Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 22
kvæmdastjóri 75 ára afmælis- hátíðar HÍ árið 1986, auk ýmissa fleiri stjórnunarstarfa innan há- skólans. Hann var formaður forn- leifanefndar, rannsóknarnefndar sjóslysa og kærunefndar útboðs- mála, varaformaður áfrýjunar- HÍ og stundaði rannsóknir á því sviði. Fræðimaður og ferðalangur Alla tíð hefur Páll verið mjög virkur í rannsóknum og stundað þær víða um lönd. Þegar hann var laganemi birti hann nokkrar fræði- greinar í Úlfljóti, tímariti laga- nema, og fyrsta bók hans, Brot úr réttarsögu, kom út þegar Páll var 27 ára gamall, en hann hefur mikið ritað um réttarsöguleg efni, bæði íslenska réttarsögu og samanburð- arréttarsögu. Bækurnar eru orðnar 50 talsins, en sú síðasta, Lagaglæð- ur, kom út í fyrra. Bækurnar spanna fjölbreytt svið lögfræðinnar auk þess sem Páll skrifaði rit í tveimur bindum um húsnæðis- og byggingarsögu HÍ, þrjár árbækur Ferðafélags Íslands um Skagafjörð og ferðabækur um útlönd. Hann var ritstjóri Lögfræðiorða- bókarinnar sem kom út árið 2008. Páll hefur gegnt ýmsum stjórn- unarstörfum, hann átti sæti í stjórn Lagastofnunar í hálfan ann- an áratug, var formaður kynningarnefndar HÍ og fram- P áll Sigurðsson fæddist 16. ágúst 1944 í Reykjavík. „Ég fór á Sauðárkrók nokkurra mánaða gamall með móður minni og ólst þar upp með henni og ömmu minni og afa. Ég var sex sumur í sveit í Blönduhlíð, þar af fjögur seinni árin í Flugu- mýrarhvammi hjá ömmusystur minni sem þar bjó.“ Páll gekk í barnaskólann á Sauð- árkróki, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1964 og embættisprófi frá laga- deild Háskóla Íslands í maí 1969. Hann stundaði síðan framhaldsnám og rannsóknir víða um lönd, m.a. í sjórétti og skaðabótarétti við Ósló- arháskóla og í réttarsögu og rétt- arfari við Háskólann í Bonn. Í nóv- ember 1978 lauk hann doktorsprófi frá lagadeild HÍ með ritgerðinni Þróun og þýðing eiðs og heitvinn- ingar í réttarfari. Eftir að hafa útskrifast úr laga- deildinni 1969 var Páll fulltrúi hjá sýslumanninum í Snæfells- og Hnappadalssýslu um nokkurra mánaða skeið áður en hann hélt í framhaldsnám. Þegar heim var komið var hann um skeið fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Hann varð dósent við lagadeild HÍ 1973 og var skipaður prófessor 1987 og gegndi þeirri stöðu óslitið þar til hann lét af störfum haustið 2014. Hann var deildarforseti laga- deildar 2000-2002. Aðalkennslugreinar Páls voru lengi samningaréttur og kaupa- réttur, sem voru skyldugreinar við lagadeildina. Hann samdi mikið efni sem var notað í kennslunni og var það kærkomið fyrir nemendur en á þessum tíma var algengt að við kennslu væru notuð yfirgrips- mikil lögfræðirit á dönsku. Strax á fyrstu starfsárum sínum stóð Páll fyrir því að taka upp fjölbreyttari kennsluhætti við lagadeildina, og ritaði m.a. hugleiðingar um kennsluaðferðir og -tækni. Síðar kenndi Páll erfðarétt í grunnnám- inu og kenndi og hafði umsjón með fjölmörgum greinum í meistara- námi við lagadeild. Hann kenndi einnig kirkjurétt við guðfræðideild nefndar samkeppnismála, stjórnar Örnefnastofnunar, gerðardóms Verkfræðingafélags Íslands og áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar. Hann sat í stjórn Landverndar, náttúruverndarráði, ferðamálaráði og alþjóðanefnd Rauða kross Ís- lands. Páll sat í stjórn Ferðafélags Íslands og var forseti þess 1994- 1997 og er heiðursfélagi FÍ. Páll er náttúruverndarsinni og hefur ferðast mikið bæði hér á landi og víða um heim. Hann hefur kynnt sér réttarsögu og menningu flestra þjóða í Evrópu og í fjarlæg- ari löndum og álfum og stofnað til tengsla við erlenda fræðimenn. Páll hefur haldið málverkasýn- ingar, m.a. á olíuverkum, og í fyrstu bók hans eru nokkrar teikn- ingar. „Ég er enn að mála og svo sit ég við tölvuna hluta úr degi og læt mér detta eithvað í hug, er að fara í gegnum heimildir og les ýmislegt sem ég hafði ekki tíma til áður. Það er tvennt sem ég hef alltaf haft áhuga á meðal annars; annars vegar réttarsaga og tengsl hennar við almenna menningarsögu og Páll