
Potoschning, forstjóri ACER, skýrt
fram að stofnun hans hefði ekki
ákvörðunarvald um sæstrengi.
Hann segir að hún ákveði ekki inn-
viðauppbyggingu eða taki ákvörðun
um orkuframkvæmdir. Málið snúist
um að löndin fari eftir sömu leikregl-
unum á orkumarkaðnum. Einnig var
vakin athygli á atriðum sem liggja
utan við valdheimildir
ESB og ACER, þar var
nefnd uppbygging
orkufyrirtækja og lagn-
ing sæstrengja. Mik-
ilvægasta hlutverk
ACER er að túlka
regluverkið og búa til
vinnureglur sem öll
löndin verði að fylgja.
Hertar reglur um orku-
flutning yfir landamæri
og viðurlög gegn brot-
um á þeim eru vænt-
anlega tilkomnar að fenginni
reynslu til þess að gera kerfið skil-
virkara. Alveg frá upphafi EES-
samningsins hefur rafmagn verið
skilgreint sem hver önnur vara og
fjórfrelsið nær því til þess. Sérstaða
rafmagns umfram aðra vöru er sú að
það verður að nota það nánast í
sömu andrá og það er framleitt. Það
verður ekki sett á lager. Stór uppi-
stöðulón á bak við vatnsorkuver eru
þó einskonar geymsla á raforku. Þau
eru ómetanleg innan allra orkukerfa
og í því felst meðal annars fram-
úrskarandi staða okkar. Ef menn
vilja gera mikið úr valdaframsali
verður að leita lengra aftur en til
OP3. Ætli ákvæðin um fjórfrelsið í
EES-samningum séu ekki drýgst í
þeim efnum og einnig ýmsir þættir í
orkupökkum 1 og 2. Valdaframsalið
hefur verið til umræðu meðal virtra
lögfræðinga og sýnist sitt hverjum.
Ég vil benda á nýlega og ágæta
grein eftir Vilhjálm Bjarnason um
þátttöku okkar í alþjóðlegum stofn-
unum og sé ekki betur en að valda-
framsalið sem fylgir OP3 sé óveru-
legt miðað við það sem áður hefur
verið látið óátalið.
Aðeins nokkur orð um sæstreng.
Hann er dýrt fyrirbæri og áhættu-
samt bæði fjárhaglega og tæknilega.
Milli Austfjarða og Skotlands eru
um 1.000 km og mesta dýpi um 1.000
m. Fyrir einhverjum árum sá ég
áætlun um 1.000 MW streng sem
átti að kosta um 300 milljarða. Miðað
við núverandi umræðu um mögu-
legan framtíðar orkuskort er vænt-
anlega lítil afgangsorka í kerfinu til
útflutnings. Það þarf því að byggja
virkjanir til þess að hafa eitthvert
rafmagn að flytja og flutningslínur
til þess að flytja það að streng-
endanum. Alls er áætlað að samfara
strengnum verði að koma til inn-
viðakostnaður í flutningsmann-
virkjum og virkjunum upp á 500
milljarða. Þannig að fjárfestingin í
heild er þá komin í 800 milljarða.
Þeir sem staðið hafa í undirbúningi
virkjana og flutningsvirkja vita
manna best að sú vinna er bæði flók-
in og tafsöm og yfir marga þrösk-
ulda að fara. Í allri umræðu um fyrri
orkupakka hefur meginstefið verið
að gjaldskrár fyrir dreifingu og
flutning á raforku skuli endurspegla
allan kostnað af rekstri viðkomandi
kerfis þar með talinn fjármagns-
kostnað. Millifærsla og/eða nið-
urgreiðsla kostnaðar er talin
skekkja samkeppnisstöðu og því
nánast bönnuð. Stóra spurningin er
því sú hvort sæstrengurinn getur
orðið sjálfbær á þeim forsendum. Í
allri þessari óttablöndnu umræðu
um valdaframsalið og sæstrenginn
við vont og yfirgangssamt Evr-
ópuvald kann þó að leynast einhver
ávinningur sé það skoðað af öfga-
lausri yfirvegun.
Eftir Svein
Þórarinsson
Sveinn Þórarinsson
» Þær tilskipanir ESB
sem ganga inn í 3.
orkupakkann eru yf-
irgripsmiklar og ekki
sérlega aðgengilegar í
lestri.
Höfundur er verkfræðingur.
Afvegaleidd
umræða um þriðja
orkupakkann
Við höfum loftventla úr plasti í kaffipökkum sem við
kaupum til daglegs brúks. Það skilur enginn venjuleg-
ur maður. Flottar plastumbúðir kosta svo sennilega
eins og helmingur af innihaldinu, enda lifum við í
geggjuðu umbúðaþjóðfélagi. Þetta kalla þeir að þjóna
neytandanum. Það verður að lofta um kaffið maður áð-
ur en hellt er upp á. Í gamla daga var maður sendur
út í búð eftir einum kaffipakka og exporti sem var í
bréfpokum og þótti gott. En nú er öldin önnur. Plast á
plast ofan. Svo er plastkaffipakkinn auðvitað settur í
annan plastpoka. Sem kannski er settur í þriðja plast-
pokann!
Sorpið er eitt aðalvandamál flestra sveitarfélaga!
Hvað annað? En fáum dettur í hug að minnka sorp-
umfangið. En allir skulu læra að flokka og plokka. En
að minnka þetta sorprugl. Það má ekki. Þetta er nátt-
úrlega bilun. Við erum alltaf að glíma við afleiðingar af
öllu mögulegu, en gleymum oftast að gá að hverjar or-
sakirnar eru. Það verður auðvitað að loka plastverk-
smiðjunum!
Auðun vestfirski.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Plastpokar Lifum við í geggjuðu umbúðaþjóðfélagi?
Það verður að loka plastverksmiðjunum!
Morgunblaðið/Árni Sæberg