Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 32
Söngkonan Diddú, Sigurður Ingvi
Snorrason klarínettuleikari og Anna
Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari
hefja stutta tónleikaferð í dag með
tónleikum í Skólahúsinu á Kópa-
skeri kl. 20. Næst er förinni heitið í
Mývatnssveit þar sem þau koma
fram í Reykjahlíðarkirkju á morgun
kl. 16 og síðasti viðkomustaður er
svo Akureyri þar sem tónleikar
verða haldnir í Hofi á sunnudag kl.
17. Á efnisskránni verða hjarðlög og
-söngvar til heiðurs smölum
landsins o.fl. lög.
Til heiðurs smölum
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 228. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Víkingur Reykjavík mætir FH í bik-
arúrslitaleik karla í fótbolta þann
14. september en þetta varð ljóst í
gær þegar Víkingar unnu Breiðablik
3:1 í Fossvogi. Mikill hiti var í mönn-
um í leiknum og rauða spjaldið fór
á loft, og niður á jörðina reyndar.
Víkingar hafa ekki leikið bikarúr-
slitaleik síðan árið 1971 þegar þeir
urðu bikarmeistarar. »26
Við suðupunkt þegar
langri bið Víkings lauk
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Krosssaumur nefnist gjörningainn-
setning eftir Pétur Eggertsson, í
samstarfi við Lilju Maríu Ás-
mundsdóttur, sem sýnd verður í
Mengi í kvöld. Í Krosssaumi er
sniðmengi tónlistar og sauma-
skapar skoðað til hlítar og verður
boðið upp á langtíma tónlist-
argjörning sem lýkur með útsaum-
uðum tónskúlptúr sem
gestir geta virt fyrir
sér að lokum, eins
og því er lýst í til-
kynningu. Verður
saumavél nýtt til
verksins. Pétur
og Lilja eru
bæði tónskáld.
Lýkur með útsaumuð-
um tónskúlptúr
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Íslandsmót golfklúbba fyrir eldri
kylfinga fer fram um helgina og
verður keppni í 1. og 2. deild
kvenna hjá golfklúbbi Öndverð-
arness. Þórdís Geirsdóttir, marg-
faldur meistari í golfi, er í öldunga-
deildarliði Keilis í Hafnarfirði, en
þegar Íslandsmót golfklúbba fór
fram í lok júlí var hún í kvennaliði
Keilis í efstu deild 35. árið í röð.
„Þetta er svo skemmtilegt,“ segir
Þórdís, sem byrjaði í golfi áður en
hún varð ellefu ára 1976. „Ég elti
bræður mína út á golfvöll, „stal“
kylfum frá þeim og féll strax fyrir
íþróttinni, en fékk síðan hálft sett í
fermingargjöf og eftir það varð ekki
aftur snúið.“
Samkvæmt upplýsingum á golf.is
voru 17.859 kylfingar skráðir fé-
lagar í golfklúbbum landsins 1. júlí
síðastliðinn og hafði þeim fjölgað
um 4% frá liðnu ári. Er það mesta
fjölgun frá 2009. 5.748 konur voru á
meðal félagsmanna en þegar Þórdís
steig sín fyrstu skref á golfvellinum
í Hafnarfirði voru þær lítt áberandi.
„Stelpum hefur oft verið ýtt út ef
þær eru ekki nógu góðar en ég var
svo heppin að vera „ein af strákun-
um“ og það bjargaði mér,“ rifjar
Þórdís upp. „Þegar ég byrjaði voru
strákar eins og Hörður Hinrik Arn-
arson og Úlfar Jónsson á sama báti
og það hélt mér á floti að vera á
pari við þá. Þess vegna var mér
ekki ýtt út.“
Í landsliði í 37 ár
Eitt leiddi af öðru, Þórdís fór upp
allan stigann, spilaði fyrst með B-
landsliðinu 16 ára gömul, síðan í A-
landsliðinu um árabil og er nú í öld-
ungalandsliðinu. Hún ólst upp á
holtinu í Hafnarfirði og hefur alltaf
verið í Keili. „Ég átti heima í nokk-
ur ár í Garðabæ en var fljót til baka
og bý rétt hjá vellinum enda vil ég
helst hvergi annars staðar vera.“
Miklar breytingar hafa orðið á
öllum sviðum golfsins frá því Þórdís
byrjaði að æfa íþróttina. Hún bend-
ir á að eftir því sem konum hafi
fjölgað hafi leikjum fjölgað og nú sé
svo komið að þær spili jafnmarga
leiki og karlarnir á Íslandsmóti
golfklúbbanna. „Við erum á sama
stigi og þeir,“ segir hún. Bætir við
að gæði vallanna séu líka allt önnur
og meiri en áður, kunnátta vallar-
starfsmanna og þjálfara sömuleiðis
að ónefndum spilurunum og búnaði
þeirra. „Kylfingar verða alltaf betri
og betri og þá er hætta á að vell-
irnir verði of litlir fyrir þessa
bestu.“
Þórdís segist hafa mikið keppnis-
skap og það komi sér vel í golfinu.
Félagsskapurinn og útiveran hafi
líka mikið að segja. Hún byrjaði
sem stelpa að æfa 800 m hlaup og
lengri vegalengdir en sér ekki eftir
því að hafa hætt í frjálsum um
fermingu og einbeitt sér að golfinu
eftir það. „Það besta við golfið er að
þetta er eina sportið sem hægt er
að stunda frá vöggu til grafar. Það
er ekkert aldursbil.“
Ljósmynd/Sigurður Elvar/seth@golf.is
Afrekskona Þórdís Geirsdóttir í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði lætur ekki deigan síga í golfinu.
Stendur í strákunum
Þórdís Geirsdóttir í kvennaliði Keilis í efstu deild í golfi í
35 ár og í landsliði í 37 ár Í golfi frá vöggu til grafar
FLOTTAR
UMGJARÐIR
KOMNAR Í HÚS
VELKOMIN Í
SJÓNMÆLINGU
Hamraborg 10, Kópavogi | Sími: 554 3200
Opið: Virka daga 9:30–18