Sigurðsson, fyrrverandi lagaprófessor – 75 ára Fræðimaðurinn Páll á heimili sínu og ber bókasafnið merki um fjölbreytileg viðfangsefni Páls gegnum tíðina. Grúskar í samanburðarlögfræði Fjölskyldan Sigríður, Anna Sigríður, Ólafur og Páll. 50 ára Valur Freyr ólst upp í Garðabæ en býr í Reykjavík. Hann lærði leiklist við Man- chester School of Theatre og er leikari hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Hann mun leika titilhlutverkið í Vanja frænda sem verður jólasýning LR á komandi leikári. Maki: Ilmur Stefánsdóttir, f. 1969, lista- maður. Börn: Salka, f. 1995, Ísak, f. 1996, Grett- ir, f. 2002, og Gríma, f. 2004. Foreldrar: Einar H. Ágústsson, f. 1934, d. 2015, rafvirki og kennari í Vélskól- anum, og Herdís Hergeirsdóttir, f. 1935, d. 2009, kaupmaður. Þau voru bús. í Garðabæ. Valur Freyr Einarsson 60 ára Tómas Þór er Kópavogsbúi og ólst þar upp. Hann er með BA í sagnfræði frá Há- skóla Íslands og lauk BS-námi í stjórnun ferðamála í New Haven, BNA, og MBA- námi frá Warwick Business School í Bretlandi. Hann er sérfræðingur í fram- leiðslu og sölu hjá Úrvali-Útsýn. Maki: Helga Jónasdóttir, f. 1959, grunn- skólakennari í Ölduselsskóla. Börn: Þóra, f. 1982, Jónas, f. 1985, Tóm- as Helgi, f. 1990, og Arnhildur, f. 2000. Foreldrar: Tómas Árnason, f. 1923, d. 2014, ráðherra og seðlabankastjóri, og Þóra Kristín Eiríksdóttir, f. 1926, d. 2007, húsfreyja. Þau voru síðast bús. í Rvík. Tómas Þór Tómasson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú verður að skipuleggja starf þitt betur ef þú átt að koma einhverju í verk. Fylgstu vel með því sem er að gerast í kringum þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt sjálfsagt sé að taka hlutina alvar- lega er óþarfi að vera svo stífur að geta ekki brosað út í annað þegar svo ber undir. Kauptu þér eitthvað alveg sérstakt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það reynir á stjórnunarhæfileika þína og þá ríður á miklu að þú bregðist rétt við. Gakktu rösklega til verks og fagnaðu svo árangrinum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú lætur ýmislegt í umhverfi þínu fara í skapið á þér og mátt ekki láta það bitna á þeim sem standa þér næstir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú stendur frammi fyrir kröfum um aukna ábyrgð en ert eitthvað tvístígandi. Láttu slag standa. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Óvænt tækifæri berst þér upp í hendurnar og þér er fyrir bestu að nýta þér það til hins ýtrasta. Segðu hug þinn og það mun koma þér á óvart hversu margir eru sammála þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Flas er ekki til fagnaðar og það á svo sannarlega við um þá aðstöðu sem þú ert í núna. Þú ert næmur á líðan annarra og veist hvað er viðeigandi að segja og hvað ekki. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er sjálfsagt að vinna skoð- unum sínum brautargengi en það er ekki sama hvernig það er gert. Aðrir sjá um sig en þín verk vinnur enginn fyrir þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú munt þurfa á öllum þínum hæfileikum að halda til þess að komast hjá mjög vandræðalegum atburði. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú færist allur í aukana við að koma fyrirætlunum þínum í framkvæmd, ekki síst vegna hvatningar samstarfsfólks þíns. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er gaman að sigla fyrir full- um seglum en vertu viðbúinn því að vindur- inn geti blásið úr annarri átt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú veist að þú ert á réttri leið og gefur ekkert eftir. Mundu að það kemur upp neikvæðni í öllum fjölskyldum og að það skiptir höfuðmáli hvernig unnið er úr henni. 22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 Til hamingju með daginn Vinkonurnar Díana Lind Ragnars- dóttir og Hekla Lind Axelsdóttir héldu nú á dögunum tombólu fyrir utan Krambúðina á Selfossi. Ágóðann gáfu þau Rauða krossinum, alls 6.036 kr. Rauði krossinn þakkar Díönu og Heklu fyrir þetta frábæra framtak. Tombóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.