Morgunblaðið - 16.08.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Fyrir ökuskírteinið,
passann, ferilskrána o.fl.
Góð passamynd
skiptir máli
Engar tímapantanir
Skjót
og hröð
þjónusta
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Tvö stór skemmtiferðaskip, Mein
Schiff 4 og MSC Orchestra, voru í
höfn á Akureyri í gær og á mánu-
daginn var kom þangað skipið
Nieuw Statendam í fyrsta sinn. Um
borð í þessum þremur skipum voru
samtals hátt í ellefu þúsund manns,
farþegar og áhafnir.
„Það má alveg reikna með að
þessi þrjú skip hafi skilað samanlagt
um 180 milljónum króna í norð-
lenska hagkerfið og skapað fjölda
manns vinnu,“ sagði Pétur Ólafsson,
hafnarstjóri á Akureyri og formaður
Cruise Iceland. Það eru samtök
þeirra sem taka á móti skemmti-
ferðaskipum hér á landi.
Skildu eftir 16 milljarða
Pétur sagði að skemmti-
ferðaskipin sköpuðu vinnu hjá hafn-
arstarfsmönnum, umboðsmönnum
skipanna, leigubílstjórum, toll-
vörðum, öryggisvörðum, rútubíl-
stjórum og leiðsögumönnum, starfs-
mönnum bílaleigna auk þeirra sem
vinna í verslun og ferðaþjónustu.
Hann sagði að í fyrra hefðu
skemmtiferðaskipin skilið eftir hér
rúmlega 16 milljarða, að öllum áhrif-
um meðtöldum, og 900 heilsársstörf.
„Það er aðeins aukning á þessu ári
og má reikna með að það komi ívið
meira á þessu ári,“ sagði Pétur.
Nokkuð hefur verið rætt um
mengun frá skemmtiferðaskipum.
Pétur sagði að vélknúin farartæki,
hvort sem eru flugvélar, skip eða
bílar menguðu. Hann taldi eðlilegt
að opinberir aðilar sinntu meng-
unarmælingum og mældu hlutlægt
áhrif allra ferðamáta. „Siglingar
skemmtiferðaskipa eru um 0,8% af
öllum siglingum um heimsins höf.
Aðeins 4-5% ferðamanna sem koma
til landsins koma með skemmti-
ferðaskipum. Hinir koma með ferj-
unni Smyrli og langflestir með flugi.
Það er mikilvægt að skoða meng-
andi áhrif allra ferðalaga,“ sagði
Pétur.
Hann sagði að komur skemmti-
ferðaskipa og ferðamannanna sem
þau flytja væru mikil lyftistöng fyrir
hafnir úti á landi. Akureyri yrði t.d.
mun líflausari á sumrin ef skemmti-
ferðaskipanna nyti ekki við. „Sum
skemmtiferðaskipin koma við í 7-9
höfnum. Samtals eru 16-17 hafnir
sem fá skemmtiferðaskip í sumar.
Æ fleiri hafnir sýna áhuga á að
sinna þessum ferðamáta. Þetta eyk-
ur líf í sveitarfélögunum,“ sagði Pét-
ur.
Skipin styrkja atvinnulífið úti á landi
Komur skemmtiferðaskipa skildu eftir um 16 milljarða í fyrra Sköpuðu um 900 heilsársstörf
Norðlenska hagkerfið fékk um 180 milljóna króna innspýtingu í þessari viku þegar þrjú skip komu
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Akureyri Tvö skemmtiferðaskip voru í höfn í gær. Þau skapa fjölda fólks vinnu og stækka norðlenska hagkerfið.
Anne Mette Dale, lögmaður lögregl-
unar í Stavangri í Noregi, segir að
Íslendingurinn, sem handtekinn var
eftir að hann reyndi að brjóta sér
leið inn í flugstjórnarklefa farþega-
þotu Wizz Air hafi verið látinn laus
úr haldi í gærkvöldi. Dale segir
manninn hafa verið samvinnuþýðan
við yfirheyrslu sem fram fór yfir
honum í gærkvöldi en hann mundi í
henni ekki eftir því sem gerðist í
flugvél Wizz Air. Með samtölum við
fjölda vitna hafi verið hægt að varpa
ljósi á atburðarásina sem sé nokkuð
skýr. Dale segir að allt bendi til
þess að hegðun mannsins megi
rekja til veikinda og hann verði að
öllum líkindum ekki ákærður. Mað-
urinn sem er á sjötugsaldri þarf að
mæta til yfirheyrslu á morgun en að
henni lokinni er honum frjálst að
halda för sinni áfram en maðurinn
var á leið til Íslands frá Búdapest.
Rólegur við handtöku
Að sögn Dale var maðurinn róleg-
ur þegar hann var handtekinn við
komuna á Sola flugvellinum í Stav-
angri í gærmorgun en flugvél Wizz
Air þurfti að lenda á Sola-flugvell-
inum. Fjölmiðillinn Stavanger Aft-
enblad greindi frá því að vélinni
hefði verið snúið við yfir Norðursjó.
Var bæði lögregla og slökkvilið kall-
að út og beið liðið komu vélarinnar.
