Morgunblaðið - 16.08.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.08.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 Túrbínur í flestar gerðir bíla Ódýrari kostur í varahlutum! TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Laufey Sigríður Karlsdóttir fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær ásamt vin- um og ættingjum. Afmælið var hald- ið á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík þar sem Laufey hefur dvalið í fjögur ár. Hún klæðir sig og hefur fótaferð á hverjum degi. Laufey fæddist á Gamla-Hrauni, milli Stokkseyrar og Eyrarbakka, 15. ágúst 1919, dóttir Guðmundar Karls Guðmundssonar, skipstjóra á Stokkseyri og Sesselju Jónsdóttur húsfreyju. Þau hjónin eignuðust níu börn og var Laufey í miðið. Hún er ein eftirlifandi af systkinahópnum. Laufey missti föður sinn tíu ára gömul og ólst upp frá því upp hjá Margréti móðursystur sinni og Guð- mundi Eggertssyni manni hennar í Hafnarfirði. Í Hafnarfirði lærði Laufey að synda hjá Hallsteini Hin- rikssyni sundkennara. Sundkennsl- an fór fram í sjónum. Laufey giftist Konráð Guðmunds- syni verkstjóra árið 1937. Konráð lést árið 2007, 92 ára gamall, og höfðu þau þá verið í hjónabandi í tæp 70 ár. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Reykjavík, lengi í Vogahverfi. Konráð byggði m.a. hús í Eikjuvogi. Þau fluttu í Holtagerði í Kópavogi um miðjan 7. áratug 20. aldar. Laufey átti heima þar í um 40 ár. Eftir að Konráð lést vildi Laufey komast aftur í Hafnarfjörð og keypti íbúð við Lækjargötu. Þar hélt hún heimili þar til fyrir fjórum árum. Laufey var lengi heilsuveil og að mestu heimavinnandi. Heimilið var stórt og gestkvæmt. Þangað voru allir velkomnir, alltaf boðið upp á nýbakað og bæði hjónin mjög gest- risin. Laufey var mikil hannyrðakona og prjónaði, saumaði og skapaði margt. Það lék allt í höndunum á henni. Á gamalsaldri fór hún að skera út í tré, mála á dúka og binda inn bækur. Stundum vann Laufey utan heimilis aðallega í fiskvinnslu. Hún hugsaði alltaf vel um heilsuna, passaði mataræðið og var dugleg að ganga og synda og snerti hvorki tób- ak né áfengi. Laufey og Konráð eignuðust tvö börn og þrjú fósturbörn sem heita Auður Anna Konráðsdóttir (f. 1940, d. 2019), Heimir Konráðsson (f. 1946), Sigrún Halldóra Gunn- arsdóttir (f. 1951), Áslaug Kolbrún Jónsdóttir (f. 1952) og Kolbrún Karlsdóttir (f. 1959). Barnabörnin eru tólf, barnabarnabörnin 26 og barnabarnabarnabörnin eru tvö. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 100 ára Laufey hélt upp á aldarafmælið í gær umkringd ættingjum og vinum. Hún dvelur nú á Grund í Reykjavík. Lærði að synda meðan kennt var í sjónum  Laufey Sigríður varð 100 ára í gær Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings hf., segir lánveitingu bankans til aflandsfélagsins Lindsor Holding og kaup þess á skuldabréfum útgefnum af bankanum árið 2008 ekki hafa skapað fjártjón fyrir bankann. „Við kaup á eigin skuldabréfum var Kaup- þing að endurgreiða aðilum sem lánað höfðu bankanum fjármuni. Við kaupin lækkuðu skuld- ir bankans og því getur ekkert fjártjón orðið við slíka ráðstöfun,“ segir Hreiðar Már í yfirlýs- ingu vegna umfjöllunar Morgunblaðsins í gær um aflandsfélagið Lindsor Holding. Þegar Lindsor-málið var til rannsóknar á Íslandi taldi embætti sérstaks saksóknara m.a. að með lán- veitingunni væri bankinn settur í verulega hættu. Neyðarlánið fór ekki til Lindsor „Það er mikilvægt að það komi fram að engar greiðslur runnu til Kaupthing Luxembourg eða aflandsfélaga af þeim fjármunum sem Kaup- þing fékk að láni hjá Seðlabanka Íslands og hef- ur verið kallað neyðarlánið. Starfsmenn Kaup- þings gengu heiðarlega til starfa og gættu hagsmuna bankans í hvívetna eins og skýrsla Seðlabankans sem birt var nýlega endanlega staðfestir,“ segir Hreiðar Már. „Það er einnig mikilvægt að taka fram að Lindsor Holding, Otris S.A., Serradis Trust og Kaupthing banki í Lúxemborg voru öll að fullu í eigu Kaupþings banka hf. og þar með gat engum hagsmunum verið fórnað í innbyrðis viðskiptum félaganna þriggja,“ segir Hreiðar ennfremur. Spurður af hverju Otris S.A. var skráður eig- andi Lindsor segist Hreiðar ekki þekkja það og hann hafi ekki komið að þeirri ákvörðun. Samkvæmt gögnum frá Fjármáleftirlit- inu og embætti sérstaks sak- sóknara var tilgangur skuldabréfakaupanna að losa Kaupþing við skulda- bréf sem urðu nær verðlaus þremur dögum seinna þegar FME tók yfir bankann. Hreiðar segir það ekki rétt. „Kaupthing Lúxemborg keypti bréfin fyrir hönd Kaupþings banka hf. Það var aldrei markmiðið að Kaupthing Lúx- emborg myndi eiga þessi bréf heldur starfaði hann sem umboðsaðili Kaupþings banka hf.