Morgunblaðið - 16.08.2019, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019
senda mágkonum þínum, Kollu
og Birnu, fyrir að reynast þér
sem systur og frábærar vin-
konur. Þolinmæði nágranna
þinna varðandi bílaumferð alla
daga var mikil, nokkrum sinn-
um var ég spurður hvort það
væri afmæli en svarið var nei,
við erum bara að kíkja á
mömmu.
Þinn einlægur stoltur
mömmustrákur,
Ingvar Guðjónsson.
Mild er morgunbirtan
Eins og þú
Hún læðist hljóðlega inn
Veitir huggun
Vinveitt öllum
Hógvær er kyrrðin
Æðruleysi og auðmýkt í upphafi
dags
(GMB)
Elsku Ella.
Það var þungt höggið sem
við fengum á einum fallegasta
degi sumars. Enn og aftur er-
um við minnt á hversu óvænt
lífsins áföll eru.
Þú varst einstök manneskja
sem öllum líkaði vel við og þér
líkaði vel við alla. Ekkert aumt
máttirðu sjá án þess að rétta
fram hjálparhönd og aldrei
heyrði ég þig segja illt orð um
nokkurn mann.
Börnin mín áttu alltaf hjá
þér athvarf og allir þeirra vinir
og ósjaldan voruð þið hjónin
keyrandi þau hingað og þang-
að, það var aldrei neitt mál.
Sérstaklega var eftirtektarvert
hvað litla ömmustelpan þín gat
dundað sér tímunum saman
heima hjá þér, enda var nær-
vera þín svo hljóðlát og góð.
Greiðvikni, hógværð, mildi
og æðruleysi eru orðin sem
koma fyrst upp í hugann er ég
hugsa til þín.
Þú kenndir mér margt um
lífið án þess þó að setja það í
orð, fyrirmynd mín á svo marg-
an hátt.
Ég er þakklát fyrir alla
morgnana í Vísi, alla hjálpina
sem kom sjálfsögð frá þér og
ég er þakklát fyrir samfylgdina
í 18 ár.
Þín tengdadóttir,
Guðrún María.
Elsku yndislega og fallega
amma Ella mín. Ég vil ekki
trúa því ennþá að þú sért farin
frá okkur. Lífið verður ansi
skrítið og erfitt án þín. Þeir
sem þekkja mig vel vita að þú,
elsku amma Ella, varst mér svo
kær. Þú varst fyrirmyndin mín
í lífinu og uppáhaldsmanneskj-
an mín. Þú varst svo miklu
meira en bara amma mín, enda
varstu engin venjuleg kona. Þú
varst svo einstök. Það er erfitt
að finna jafn einstaka konu og
þig. Þú sýndir öllum sem urðu
á vegi þínum áhuga og um-
hyggju. Það er svo margt sem
ég fæ frá þér og þinni góð-
mennsku. Þú kenndir mér svo
margt sem ég mun reyna að
halda í. Þú varst svo um-
hyggjusöm, gjafmild og alltaf
til staðar fyrir mig og aðra í
kringum þig.
Ég þekki ekki eina mann-
eskju sem líkaði illa við þig,
elsku Ella amma mín. Þú hafðir
svo góða nærveru, varst svo
fyndin og kærleiksrík.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa fengið ykkur afa í heim-
sókn til mín til Berlínar í vor.
Við skemmtum okkur svo vel
öll saman og það var svo mikið
hlegið. Svo er ég líka svo þakk-
lát fyrir það að hafa komið fyrr
heim frá Berlín í sumar og
fengið að búa heima hjá ykkur
afa áður en ég fékk íbúðina
mína afhenta. Það er svo dýr-
mætt að hafa átt þessar stundir
saman.
Ég með munnræpu eftir
vinnu, sátum saman við eldhús-
borðið að fá okkur kók, spjöll-
uðum, þú hlustaðir, hlóst og
spurðir af svo miklum áhuga
um það sem ég var að gera og
um fólkið í kringum mig.
Við áttum okkar eigin leyni-
orð þegar ég var lítil, þú sagðir
alltaf við mig „kísöm“ sem
þýddi að ég átti að kyssa
ömmu. Við áttum svo sterkt
samband allt frá því ég fædd-
ist, ég var svo mikil ömmu-
stelpa.
