Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 Arnþór Það er nýjung í ís- lenskri þjóðmála- umræðu að rætt sé um orkumál á þeim nótum að orkan sé tvinnuð ís- lensku þjóðerni og hin- um hreina kynstofni sem Ísland byggir. Þá er einnig rifjuð upp sjálfstæðisbarátta ís- lensku þjóðarinnar, þar sem öllu sem út- lenskt er skal hafnað. Þannig verður íslensk löggjöf ávallt betri en sú löggjöf sem byggir á erlendri hugmyndafræði. Það er í raun merkilegt að landsstjórn skuli byggjast á „lýðræðishugmyndum“ því lýðræði var ekki fundið upp á Ís- landi. Oft skortir nokkuð á að út- færsla á íslensku lýðræði byggi á frumhugmyndum lýðræðisins. Miklu fremur skal í íslensku lýðræði byggja á sérhagsmunum fremur en almannahagsmunum. Orkustefna og orkusáttmáli Það var ekki fyrr en á síðari hluta 20. aldar sem umfjöllun um orku- stefnu hófst hér í landi. Hugmyndir um nýtingu á fallvötnum áttu undir högg að sækja í upphafi, en nýting jarðvarma til húshitunar þótti snemma alger snilli. Um skeið var talið að raforkuframleiðsla með fall- vatni yrði ekki samkeppnishæf við raforku framleidda með kjarnorku. Slík orka er ekki til umræðu að sinni. Í nóvember 1991, þ.e. fyrir aðild að EES, fjallaði þáverandi iðnaðar- ráðherra um orkusáttmála Evrópu. Ráðherra sagði innihald orkusátt- málans einkum vera: Meginmarkmiðin með fyrirhug- uðu samstarfi eru: - að tryggja öryggi í orkumálum, - þróa orkuviðskipti, - bæta orkudreifingu og - ná sem mestu út úr orkulindum og fjárfestingum á því sviði jafnframt því sem tekið sé fullt tillit til umhverfisverndar. Markmiðunum er ætlunin að ná með fjölþættu samstarfi: - aðgangi að orku- lindum, í samræmi við ákvæði sátt- málans, - frjálsum við- skiptum með orku, - samvinnu um fjár- festingar í orku- málum, - tæknilegum stöðl- um og öryggis- reglum, - rannsóknum, tækniþróun, - bættri orkunýt- ingu og verndun umhverfis, - menntun og þjálfun. Samstarf milli aðildarríkja að sáttmálanum verður fyrst og fremst milli fyrirtækja á grundvelli mark- aðsviðskipta. Hlutverk stjórnvalda verður aðallega að móta leikreglur til að svo megi verða. Iðnaðarráðherra sagði að ríkis- stjórnin hefði ákveðið að taka þátt í undirbúningi að gerð orkusáttmála Evrópu. Iðnaðarráðherra sagði „að fyrst um sinn yrði óbeinn ávinningur fyrir Íslendinga af aðild að sáttmálanum. Með samstarfinu yrði greiðari að- gangur en ella að nýjungum í orku- málum. Einnig má ætla að orku- rannsóknir okkar gætu haft hag af aðildinni í formi rannsóknasam- vinnu. Þá má ætla að auðveldara yrði að afla íslenskum ráðgjöfum verkefna í aðildarríkjunum, t.d. á sviði jarðvarma í Austur-Evrópu. Þegar til beins útflutnings kemur á orku frá Íslandi mun aðild að sátt- málanum styrkja stöðu Íslendinga.“ Inntak orkusáttmála Ekki verður séð að megininntak „orkupakka“ Evrópsks efnahags- svæðis hafi breyst þrátt fyrir fjölg- un „pakka“. Í stuttu máli má segja orkustefnu EES byggjast á sjálf- bærni, samkeppni, neytendavernd og að hvert ríki tryggi eigið orku- öryggi. Það verður því ekki lögð kvöð á eina þjóð að bjarga öðrum þjóðum um orku vegna vanrækslu þeirra. Ríki geti tengt orkumarkaði sína eftir atvikum og á grundvelli hagkvæmni og öryggis. Íslensk orkustefna og orkufram- leiðsla byggist á sjálfbærri nýtingu fallvatna og jarðvarma. Ísland er með stærstu útflytjendum orku á EES-svæðinu. Sá orkuútflutningur liggur í framleiðslu á áli, en fram- leiðsla þess byggist á rafgreiningu á erlendu hráefni. Um 80% af raf- orkuframleiðslu hér á landi fara til framleiðslu á áli og kísilmálmi til út- flutnings. Náttúruleg einokun Raforkuframleiðsla byggist á dýr- um fjárfestingum og því eru að- gangshindranir að markaðnum miklar. Slíkt getur leitt til náttúru- legrar einokunar eða yfirburða- stöðu. Það er eitt viðfangsefna orku- stefnu að koma í veg fyrir að neytendur verði fyrir barðinu á ein- okuninni. Reynt er að