Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019
ÚTILJÓSADAGAR
afsláttur af völdum
útiljósum
50%
Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888
OPIÐ ALLA DAGA
Mán. til fös. kl. 9–18
Laugard. kl. 10–16
Sunnud. kl. 12–16
Mjólkurbikar karla
Undanúrslit:
Víkingur R. – Breiðablik ..........................3:1
Pepsi Max-deild kvenna
Stjarnan – ÍBV ......................................... 2:1
Þór/KA – Keflavík .................................... 3:1
Staðan:
Valur 13 12 1 0 51:8 37
Breiðablik 13 11 2 0 43:12 35
Þór/KA 14 7 3 4 27:21 24
Selfoss 13 7 1 5 17:15 22
Fylkir 13 6 1 6 18:26 19
Stjarnan 14 5 1 8 14:28 16
KR 13 4 1 8 16:27 13
ÍBV 14 4 0 10 24:37 12
Keflavík 14 3 1 10 22:31 10
HK/Víkingur 13 2 1 10 10:37 7
Markahæstar:
Elín Metta Jensen, Val ..............................13
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val................12
Hlín Eiríksdóttir, Val.................................12
Cloé Lacasse, ÍBV......................................11
Berglind B. Þorvaldsdóttir, Breiðabliki...11
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki......11
Inkasso-deild karla
Fram – Njarðvík ...................................... 2:0
Frederico Bello 77., Helgi Guðjónsson 90.
Staðan:
Fjölnir 16 10 4 2 34:15 34
Þór 16 9 4 3 28:16 31
Grótta 16 8 6 2 34:24 30
Leiknir R. 16 8 2 6 28:24 26
Fram 17 8 2 7 26:26 26
Víkingur Ó. 16 6 6 4 17:13 24
Keflavík 16 6 4 6 22:21 22
Þróttur R. 16 6 3 7 32:24 21
Afturelding 16 5 2 9 21:30 17
Haukar 16 3 5 8 22:32 14
Magni 16 3 4 9 18:42 13
Njarðvík 17 3 2 12 16:31 11
3. deild karla
Reynir S. – KH ......................................... 3:1
Álftanes – Kórdrengir.............................. 1:1
Staðan:
Kórdrengir 17 13 3 1 45:18 42
KF 16 12 2 2 42:16 38
KV 16 10 2 4 33:21 32
Reynir S. 17 8 5 4 30:27 29
Vængir Júpiters 16 9 1 6 30:24 28
Einherji 16 6 5 5 21:19 23
Álftanes 17 5 4 8 30:30 19
Sindri 16 5 3 8 33:40 18
Höttur/Huginn 16 3 6 7 23:26 15
Augnablik 16 3 4 9 21:33 13
KH 17 4 1 12 22:43 13
Skallagrímur 16 2 0 14 16:49 6
4. deild karla A
Ísbjörninn – Vatnaliljur........................... 0:1
Árborg – SR.............................................. 4:2
4. deild karla B
KM – Hvíti riddarinn ............................. 0:11
4. deild karla C
Hamar – Léttir ....................................... 10:1
4. deild karla D
Ægir – KÁ................................................. 3:0
KNATTSPYRNA
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari
karla í körfuknattleik, er ánægður
með baráttuandann í íslenska lið-
inu. Landsliðið hefur lent í tveimur
háspennuleikjum í forkeppninni fyr-
ir EM 2021 en í báðum tilfellum var
liðið undir en tókst að koma sér í
stöðu til að vinna leikina. Það tókst
gegn Sviss í Höllinni en ekki úti í
Portúgal.
„Andrúmsloftið hefur verið af-
skaplega gott. Sumir leikmanna eru
stífir eftir fyrstu tvo leikina og við
erum að safna kröftum. Við verðum
tilbúnir á laugardaginn þegar við
tökum á móti Portúgal. Við þurfum
að verja heimavöllinn og vonandi
náum við fram eins góðri frammi-
stöðu og hægt er. Í báðum leikj-
unum höfum við sýnt keppnishörku
með því að komast yfir eftir að hafa
lent undir. Því miður töpuðum við í
Portúgal en tókst að snúa leiknum
gegn Sviss okkur í vil undir lokin. Í
okkar leik má finna ýmislegt já-
kvætt. Á heildina litið þá höfum við
skapað okkur ágæt skotfæri en
gætum nýtt þau betur. Þjálfurum
og leikmönnum hefur tekist að
finna lausnir í leikjunum sem hafa
heppnast vel þegar bregðast þurfti
við. Í tapleiknum í Portúgal þá
settu andstæðingarnir niður mörg
erfið skot og það var vel gert hjá
þeim. Portúgal hefur unnið báða
heimaleiki sína og það þurfum við
einnig að gera.“
Sveiflur í öllum leikjunum
Hvernig metur Pedersen stöðuna
nú þegar Ísland hefur leikið tvo
leiki af fjórum? „Segja má að riðill-
inn sé aðeins meira en hálfnaður
eftir að Portúgal og Sviss léku
seinni leik sinn. Það kom mér ekk-
ert á óvart að Portúgal hafi unnið
vegna þess að í fyrri leiknum í Sviss
sem Sviss vann þá var Portúgal yfir
lengi vel. En það kom mér hins veg-
ar svolítið á óvart að Portúgal
skyldi vinna svo öruggan sigur. Þeir
léku mjög vel og leikmenn náðu vel
saman. Við mætum því portúgölsku
liði á laugardaginn sem er að leika
afar vel um þessar mundir,“ sagði
Pedersen en fyrstu tveir leikir ís-
lenska liðsins hafa verið hnífjafnir
og væntanlega má búast við ein-
hverju svipuðu á laugardaginn.
