Morgunblaðið - 16.08.2019, Side 7

Morgunblaðið - 16.08.2019, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Magnús Geir Þórðarson útvarps- stjóri segir það koma vel til greina að hið opinbera komi að mælingum á hlustun og áhorfi ljósvakamiðla. Tilefnið er gagnrýni Arnþrúðar Karlsdóttur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu, í Morgunblaðinu í gær. Telur hún að RÚV leggi með þátttöku í mælingunum fram samkeppnis- hindranir. „Hér á Íslandi, eins og í öllum nágranna- löndum okkar, hafa fjölmiðlar um árabil tekið sig saman um fjöl- miðlamælingar. Það er jákvætt fyrir almenning, stjórnvöld, at- vinnulífið og aug- lýsendur að hafa glögga mynd af því hvernig fjölmiðla- notkun er,“ segir Magnús Geir. Æskilegra að allir séu með „Fyrirkomulag rafrænna mælinga er með sambærilegum hætti og aðrar fjölmiðlakannanir hérlendis, hvort sem er á lestri prentmiðla eða net- miðla. Flestir stærri miðlar landsins taka þátt í þessum könnunum, þar á meðal RÚV. Best er að sá aðili sem framkvæmir kannanirnar og hefur frumkvæðið, Gallup, svari fyrir kostnað og aðgengi smærri miðla. Að sjálfsögðu væri æskilegast að allir innlendir miðlar væru inni í könn- uninni, líka þeir smærri. Mér þætti vel koma til greina að hið opinbera kæmi að fjármögnun mælinga og að- stoðaði þar með þátttöku hinna minni, eins og lagt var til í umfjöllun Morgunblaðsins.“ Tekjumöguleikar RÚV skertir – Sérðu fyrir þér óbreytta hlut- deild RÚV á auglýsingamarkaði? „Það hefur á síðustu árum nokkuð verið dregið úr möguleikum RÚV til tekjuöflunar í gegnum auglýsingar og kostun með lagasetningu og í framhaldinu túlkun fjölmiðlanefndar á lögunum. Við aðlögum okkur að sjálfsögðu að þeim breytingum. RÚV getur lítið sagt um það hvaða ákvarð- anir löggjafinn tekur í framtíðinni varðandi stöðu RÚV, þótt ég trúi því að áfram ríki sátt um mikilvægi þess að hér sé rekinn öflugur almanna- þjónustumiðill með áherslu á íslenskt efni, upplýsandi umræðu, menningu og þjónustu við börn. Hins vegar er auglýsingamarkaðurinn síbreyti- legur, auglýsingatekjur RÚV hafa minnkað allnokkuð undanfarið og mér finnst líklegt að sú þróun haldi áfram. Reyndar er líklegt að hlut- deild allra innlendra miðla minnki í mikilli alþjóðlegri samkeppni.“ Byggt á ákvörðun Alþingis – Er eðlilegt að RÚV, sem fær opinber framlög, sé svo fyrir- ferðarmikið á auglýsingamarkaði? „RÚV starfar í þágu almennings og í áratugi hefur það verið ákvörðun Alþingis að fjármagna RÚV með blandaðri leið í gegnum útvarpsgjald og sölu auglýsinga. Slíkt er jafnframt algengasta fjármögnunarfyrirkomu- lag almannaþjónustumiðla í Evrópu. Stjórn RÚV og stjórnendur hafa ekki haft sérstaka skoðun á hvaða leið sé farin við fjármögnun RÚV en bent á að til að halda úti áþekkri þjónustu megi heildartekjur ekki minnka. Ég tel að það sé mikilvægt fyrir ís- lenskan almenning, menningu og tungu að hér sé öflug almannaþjón- usta við hlið fjölbreyttrar flóru einka- rekinna miðla. Þetta er sérstaklega mikilvægt nú þegar erlendar efnis- veitur bjóða upp á mikið úrval afþrey- ingarefnis á erlendri tungu. Ef núverandi fjármögnunarleið verður endurskoðuð þarf að tryggja að RÚV geti áfram sinnt sínu mikil- væga hlutverki og þjónusta skerðist ekki, enda væri það í andstöðu við vilja almennings samkvæmt könn- unum. RÚV starfar eftir þeim lögum og reglum sem um stofnunina gilda. Alþingi ætlast til að RÚV afli um þriðjungs tekna sinna í gegnum aug- lýsingasölu og eftir því höfum við starfað. RÚV, eitt og sér, tekur engar ákvarðanir um breytingar á fyrir- komulagi fjármögnunar RÚV. Það er viðfangsefni löggjafans.