Morgunblaðið - 13.08.2019, Qupperneq 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019
13. UMFERÐ
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Það má segja að loks að eftir 13 um-
ferðir hafi í fyrsta sinn dregið til tíð-
inda í toppbaráttu úrvalsdeildar
kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-
deildarinnar. Í fyrsta sinn eru
Breiðablik og Valur ekki jöfn að stig-
um í titilkapphlaupi sínu og Valur
kominn fetinu framar.
Breiðablik gerði markalaust jafn-
tefli við Þór/KA, en hafði áður unnið
11 leiki og aðeins gert jafntefli við
Val. Það sama var uppi á teningnum
á Hlíðarenda, en Valur gekk á lagið í
þetta sinn með því að bursta botnlið
HK/Víkings 7:0 og hefur nú tveggja
stiga forskot á toppnum.
Heimaleikur Blika við Val í næst-
síðustu umferð deildarinnar er hins
vegar enn úrslitaleikur um titilinn.
Það eina sem er breytt er að Blikar
mega ekki misstíga sig aftur, annars
skipta þessu töpuðu tvö stig ekki máli
í stóra samhenginu. Örlögin eru enn í
eigin höndum og hvorugt liðið þarf að
treysta á önnur úrslit.
Fari hins vegar svo að Valur mis-
stígi sig einnig og að lokum ráðist
titillinn á markatölu er Hlíðar-
endaliðið í sérflokki. Valur hefur
skorað 51 mark og er með 43 mörk í
plús gegn 31 marki í plús hjá Breiða-
bliki, sem hefur skorað 43 mörk. Auk
þess á Valur þrjá markahæstu leik-
menn deildarinnar. Elín Metta Jen-
sen hefur skorað 13 og þær Hlín
Eiríksdóttir og Margrét Lára Viðars-
dóttir hafa báðar skorað 12. Þær
þrjár hafa samtals skorað mun meira
en átta lið deildarinnar, en þriðja
markahæsta liðið er Þór/KA með 24
mörk.
Hlutirnir fljótir að breytast
Á meðan eru hlutirnir fljótir að
breytast í fallbaráttunni. KR var í
fallsæti fyrir umferðina en skellti
ÍBV 4:2 í Eyjum og komst upp í sjötta
sætið. Keflavík er nú í fallsæti eftir
tap fyrir Selfossi, sem komst upp í
þriðja sætið á kostnað Þórs/KA, og þá
er Stjarnan einnig í mikilli hættu eftir
tap fyrir Fylki. Árbæingar eru komn-
ir í góða stöðu í fimmta sætinu með
fjórum sigrum í röð og eru níu stigum
frá fallsæti þegar 15 stig eru eftir í
pottinum.
Á meðan eru KR og Stjarnan með
13 stig, ÍBV hefur 12, Keflavík 10 og
HK/Víkingur er neðst með 7 stig.
Innbyrðis viðureignir þessara liða
eiga því eftir að vega þungt og líklega
ráða úrslitum þegar yfir lýkur. Því er
ekki úr vegi að skoða síðustu fimm
leiki liðanna, í réttri röð:
KR á eftir að mæta Breiðabliki,
Keflavík, Þór/KA, Selfossi og Stjörn-
unni.
Stjarnan á eftir að mæta ÍBV,
Breiðabliki, Keflavík, Þór/KA og KR.
ÍBV á eftir að mæta Stjörnunni,
HK/Víkingi, Val, Fylki og Selfossi.
Keflavík á eftir að mæta Þór/KA,
KR, Stjörnunni, HK/Víkingi og Val.
HK/Víkingur á eftir að mæta
Fylki, ÍBV, Breiðabliki, Keflavík og
Þór/KA.
Af þessu má sjá að ekkert af lið-
unum í fallabaráttunni á eftir að
mæta bæði Breiðabliki og Val, en öll
eiga annað þeirra eftir. Keflavík og
Stjarnan eiga eftir að mæta þremur
liðum sem eru með þeim í baráttunni
en hin þrjú eiga eftir að mæta
tveimur.
