Morgunblaðið - 13.08.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 2019
» Daníel Þ. Magnús-son opnaði sýning-
una Pósterar – Testa-
ment á laugardaginn í
Listmunahúsi Ófeigs að
Skólavörðustíg. Mynd-
irnar sem Daníel sýnir
spanna yfir 20 ára tíma-
bil og teljast með verk-
um sem hann kýs að
nefna Póstera og hafa
ekki verið sýnd áður.
Daníel Magnússon opnaði sýningu í Listmunahúsi Ófeigs
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Listamaðurinn Daníel við eitt verka sinna á sýningunni.
Fjölmennt Fjöldi gesta var við opnun sýningarinnar á laugardag.
Gestir Elín S. Jónsdóttir og Hjálmar Benónísson.
Listunnendur Herdís Þorgeirsdóttir og Halla
Oddný Magnúsdóttir virtu verk Daníels fyrir sér.
Skeggrætt Daníel á tali við listamálarann Tolla.
AF TÓNLEIKUM
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Enska poppstjarnan Ed Sheeran
steig á svið á Laugardalsvelli um kl.
21 á laugardagskvöldi eftir þrefalda
upphitun þeirra Glowie, Zöru Lars-
son og James Bay. Grallaralegur var
hann þegar myndatökumenn eltu
hann skælbrosandi upp á svið,
klæddur ósköp venjulegri hettu-
peysu og gallabuxum og vopnaður
kassagítar. Hefði kannski átt að vera
í dúnúlpu því það var skítkalt í
Laugardalnum þetta kvöld, gestir í
stúku orðnir blánefjaðir í norðang-
arranum þegar sá rauðhærði lét sjá
sig. Öllu skárra var að vera á gólfinu
þar sem skjól var af tónleikagestum
og dreif ég mig þangað um tón-
leikana miðja.
Sheeran var einn á hinu stóra
sviði, bara með gítar og „loop stat-
ion“, bjó til alla takta og bakraddir
með því að lúppa gítarleik, gítarslátt
og rödd af miklu listfengi. Mikill
hæfileikapiltur þar á ferð og geðsleg-
ur með endemum. Ég er einn þeirra
sem hafa furðað sig undanfarið á
ógnarvinsældum Sheeran og hef
komist að þeirri niðurstöðu að þær
megi þakka einmitt því hversu geðs-
legur og vinalegur náunginn er,
ágætur lagasmiður og söngvari sem
nær til mjög breiðs hóps fólks á öll-
um aldri, eins og dæmin sanna. Tón-
listin er auðmelt, lítið sem ekkert um
Ekki lítill lengur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Orkubolti Ed Sheeran hljóp og hoppaði um sviðið á Laugardalsvelli.
tilraunastarfsemi í lagasmíðum og
útsetningum og textar ágætir.
Íslandsmet í aðsókn
Á tónleikunum mátti sjá leik-
skólabörn jafnt sem ellilífeyrisþega
og kom mér nokkuð á óvart þessi
fjölbreytta aldurssamsetning og þá
sérstaklega hversu margir voru um
og yfir fimmtugt. Hvernig þeir
kynntust Ed Sheeran veit ég ekki en
sjálfur hef ég lítið fylgst með honum
og ekki leitað uppi lögin hans en
vissulega heyrt þau leikin í útvarpi.
Það segir þó ekkert um gæði tónlist-
arinnar og vinsældirnar tala auðvit-
að sínu máli, maðurinn er stjarna og
þeir sem kunna ekki að meta hann
verða bara að una því. Og þeir virð-
ast vera margir, ef marka má Fa-
cebook-þras síðustu daga, sem finnst
lítið til Sheeran koma. Ég spyr á
móti hver annar gæti dregið 50.000
manns á tónleika, um sjöunda hluta
þjóðarinnar? Það er auðvitað mögn-
uð aðsókn og Íslandsmet sem verður
varla slegið í bráð.
Sheeran flutti fínustu blöndu af
smellum, hóf leik á „Castle on the
Hill“, vippaði sér svo í „Eraser“ og
„The A Team“ við gífurleg fagnaðar-
læti aðdáenda sinna. Ekki þekkti ég
öll lögin þetta kvöld en þó mörg og
kunni einna best að meta Sheeran í
ballöðunum, finnst hann betur eiga
heima þar en í einhvers konar rapp-
tilraunum sem mátti heyra í einu eða
tveimur lögum. Veit þó ekki hvort
rapp er rétta orðið en mikill var
orðaflaumurinn þó á köflum.
Sheeran á líka nokkra ágæta
poppsmelli, t.d. þann sem hann gerði
með kollega sínum Justin Bieber, „I
Don’t Care“, sem fékk að hljóma
þetta kvöld. Fínt að dilla sér við þann
smell í kuldanum og aðrir dillismellir
fengu líka að fljóta með, hinn írsk-
stemmaði „Galway Girl“ og líka
„Shape of You“. Og auðvitað var ekki
hægt að sleppa hinu ofurrómantíska
„Perfect“ sem brætt hefur margt
meyjarhjartað og sjá mátti tár víða á
hvarmi þegar það ómaði. Sheeran
kvaddi svo með „You Need Me, I
Don’t Need You“. Gekk þá mikið á,
bæði hjá Sheeran og í vídeóvörpun
sem fór í yfirsnúning að baki honum
á háu sviðinu. Gengu gestir að því
loknu á braut og gekk vel að tæma
völlinn en eins og fjallað hefur verið
um gekk illa að hleypa fólki inn og
biðu sumir í tvær klukkustundir í röð
sem náði að Glæsibæ.
Ósýnilegur á krám
Sheeran rabbaði af og til við
tónleikagesti og sagðist eitt sinn hafa
verið þybbinn, lítill strákur að spila á
hinum og þessum krám í London þar
sem fáir gáfu honum gaum. Hann er
ekki lítill lengur og búinn að slá met
hvað varðar miðasölutekjur af tón-
leikaferð. Þurfti sjálf U2 að lúta í
gras, hvorki meira né minna. Þetta
er algjört Öskubuskuævintýri.
Mannmergðin var svakaleg á
fyrri tónleikum Sheeran á Laugar-
dalsvelli, um 30.000 manns á laug-
ardegi og 20.000 kvöldi síðar. Sú
staðreynd að nær sjöundi hver
Íslendingur hafi séð Sheeran (ein-
hverjir útlendingar hljóta líka að
hafa verið þarna) er út af fyrir sig
merkileg. 50.000 manns fóru að sjá
trúbador einan á sviði með lúppug-
ræju. Bob Dylan hefði ekki trekkt
svo marga að og ég er ekki viss um
að Bruce gamla Springsteen hefði
tekist það. Það er því ekki bara
mannfjöldinn sem vekur athygli
heldur líka hvers konar listamaður
er hér á ferðinni, trúbador og popp-
ari sem kýs frekar að vera eins
manns hljómsveit en að fylla sviðið af
hljóðfæraleikurum og söngvurum.
Það eitt og sér er merkilegt, hvort
sem maður dáist að Sheeran eða
ekki.
» Á tónleikunummátti sjá leikskóla-
börn jafnt sem ellilíf-
eyrisþega.
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Matur