„Það hafa verið talsverðar sveifl-
ur í öllum leikjunum. Ekki bara
okkar leikjum heldur einnig hjá
Sviss og Portúgal. Annað liðið nær
tíu stiga forskoti sem sveiflast yfir í
að hitt liðið nær tíu stiga forskoti. Á
heildina litið hafa leikirnir verið
jafnir og í nokkrum tilfellum mjög
spennandi undir lokin,“ sagði Kan-
adamaðurinn sem stýrt hefur ís-
lenska landsliðinu síðan 2014 eða í
fimm ár. Fór hann með íslenska lið-
ið á EM 2015 og 2017 en leiðin á
næsta EM sem verður 2021 er
býsna löng.
Sterkar þjóðir bíða takist
Íslandi að vinna riðilinn
Landsliðsmennirnir súpa nú
seyðið af því að hafa hafnað í neðsta
sæti í undankeppninni þar síðasta
vetur. Þá tapaði Ísland heima fyrir
Búlgaríu sem var í neðsta styrk-
leikaflokki en riðillinn var nokkuð
skrautlegur og Íslandi tókst á hinn
bóginn að vinna Finnland og Tékk-
land í Laugardalshöllinni. Lið sem
eru hærra skrifuð en það íslenska í
körfunni.
Fari svo að íslenska liðið vinni
riðilinn þá tekur liðið þátt í und-
ankeppni næstu tvo vetur með
Serbíu, Finnlandi og Georgíu. Þar
þyrfti Ísland að skilja eina þjóð eft-
ir fyrir aftan sig til að komast á
EM.
Leikmenn í NBA og Euroleague
liðum fá yfirleitt ekki leyfi til að
fara í landsleikina á veturna. Gæti
það sett verulega sterkan svip á rið-
ilinn. Ekki yrði það einungis til
góðs fyrir íslenska liðið því Martin
Hermannsson leikur nú í Euro-
league með Alba Berlín og fær
væntanlega ekki frí ef til þess kem-
ur að Ísland verði í undankeppn-
inni.
Hafa sýnt keppnishörku
að mati þjálfarans
Pedersen ánægður með andann í landsliðinu Á von á erfiðum leik
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen fer yfir málin með sínum mönnum í leiknum gegn Sviss á laugardaginn.
Íslenska karlalandsliðið í körfu-
bolta er í harðri keppni við Portú-
gal og Sviss um efsta sæti H-riðils
og þar með eina lausa sætið í boði í
undankeppni EM 2021. Aðeins tveir
leikir eru eftir í riðlinum, viðureign
Íslands og Portúgals í Laugardals-
höll á laugardag og svo leikur Sviss
og Íslands ytra næstkomandi mið-
vikudag.
Portúgal er efst í riðlinum með 5
stig og +12 í stigatölu. Sviss er með
4 stig og -12 í stigatölu. Ísland er
með 3 stig og 0 í stigatölu. Rétt er
að ítreka að 1 stig fæst fyrir tap en
2 fyrir sigur.
Hvaða möguleikar eru þá í boði?
Ef Ísland vinnur báða leikina
sem liðið á eftir þá endar liðið efst í
riðlinum með 7 stig, stigi meira en
Portúgal og tveimur fyrir ofan
Sviss.
Ef Ísland tapar gegn Portúgal
á laugardaginn er ljóst að Portúgal
vinnur riðilinn með 7 stig, sama
hvernig leikur Sviss og Íslands fer.
Ef Ísland vinnur leikinn við
Portúgal á laugardaginn en tapar
gegn Sviss munu öll þrjú liðin enda
jöfn að stigum. Þá ræður innbyrðis
stigatala úr öllum leikjunum í riðl-
inum. Eins og fyrr segir stendur
Portúgal nú best að vígi eftir 16
stiga sigur á Sviss í annars mjög
jöfnum riðli. Í þessu tilviki þarf Ís-
land að vinna Portúgal með meiri
mun en Ísland tapar fyrir Sviss
með. Þessi munur þyrfti að vera 1-6
stig, eftir því hve stór sigurinn og
tapið eru.
Liðið sem vinnur riðilinn leikur í
E-riðli undankeppni EM með Finn-
landi, Georgíu og Serbíu, og kom-
ast þrjú lið úr þeim riðli á EM árið
2021. sindris@mbl.is
Snúin staða Íslands
fyrir lokaleikina
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Harður slagur Ísland, Sviss og
Portúgal berjast um eitt sæti.