Morgunblaðið - 16.08.2019, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 16.08.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar var þá stödd hér við loftrýmisgæslu. Flugumferð um Keflavík- urflugvöll hefur aukist umtalsvert undanfarin ár sem kunnugt er, en helstu álagstímarnir eru snemma á morgnana og í eftirmiðdaginn. „Yf- irleitt gengur þetta upp þannig við getum forðast þá „glugga“ þegar al- þjóðleg flugumferð er mikil,“ segir Collins, en Bandaríkjamennirnir hafa stillt flugtök sín þannig af, að umferð um flugvöllinn truflist sem minnst. „Þegar tafir hafa orðið hjá okkur og við nálgumst þessa glugga, þá hafa flugumferðaryfirvöld verið mjög hjálpleg við að hjálpa okkur að komast á loft,“ segir Collins. Eitt höfuðatriða verkefnisins er að landsmenn verði fyrir sem minnstu ónæði vegna loftrýmisgæslunnar, að sögn Collins. Því snúi aðalflugbraut flugsveitarinnar þannig að aldrei sé tekið á loft yfir þéttbýlið á Suður- nesjum. „Við erum meðvituð um að hávaðinn er vandamál. Þrýstikraft- urinn er um 30 þúsund pund, þannig það myndast talsverður hávaði,“ segir Collins. Þá notast Bandaríkja- menn við aðferðir sem þróaðar voru af Norðmönnum til þess að minnka hávaða við flugtök. „Leiðin sem við notum í klifri er sú hljóðlátasta sem til er,“ segir hann. Þurfa að geta flogið langt Orrustuþota númer 402 stóð ein í miðju skýlinu þegar Moggamenn mættu þangað, en fljótlega bar flug- manninn að sem hóf að undirbúa hana fyrir flugtak. Ber sá kallmerkið „Notch“. „Í dag mun hann taka á loft með vængmanni og æfa samhæfingu við stjórnstöðina,“ segir Collins, en þot- ur flugsveitarinnar taka á loft á hverjum degi. „Það er með þotur eins og marga aðra hluti, það þarf að nota þær,“ segir Collins sem sjálfur er flugmaður og flaug sömu þotu, númer 402, yfir Íslandi ekki fyrir alls löngu. Næstráðandi hans, Aber- nathy, er aftur á móti ekki flug- maður. „Ég fæ ekki að fljúga svona þotum, en ég naut þeirra forréttinda heima fyrir að fá að sitja í einni tveggja sæta F-16. Í flughernum er reynt að koma sem flestum, flug- virkjum og öðrum á jörðu niðri, í aft- ursætið til að upplifa hvernig flug- ferðin er,“ segir Abernathy, en þetta er um leið eins konar umbun fyrir vel unnin störf að þeirra sögn. Sveitin tekur tveggja sæta þotur að jafnaði með í verkefni sín, en þó ekki til Íslands. Hönnun þeirra gerir að verkum að hluti eldsneytistanks- ins þarf að víkja fyrir aftursætinu og því henta slíkar þotur illa hér við land enda getur oft þurft að fljúga langar vegalengdir frá Keflavík. Megi líkja við Formúlu 1 „Í hvert skipti sem flugmennirnir fara upp í þotuna gera þeir það sama, ganga kringum hana og snerta, yfirfara ákveðna mikilvæga þætti. Yfirleitt er þetta fljótgert,“ segir Abernathy, en fleiri koma að undirbúningi fyrir flugtak. Fljótlega bar að flugvirkja og aðra sem hófu að huga að vélinni. Collins segir þá hafa unnið þrekvirki hér á Íslandi. „Þot- urnar eru í stöðugri notkun og flug- virkjarnir halda þeim betur við en ég hef nokkurn tímann séð í flug- hernum,“ segir hann. Þeir félagar lýsa því að hlutfall flota flughersins sem sé reiðubúinn hverju sinni, sé 84%. „Hér erum við í 100% og það er til- komumikið í ljósi þess að lágmarks- hlutfall flughersins er 80%,“ segir hann. „Það er mikil vinna að halda nokkuð eldri þotum í góðu ásigkomu- lagi og að halda þotum frá tíunda áratugnum í 100% standi er ótrúlega erfitt. Flugvirkjarnir eru fagmenn og sinna sínu starfi vel. Þess vegna er hlutfallið 100%,“ segir Collins. „Hér vinna allir að því, alla daga og allar nætur, að allt sé tilbúið. Þetta er aðeins stutt skoðun, til ör- yggis,“ segir Abernathy, en verka- skiptingin er skýr og klár. Þeir segja að ef meira lægi við en æfing væri þó tilkomumeira að fylgjast með. „Nú er undirbúningurinn brotinn niður í fasa, en ef meira lægi við þá myndu allir sinna sínu í einu,“ segir Aber- nathy. Collins bætir því við að í sam- hengi fluggeirans megi þá líkja hrað- anum við þjónustustopp í Formúlu 1. „Síðan við komum hingað höfum við verið tilbúin 24 tíma á sólarhring, alla daga vikunnar, bæði flug- virkjar, flugmenn og aðrir, tilbúin að bregðast við með sekúndna fyr- irvara,“ segir Abernathy, en við- bragðstíminn mun vera sá sami að degi og að næturlagi. „Jafnvel þó við höfum þotur í lofti, þá höfum við líka fleiri til taks, tilbúnar á jörðu niðri ef þörf er á. Við viljum vera tveimur skrefum á undan,“ segir Abernathy. Suðurströndin í uppáhaldi Collins segir Ísland hafa heillað flugmenn flugsveitarinnar og að mikil spurn hafi verið eftir því í hópnum öllum að koma hingað. „Hvað loftrýmisgæsluna varðar, þá er eiginlega ekki hægt að biðja um betri stað. Hér er náttúrufegurðin alltumlykjandi. Ég hef aldrei flogið yfir neitt þessu líkt,“ segir hann. „Þegar manni gefst tækifæri til að fljúga yfir eitthvað jafn fallegt og Ísland og æfingin er ekki umfangs- mikil, þá er freistandi að skoða með eigin augum hve fallegt Ísland er,“ segir hann. Spurður hvort eitthvert svæði sé í uppáhaldi hjá flugmönnunum segir hann eftirlætis leið þeirra liggja um Suðurströndina frá Reynisfjöru. „Þar sérðu jökla, fjöll og fossa. Þetta er gullfallegt,“ segir Collins. „Við erum samt sem draugar þarna og fljúgum ekki nærri ströndinni, þannig að fólk sér okkur ekki. En þetta er uppáhalds leiðin okkar, alla leiðina meðfram ströndinni og áleið- is til Keflavíkur,“ segir hann. „Hún er fullkomin.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugtak Það var sjónarspil þegar orrustuþoturnar hófu sig til flugs, slíkar voru drunurnar og krafturinn. Tillitssemi er þó einna efst í huga flugsveitarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.