Enda var ég skírð í höfuðið á
þér, sem átti svo vel við. Ég
fékk grænu augun, hjarta-
hlýjuna og hugulsemina frá
þér.
Ég þakka þér fyrir allt sem
þú hefur gefið mér, elsku
amma Ella. Hádegismatinn
sem þú gafst mér í hverju ein-
asta hádegi á grunnskólagöngu
minni og allar þær máltíðir
sem þú eldaðir ofan í mig og
fjölskylduna.
Ég vil þakka þér fyrir stuðn-
inginn í gegnum allt það súra
og sæta í lífinu, allar gæða-
stundirnar okkar saman, hjálp-
semina og kærleikann sem þú
gafst mér og síðast en ekki síst
að hafa alltaf staðið með mér
sama hvað. Það var engin jafn
traust og þú. Þegar ég hugsa til
þín þá heyri ég hlýlegu röddina
þína, hláturinn og sé þig brosa.
Við ömmubörnin og allt þitt
fólk munum sakna þín alveg
óendanlega mikið. Ég lofa að
halda vel utan um ömmubörnin
þín, afa, pabba og allt þitt fólk.
Við munum standa sterk sam-
an í gegnum þetta. Ég kveð þig
með miklum og svo sárum
söknuði.
Ég mun aldrei gleyma þér.
Þú munt vera í hjarta mínu að
eilífu.
Þín heimsins mesta ömmu-
stelpa og nafna þín,
Elínborg Ingvarsdóttir.
Elskulega vinkona.
Skelfing voru það raunaleg-
ar fréttir sem biðu mín, þegar
ég kom heim frá Tenerife, að
þú værir dáin. Kannski er mað-
ur aldrei tilbúinn að heyra dán-
arfréttir.
En þú varst ein af þeim sem
kvarta aldrei, svo að engum
datt dauðinn í hug.
Ella mín, þú varst öllum svo
góð og mikið held ég að barna-
börnin þín eigi eftir að sakna
þín mikið, að ég tali nú ekki um
drengina þína og tengdadæt-
urnar.
Þú varst ein af þeim sem
mega ekkert aumt sjá. Þá má
ekki gleyma Guðjóni þínum
sem hreinlega tilbað þig. Og
ansi er ég hrædd um að hann
Jón Ingi muni sakna þín mikið.
Við sem eftir lifum munum öll
minnast þín sem góðrar konu.
Vertu sæl, elsku Ella mín, og
megi góður Guð geyma þig og
varðveita og vísa þér nýjar
leiðir.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Þín svilkona,
Birna.
Elsku Ella amma mín er lát-
in. Amma var alltaf brosandi og
hress. Hún gerði allt fyrir alla
og var til í að gera hvað sem
var fyrir mann. Ég mun sakna
þess að hringja í hana og fá far
á æfingar, heim eftir vinnu og
bara að hlæja með henni. Það
er skrýtið að koma inn í húsið
hennar og hún ekki þar og það
verður líka skrýtið í kaffinu i
vinnunni. Hún var alltaf þar og
passaði að hafa nóg til af kara-
mellujógúrt fyrir mig því að
hún vissi að það var uppáhaldið
mitt. Það elskuðu allir ömmu
og amma elskaði alla. Amma
var einstök kona, hún var
mamman í fjölskyldunni og sá
um alla, henni þótti vænt um
alla og elskaði alla.
Ég er mjög þakklát fyrir að
vera skírð í höfuðið á henni. En
nú er hún komin til Egils og
þau hugsa vel hvort um annað
og ég veit að þau munu alltaf
vaka yfir okkur. Ég vildi að ég
gæti fengið eitt knús frá Ellu
ömmu, séð brosið hennar einu
sinni enn, heyrt hláturinn
hennar einu sinni enn og fengið
að sjá hana einu sinni enn.
Það sem ég mun sakna þín
mikið. Ég hugsa um þig alla
daga. Ég ætla að reyna vera
sterk fyrir þig, Ella amma. Ég
elska þig alltaf.
Ása Björg.