Af þessu mætti ráða að Stjarnan og
Keflavík væru í bestu stöðunni með
að geta treyst á eigin frammistöðu
gegn hinum liðunum í kringum sig. Á
meðan gætu HK/Víkingur, ÍBV og
KR hins vegar þurft að treysta meira
á úrslit annarra leikja í fallbaráttunni.
Frábær gegn meisturunum
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir,
markvörður Þórs/KA, er besti leik-
maður 13. umferðar að mati Morgun-
blaðsins. Hún fékk tvö M fyrir
frammistöðu sína í markalausu jafn-
tefli við Breiðablik þar sem hún „lok-
aði á skot af ýmsu tagi, greip fyrir-
gjafir og föst leikatriði eins og
herforingi,“ eins og Edda Garðars-
dóttir skrifaði í umfjöllun sinni í blað-
ið eftir leikinn.
Bryndís Lára er 28 ára gömul og
gekk til liðs við Þór/KA haustið 2016
og varð Íslandsmeistari með liðinu
2017. Eftir það tímabil ákvað hún að
leggja markmannshanska á hilluna
og sneri sér að frjálsum íþróttum.
Hún sneri hins vegar til baka í bolt-
ann síðast sumar, lék sex leiki með
Þór/KA og sjö leiki með sínu gamla
liði ÍBV, en hefur nú leikið 11 deildar-
leiki með Þór/KA í ár. Hún á alls að
baki 136 leiki með Þór/KA, ÍBV og
Breiðabliki í efstu deild.
Skoraði tvö og lagði upp eitt
Fylkiskonan Ída Marín
Hermannsdóttir er besti ungi leik-
maður umferðarinnar að mati Morg-
unblaðsins. Hún skoraði tvö mörk og
lagði upp eitt í 3:1-sigri Fylkis gegn
Stjörnunni, sem var fjórði sigur liðs-
ins í röð.
Ída Marín varð 17 ára fyrir slétt-
um mánuði og spilaði fyrsta leik sinn
í efstu deild 14 ára sumarið 2016, en
alls á hún að baki 21 leik í deildinni.
Hún var í stóru hlutverki í 1. deild-
inni í fyrra þegar Fylkir komst upp í
efstu deild eftir eins árs fjarveru og
hefur fest sig vel í sessi í sumar með
sjö mörk í 13 leikjum. Þá á Ída Marín
að baki 17 leiki með yngri landsliðum
Ísland en hún á ekki langt að sækja
hæfileikana, þar sem foreldrar
hennar, Hermann Hreiðarsson og
Ragna Lóa Stefánsdóttir, voru bæði í
landsliðinu um árabil.
Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019
Þessar eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir
góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik.
Cloé Lacasse, ÍBV 15
Elín Metta Jensen, Val 15
Sveindís Jane Jónsdóttir, Kefl avík 14
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 13
Natasha Anasi, Kefl avík 13
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 12
Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki 10
Hildur Antonsdóttir, Breiðabliki 10
Hlín Eiríksdóttir, Val 10
Berglind B. Þorvaldsdóttir, Breiðabliki 9
Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki 9
Dóra María Lárusdóttir, Val 9
Fanndís Friðriksdóttir, Val 9
Hallbera Guðný Gísladóttir, Val 9
Ída Marín Hermannsdóttir, Fylki 9
Lára Kristín Pedersen, Þór/KA 9
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Breiðabliki 8
Anna María Friðgeirsdóttir, Selfossi 7
Ásdís Karen Halldórsdóttir, KR 7
Elín Metta Jensen, Val 13
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 12
Hlín Eiríksdóttir, Val 12
Cloé Lacasse, ÍBV 11
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki 11
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 11
Markahæstar
Valur 79
Breiðablik 77
Kefl avík 60
Fylkir 57
ÍBV 57
KR 51
Selfoss 51
Þór/KA 51
Stjarnan 47
HK/Víkingur 41
Leikmenn:
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
2
13. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2019
Lið:
Birta Guðlaugsdóttir, Stjörnunni 7
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA 7
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Fylki 7
Emma Kelly, ÍBV 7
Stephany Mayor, Þór/KA 7
3-4-3
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
Þór/KA
Ída Marín
Hermannsdóttir
Fylki
Elín Metta Jensen
Val
Lára Kristín
Pedersen
Þór/KA
Dóra María
Lárusdóttir
Val
Margrét Lára
Viðarsdóttir
Val
Katrín Ómarsdóttir
KR
Brynja Valgeirsdóttir
Selfossi
Berglind Rós
Ágústsdóttir
Fylki
Guðmunda Brynja Óladóttir
KR
Áslaug Dóra
Sigurbjörnsdóttir
Selfossi
3
4
4
33
3 6
6
2
Feilspor sem breytir engu
Breiðablik missteig sig en hefur örlögin þó enn í eigin höndum líkt og Valur
Fallbarátta milli fimm liða er á sama tíma galopin þegar fimm leikir eru eftir
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Best Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
á flugi út úr marki Þórs/KA.
