Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 8
Á vef Reykjavíkurborgar ernokkuð sem heitir mælaborð borgarbúa og virðist eiga að gefa borgarbúum tölulega innsýn í borg- ina og starfsemi hennar. Þetta virð- ist þó ekki hugsað út frá því að svara þeim spurningum sem helst kynnu að brenna á íbúunum eða lík- legast er að þeir kynnu að velta fyrir sér.    Undir yfirskriftinni „mann-auður“ eru til dæmis birtar tölur um starfsmenn borgarinnar, en hvergi eru sjáanlegar upplýs- ingar um íbúana.    Undir fjármálum eru upplýs-ingar um heildartölur borg- arinnar, þar með taldar tekjur og útgjöld, en ekkert um skattbyrði hins almenna borgarbúa og hve miklu meiri skattbyrðin er í borg- inni en víða í nágrenninu.    Þá vekur athygli að undir um-hverfi og samgöngum er að- eins einn liður: Hjólaumferð. Þar er greint frá umferð hjólandi á þrem- ur tilteknum stöðum í borginni en ekki er orð eða tala um bílaumferð.    Þær upplýsingar væru þó mungagnlegri fyrir mun fleiri og ættu því meira erindi í „mælaborð borgarbúa“. Þannig væri áhuga- vert fyrir nær alla borgarbúa að vita hve langar raðir og tafir hafa myndast á götum borgarinnar, hve lengi beðið er á hverjum ljósum að meðaltali og hve mikið ferðatími fólks hefur lengst á síðustu árum vegna sérvisku borgaryfirvalda í umferðarmálum.    Ekkert þessu líkt er þó að finna í„mælaborði borgarbúa,“ sem er bersýnilega fremur hugsað sem áróðurstæki en upplýsingaveita. „Mælaborð borgarbúa“ STAKSTEINAR 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 VERSLUN & VERKSTÆÐI Opið virka daga 10-18 laugardaga 12-17 Snorrabraut 56, 105 Reykjavík, Sími 588 0488, feldur. FELDUR verkstæði Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Guðmunda Júlía var af Bergsætt Í andlátsfregn í blaðinu á miðvikudag um Einar Grétar Sveinbjörnsson fiðlu- leikara var móðir hans, Guðmunda Júlía Jónsdóttir, ranglega sögð af Garðs- ætt en hún var af Bergsætt. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Herdís Tryggvadóttir, hugsjóna- og baráttukona á sviði mannúðarmála, lést 15. ágúst sl. á nítug- asta og öðru aldursári. Herdís fæddist í Reykjavík 29. janúar 1928, dóttir hjónanna Herdísar Ásgeirsdóttur og Tryggva Ófeigssonar athafnamanns, sem rak togaraútgerðina Júpíter og Mars og frystihús á Kirkjusandi. Herdís var við nám í húsmæðraskóla Skarhult í Svíþjóð eftir seinni heimsstyrjöldina og lauk stúdentsprófi frá Versl- unarskóla Íslands 1950. Hún lagði síðar stund á nám í ensku við Háskóla Íslands. Herdís vann að mann- úðarmálum, einkum tengdum kirkj- unni. Hún átti þátt í stofnun safnaðar Grænáss á Keflavíkurflugvelli og var þar sóknarnefndarformaður. Herdís studdi heilsugæsluverkefni á vegum Kristniboðssambandsins í Afríku, beitti sér innan samtakanna Herferð gegn hungri og átti þátt í stofnun samtaka gegn limlest- ingu á kynfærum kvenna. Herdís var stofn- aðili að friðarsveitum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og tók þátt í starfi bænahóps fyrir sjúka í Hallgríms- kirkju um langt ára- bil. Herdís tók virkan þátt í náttúruvernd- arbaráttu og birti fjölda blaðagreina um hugðarefni sín, þ.á m. um dýravernd, en hún neytti ekki kjöts frá unga aldri. Herdís var gift Þorgeiri Þorsteins- syni, lögreglustjóra og sýslumanni á Keflavíkurflugvelli, syni Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi kaupfélags- stjóra KHB, og Sigríðar Þorvarð- ardóttur Kjerúlf, en þau skildu. Herdís og Þorgeir eignuðust fjögur börn. Þau eru: Herdís, f. 1954, mann- réttindalögfræðingur, Þorsteinn, f. 1955, hagfræðingur, Sigríður, f. 1958, prófessor, og Ófeigur Tryggvi, f. 1960, læknir. Andlát Herdís Tryggvadóttir Skipstjórar nýja Herjólfs eru hæst- ánægðir með arftakann eftir að hafa siglt á honum í nokkrar vikur. „Hann hefur bara reynst okkur virkilega vel,“ segir Gísli Valur Gíslason, skipstjóri á Herjólfi. Til að byrja með var nýi Herj- ólfur býsna valtur. „Það var galli í öðrum stöðug- leikaugganum sem á að gera við 18. september. Það er búið að gera bráðabirgðareddingu svo við getum notað hann,“ segir Gísli, sem tekur fram að gallinn sé ekki hættulegur. Gísli sigldi sjálfur gamla Herjólfi um nokkurra mánaða skeið og segir að sér líki jafnvel betur við þann nýja. Þó sé erfitt að kveðja gamlan vin. „En það var svo sem alveg kom- inn tími á það líka,“ segir Gísli. Gamli Herjólfur er þó ekki alveg dauður úr öllum æðum og Gísli þarf ekki að kveðja hann alveg strax. „Hann á að vera í Vestmanna- eyjum næstu tvö árin sem varaskip og svo veit maður ekki hvað verður. Hann er ekki alveg farinn frá okkur strax. Það er ágætt að hafa hann til vara,“ segir Gísli. Nýi Herjólfur hóf siglingar 25. júlí síðastliðinn eftir miklar tafir. Aðstaða í Vestmannaeyjahöfn hafði þá verið bætt en hún verður bætt enn frekar í haust. ragnhild- ur@mbl.is Kominn tími á að kveðja gamlan vin  Mikil ánægja með nýjan Herjólf  Galli í stöðugleikaugga gerði hann valtan Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Jómfrúferð Skipstjórar Herjólfs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.