Morgunblaðið - 16.08.2019, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ekkert látvirðistætla að
verða á mótmæla-
öldunni miklu sem
hófst vegna um-
deilds framsals-
frumvarps í Hong
Kong í apríl síðastliðnum.
Mótmælendur hafa upp á síð-
kastið tekið yfir lestarstöðvar
og flugvöll borgarinnar, sem
aftur hefur kallað á hörð við-
brögð lögreglunnar við að
leysa mótmælin upp. Tilraunir
stjórnvalda í Hong Kong til að
róa mótmælendur hafa ekki
fengið hljómgrunn, en yfir-
lýsing Carrie Lam, héraðs-
stjóra Hong Kong, um að
framsalsfrumvarpinu um-
deilda yrði frestað nægði ekki
til.
Forsvarsmenn mótmæl-
anna hafa þess í stað krafist
þess að frumvarpið verði
dregið algjörlega til baka og
það ekki lagt fram á ný. Þá
eigi stjórnvöld að leysa úr
haldi alla þá sem handteknir
hafa verið vegna mótmælanna
og veita þeim sakaruppgjöf,
auk þess sem óháður aðili
verði fenginn til þess að rann-
saka ásakanir um lögreglu-
ofbeldi.
Einhverjir mótmælenda
krefjast þess einnig að allir
sem aldur hafi til fái kjörgengi
og kosningarétt til þings sem
og embættis héraðsstjórans.
Einungis örfáir njóta þess
réttar nú og er kerfið sér-
hannað til þess að kínversk
stjórnvöld í Peking fái fólk
sem þeim er þóknanlegt til
æðstu starfa í Hong Kong.
Enn aðrir hafa krafist þess að
Carrie Lam víki, þar sem hún
sé of undirgefin stjórnvöldum
í Kína.
Ólíklegt verður að teljast að
stjórnvöld í Hong Kong eða
kommúnistastjórnin í Peking
vilji verða við nokkrum af
þessum kröfum, þó ekki nema
vegna þess að með því yrði
sett slæmt fordæmi út frá
sjónarhóli stjórnvalda í Pek-
ing, sem leggja mikið upp úr
því að landsmenn stilli sig um
að mótmæla. Þetta á ekki síst
við nú þegar 70 ára afmæli
valdatöku kommúnistaflokks-
ins nálgast, en stjórnvöld hafa
að undanförnu beitt andófs-
menn í landinu aukinni hörku
til að tryggja fallega áferð há-
tíðahaldanna hinn 1. október
næstkomandi.
Tónninn frá kommúnista-
stjórninni hefur því farið sí-
harðnandi, og varaði Liu Xia-
oming, sendiherra Kínverja í
Bretlandi, við því í gær að mið-
stjórn kínverska
kommúnista-
flokksins myndi
ekki horfa aðgerð-
arlaus á ef ástand-
ið í Hong Kong
versnaði frekar.
Þá sögðu kínversk
stjórnvöld fyrr í vikunni að
þau litu á mótmælin sem
„næstum því hryðjuverk,“ auk
þess sem þau hafa safnað her-
liði saman með áberandi hætti
í næsta nágrenni Hong Kong.
En hvaða hvata hafa Kín-
verjar til þess að forðast það
að brjóta mótmælin niður með
hervaldi, líkt og gerðist fyrir
þrjátíu árum á Torgi hins him-
neska friðar? John Bolton,
þjóðaröryggisráðgjafi Banda-
ríkjanna, benti á það í vikunni,
að um 60% af allri erlendri
fjárfestingu í Kína færi í gegn-
um fjármálamiðstöðina Hong
Kong. Það væri meðal annars
vegna þess, að lagaumhverfið
þar byggði enn á merg gömlu
bresku nýlendunnar, og dóm-
stólar þar væru taldir sjálf-
stæðir í störfum sínum, ólíkt
því sem tíðkast á meginlandi
Kína.
Varaði Bolton við því að ef
tekið yrði á mótmælendum af
hörku myndu Kínverjar tefla
því orðspori í mikla hættu, auk
þess sem víst væri að stjórn-
völd í Bandaríkjunum myndu
ekki taka vel í slíkar aðgerðir.
Samskipti ríkjanna tveggja
eru að vísu nærri frostmarki
þessa stundina, en Trump
Bandaríkjaforseti bauð Xi
Jinping, forseta Kína, í vik-
unni til fundar til þess að finna
sanngjarna lausn á vanda-
málum Hong Kong, auk þess
sem hann setti málefni borg-
arinnar í samhengi við lausn á
tollastríði Bandaríkjanna og
Kína. Óvíst er hvort að Xi hafi
nokkurn hug á slíkum fundi,
en víst er að bandarísk stjórn-
völd fylgjast grannt með nið-
urstöðu mótmælanna, rétt
eins og önnur stjórnvöld og al-
menningur á Vesturlöndum.
