Morgunblaðið - 16.08.2019, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1 6. Á G Ú S T 2 0 1 9
Stofnað 1913 191. tölublað 107. árgangur
ÁHUGAVERT NÁM
OG NÁMSKEIÐ
AUÐGA LÍF
ÁRELÍA EYDÍS
FJALLAR UM LÍFSINS
AUGNABLIK
SKÓLAR 32 SÍÐUR NÝ SKÁLDSAGA 28
Yfir 100 manna sveit frá bandaríska flughernum sinnir nú
loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins (NATO) hér við land.
Þurfti hún fyrr í þessum mánuði að hafa afskipti af tveimur
langdrægum sprengjuflugvélum Rússa af gerðinni Tupolev
TU-142, sem betur eru þekktar sem Björninn. Dominic Coll-
ins, yfirmaður sveitarinnar, og Michael Abernathy næstráð-
andi segja aðgerð ina hafa gengið vel. Þeir tóku í gær á móti
blaðamanni og ljósmyndara á öryggissvæði NATO á Keflavík-
urflugvelli og fræddu þá um loftrýmisgæsluna. »10-11
Herþotur NATO héldu nýverið til móts við tvo Birni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningar-
málaráðherra, telur fyrirhugað fjölmiðlafrum-
varp geta leitt til verulegra breytinga á íslensk-
um fjölmiðlamarkaði. Veik staða einkarekinna
fjölmiðla sé áhyggjuefni.
Í fyrsta lagi sé ráðuneyti hennar að skoða
leiðir til að jafna stöðu íslenskra og erlendra fjöl-
miðla á auglýsingamarkaði. Til dæmis sé virð-
isaukaskattur greiddur hér á landi af innlendum
auglýsingum en ekki af auglýsingakaupum hjá
erlendum miðlum. Með því missi innlendir fjöl-
miðlar tekjur og ríkið skatttekjur.
Notkunin breyst mjög ört
„Þetta er stórmál og við verðum að ná utan
um þetta. Við notum enda fjölmiðla með allt öðr-
um hætti en fyrir aðeins tveimur árum. Við er-
um að vinna þetta með fjármála- og efnahags-
ráðuneytinu af því að þetta
er skattamál. Norðurlöndin
eru að skoða þessa leið sem
og Evrópusambandið líka,
vegna þess að við erum að
verða af skatttekjum út af
þessu breytta hagkerfi.
Þetta var einmitt ein af nið-
urstöðum G20-fundarins hjá
fjármálaráðherrunum. Öll
þessi ríki ætla saman að
beita sér fyrir því að þessi
alþjóðlegu stórfyrirtæki séu skattlögð. Þetta
þurfum við að gera í alþjóðasamstarfi,“ segir
Lilja. Í öðru lagi sé í undirbúningi að RÚV
hverfi af auglýsingamarkaði en fái í staðinn
styrki. Það geti eitt og sér haft mikil áhrif á
starfsumhverfi einkarekinna fjölmiðla, enda séu
auglýsingatekjur RÚV nú tæpir 2 milljarðar.
„Ég hef talað fyrir því að við horfum til Norð-
urlandanna. Þar eru ríkisfjölmiðlarnir ekki á
auglýsingamarkaði. Ég teldi farsælast að svo
væri líka á Íslandi, ásamt því að vera með styrki
til fjölmiðla, eins og boðað er í fjölmiðlafrum-
varpinu.
Ég sé fyrir mér að ef RÚV fer af auglýs-
ingamarkaði verði stofnuninni bætt það upp. Ég
vil að okkar RÚV sé álíka sterkt og ríkisfjöl-
miðlar á hinum Norðurlöndunum. Það sem er
hins vegar slæmt við íslenskan fjölmiðlamarkað
er að starfsskilyrði einkareknu fjölmiðlanna eru
mun lakari en á hinum Norðurlöndunum og við
verðum að breyta því.