Lögreglan í Stavangri sagði í gær
að ekkert benti til þess að maðurinn
hefði haft nokkurn ásetning um að
ræna flugvélinni. Íslendingurinn
hefði virst undir áhrifum og borið
því við að hann hefði innbyrt bæði
lyf og áfengi. Maðurinn gekkst und-
ir læknisskoðun í kjölfar handtök-
unnar.
Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðla-
fulltrúi utanríkisráðuneytisins,
sagði að mál Íslendingsins hefði
komið inn á borð borgaraþjónustu
utanríkisráðuneytisins í gær og var
honum veitt hefðbundin aðstoð.
Í samtali við mbl.is í gærdag
sagði Victoria Hillveg, aðgerðastjóri
lögreglunnar í Stavangri, að mál Ís-
lendingsins væri meðhöndlað sem
mál óhlýðins borgara sem yfirbug-
aður hefði verið í flugvél.
Fram kom á mbl.is að viðurlög við
slíku í Noregi geti verið allt að sex
mánaða fangelsi, fjársekt eða hvort
tveggja.
Íslenskur flugdólgur tekinn
Sat í haldi lögreglunnar í Stavangri í Noregi vegna óláta í
flugvél Reyndi að komast inn í flugstjórnarklefa vélarinnar
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Framkvæmdastjórum verður fækk-
að um nær helming og sviðsskrif-
stofum úr níu í tvær til þrjár til
þess að ná samlegð,“ sagði Páll
Matthíasson, forstjóri Landspítal-
ans, í samtali við mbl.is í gærkvöldi
um þær skiplagsbreytingar sem
kynntar voru eftir fund stjórnenda
spítalans og fulltrúa heilbrigðis-
ráðuneytisins sama kvöld.
Páll segir skipulagsbreytingarnar
vissulega gerðar í skugga rekstr-
arhalla Landspítalans, en þær séu
þó ekki gerðar vegna hans. Skipu-
lagsbreytingar muni hins vegar
hjálpa til með rekstur.
Meðal breytinga er að byggður
verður kjarni í kringum tvo mik-
ilvæga sjúkdómaflokka, hjarta- og
æðasjúkdóma og krabbamein. Upp-
bygging kjarnans verður í sam-
ræmi við heilbrigðisstefnu en fimm
ár eru þar til meðferðarkjarni spít-
alans verður tek-
inn í notkun og
það þarfnast
undirbúnings.
Páll segir að
með breytingun-
um sé verið að
efla klíníska
þjónustu. Með
breytingum á
skipulagi og
vinnufyrirkomu-
lagi sé hægt að draga úr sóun og
spara fjármuni.
Aukin afköst auka tekjur
Forstjóri Landspítalans gat ekki
svarað því hvort von væri á frekari
fækkun stöðugilda á Landspítala
þegar hann var inntur eftir því í
gærkvöldi. Þá gat hann heldur ekki
svarað hvernig rekstrarhalli Land-
spítala yrði leystur, en viðræður
standa yfir við stjórnvöld um ýmsa
þætti því tengda.
Páll segir að í hálfsársuppgjöri
Landspítalans þurfi m.a. að telja
ýmsa bókhaldsþætti til halla sem
muni skila sér til baka síðar á
árinu. Þar að auki sé hluti fjár-
mögnunar spítalans breytilegur og
tengdur afköstum. Búast megi við
að vegna aukinna afkasta fái spít-
alinn meira fé að hluta til.
Markmið skipulagsbreytinganna
og forgangsatriði er að sögn Páls
að verja þjónustustig spítalans. Það
komi í ljós síðar með hvaða hætti
reynt verði að hagræða á Landspít-
alanum.
Páll segir aðspurður hvort grípa
hefði þurft til aðgerða strax að
loknu þriggja mánaða uppgjöri, að
þegar hafi verið gripið til ýmissa
aðgerða, stigið á bremsuna og að
verkefni sem voru í bígerð hafi ver-
ið stöðvuð. Á þessu stigi liggi ekki
alveg ljóst fyrir hvaða áhrif aðgerð-
irnar hafi. Páll segir markmiðið að
rekstur spítalans verði sjálfbær en
hvort það takist á þessu ári þori
hann ekki að spá um.
Framkvæmdastjórum fækkað
Tvær til þrjár sviðsskrifstofur í stað níu og helmingi færri framkvæmdastjórar á
Landspítalanum Skipulagsbreytingar til þess að verja þjónustustig spítalans
Morgunblaðið/Golli
Spítali Skipulagsbreytingar í gangi
Páll
Matthíasson
,,Fundurinn var
fámennari en við
hefðum viljað.
Fundur ráðherra
Sjálfstæðis-
flokksins á sama
tíma í Fjarða-
byggð og fundur
Sigurðar Ingi Jó-
hannssonar, sam-
göngu- og sveit-
arstjórnarráðherra með sveitar-
stjórnarfólki á Austurlandi skýrir að
einhverju leyti dræma fundarsókn,“
segir Snorri Styrkársson, sem stýrði
fundi í forföllum Smára Geirssonar á
þriðja fundi af fjórum í hringferð
Más Guðmundssonar seðlabanka-
stjóra. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins voru fundargestir um 10
talsins. Hafa nú alls tæplega 50
manns sótt þrjá fundi, en fundaröð
Más lýkur í Árborg á mánudag.
Tíu sátu
seinasta
fund Más
Ferð lýkur senn
Már
Guðmundsson