Þrátt fyrir að augu um-
heimsins séu á Hong Kong og
Kína er ekki hægt að ganga út
frá því að það dugi til að halda
aftur af kínverskum stjórn-
völdum. Og reynslan sýnir að
þolinmæði þeirra fyrir and-
stæðum skoðunum er tak-
mörkuð en vilji til harðra að-
gerða ríkur telji þau sér
ógnað. Þá er fátt sem bendir
til þess að gulrót yrði veifað
framan í mótmælendur áður
en prikið yrði látið skella fast
niður og óvíst að frekari að-
varanir verði gefnar fari allt á
versta veg.
Mótmælum virðist
ekki ætla að linna af
sjálfsdáðum og
brúnin þyngist á
forystu kommúnista}
Stjórnvöld í Peking
herða að Hong Kong
B
orgarstjórinn í Reykjavík brást á
sínum tíma við með eftirminni-
legum hætti þegar kona ætlaði í
hungurverkfall vegna þess að
henni líkaði ekki afgreiðsla í lóða-
máli. „Maður skiptir sér ekki af því með hvaða
hætti fólk nærist í landinu. Það er ekki okkar
mál.“
Betur væri að stjórnvöld héldu sig almennt
við þessa skoðun borgarstjórans fyrrverandi.
Því miður telur vinstristjórnin sem nú ríkir sig
vita öðrum betur hvað þjóðinni er fyrir bestu að
snæða. Í stað þess að láta fólk sjálft um það
hvernig það nærist setur ríkisstjórnin reglur
um það hvað má borða og á hvaða verði. Sumir
sjálfstæðismenn eru að fara af hjörunum yfir
frumvarpi um neytendavernd í orkumálum en
eru pollrólegir yfir áformum félaga sinna um
skatt á kökur og gosdrykki.
Nýlega fór í gang sérkennileg umræða. Í ljós kemur að
til er nefnd um inn- og útflutning á landbúnaðarvörum. Ís-
lendingar þekktu á árum áður slíkar nefndir. Langt fram
yfir miðja síðustu öld voru nýir ávextir aðeins til fyrir
stórhátíðir. Gjaldeyrisnefnd sá til þess. Sá sem hafði feng-
ið gjaldeyrisleyfi hjá þeirri nefnd þurfti þá að sækja um
innflutningsleyfi og oftar en ekki var þess gætt að ein-
ungis annað leyfið gilti í einu.
Hér var rekin Viðtækjasala ríkisins, bifreiðaeinkasala,
raftækjaeinkasala og jafnvel einkasala á eldspýtum.
Þjónustan var léleg, verð hátt og gæðin lítil. Allt þetta
finnst okkur hlægilegt nú á dögum, rétt eins og að leyfi
hafi þurft fyrir innflutningi á stígvélum eða
einu pari af hlaupaskóm. Skömmtunarskrif-
stofa ríkisins réði skömmtunarstjóra sem gaf
út skriflegar heimildir til sölu á vörum sam-
kvæmt ákveðnum reglum.
Jónas Haralz, einn merkasti hagfræðingur
landsins, tók þátt í rekstri kerfisins. Hann
sagði: „Athygli sérfræðinganna beindist að því
að reka þetta kerfi á eins ábyrgan og hag-
kvæman hátt og tækifæri gáfust til, en ekki að
losna við kerfið.“
Vinstrimennirnir sem nú stýra þjóðarskút-
unni telja að aukin ríkisforsjá sé þjóðinni far-
sælust. Þeir gera atlögu að einkarekstri í heil-
brigðisþjónustu og telja rekstrarformið skipta
meira máli en góð þjónusta, hagstætt verð og
skjótur bati sjúklinganna. Báknið er best að
mati meirihlutans.
Hryggjamálið er angi af sama meiði. Vísað er til 3. mgr.
87. gr. búvörulaga nr. 99/1993, sem væntanlega fjallar um
hvenær megi flytja inn kjöt. Fyrrnefnd nefnd þarf að
kynna sér gögn að fenginni ábendingu um yfirvofandi
skort. Hver spekingurinn á fætur öðrum stormar fram á
sviðið og lýsir því yfir að fólki sé ekki vorkunn að borða
ekki hryggi í nokkrar vikur.
Það er bara ekki málið. Sunnudagshryggurinn er fáséð-
ur á mínu heimili en mér kemur það lítið við hvað aðrir
borða. Þarf virkilega nefnd sem ákveður hvað fólk má eitt
og sjálft? Á ríkið að skipta sér af mataræði þegnanna?
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Skömmtunarstjóri ríkisins snýr aftur
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Justin Trudeau naut mikillavinsælda fyrstu þrjú árin íembætti forsætisráðherraKanada en stuðningurinn við
hann hefur minnkað svo mikið á
fjórða árinu að líklegt þykir að flokk-
ur hans missi meirihluta sinn á
þinginu í kosningum 21. október.
Ástæðan er hneykslismál sem kom
upp í febrúar og hefur spillt ímynd
hans sem „gulldrengsins“ í kan-
adískum stjórnmálum.