markaðsvæða og vernda kaup neytenda á raforku til að koma í veg fyrir ofurhagnað orkuframleiðenda vegna einokunar eða yfirburðastöðu. Framleiðsla og sala á raforku var gefin frjáls með fyrri orkupökkum ESB og neytend- ur geta í dag valið af hverjum þeir kaupa sitt rafmagn. Þá þarf einnig að tryggja að litlir framleiðendur rafmagns eigi aðgang að flutningsneti á jafnræðisgrund- velli, til að gefa þeim möguleika á dreifingu og sölu á afurð sinni í formi rafmagns. Flutningur og dreifing rafmagns er sérleyfisstarf- semi og lýtur sem slík ströngu opin- beru eftirliti og verðstýringu. Með því að hvert land þarf að tryggja eigið orkuöryggi þarf fyrst að tryggja raforku til almennings og því næst til stórkaupenda sam- kvæmt sérstökum samningum. Það sem afgangs er kann að fara á ein- hvers konar uppboðsmarkað. Orkustofnun og Samkeppniseftir- liti ber að annast eftirlit með verð- lagningu á raforku til almennings og það þarf að tryggja þessum stofnun- um valdheimildir til að framfylgja ákvörðunum sínum. Það er nauðsyn- legt að koma í veg fyrir ofurhagnað orkufyrirtækja vegna einokunar og yfirburðastöðu sinnar. Það er hluti af orkuöryggi einstakra ríkja. Sæstrengur Sæstrengur til flutnings raforku getur flutt raforku í báðar áttir, þ.e. til og frá Íslandi. Sagt er að Nor- egur flytji raforku út á háu verði á daginn, en safni í miðlunarlón á nóttunni og flytji inn raforku, sem framleidd er með vindorku á nótt- unni. Forsendur fyrir lagningu sæstrengs eru: Umframrafmagn Kaupandi rafmagns Fjármögnun, sem byggist á áhættumati Umhverfisþættir Samþykki Alþingis Allt tal um ímyndaðar skaðabæt- ur á grundvelli missis hagnaðar er fásinna. Forstjóri Landsvirkjunar tíund- aði það árið 1991 hver ábatinn yrði fyrir Landsvirkjun af útflutningi á umframorku Blönduvirkjunar. Sú umframorka hvarf með raf- orkusamningum til álframleiðslu. Finnbogi Jónsson, þá forstjóri Síldarvinnslunnar hf. og um skeið stjórnarmaður í Landsvirkjun, sagði í viðtali við Morgunblaðið sama ár: „Hraða undirbúningi að raforkusölu um sæstreng til Evrópu og afskrifa strax álversdraumóra“. Álver reis í Fjarðabyggð nokkrum árum síðar og þeim fylgdu Norðfjarðargöng til Eskifjarðar og Reyðarfjarðar og aukið atvinnuöryggi og fjölbreytni í atvinnu. Almennt er það ekki farsæl stefna fyrir þjóðir að afsala sér góðu verði fyrir verðmætustu auðlindir sínar af ótta við að innanlandsverð á þeim hækki. Íslendingar vilja þannig fá sem hæst verð fyrir fisk til útflutn- ings og verða því að sæta hækkun á verði innanlands; olíuþjóðir vilja að olíuverð sé hátt; og þannig mætti áfram telja. Fram hefur komið ítrekað í gögn- um frá Landsvirkjun og öðrum á undanförnum árum að með sæ- streng mun orkuverð til almennings og fyrirtækja ekki hækka. Annað er falsfréttir. Hvað er ekki? Það hefur verið sýnt fram á að samstarf í orkumálum er ekki afsal á fullveldi eða forræði á auðlindum. Engin kvöð er lögð á að einkavæða Landsvirkjun, sem er gullegg í eigu þjóðarinnar. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði það á fundi með sjálfstæðis- mönnum 10. ágúst síðastliðinn að það væri [orðin] hans skoðun að Landsvirkjun yrði áfram í ríkiseigu. Sú skoðun er trúlega orðin ríkjandi. Vandamálið með Landsvirkjun er að fyrirtækið er svo stórt að það þarf að hemja það. Með þriðja orkupakkanum er ekki lögð neins konar kvöð á að tryggja orkuöryggi annarra en ís- lensku þjóðarinnar. Það verður aldrei lögð sú kvöð á íslenska þjóð að landið eyði hlutfallslegum yf- irburðum sínum í raforkufram- leiðslu til að tryggja afkomu ann- arra þjóða. Það er og verður hlutverk Alþing- is að tryggja slíkt. Sú skoðun sem kom fram hjá landsbankastjóra fyr- ir áratugum „að það ætti alls ekki að virkja meira, það ætti aðeins að hækka verð á rafmagni, því þá myndi fólk nota minna af rafmagni“ er ekki innihald nokkurs „orku- pakka“. Kvenhylli og lýðhylli Það er hægt að eyða orku í tal með rangfærslum og útúrsnún- ingum í þingsal Alþingis til viðbótar við tal um kvenhylli á Klaustri. Það er tilraun til lýðhylli. Það hefur allt eðli „falsfrétta“. Kvenhyllin er fals- frétt. Afsal fullveldis er falsfrétt og krafa um sæstreng er falsfrétt. Lýð- hylli er fallvölt. Skáldið sagði: „Maður sem segir hvað hann hugsar er hlægilegur; að minsta kosti í augum kvenmanns.