“ Hann segist þá ekkert hafa heyrt frá rann- sóknaryfirvöldum í Lúxemborg frá árinu 2016, þegar skýrslutökur vorur boðaðar yfir starfs- mönnum og stjórnendum bankans hérlendis af rannsóknaryfirvöldum í Lúxemborg. Auðgunarásetning skorti Þegar Lindsor-málið var til rannsóknar á Ís- landi lágu stjórnendur og starfsmenn meðal annars undir grun um auðgunarbrot. Hreiðar segir að ekki hafi verið um neinn auðgunar- ásetning að ræða. „Í öllum þeim rannsóknum sem beinst hafa að starfsmönnum Kaupþings á undanförnum árum hefur aldrei leikið grunur á um að starfs- menn hafi ætlað auðgast eða einhverjir þeim nákomnir. Það sem liggur fyrir eftir allar þess- ar rannsóknir er að enginn af viðskiptavinum Kaupþings auðgaðist vegna þessara mála. Ef það var markmið starfsmanna og stjórnenda Kaupþings að auðgast þá mistókst það í öll skiptin.“ Segir ekkert fjártjón af Lindsor  Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings hf., svarar umfjöllun Morgunblaðsins um Lindsor  Segir starfsmenn Kaupþings hafa gengið heiðarlega til starfa og gætt hagsmuna bankans Hreiðar Már Sigurðsson Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur í opin- bera heimsókn til Íslands þriðjudaginn 4. september. Frá þessu var greint á vef Hvíta hússins í fyrrakvöld. Þar kemur fram að Pence mun einnig heimsækja Bretland og Írland í ferð sinni. Á vef Hvíta hússins kemur fram að Pence muni í Ís- landsheimsókn sinni, sem aðeins stendur í einn dag, leggja áherslu á landfræðilegt mikilvægi Íslands á norð- urskautssvæðinu, aðgerðir NATO til að bregðast við auknum umsvifum Rússlands, sem og tækifæri Íslands og Bandaríkjanna til að auka sameiginleg viðskipta- og fjárfestingartækifæri. Búast má við að varaforsetinn hitti íslenska ráðamenn í heimsókn sinni. Þær upplýsingar fengust frá utanríkis- ráðuneytinu í gær að gert sé ráð fyrir því að hann fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Örn- ólfur Thorsson forsetaritari sagði í samtali við Morgun- blaðið að ekki lægi fyrir hvort Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, myndi hitta Pence við komu hans hingað. Hann gerði þó ráð fyrir að það myndi skýrast áður en langt um liði. Mikill áhugi á framkvæmdum suður með sjó Áhersla á málefni norðurskautsins og aukin umsvif Rússa þarf ekki að koma á óvart. Framkvæmdir á örygg- issvæðinu á Keflavíkurflugvelli hafa verið í undirbúningi. Nýlega voru boðin út viðhaldsverk upp á þrjá milljarða króna og fram undan eru tvöfalt stærri verkefni. Í byrjun vikunnar boðaði verkfræðistofnun bandaríska hersins í Evrópu í samvinnu við utanríkisráðuneytið og Landhelg- isgæsluna til kynningarfundar vegna fyrirhugaðra við- haldsverkefna upp á 6,2 milljarða króna á næsta ári. Mik- ill áhugi var á fundinum og alls mættu sextíu manns fyrri daginn af tveimur. Litlu færri voru seinni daginn. Aðeins máttu tveir mæta frá hverju fyrirtæki svo ljóst er að minnst þrjátíu fyrirtæki áttu þar fulltrúa. Jón B. Guðnason, yfirmaður varnartengdra verkefna hjá Landhelgisgæslunni, segir í samtali við Morgunblað- ið að kynningarfundurinn hafi gengið vel. „Það er fagn- aðarefni að svo margir hafi sýnt þessu áhuga og þessi fjöldi kom mér svolítið á óvart. Við fögnum því auðvitað ef íslensk fyrirtæki fá eitthvað af þessum verkefnum,“ segir Jón. hdm@mbl.is Varaforseti Bandaríkj- anna heimsækir Ísland  Mike Pence ítrekar mikilvægi Íslands á fundum hér AFP Gestur Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sækir Ísland heim í byrjun næsta mánaðar á leið til Bretlands. Árleg Hólahátíð fer fram í Skagafirði um helgina. Dagskráin hefst á morg- un kl. 9 með helgistund í Grafarkirkju á Höfðaströnd og að henni lokinni verður pílagrímaganga að Hólum í Hjaltadal. Málþing fer fram síðdegis á laugardag í Háskólanum á Hólum um áhrif mennta- og menningarsetra í dreifbýlinu. Hátíðarmessa verður í Hóladómkirkju á sunnudag kl. 14 og veislukaffi að því loknu. Kl. 16 hefst svo athöfn í kirkjunni og Hólaræðuna að þessu sinni flytur Sigrún Magnúsdóttir, þjóðfræðingur og fv. ráðherra og borgarfulltrúi. Sigrún á Hólahátíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.