Trudeau varð leiðtogi Frjáls-
lynda flokksins 2013 og leiddi hann til
mikils kosningasigurs tveimur árum
síðar þegar flokkurinn fékk 184 þing-
sæti af 338 með 39,5% greiddra at-
kvæða. Hann bætti við sig 148 sætum
og er það met í sögu þingkosninga í
landinu.
Fylgi flokksins tók að minnka í
febrúar síðastliðnum eftir að kan-
adískt dagblað birti ásakanir um að
Trudeau og embættismenn hans
hefðu lagt að Jody Wilson-Raybould,
fyrrverandi dómsmálaráðherra, að
beita valdi sínu til að hnekkja ákvörð-
un saksóknara um að höfða mál gegn
verkfræði- og byggingarfyrirtækinu
SNC-Lavalin. Það hefur verið sakað
um að hafa greitt jafnvirði 4,4 millj-
arða króna í mútur á árunum 2001-
2011 til að tryggja sér samninga um
byggingarframkvæmdir í Líbíu og
svíkja sem svarar 12 milljörðum
króna út úr einræðisstjórninni sem
var þá við völd í landinu.
Þegar ásakanirnar komu fram
neitaði Trudeau því að hann hefði
beitt Wilson-Raybould þrýstingi í
málinu og fylgi Frjálslynda flokksins
tók að aukast aftur. Síðustu kannanir
hafa ýmist bent til þess að Íhalds-
flokkurinn sé nú með ívið meiri stuðn-
ing en Frjálslyndi flokkurinn eða að
ekki sé marktækur munur á fylgi
þeirra.
Trudeau varð fyrir öðru áfalli í
fyrradag þegar eftirlitsmaður kan-
adíska þingsins, Mario Dion, úr-
skurðaði að forsætisráðherrann hefði
brotið lög og siðareglur með því að
leggja að Wilson-Raybould að koma í
veg fyrir saksókn á hendur fyrir-
tækinu. Dion sagði að Trudeau og að-
stoðarmenn hans hefðu brotið lög
sem banna embættismönnum að
beita embætti sínu með ótilhlýði-
legum hætti í þágu einkahagsmuna
einhvers annars. SNC-Lavalin hefði
haft verulega fjárhagslega hagsmuni
af því að komast hjá saksókn.
Trudeau var gert að greiða jafn-
virði tæpra 47.000 króna í sekt. Lík-
legt er þó að pólitískur skaði hans
vegna úrskurðarins verði miklu meiri
en sá fjárhagslegi.
„Mjög alvarlegt mál“
Stjórnmálaskýrendur telja
hneykslismálið geta orðið til þess að
Frjálslyndi flokkurinn haldi ekki
meirihluta sínum á þinginu í kosning-
unum eftir rúma tvo mánuði. „Þetta
eru ekki aðeins ásakanir stjórnmála-
manna,“ sagði Duane Bratt, prófessor
í stjórnmálafræði við Mount Royal
University. „Þetta er óháður eftirlits-
maður þingsins sem kemur fram og
segir: þú hefur brotið þá grundvallar-
reglu réttarríkisins að stjórnvöld
blandi sér ekki í dómsmál. Þetta er
mjög alvarlegt mál.“
Þetta er í annað skipti sem Tru-
deau er fundinn sekur um brot á siða-
reglum. Eftirlitsmaður þingsins úr-
skurðaði árið 2017 að
forsætisráðherrann hefði brotið regl-
urnar með því að þiggja gistingu á
Bahamaeyjum í boði auðkýfingsins
Aga Khans, sem var þá í viðræðum
við kanadísk stjórnvöld um fjár-
mögnun framkvæmda á veg-
um hans.
Gæti kostað Trudeau
þingmeirihlutann
Justin Trudeau kvaðst vera
ósammála sumum af niður-
stöðum eftirlitsmanns þingsins
sem úrskurðaði að forsætisráð-
herrann hefði brotið lög og siða-
reglur. „Ég get ekki beðist af-
sökunar á því að standa vörð um
störf í Kanada,“ sagði forsætis-
ráðherrann. Hann skírskotaði til
þess að stórfyrirtækið SNC-
Lavalin hafði varað við því að um
7.000 starfsmenn þess kynnu
að missa atvinnuna ef það yrði
saksótt fyrir mútur og fjárdrátt.
Hann kvaðst þó ætla að taka á
sig „fulla ábyrgð“ á málinu.
„Þetta var staða sem hefði ekki
átt að koma upp.“
Trudeau er 47 ára
og elsti sonur
Pierres Trudeaus
sem var
forsætis-
ráðherra Kan-
ada í rúm fimm-
tán ár.
Kveðst vilja
vernda störf
TRUDEAU VER AFSKIPTI SÍN
Í MÁLI STÓRFYRIRTÆKIS
Jody Wilson-Raybould
AFP
Braut lög Justin Trudeau forsætisráðherra kveðst taka á sig ábyrgð á
hneykslismálinu en segist aðeins hafa viljað vernda þúsundir starfa.