Eitt af því dýrmætasta í líf-
inu er að kynnast góðu fólki og
fá tækifæri til að vera því sam-
ferða. Ég var svo heppin að
alast upp í Mánagerði, í næsta
húsi við Ellu, sem var einstök á
svo margan hátt. Mér þótti af-
skaplega vænt um þessa mögn-
uðu konu, sem átti fjóra orku-
mikla stráka sem héldu uppi
stuðinu í hverfinu okkar. Það
var alveg sama hvað á gekk,
alltaf var Ella róleg og yfirveg-
uð og skipti ekki skapi. Þegar
hún gekk með fjórða drenginn
var ég reyndar viss um að nú
kæmi stelpa því mér fannst
ótrúlegt að einhver gæti eign-
ast fjóra drengi. Ég dreif
meira að segja í að kaupa kjól.
Á þeim tíma grunaði mig ekki
að ég ætti sjálf eftir að eignast
fimm drengi og seinna stríddi
Ella mér stundum og minnti
mig á kjólakaupin forðum.
Það var alltaf gott að koma
yfir til Ellu og spjalla. Hún var
róleg og hjartahlý og yfir mig
færðist einhvers konar friður
þegar ég settist í eldhúskrók-
inn hjá henni í Mánagerðinu.
Hjá henni lærði ég m.a. að
meta ristað brauð með majó-
nesi, eggjum og rækjum og
fleira góðgæti enda var Ella
frábær kokkur.
Minningarnar úr Mánagerð-
inu eru margar. Fjölskyldur
okkar voru nánar og mamma
og Ella góðar vinkonur sem
sóttu stuðning og hvatningu
hvor til annarrar. Þær hlógu
mikið saman og tókst alltaf að
sjá spaugilegar hliðar á hlut-
unum, hversu erfið sem verk-
efnin voru.
Fyrir stuttu sagði ég við
Ellu að ég vonaði að mér tækist
að mynda jafn sterk tengsl við
syni mína og hún ætti við sína.
Fyrir mér var Ella flottasta
strákamamman. Samband
hennar við synina var einlægt
og fallegt og milli þeirra ríkti
ávallt gagnkvæm virðing. Ný-
lega kom ég við í hádeginu hjá
henni.. Tveir af strákunum
lágu uppi í sófa og hún var eitt-
hvað að sýsla í eldhúsinu. Ég
sagði við þá að þetta væru þær
stundir sem ég saknaði hvað
mest frá því að foreldrar mínir
voru á lífi. Þessar einföldu, fal-
legu stundir eru svo dýrmætar.
Elsku Gaui, Ingvar, Einar,
Leifur og fjölskyldur, megi
Guð og allir englarnir vaka yfir
ykkur og gefa ykkur styrk á
þessum erfiðu tímum.
Þegar næðir í mínu hjarta
og í huga mér engin ró,
og ég þrái að sjá hið bjarta
sem áður í mér bjó,
þá er lausnin alltaf nálæg,
ef um hana í auðmýkt bið,
og með bæninni kemur ljósið
og í ljósinu finn ég frið.
Brynhildur Björnsdóttir og
Páll Óskar)
Sólný Ingibjörg Pálsdóttir.
En handan við fjöllin
og handan við áttirnar og nóttina
rís turn ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
(Snorri Hjartarson)
Þegar ég kveð elsku frænku
mína, sem svo óvænt féll frá,
vil ég minnast góðu æskuár-
anna okkar undir Höfðanum á
Skagaströnd.
Elínborg var fjórum árum
yngri en ég og sótti mikið til
mín. Á þessum árum var alltaf
verið að leika sér úti, vorum við
með bú og lékum mikið í því,
auðvitað var hún litla barnið í
leiknum og lét allt yfir sig
ganga til að vera með. Okkur
áskotnaðist gamall barnavagn,
sem henni var troðið ofan í, og
þar var hún látin liggja kóf-
sveitt undir teppi.
Mikill vinskapur var á milli
heimila okkar, mæður okkar
voru mjög nánar systur og vin-
konur, enda bara eitt ár á milli
þeirra. Það var svo gaman að
þeim þegar Bogga bakaði
kleinur eða mamma ástar-
punga þá skutust þær á milli og
færðu hinni, eins var það með
margt annað. Mikil var sorg
okkar þegar Bogga féll frá fyr-
ir 40 árum.
