Morgunblaðið - 13.08.2019, Qupperneq 25
Í SARAJEVÓ
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Það er gríðarlega heitt í Bosníu og
reiknað með allt að 35 stiga hita þeg-
ar Breiðablik mætir heimaliði Saraj-
evó rétt utan við borgina í lokaleik
sínum í undanriðli Meistaradeildar
kvenna í knattspyrnu í dag. Í húfi er
farseðillinn í 32 liða úrslit keppn-
innar, en bæði lið hafa unnið hina tvo
leiki sína í riðlinum.
„Þetta verður erfiðasti leikurinn,
það er alveg klárt,“ sagði Sonný Lára
Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði
Breiðabliks, þegar blaðamaður
Morgunblaðsins settist niður með
henni á hóteli liðsins í gær sem stað-
sett er í fjalllendi ofan Sarajevó.
Leikmenn og fylgdarlið voru þá flest-
ir að skýla sér fyrir sólinni áður en
haldið var á æfingu síðdegis.
Þrátt fyrir að dvelja dágóðan spöl
frá æfinga- og keppnisvöllunum sem
notaðir eru völdu mótshaldarar að
hafa liðin frekar á hóteli uppi í fjöll-
unum en í miðri Sarajevóborg þar
sem hitinn er enn meiri. Í fyrstu
tveimur leikjunum fór hitinn yfir 30
stigin en leikmenn sögðust hafa fund-
ið mikinn mun milli leikja og verið
greinilega farnir að venjast því að
spila við þær aðstæður þótt erfitt
væri. Það ætti að koma að góðum
notum í dag þar sem allt er undir,
hvort sem horft er á fjárhagslegu
hliðina fyrir Breiðablik eða þá von að
íslensk lið komist ofar í styrk-
leikaröðun keppninnar og sleppi von-
andi við þessa undanriðla í framtíð-
inni.
„Við erum spenntar, þetta verður
alvöruleikur. Við ætlum okkur sigur,
að vinna riðilinn og fara áfram en við
verðum að vera alveg 100% stemmd-
ar,“ sagði Sonný Lára og sagði það
engu skipta þótt Blikum dugi jafn-
tefli til þess að vinna riðilinn. Stefnan
sé ekki sett á neitt annað en sigur í
leiknum sem hefst klukkan 17 að
staðartíma, 15 að íslenskum tíma, áð-
ur en haldið verður heim á leið strax
á morgun.
Gott að komast í burtu sem lið
Breiðablik vann ASA Tel Aviv frá
Ísrael í fyrsta leik, 4:1, en Sarajevó
vann leik þeirra 1:0. Sarajevó vann
Dragon frá Norður-Makedóníu 5:0 í
fyrsta leik sínum en Breiðablik gerði
töluvert betur og vann Dragon-liðið
11:0 í skrautlegum leik eins og þegar
hefur verið komið inn á hér í blaðinu
og á mbl.is. Vegna betri markatölu
dugar Blikum jafntefli, en búast má
við að Sarajevó sé svipað að styrk eða
aðeins sterkara en Ísraelarnir.
Möguleikar Blika eiga því að vera
ansi góðir.
„Það er engin pressa. Við bara
spilum okkar leik og þá á allt að
ganga vel. Nú er bara að klára þetta
verkefni og fara svo heim og klára
hitt með stæl,“ sagði Sonný Lára og
vísar til Íslandsmótsins þar sem Blik-
ar eru í harðri baráttu um Íslands-
meistaratitilinn við Val. Hún telur að
þessi ferð til Bosníu muni gefa liðinu
mikið þegar heim verður komið.
„Já klárlega. Það er alltaf gott að
fara í burtu saman sem lið og ætti að
þjappa okkur saman. Það er fínt að
komast í burtu og gefa Íslands-
mótinu smápásu. Það skemmtilega
við þetta líka er að maður veit oft
ekkert hvað farið er út í. Þetta hefur
verið bæði fróðlegt og skemmtilegt,“
sagði Sonný Lára Þráinsdóttir við
Morgunblaðið í Bosníu.
Hitinn nær hámarki þegar allt
er undir hjá Blikum í Bosníu
Mikið í húfi í lokaleik Breiðabliks í undanriðli Meistaradeildarinnar í dag
Ljósmynd/Ingibjörg Auður
Bosnía Byrjunarlið Breiðabliks sem burstaði Dragon frá Norður-Makedóníu, 11:0, í Sarajevó á laugardag.