Morgunblaðið/Eggert
Ung Ída Marín Hermannsdóttir var
frábær með Fylki gegn Stjörnunni.
Pepsi Max-deild karla
Fylkir – Grindavík.................................... 2:1
Staðan:
KR 16 11 3 2 35:20 36
Breiðablik 16 9 2 5 31:19 29
FH 16 7 4 5 22:23 25
HK 16 7 3 6 23:18 24
Stjarnan 16 6 6 4 26:24 24
Valur 16 7 2 7 28:24 23
ÍA 16 6 4 6 21:19 22
Fylkir 16 6 4 6 25:27 22
Víkingur R. 16 4 7 5 25:26 19
KA 16 6 1 9 23:28 19
Grindavík 16 3 8 5 13:18 17
ÍBV 16 1 2 13 12:38 5
Danmörk
SönderjyskE – AGF................................. 0:0
Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leik-
inn með SönderjyskE en Frederik Schram
sat á bekknum.
Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 68
mínúturnar með AGF.
Staðan:
København 5 5 0 0 11:4 15
Midtjylland 5 5 0 0 7:1 15
Brøndby 5 3 1 1 11:6 10
OB 5 3 0 2 10:7 9
SønderjyskE 5 2 2 1 7:4 8
AaB 5 2 1 2 8:5 7
Nordsjælland 5 2 1 2 9:7 7
Hobro 5 1 3 1 7:8 6
Horsens 5 2 0 3 5:8 6
Lyngby 5 2 0 3 5:10 6
Randers 5 1 2 2 8:8 5
AGF 5 0 2 3 3:6 2
Esbjerg 5 0 1 4 1:9 1
Silkeborg 5 0 1 4 5:14 1
Noregur
Lilleström – Mjöndalen........................... 3:2
Arnór Smárason lék fyrstu 89 mínúturn-
ar með Lilleström og skoraði eitt mark og
lagði upp annað.
Staðan:
Molde 17 11 3 3 39:16 36
Bodø/Glimt 16 11 2 3 38:25 35
Odd 17 10 3 4 25:19 33
Brann 17 8 5 4 22:16 29
Rosenborg 17 8 4 5 26:21 28
Vålerenga 16 7 4 5 31:22 25
Kristiansund 16 6 5 5 19:17 23
Haugesund 17 5 6 6 25:20 21
Lillestrøm 17 6 3 8 22:28 21
Viking 16 5 4 7 21:27 19
Ranheim 17 5 3 9 18:29 18
Mjøndalen 17 3 8 6 24:29 17
Tromsø 17 5 2 10 19:35 17
Stabæk 16 4 4 8 15:22 16
Sarpsborg 16 2 8 6 17:22 14
Strømsgodset 17 3 4 10 19:32 13
Rússland
Rostov – Krilia Sovetov .......................... 1:0
Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn með
Rostov en Björn Bergmann Sigurðarson
var á bekknum.
Pólland
Lechia Gdansk – Jagiellonia .................. 1:1
Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með
Jagiellonia.
KNATTSPYRNA