Morgunblaðið - 13.08.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.08.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019 Atvinnuauglýsingar Blaðberar Upplýsingar veitir Kristrún í síma 862 0382 Morgunblaðið óskar eftir blaðbera í Innri Njarðvík Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Áskógum 4 Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin handavinnustofa kl. 9-12. Leikfimi með Hönnu hefst þriðjudaginn 3. sept. kl. 9. Opið hús t.d. spil kl. 13-15. Brids kl. 12. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinnuhópur kl. 12-15.30. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipútt- völl. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Brids og kanasta kl. 13. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl.13.30. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Tölvu- og snjallsímakennsla kl. 13. Opin handverksstofa virka daga. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Hádegis- matur kl. 11.30-12.30 alla daga vikunnar, kaffi kl. 14.30-15:30 alla virka daga. Nánari upplýsingar í síma 411-9450. Verið velkomin á Vitatorg. Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 alkort. Gullsmári Myndlistarhópur kl. 9-11.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13, eftirmið- dagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Opnunartími lengist í dag í Borgum; opið virka daga frá kl. 8 til 16, allir hjartanlega velkomnir. Kaffi á könnunni, hádegisverður kl. 11.30 og kaffiveitingar kl. 14.30. Njótið vel, opið hús á morgun 14. ágúst frá kl. 13, allir hjartanlega velkomnir. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest- ur kl. 11, kaffihúsaferð kl. 14. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn- um kl. 10.30. Ath. pútt og karlakaffi fellur niður í dag. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, 235x235, 235x217, 217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000 kg jafnarðarþunga af snjó. Vel ein- angruð og koma með 10 cm svuntu. Sterkustu lokin á markaðnum. Litir: Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að auðvelda opnun á loki. www.heitirpottar.is Sími 777 2000 Haffi og 777 2001 Grétar Bókhald NP Þjónusta Sé um að annast bókhaldslausnir o.þ.h. Hafið samband í síma 831-8682. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Gisting við flugvöll ... Lítið og kósí sumarhús við lítinn flugvöll á kjarri vöxnu landi á suðurl. 2 nætur eða fl. Uppl. jks@visir.is S. 8986033 ✝ Hlíf BorghildurAxelsdóttir fæddist í Reykjavík 5. október 1945. Hún lést á heimili sínu, Hlíðahjalla 69, Kópavogi, 1. ágúst 2019. Foreldrar henn- ar voru Oddný Lára Emilía Pétursdóttir hjúkrunarfræðing- ur, f. 3. nóvember 1912, d. 27. september 1989, og Axel Sveinsson yfirverkfræð- ingur hafnamála, f. 3. apríl 1896, d. 12. ágúst 1957. Systkini Hlífar voru 1) Hulda Sveinsson, f. 6. janúar 1920, d. 19. ágúst 2012, 2) Sólveig Axels- dóttir, f. 23. desember 1933, d. 2. janúar 2003, 3) Halla Mjöll Hall- 13. janúar 2013, Pétur Axel, f. 2. september 2016, og Jósef Axel, f. 1. desember 2018. Seinna barn Hlífar er Guð- mundur Bragason, f. 12. febrúar 1979. Faðir hans er Bragi Guð- mundsson, f. 23. janúar 1948. Guðmundur er kvæntur Jóhönnu Gísladóttur, f. 27. júní 1983. Börn þeirra eru a) Emilía Dagbjört, f. 8. janúar 2007, b) Karólína Sæ- unn, f. 12. desember 2008, og