Morgunblaðið - 16.08.2019, Page 12

Morgunblaðið - 16.08.2019, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti - Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Stefán E. Stefánsson Aron Þórður Albertsson Augu fjárfesta um heim allan eru á helstu hlutabréfamörkuðum þar sem talsverðs taugatitrings gætir um þessar mundir. Virðast fjárfestar í auknum mæli telja hættu á sam- drætti í heimshagkerfinu. Þannig litu hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjun- um illa út skömmu eftir opnun í gær. Þeir réttu hins vegar úr kútnum þeg- ar nýjar tölur voru birtar um einka- neyslu þar í landi sem gáfu til kynna að enn væri þróttur í hagkerfinu. Þá gladdi það fjárfesta þegar netversl- anarisinn Alibaba kynnti uppgjör sitt fyrir fyrri árshelming sem sýndi að sala fyrirtækisins jókst um 42% milli ára og fór fram úr væntingum sem gerðu ráð fyrir minni vexti í ljósi við- skiptastríðs Bandaríkjanna og Kína. Enn meiri titrings gætti í Kaup- höllum víðsvegar í Evrópu þar sem vextir hafa lækkað. Er það til marks um erfiða stöðu á fjármálamörkuðum að hinn danski Jyske Bank býður nú viðskiptavinum sínum húsnæðislán á -0,5% föstum vöxtum til 10 ára. Þá greindi Wall Street Journal frá því í gær og hafði eftir heimildarmönnum innan Evrópska seðlabankans (ECB) að í september myndi stofnunin kynna afar umfangsmiklar örvunar- aðgerðir sem koma mundu til viðbót- ar við sögulega lága stýrivexti og gríðarlega innspýtingu í formi svo- kallaðrar magnbundinnar íhlutunar. Sigurður Rúnar Ólafsson, sérfræð- ingur markaðsviðskipta hjá Íslensk- um verðbréfum segir að titring í heimshagkerfinu megi ekki síst rekja til deilna Bandaríkjamanna og Kín- verja á undanförnum misserum. „Þess utan er Brexit yfirvofandi, stjórnmálakrísa á Ítalíu, aukin harka í Hong Kong auk ýmiss annars. Það er margt sem telur í þessu og jafnvel margt sem getur verið uppsafnað,“ segir Sigurður Rúnar. Hann bendir einnig á að miklar stýrivaxtalækkanir ECB hafi að ein- hverju leyti mislukkast. Þeim hafi verið ætlað að hvetja fólk til fjárfest- inga. „Neikvæðir vextir fá fólk yfir- leitt til þess að skríða inn í skelina frekar en að fjárfesta,“ segir hann. Aukinn titringur á markaðnum í Bandaríkjunum hefur hins vegar aukið líkurnar á því að Donald Trump færist nær því að semja frið í deilunum við Kína. Þannig bendir Bloomberg á að í kjölfar þess að hlutabréfavísitölur tóku að snúast niður á við hafi tístum forsetans fjölg- að þar sem hann fór fögrum orðum um Xi Jinping, forseta Kína. Hafi hann kallað hann „góðan mann“ og „mikinn leiðtoga.“ Eru ummæli for- setans talin til marks um að hann vilji rétta sáttahönd til mótherja sinna í Asíu í því skyni að róa markaðina heima. Afkomuviðvörun setur strik í reikninginn Ljóst var frá opnun markaða hér heima í gærmorgun að fjárfestar voru ekki jákvæðir á horfurnar fram- undan. Það var hins vegar laust upp úr klukkan þrjú síðdegis sem Reitir, stærsta fasteignafélagið í Kauphöll Íslands, sendi frá sér afkomuviðvör- un þar sem spá félagsins um rekstr- arhagnað fyrir matsbreytingar var færð niður um 300-450 milljónir króna fyrir árið. Segir félagið breytt- ar horfur skýrast af fækkun ferða- manna og þyngri rekstrarhorfum „í mörgum atvinnugreinum“eins og það var orðað. Hrökk markaðurinn allur við þeg- ar tíðindin bárust og lækkuðu bréf allra félaga í Kauphöllinni snarpt að bréfum Sýnar undanskildum en eng- in viðskipti voru með bréf félagsins í gær. Mest lækkuðu Reitir eða um tæp 5%. Fast á hæla félagsins kom Reg- inn sem lækkaði um 4,7% og þá lækk- aði Eik um 3,6%. Icelandair Group tók einnig á sig högg og lækkaði um 4,8%. Þá lækkaði Marel, langstærsta félagið í Kauphöll, um tæp 3,5%. Titringur um heim allan  Fjárfestar óttast afturkipp í heimshagkerfinu  Íslenski hlutabréfamarkaður- inn tók dýfu í gær í kjölfar afkomuviðvörunar Reita  Trump ber klæði á vopnin