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
GÆÐA BAKKAMATUR
Sjá heimasíðu
www.veislulist.is
Veislulist afgreiðir hádegismat í bökkum alla daga ársins,
bæði fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Í yfir 40 ár hefur Veislulist
lagt áherslu á góða
þjónustu og framúrskaran
matreiðslu.
Hádegismatur
d
MisMUnAndi
RéTTiR AllA dAGA
viKUnnAR
EldUM EinniG fyRiR
MöTUnEyTi
Að labba inn á íþróttavöll
getur haft ótrúlegustu áhrif á
dagfarsprúða menn. Menn sem
eru hinir rólegustu og kurteis-
ustu geta hagað sér eins og hálf-
gerðir villimenn á íþróttavell-
inum.
Ég er ekki að gagnrýna slíka
íþróttamenn, alls ekki. Keppn-
isskapið verður til þess að þeir
ná enn lengra en þeir annars
myndu gera.
Knattspyrnumaðurinn
Luis Suárez er til í að gera allt til
að vinna og stundum fer hann
langt yfir strikið. Væri hann ekki
með þessa skapgerð á vellinum,
væri hann hins vegar ekki eins
góður.
Diego Costa er annað dæmi.
Eins og Suárez fer hann stund-
um langt yfir strikið, en hann
væri ekki eins góður og hann er,
væri brjálað keppnisskapið ekki
til staðar. Þeir sem þekkja þá vel
segja þá afar rólega og hlédræga
utan vallar.
Pétur Viðarsson, fótbolta-
maður hjá FH, er annað dæmi.
Hann dansar á línunni í leikjum;
kvartar mikið við dómara og læt-
ur sóknarmenn andstæðinganna
stundum finna vel fyrir því, bæði
með tæklingum og kjafti. Hann
fékk beint rautt spjald fyrir að
kalla dómara „fokking þroska-
heftan“ fyrr í sumar.
Ég hef tekið viðtöl við Pétur
eftir leiki, þar sem hann er ein-
staklega kurteis og almennileg-
ur. Hann umturnast í skapinu
þegar á völlinn er komið og það
gerir hann að betri leikmanni en
hann annars væri.
Þótt það komi augnablik þar
sem mér finnst þessir íþrótta-
menn fara yfir strikið, get ég
ekki annað en dáðst að þeim á
sama tíma.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Ísland mætir Japan í 16-liða úrslit-
um heimsmeistaramóts U19 ára
landsliða karla í handbolta í Norð-
ur-Makedóníu. Íslenska liðið lék
lokaleik sinn í D-riðlinum í gær og
varð að sætta sig við 22:26-tap fyrir
Þýskalandi. Ísland vann Serbíu,
Brasilíu og Túnis í riðlinum en tap-
aði fyrir Þýskalandi og Portúgal og
hafnaði því í þriðja sæti.
Haukur Þrastarson lék ekki með
íslenska liðinu í gær og í hans fjar-
veru var sterkt lið Þýskalands
betra. Dagur Gautason skoraði
fjögur mörk fyrir íslenska liðið og
þeir Goði Ingvar Sveinsson, Tumi
Steinn Rúnarsson og Einar Örn
Sindrason skoruðu allir þrjú mörk.
Svavar Sigmundsson varði átta
skot í markinu og var með 38 pró-
sent markvörslu.
Japan sýnd veiði en ekki gefin
Japan tapaði fyrir Danmörku í
fyrsta leik sínum á mótinu en vann
svo Barein, Japan, Nígeríu og
heimamenn í Norður-Makedóníu og
náði með því öðru sæti C-riðils. Jap-
anar voru heppnari en Íslendingar
með riðil, en þrátt fyrir það er ljóst
að um uppgang er að ræða í jap-
önskum handbolta. Japan hafnaði í
áttunda sæti í Georgíu fyrir tveim-
ur árum á meðan Ísland endaði í tí-
unda sæti á sama móti. Einhverjir
gætu fagnað því að Ísland mætir
Japan, en ekki einhverri af sterkari
þjóðum Evrópu, en það er ljóst að
japanska liðið verður ekki auðvelt
viðureignar. Japan skoraði 30
mörk að meðaltali í leik í riðla-
keppninni á meðan Ísland skoraði
25. Japan fékk hinsvegar á sig
tveimur mörkum meira í leik að
meðaltali en Ísland.
Tap gegn Þjóðverj-
um og Japanir bíða
Ljósmynd/IHF
Fjögur Dagur Gautason var marka-
hæstur hjá Íslandi með fjögur mörk