c) Gísli Hrafnkell, f. 12. mars 2013. Hlíf ólst upp á Kársnesbraut í Kópavogi. Hún í gekk Kópavogs- skóla og lauk gagnfræðaprófi frá Lindargötuskóla. Hún starf- aði lengst af sem bankastarfs- maður. Hlíf sinnti öll sín fullorð- insár félags- og sjálfsboðastörfum, þar á meðal fyrir Rauða krossinn, starfs- mannafélag Íslandsbanka, Sam- fylkinguna, Kvenfélag Lang- holtssóknar og í starfi eldri borgara Langholtskirkju. Útför Hlífar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 13. ágúst 2019, klukkan 15. grímsdóttir, f. 15. júní 1941, 4) Bjarni Magnús Axelsson, f. 18. mars 1947, og 5) Hallgrímur Axels- son, f. 15. júlí 1948. Fyrra barn Hlíf- ar er Axel Pétur Axelsson, f. 17. mars 1963. Faðir hans er Gylfi Har- aldur Magnússon, f. 28. mars 1941. Fyrrverandi sambýliskona Axels Péturs er Hólmfríður Ásgeirs- dóttir, f. 16. apríl 1964. Sonur þeirra er Bjarni, f. 24. ágúst 1984. Þau slitu samvistum. Axel Pétur er kvæntur Tigist Wolde Werdofa, f. 9. maí 1985. Börn þeirra eru: David Axel, f. 2. apríl 2011, Oddný Lára Emilía, f. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Það er mjög óraunverulegt að amma mín sé dáin. Hún var hjá okkur í heimsókn hér fyrir norð- an í júní og þá var hún mjög hress, kenndi okkur öllum að spila kínverska skák og sagði okkur fullt af sögum af pabba þegar hann var lítill. Það er mjög margt sem við barnabörnin eigum eftir að sakna þess að gera með ömmu. Hún fór til dæmis alltaf með okkur í berjamó, skreytti með okkur jólatréð, bjó til möndlugraut og aspassúpu á jólunum, fór með okkur í leikhús og á tónleika og bara alls konar. Hún sagði eig- inlega alltaf já þegar við spurðum hana um eitthvað. Og ef við vor- um lasin og pabbi og mamma að vinna þá passaði amma Hlíf okk- ur alltaf. Þá horfðum við á Múm- ínálfana og borðuðum ís. Mér leið alltaf vel heima hjá ömmu, þar var rólegt og gott að slaka á. Ég vona að Guð hafi tekið vel á móti ömmu minni þegar hún dó og að henni líði vel. Ég á eftir að sakna hennar mjög mikið og hugsa til hennar út lífið. Hvíldu í friði amma mín. Þín Emilía Dagbjört. Á einhverju fegursta síðsumri á landinu okkar á þessari öld kvaddi elsku mágkona mín jarð- vistina eldsnöggt og öllum henn- ar nánustu að óvörum. Þetta var svo sem í hennar anda þegar að er gáð. Yfirleitt var ekki á henni neitt hik þegar leysa þurfti viðfangsefni daglegs lífs. Hún gekk jafnan til verks af eljusemi og áhuga með kjark og hjálpsemi að leiðarljósi. Mikið hefði ég samt viljað að hægt hefði verið að taka brottför hennar til baka og við öll sem elskuðum hana hefðum fengið að njóta nær- veru hennar, vináttu og elsku- semi enn um stund. Örlögin verða ekki umflúin. Á einu andartaki verða skil á milli lífs og dauða. Kvöldið fyrir ferða- lag hennar til eilífðarinnar var hún í góðu yfirlæti hjá okkur hjónum, mér og Hallgrími litla bróður sem hún unni mjög. Við nutum hefðbundins sumarkvölds. Grilluðum og spiluðum kínverska skák og „scrabble“ en hún elskaði að spila sér til dægrastyttingar og var afar góð spilamanneskja. Kvaddi okkur sæl og glöð. Þessi kvöldstund verður sem dýrmæt- ur demantur í minningabankan- um. Við hjónin eignuðumst skemmtibát árið 2005. Flest sum- ur síðan þá hefur hún verið með í för og kölluðum við hana skip- sjómfrúna okkar. Ferðirnar á hafinu voru mislangar. Stundum var bara siglt um sundin blá í ná- grenni