“ – Eiga mögulegar breytingar á rekstrarumhverfi RÚV þátt í umsókn þinni um stöðu þjóðleikhússtjóra? „Umsókn mín um stöðu þjóðleik- hússtjóra grundvallast á einlægri ástríðu minni fyrir leikhúsinu, löngun til að snúa þangað aftur og trú minni á að ég hafi heilmargt fram að færa sem geti nýst Þjóðleikhúsinu og leik- húslífi í landinu. Ég hef nú gegnt stöðu útvarpsstjóra í á sjötta ár og er afskaplega stoltur af þeim árangri sem náðst hefur á þeim tíma, bæði á dagskrársviðinu og hvað rekstrar- árangur varðar. Ég sé ekki fyrir mér að miklar breytingar verði á stöðu RÚV á næstu misserum, fjármála- áætlun ríkisins gerir ráð fyrir stöðug- leika í fjármögnun og tekjuöflun RÚV, forsvarsmenn ríkisstjórnar- innar hafa ítrekað að þeir vilji ekki skerða þjónustu RÚV og kannanir staðfesta jákvæðara viðhorf almenn- ings til RÚV en mælst hefur um ára- bil. Ég sé því ekki annað en að staða RÚV sé sterk til framtíðar,“ segir Magnús Geir Þórðarson. Löggjafans að stýra auglýsingasölu RÚV  Útvarpsstjóri sér ekki fyrir sér breytingar á tekjuöflun Morgunblaðið/Eggert RÚV Tekjurnar voru 6,5 ma. 2017. Guðni Rafn Gunnarsson, sviðs- stjóri fjölmiðlarannsókna hjá Gall- up, segir öllum sjónvarps- og út- varpsstöðvum standa til boða að taka þátt í rafrænum ljósvakamæl- ingum. Tilefnið er gagnrýni Arnþrúðar Karlsdóttur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu, á mælingarnar í Morgun- blaðinu í gær. Telur hún þær fela í sér samkeppnishömlur fyrir smærri fyrirtæki á markaðnum. Til dæmis sé RÚV auglýst með ákveðna hlustun en látið eins og hinir sem ekki taka þátt í mæling- unni séu ekki til. „Viðbrögð okkar eru að ítreka að öllum standi til boða að taka þátt í mælingunni. Gallup er rannsóknar- fyrirtæki. Okkar hagur er að sem flestir séu með,“ sagði Guðni Rafn. Þess má geta að Morgunblaðið reyndi að ná tali af honum áður en umrædd umfjöllun birtist í gær. Fram kemur á vef Gallup að mælingarnar séu öllum opnar. Þá að því gefnu að koma megi fyrir PPM- merki í útsend- ingu stöðvar- innar með tækjabúnaði Gallup. PPM- mælingarnar séu unnar í samstarfi við alþjóðlegu rannsóknarfyrirtækin Kantar Media og Nielsen. Þessar aðferðir séu m.a. notaðar annars staðar á Norðurlöndunum. Tekið sé tillit til minni aðila hvað varðar kostnað. Verð fyrir grunnmælingu á þriggja mánaða prufutímabili sé 190 þús- und krónur. „Þegar hlutdeildarupplýsingar eru sýndar, hvort sem er um sjón- varpsáhorf eða útvarpshlustun að ræða, skal tekið fram að hlut- deildin eigi við um mælda miðla, ekki aðra,“ segir þar m.a. Öllum frjáls þátttaka MÆLINGAR GALLUP Á HLUSTUN Á ÚTVARPSSTÖÐVAR Guðni Rafn Gunnarsson Magnús Geir Þórðarson Á réttri leið Sunnudaginn 18. ágúst mun sjálfstæðisfólk um allt land koma saman á tuttugu stöðum á landinu og ganga saman í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins á þessu ári. Um að ræða fjölskyldugöngur sem hentar öllum aldursflokkum. Að jafnaði er gengið í hádeginu og á flestum stöðum endar gangan með samverustund, grilli eða kaffisopa. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Sauðárkrókur 12:00 frá heimavist FNV Aðaldalur (Geitafellshnjúkur) 12:00 frá Kísilveginum Akranes 12:00 frá Garðalundi Akureyri 12:00 í Kjarnaskógi Fljótsdalshérað (Fardagafoss) 10:00 frá bílastæðinu neðst á Fjarðarheiði Grenivík (Þengilshöfði) Kl. 12:00 frá Kjarna Grindavík 12:00 frá Víkurbraut 25 Hafnarfjörður 12:00 við Norðurbakka Hella 12:00 við Stracta hótel Hvanneyri 12:00 Hveragerði 12:00 í Lystigarðinum Höfn 11:00 við Sjálfstæðishúsið Ísafjörður 12:00 í Tungudal Kirkjubæjarklaustur 12:00 við Kirkjubæjarskóla Mývatnssveit (Hverfjall) 12:00 við bíla- stæðið við Hverfjall Reykjanesbær 12:00 Duus-hús Vestmannaeyjar 12:00 við Ásgarð Stykkishólmur 11:00 við Eldfjallasafnið Selfoss 12:00 frá Austurvegi 6 Reykjavík 12:00 frá Rafstöðvarheimilinu í Elliðaárdal Komdu út að ganga á sunnudag!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.