Ávöxtun Fjárfestar óttast að hlutabréfamarkaðir gefi eftir á næstunni. AFP lagsins stóð í 31,5%. Í kynningu frá félaginu segir að aðsókn í Egilshöll, sem er ein af stærstu eignum félagsins, hafi hald- ið áfram að aukast. Þá sé umbreyt- ingarferli Smáralindar einnig lokið en hún er í eigu félagsins. Þá hefur félagið átt ríka aðkomu að Hafnar- torgi í miðborg Reykjavíkur. Þar hafa, í húsnæði Regins, opnað fyrir- tækin COS á Íslandi, Collections og GK Reykjavik. Þá verða á næstu vik- um opnaðar verslanir Franks Mic- helsen og Optical Studio. Í nágrenn- inu hefur einnig verið opnaður veitingastaður undir merkjum Joe and the Juice. Stjórnendur Regins telja að horfur í rekstri félagsins séu góðar. Hins vegar telja þeir líkur á að leigutekjur félagsins upp á 9.400 milljónir á árinu haldist ekki og að þær verði undir neðri mörkum áætl- unarinnar sem birt var í byrjun árs- ins. Ástæðan er sögð vera seinkun á opnun útleigurýma í Smáralind og í Hafnartorgi, fyrirsjáanlegar breyt- ingar í Höfðatorgi vegna stórra nýrra leigusamninga og breytinga á Suðurhrauni 3 vegna leigusamnings við Vegagerðina. ses@mbl.is Hagnaður fasteignafélagsins Regins eftir tekjuskatt nam 2,1 milljarði króna á fyrri árshelmingi, sam- anborið við tæpa 1,5 milljarða yfir sama tímabil í fyrra og jókst því um 42%. Rekstrarhagnaður fyrir mats- breytingu og afskriftir nam rúmum 3,2 milljörðum og jókst um 36% frá fyrra ári. Bókfært virði fjárfesting- areigna í lok tímabilsins nam rúm- um 136 milljörðum króna. Á tíma- bilinu voru fjárfestingareignirnar færðar upp um 2,2 milljarða og þá fjárfesti félagið fyrir rúma 2,8 millj- arða króna.Vaxtaberandi skuldir fé- lagsins námu 82,1 milljarði króna í lok júní og höfðu aukist um tæpa 1,6 milljarða króna. Eiginfjárhlutfall fé- Hagnaður Regins eykst til muna  Matsbreytingar fjárfestingareigna 2,2 milljarðar á fyrri árshelmingi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Uppbygging Reginn er með mikið undir á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur. 16. ágúst 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.37 123.95 123.66 Sterlingspund 149.15 149.87 149.51 Kanadadalur 93.05 93.59 93.32 Dönsk króna 18.48 18.588 18.534 Norsk króna 13.811 13.893 13.852 Sænsk króna 12.856 12.932 12.894 Svissn. franki 126.78 127.48 127.13 Japanskt jen 1.161 1.1678 1.1644 SDR 169.64 170.66 170.15 Evra 137.91 138.69 138.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.4564 Hrávöruverð Gull 1500.35 ($/únsa) Ál 1730.5 ($/tonn) LME Hráolía 61.07 ($/fatið) Brent 88,85% þeirra hluthafa sem sóttu hluthafa- fund HB Granda síðdegis í gær samþykktu kaup félagsins á sölu- félögum Útgerð- arfélags Reykja- víkur (sem áður hét Brim hf.), stærsta hluthafa HB Granda, í Japan, Hong Kong og á meginlandi Kína sem og þjónustufélagi á Íslandi sem teng- ist framangreindum félögum. Kaupin voru samþykkt með breytingatillögu sem Lífeyr- issjóður verslunarmanna hafði lagt fram fyrri part dags í gær sem kvað á um að kaupverðið væri skilyrðum um tiltekinn rekstrarárangur bundið. Áður hafði lífeyrissjóðurinn Gildi lýst því yfir að hann hygðist greiða atkvæði gegn kaupunum.Kaup- verðið er greitt með útgáfu nýrra hluta og nemur það 34,9 millj- ónum dollara, jafnvirði 4,3 millj- arða króna. Verði samanlögð EBITDA hinna keyptu félaga undir 8,3 milljónum dollara skal frávikið frá þeirri fjárhæð marg- faldað með stuðlinum 7,6 og sú fjárhæð kemur þá til lækkunar kaupverðs. Verður lækkunin greidd með endurgreiðslu kaup- verðs. Möguleg lækkun kaupverðs mun þó aldrei nema meira en 35% af upphaflegu kaupverði. Á hluthafafundinum var einnig tekin fyrir tillaga þess efnis að nafni HB Granda yrði breytt í Brim hf. Var sú tillaga samþykkt með 90,95% atkvæða þeirra hlut- hafa sem fundinn sóttu. ses@m- bl.is Hluthafar samþykktu kaupin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.