borgarinnar eða langur tími var tekinn í að sigla kringum landið. Eftirminnilegasta ferðin okkar var sigling til Færeyja í af- ar slæmu veðri. Hafði hún ein- staka ánægju af og við báðar að segja frá þeirri ferð og krydduð- um gjarnan frásögnina eins og vera ber. Það eru margir sem sakna hennar. Svo mikil félagsvera var hún og tengdist mörgum hópum. Má þar einkum nefna sauma- klúbbinn hennar, fyrrverandi samstarfsfólk úr Íslandsbanka og gönguhópinn „Áfram nú“ sem við hjónin höfum einnig verið þátttakendur í. Hlíf starfaði í banka frá unga aldri og raunar næstum alla sína starfsæfi, lengst af í Íslands- banka. Þegar hún var um sextugt ákveður bankinn að segja upp starfsfólki í eldri kantinum til að yngja upp ásýnd bankans. Þetta var fyrir hrun. Ekki gat hún hugsað sér að setjast í helgan stein á þessum tímamótum. Hún hóf störf á sambýlum fyrir fatl- aða og vann þar fram yfir sjö- tugsaldur. Síðustu árin hefur Hlíf unnið sjálfboðastörf fyrir Langholts- kirkju og var komin í stjórn kven- félags kirkjunnar. Jafnframt tók hún þátt í félagsstarfi aldraðra í Kópavogi. Við Hallgrímur kveðjum elsku Hlíbbu okkar með miklum sökn- uði. Við eigum ógrynni af yndis- legum minningum sem munu gleðja okkur í framtíðinni. Við vottum þeim sem allra næst henni standa, sonunum Gumma og Axel Pétri og fjölskyldum þeirra sem og öllum öðrum sem tengdust henni fjölskyldu- og vináttuböndum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning henn- ar. Rannveig Guðmundsdóttir. Hún Hlíf góða vinkona mín hefur lokið lífsgöngu sinni. Ekki datt mér í hug þegar hún hringdi til mín fyrir nokkrum dögum og ætlaði að koma í kaffisopa að þetta yrðu okkar síðustu sam- skipti.Ég var á leiðinni til Akur- eyrar svo að ég sagðist hóa í hana þegar ég kæmi suður. Ég sagði henni líka að ég myndi skoða prestssetrið á Laugalandi í Eyja- firði þar sem tengdadóttir henn- ar tók við prestsembætti í vor. Ég skoðaði Laugaland og reyndi án afláts að hringja til hennar þaðan en fékk ekkert svar, eðli- lega ekki. Leiðir okkar Hlífar lágu í upp- hafi saman þar sem við báðar störfuðum í Íslandsbanka. En vinskapur okkar hófst þegar við komum saman í gönguhópinn okkar góða. Þar bundumst við góðum vináttuböndum. Hlíf var góður og traustur vinur. Við eig- um margar góðar og skemmtileg- ar minningar því margt hefur á dagana drifið í yfir tuttugu ár. Við gerðum ýmislegt saman. Fórum á tónleika, í leikhús og kannski bara bæjarferð. Hlíf var alltaf tilbúin ef ég hringdi og stakk upp á einhverju. Saman tókum við þátt í starfi Samfylk- ingarinnar og alltaf var hún tilbú- in að hjálpa til ef matur eða kaffi voru á fundum. Ekki lét hún sig vanta þegar tengdadóttir hennar tók við prestsembætti við Langholts- kirkju fyrir nokkrum árum. Hún var öflugur liðsmaður þar og var búið kjósa hana í stjórn Kven- félagsins. Já þær voru fljótar að sjá hvað hún var traust og góð. Ég hugsa líka til barna- barnanna hennar. Hún var mjög góð amma og átti hún gott og ríkulegt samfélag með þeim. Ég sakna hennar mikið. Ég sendi fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Ég geri orð sonarsonar hennar að mínum sem sagði á FB: Ég vona að Guð taki vel á móti henni. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Helga Jónsdóttir. Kveðja frá félögum í gönguhópnum Áfram nú í Kópavogi Nú er aldarfjórðungur liðinn síðan hópur fólks í Kópavogi ákvað að ganga saman, njóta samveru og efla hreysti. Þar var samankomið fólk sem þekktist lítið og jafnvel ekki neitt. Þarna hófst vegferð sem enn stendur. Hópurinn hittist reglulega, í viku hverri, að vetri, og fer saman í lengri göngur að sumri, hér á landi og í útlöndum. Á stundum var siglt um firði og voga sem gaf færi á að heimsækja staði sem erfitt var að nálgast með öðrum hætti. Göngur og hreyfing voru meginmarkmið í fyrstu. Samver- an þróaðist síðan yfir í trausta og góða vináttu. Samskipti eru tíð og hópurinn lætur sig varða líðan, gleði og sorg félaganna. Hlíf Axelsdóttir var göngu- systir okkar. Það var hópnum þungbært að fá fregnir af skyndi- legu andláti hennar. Því miður höfum við þurft að sjá á eftir þremur félögum okkar og nú þeim fjórða. Hlíf skilur eftir sig skarð. Hlíf var ljúfur félagi, glaðlynd og vel að sér. Hún hafði skoðun á ýmsum málum líðandi stundar og gat verið ákveðin og rökföst, einkum þegar mál lítilmagnans bar á góma. En gamansemi og skemmtileg umræða var þó aldr- ei langt undan. Hlíf átti ekki heimangengt í allar gönguferðir okkar, svo sem var um fleiri, en hún var þátttak- andi í nokkrum minnisstæðum ferðum. Sérstaklega má nefna bátsferðir og göngur þar sem við nutum góðs af því að félagar okk- ar áttu skemmtibáta. Þar var Hlíf í essinu sínu og titlaði sig gjarnan skipsjómfrú. Andlát Hlífar bar brátt að. Ekkert okkar hafði boðið slíkt í grun. Við vissum að fótamein hafði hindrað göngu undanfarið misseri en við bjuggumst við bata. Félagar gönguhópsins ætla í hjólaferð í útlöndum næsta sum- ar og þar er innifalin sigling. Hlíf hafði bókað sig í ferðina. Hún mun örugglega vera með okkur í anda og við hugsa hlýlega til hennar. Við vottum fjölskyldu Hlífar dýpstu samúð og þökkum mætri konu og góðum vini samfylgdina. Látum þessar ljúfu ljóðlínur Hannesar Péturssonar úr ljóði hans Dveljum ekki heiðra minn- ingu hennar. Hjá upptökum fljótsins verður nóttin kærkomin þegar rökkvar í kyrrum tjörnum heiðanna og vindurinn kemur langan veg á fund reyrsins en við höfum skilið eftir kveðjur okkar í öllum vörðum. Fyrir hönd gönguhópsins Áfram nú, Eiríkur Páll Eiríksson Guðmundur B. Kristmundsson. Það var mikið lán fyrir sjálf- boðaliðana í starfi aldraðra í Langholtskirkju þegar hún Hlín Axelsdóttir kom í hópinn okkar. Hún ætlaði að vísu aðeins að vera með okkur í nokkrar vikur í af- leysingum, en okkur til mikillar gleði líkaði henni félagsskapur- inn það vel að hún ákvað að vera áfram. Nú verður hennar sárt saknað. Hlíf var ekki aðeins góður vinnu- kraftur, hún var mjög greind kona, með afbrigðum skemmti- leg, hafði frábæran húmor og sagði skemmtilega frá. Hlíf var jákvæð og bóngóð, það var alltaf gott að leita til hennar. Að sjálf- sögðu urðu allir hennar kostir til þess að aðrir hópar innan kirkj- unnar vildu njóta þeirra og áður en varði var hún komin í stjórn Kvenfélags Langholtssóknar og orðin messuþjónn í kirkjunni. Það verður vandfyllt það skarð sem Hlíf Axelsdóttir skilur eftir sig. Guðmundi syni hennar, Jó- hönnu tengdadóttur og barna- börnunum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Fh. sjálfboðaliða í starfi aldr- aðra í Langholtskirkju, Helga Guðmundsdóttir Sigríður Ásgeirsdóttir. Hlíf Borghildur Axelsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr. Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.