“ Það á enn við. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Í stuttu máli má segja orkustefnu EES byggjast á sjálf- bærni, samkeppni, neyt- endavernd og að hvert ríki tryggi eigið orku- öryggi. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. (Kjarn) orka og (kven) (lýð) hylli Það hefur gengið ýmislegt á síðustu dagana í málefnum Félags eldri borgara í Reykjavík og fjöl- miðlar hafa verið duglegir að hringja og birta fréttir af stöðunni sem snýr að sölu íbúða í Ásgarði og verði þeirra, til kaupenda. Hér er um að ræða íbúðir sem verktakar Mótex hafa byggt fyrir FEB. Mál- ið snýst um það að búið var að verðsetja íbúðirnar og tilkynna hverjir valdir voru til kaupa. Byggingarnefnd FEB gaf út verð- ið og við í stjórninni vissum ekki betur en að þær tölur væru bundnar við kostnað bygginganna. Sem ekki reyndist nægilegt þegar upp var staðið. Það vantaði fjögur hundruð milljónir króna til að endar næðu saman. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Félag eldri borgara hefur tekið að sér að sækjast eftir lóðum til að koma til móts við eldri borgara og selja þeim á kostnaðarverði, sem oftast er mun lægra en mark- aðsverð. Með öðrum orðum hefur það aldrei vakað fyrir okkur að græða á byggingum, heldur hitt að þjóna kröfum og þörfum eldri borgara til að minnka við sig húsnæði og eignast ódýrari og minni íbúðir þegar aldurinn lengist. Hér er ekki um það að ræða að félag- ið eða einhverjir ein- staklingar séu að selja til að græða. Hér hefur enginn misnotað stöðu sína, hér hefur enginn brotið lög, hér hefur engin svikamylla eða misnotkun átt sér stað, heldur að útreikningar á kostnaði reyndust hærri en upp var gefið þegar íbúð- irnar áttu að afhendast. Félag eldri borgara neyddist til að hækka íbúðarverðið til að geta greitt reikninga frá verktökum húsanna. Um það snýst málið. Í félagi eldri borgara í Reykja- vík eru skráðir rúmlega tólf þús- und meðlimir. Félagið hefur staðið fyrir margvíslegu starfi og skemmtun. Utanferðum, innan- landsferðalögum, námskeiðum, brids, söng, dans og samba, nám- skeiðum og sagnfræði og mörgu fleira. Þar er líka starf í þágu líf- eyris og eftirlauna eldri borgara og hvergi gefið eftir. Þjónusta og uppákomur gagnvart eldri borg- urum er líka og kannski stærsta viðfangsefni félagsins. Starfsemi FEB er og hefur alla tíð og ekki síst, nú síðustu árin, verið mik- ilvæg og eftirsótt hjá eldri borg- urum á höfðuðborgarsvæðinu og gegnir þar hlutverki sem skiptir máli fyrir meðlimi og aldraða og býður upp á áhyggjulausara ævi- kvöld. Viðleitni mín og okkar allra (án launa) sem tekið hafa að sér að sinna málefnum eldri borgara er sú að skilja kvartanir og kröfur þess fólks sem hefur sóst eftir og fengið íbúðir í Ásgarði. Við erum að leita að niðurstöðum sem hjálpa bæði þeim og okkur til að endar nái saman. Við erum jafn miður okkar og fólkið sem hefur fengið réttinn til að kaupa. Ég bendi á síðasta útspil okkar, þar sem lögð er fram tillaga um sætt- ir. Málefni eldri borgara – og ástand Eftir Ellert B. Schram »Hér er ekki um það að ræða að félagið eða einhverjir séu að selja til að græða heldur reyndust útreikningar á kostnaði hærri en upp var gefið þegar íbúð- irnar áttu að afhendast. Ellert B. Schram Höfundur er formaður FEB. Sumarkvöld Nýi vitinn við Sæbraut í Reykjavík, sem er mjög í anda þeirra gömlu sem finna má við hafnarmynnið, er vinsæll áningarstaður ferðamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.