Varðar framtíð tungunnar
Það er vegna auglýsingatekna, sem ríkisfjöl-
miðillinn er með. Það er vegna þess að hér eru
ekki styrkir greiddir, eins og til dæmis er lagt til
í fjölmiðlafrumvarpinu. Þegar það hefur verið
samþykkt verðum við komin á svipaðan stað og
hin Norðurlöndin hvað varðar styrki til fjöl-
miðla,“ segir Lilja.
„Jafnframt þarf að huga að auglýsingamark-
aðnum en þetta er ekki óumdeilt. Ég hef hins
vegar mjög sterka skoðun á því að bæta verði
starfsumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Þetta á
við um héraðsmiðla, prentmiðlana og fleiri. Það
skiptir máli fyrir framtíð tungunnar,“ segir Lilja
sem telur að áhrifin fari að sjást á næsta ári.
Rekstrarumhverfið verði hagfelldara fyrir RÚV
og einkarekna fjölmiðla og „allt annað landslag
á markaðnum,“ segir hún.
Hvað varðar gagnrýni Arnþrúðar Karlsdótt-
ur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu, á að stöðinni sé
haldið utan við hlustunarmælingar segist Lilja
telja rétt að „allir séu með í mælingunni“.
Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir
að ef núverandi fjármögnun RÚV verði endur-
skoðuð þurfi að tryggja að þjónusta RÚV skerð-
ist ekki.
Jafnar stöðu á auglýsingamarkaði
Lilja D.
Alfreðsdóttir
MLöggjafans að stýra … »7
Skattkerfinu breytt og RÚV tekið af auglýsingamarkaði, segir mennta- og menningarmálaráðherra
„Það má alveg reikna með að
þessi þrjú skip hafi skilað sam-
anlagt um 180 milljónum króna í
norðlenska hagkerfið og skapað
fjölda manns vinnu,“ segir Pétur
Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri, í
samtali við Morgunblaðið.
Vísar hann í máli sínu til þess að í
þessari viku komu þrjú stór
skemmtiferðaskip til Akureyrar
með hátt í ellefu þúsund manns,
farþega og áhafnir. Er koma skipa
mikil lyftistöng fyrir hafnir og bæi
úti á landi. »2
Fengu 180 milljóna
króna innspýtingu
Fjárfestar vestanhafs og austan
óttast að stærstu hagkerfi heims-
ins horfi fram á samdrátt á kom-
andi mánuðum. Nýjar tölur frá
Þýskalandi sýna að landsfram-
leiðsla þar hafi dregist saman um
0,1% á öðrum ársfjórðungi.
Flest benti til þess að hluta-
bréfamarkaðir í Bandaríkjunum
myndu lækka í viðskiptum gær-
dagsins. Tölur um einkaneyslu þar
í landi vöktu hins vegar von með
fjárfestum og þá gaf hálfsársupp-
gjör netverslunarrisans Alibaba til
kynna að enn væri talsverður
þróttur í stærstu hagkerfum
heimsins.
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn
litaðist allur rauður í gær og lækk-
uðu nær öll félög í Kauphöll tals-
vert í kjölfar afkomuviðvörunar
fasteignafélagsins Reita. Lækkaði
úrvalsvísitalan um 3,3% í viðskipt-
um gærdagsins. » 12
AFP
Áhyggjur Lítið þarf til að valda
ókyrrð á mörkuðum nú um mundir.
Titringur á mörkuðum víða um heim
Úrvalsvísitalan
lækkaði um 3,3%
Þeir bændur sem Morgunblaðið
ræddi við í gær segja heyskap í
sveitum landsins almennt vera
langt kominn. Þurrkatíð ræður því
að eftirtekja er um meðallag, en á
Austurlandi hefur legið í súld og
rosa megnið af sumrinu.
„Mér sýnist líka að þetta sé mjög
gott og næringarríkt hey,“ segir
Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíð-
bakka í Austur-Landeyjum.
Þá segir bóndi á Austurlandi
grös þar orðin trénuð og vænt-
anlega næringarlítil. »4
Minni heyfengur
samhliða þurrki