Þetta erfði frænka mín svo
ríkulega, var alltaf að gefa frá
sér. Ég kom aldrei svo að ég
færi ekki með eitthvað úr
frystinum frá henni. Hún erfði
líka góðu húsmóðurgenin, var
frábær húsmóðir, allt var gott
sem hún bjó til.
Fyrir rúmum 50 árum
kynntist hún Guðjóni sínum og
flutti til Grindavíkur, þar sem
hún bjó eftir það.
Mér er minnisstæður 9.
ágúst 1969, þá var hún hjá mér
langt gengin með sitt fyrsta
barn, sem einmitt vildi fæðast
þennan dag, var smástress í
gangi hjá okkur frænkunum
enda báðar hálfgerðir krakkar.
Seinna um daginn fór ég með
hana á fæðingardeildina, þar
sem hún eignaðist sinn fyrsta
dreng, hann Ingvar, næstur
kom svo Einar, þá Leifur og
Egill yngstur, hann lést 2818.
Þá voru erfiðir tímar hjá
frænku minni, sem aldrei hafði
mörg orð um hlutina. Góðan
stjúpson átti hún líka, Ingólf.
Elínborg átti góða fjöl-
skyldu, Gauja sinn, strákana
sína, tengdadæturnar og
barnabörnin, þau voru líka
heppin með hana, „límið“ sem
öllu hélt saman, mikill er
þeirra missir. Stórfjölskyldan í
Grindavík var henni einnig
mjög kær.
Elskulega fjölskylda, innileg
samúð til ykkar allra. Megi
minning hennar vera ljós í lífi
ykkar.
Elsku frænka mín takk fyrir
allt og allt.
Þín frænka,
Guðrún.
Fleiri minningargreinar
um Elínborgu Ásu Ingv-
arsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
ar ég sagði afi. Leið alltaf eins og
þú værir svo ánægður að heyra í
mér, svo mikil ást.
Ég á eftir að sakna þess að
heyra þig rífa mig upp þegar ég
gerði mistök, sama hversu smá,
eða afsakaði mig fyrir kaffið sem
ég gaf þér.
Ég á bara eftir að sakna þess að
tala við þig um daginn og veginn.
Ég er sár yfir því að ég hafi ekki
fengið að kveðja þig, að þú hafir
farið svona skyndilega. Að gefa
þér einn enn kveðjukoss.
Elsku afi minn, minning þín er
ljós í lífi mínu og þú munt alltaf
eiga stóran part í hjarta mínu.
Þótt döpur sé nú sálin,
þó mörg hér renni tárin,
mikla hlýju enn ég finn
þú verður alltaf afi minn.
(Höf. ók.)
Þín afastelpa
Kristín.
Miðhús í Ólafsfirði, hús ömmu
Þorbjargar og afa Björns, var
vettvangur leikja okkar elstu
barnabarnanna þegar við vorum
að alast upp. Húsið stóð á stórum
grasbletti neðan við Brekkugötu.
Oft var mikið fjör í Miðhúsum þeg-
ar fjölskyldurnar voru þar saman
komnar og margar góðar minn-
ingar þaðan.
Björn, sem jafnan var kallaður
Bjössi, var næstelstur barnabarna
afa og ömmu. Mikill samgangur
var alla tíð milli fjölskyldna okk-
ar, ekki síst kringum jól og af-
mæli.
Seint munu gleymast afmælis-
veislurnar í Strandgötu 9 og
Brekkugötu 1, þar sem frændurn-
ir Bjössi og Óskar fóru gjarnan í
kappát með tilheyrandi fyrir-
gangi.
(Óskar): Þegar áhyggjuleysi
bernskunnar lauk og alvara lífs-
ins tók við sóttum við strákarnir í
auknum mæli niður að sjó með
Bjössa frænda í fararbroddi, enda
var hann eldri og reyndari. Fór-
um við á bryggjurnar og út með
fjörunum sem þótti hættuminna,
færum við í sjóinn. Þar byggðum
við okkur bát sem við héldum úti
bæði á sjó og á landi í litlum tjörn-
um, og líktum eftir feðrum okkar
sem báðir voru trillukarlar.
Frændi var að sjálfsögðu skip-
stjóri á Fánanum, en svo hét bát-
urinn.
Á unglingsárunum dvaldi
Bjössi um skeið í Sigluvík við
Eyjafjörð. Þar kynntist hann
landbúnaði sem var meira en
rolluhald til heimabrúks, eins og
tíðkaðist hér heima. Sjórinn tog-
aði sífellt sterkar í hann og fyrr en
varði var hann kominn út í útgerð,
einn eða með öðrum. Hann var
síðar á ýmsum millistærðarbátum
þar til togararnir komu til sög-
unnar 1973-1974. Hann var meðal
annars bátsmaður á Ólafi bekk,
og um tíma var hann hjá Eggerti
Gíslasyni á Gísla Árna. Bjössi hélt
eftir það úti trilluútgerð á árs-
grunni. Á 40 ára tímabili hitti ég
(Óskar) Bjössa frænda nær dag-
lega yfir sumartímann og áttum
við saman góðar stundir í sam-
félagi trillukarla, þar sem málin
voru rædd. Bjössi sótti sjóinn fast
og fiskaði vel, hvort heldur hann
var á grásleppu eða færaveiðum.
Síðasti báturinn hans, Már ÓF 50,
er sem talandi dæmi um gott við-
hald og snyrtimennsku, allt end-
urnýjað sem endurnýja þurfti, því
réði metnaður hans.
Bjössi frændi var greindur
maður og fróðleiksfús, hann las
mikið og átti safn góðra bóka.
Hann hafði ákveðnar skoðanir á
hlutunum, var málafylgjumaður
og fylgdi sjálfstæðisstefnunni.
Bjössi átti góða fjölskyldu sem var
honum mikils virði og var hann
stoltur af afkomendum sínum.
Bjössi hafði átt við veikindi að
stríða um nokkurt skeið og tókst
á við þau af miklu æðruleysi.
Nokkrum dögum fyrir andlát
hans heimsóttu þrjú okkar systk-
ina hann á Sjúkrahúsið á Siglu-
firði. Hann var sjálfum sér líkur,
ánægður að hitta gömlu frænd-
systkinin, gerði að gamni sínu og
sagði frá bók sem hann hafði ný-
lokið við að lesa og þótti merki-
leg. Ekkert okkar óraði fyrir því
að þetta væri síðasta stundin
með honum.
Góður maður er genginn. Við
systkinin kveðjum Bjössa
frænda okkar með þakklæti og
virðingu og biðjum honum bless-
unar. Ástvinum hans sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Kristín Björg, Óskar Þór,
Ásta, Gunnar, Sigurlína og
fjölskyldur.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTRÚN AÐALBJÖRG
GUÐJÓNSDÓTTIR,
Rúna,
frá Gröf, Grenivík,
verður jarðsungin frá Grenivíkurkirkju
laugardaginn 17. ágúst klukkan 14. Minningarathöfn verður í
Fossvogskapellu fimmtudaginn 22. ágúst klukkan 13.
Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði sama dag.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðjón Indriðason
Sigríður Indriðadóttir
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGMUNDUR FRANZ KRISTJÁNSSON
heildsali,
Strikinu 12, Garðabæ,
lést á Landspítala, Hringbraut,
sunnudaginn 11. ágúst. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju
mánudaginn 26. ágúst klukkan 15.
Erna Sveinbjörnsdóttir
Gunnar Kristján Sigmunds. Guðný Sverrisdóttir
Vilhelm Sigfús Sigmundsson Herdís Gísladóttir
Harpa Iðunn Sigmundsdóttir Björgvin Elvar Björgvinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri eiginmaður og faðir,
SVERRIR HJALTASON,
lést í Austin, Texas 10. ágúst.
Útför hans fer fram í Austin mánudaginn
19. ágúst. Þeim sem vilja minnast hans er
bent á Krabbameinsfélagið.
Varuni Hjaltason
Kristjana Charmaine Sverrisdóttir
Konráð Víkingur Sverrisson