Morgunblaðið - 21.08.2019, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 1. Á G Ú S T 2 0 1 9
Stofnað 1913 195. tölublað 107. árgangur
FARA Í ÚTRÁS
MEÐ ÍSLENSKA
SOKKA
DANIR SYRGJA
FORSTJÓRA
JYSK
SKÓLAR HEFJAST
OG SPENNAN
MAGNAST
SVIPMYND 14 BÓKAKAUP Á FULLU 4VIÐSKIPTAMOGGINN
Magnús Heimir Jónasson
Snorri Másson
Aðgerðir í loftslagsmálum voru í brennidepli í um-
ræðum á fundi forsætisráðherra Norðurlandaríkj-
anna í Reykjavík. Í nýrri framtíðarsýn Norrænu ráð-
herranefndarinnar að ráðherrarnir kemur fram skýr
vilji til þess að gera norrænt samstarf áhrifaríkara,
en unnið hefur verið að því að Norðurlöndin verði
sjálfbærasta og best samþætta svæði heims á ár-
unum fram til 2030.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var sér-
stakur gestur á fundi forsætisráðherranna sem fram
fór í Viðey. Í ávarpi á blaðamannafundi sagði Merkel
það mikilvægt að allir legðu sitt af mörkum í barátt-
unni gegn loftslagsbreytingum. Nefndi hún meðal
annars hvarf jökulsins Oks sem dæmi um mikilvægi
þess að ráðast í miklar aðgerðir.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði það
gefa slíkum fundum meiri vídd að fá kanslara Þýska-
lands til að hitta leiðtoga Norðurlandaríkjanna og fá
Þýskaland inn í þetta samstarf. Það væri ekki síst
mikilvægt í ljósi þess hversu stórar áskoranirnar
væru.
Áskoranir verði teknar alvarlega
Forsætisráðherrarnir segja í framtíðarsýninni að
taka verði alvarlega þær áskoranir sem jörðin standi
frammi fyrir og áhyggjur af loftslagsmálum sem ekki
síst komi fram hjá ungu fólki. „Norrænu löndin eiga
möguleika á því að taka alþjóðlega forystu í loftslags-
málum og við erum reiðubúin að gegna því hlut-
verki,“ er haft eftir Katrínu í fréttatilkynningu Nor-
rænu ráðherranefndarinnar, en hún var fundarstjóri.
Forsætisráðherrarnir lögðu áherslu á að allir hlut-
ar norræna samstarfsins yrðu að laga sig að nýrri og
skýrari forgangsröðun til þess að Norðurlandaríkin
næðu markmiðum sínum um að svæðið yrði grænna,
samkeppnishæfara og rekið með félagslega og menn-
ingarlega sjálfbærari hætti en verið hefur. »10
Morgunblaðið/Eggert
Forgangsraðað í
þágu loftslagsins
Viðey Angela Merkel og Katrín Jakobsdóttir eftir fund norrænu ráðherranna og kanslara Þýskalands.
Ný framtíðarsýn norrænu forsætisráðherranna
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
,,Ekkert barn á að þurfa að búa við þá van-
líðan sem drengurinn minn býr við. Upplifa
það að enginn skilur hann eða veit hvernig
á að hjálpa honum í gegnum ofsaköstin af
þeirri einu ástæðu að það vantar grein-
ingu,“ segir
Agnes Barkar-
dóttir, móðir sjö
ára drengs sem
beðið hefur eftir
tilvísun á Þroska-
og hegðunarstöð í
þrjú ár. Greining
barnataugasjúk-
dómalæknis var
ekki tekin gild og
þurfti að byrja
ferlið upp á nýtt
þegar drengurinn
átti að byrja í
skóla. Agnes segir erfitt að fá hvorki svör
né verkfæri til þess að bregðast við hegðun
sonar síns. En verra sé það fyrir soninn,
sem sé klár strákur og fái ekki þá hjálp sem
hann þarf á að halda.
,,Það er rosalegur léttir að fá greiningu.
Nú er hann ekki lengur óþekka barnið og
við ekki vanhæfir foreldrar. Nú vitum við af
hverju drengurinn hagar sér eins og hann
gerir og af hverju við getum ekki haft
stjórn á honum,“ segir móðir fjögurra og
hálfs árs drengs sem greindur var með
ADHD á einkastofu.
Foreldrar barnsins, sem vilja ekki koma
fram undir nafni, fengu upplýsingar um að
það gæti tekið allt að eitt og hálft ár að fá
greiningu á Þroska- og hegðunarstöð. Þau
vildu ekki að drengurinn hæfi skólaferilinn
án greiningar og gæti ekki notið fyrsta
skólaársins eða þyrfti að upplifa sig öðru-
vísi eða heimskan og lögðu því út 170.000
krónur fyrir greininguna hjá einkaaðilum.
Vanlíð-
an og
óvissa
„Ekki lengur óþekka
barnið og við ekki vanhæf“
Orkan búin
» „Þegar dreng-
urinn fór í grein-
ingu var hann að
fá köst þar sem
hann varð stjórn-
laus og sofnaði á
undarlegustu tím-
um, því orkan var
allt í einu búin.“
M„Klár strákur sem fær ekki hjálp“ »6
Fyrirtækið Arna í Bolungarvík
framleiðir 50% meira af Haust-
jógúrt fyrirtækisins í ár en í fyrra.
Framleiðslan í ár nemur 300 þús-
und einingum, en framleiddar voru
200 þúsund jógúrtir í fyrra. Haust-
jógúrt er eins og nafnið gefur til
kynna árstíðabundin vara og er
fáanleg frá ágúst til nóvemberloka
og unnin úr íslenskum aðalblá-
berjum.
Að sögn Hálfdáns Óskarssonar,
framkvæmdastjóra Örnu, er þetta
vinsælasta vara fyrirtækisins. Sjö
tonn af íslenskum aðalbláberjum
fara í framleiðsluna í ár. Um 20
manns sáu um að tína berin fyrir
Örnu í sumar. „Þetta er bara fólk í
bænum og hérna í kring. Við aug-
lýstum eftir fólki sem var tilbúið að
taka þátt í þessu með okkur. Það
hefur skilað góðum árangri,“ segir
Hálfdán. »Viðskiptamogginn
300 þúsund Haust-
jógúrtir frá Örnu
Íslenskt Haustjógúrtin er vinsæl.
Skúli Gunnar
Sigfússon, eig-
andi og stofn-
andi Subway á
Íslandi, segir að
gífurleg hækk-
un fasteigna-
gjalda og ann-
ars íþyngjandi
kostnaðar hafi
reynst veit-
ingastöðum í
Reykjavík erfið.
Að hans sögn er áhyggjuefni hve
margir öflugir rekstraraðilar í mið-
borginni hafa orðið gjaldþrota.
Þá kveðst hann fagna auknum
veitingarekstri í úthverfum.
»ViðskiptaMogginn
Skattar og gjöld of
há í miðborginni
Skúli Gunnar
Sigfússon
Frímerkjasala Íslandspósts verð-
ur lögð niður í núverandi mynd um
áramót. Er það liður í hagræð-
ingaraðgerðum fyrirtækisins
vegna bágrar fjárhagsstöðu þess.
Íslandspóstur sagði í gær upp 43
starfsmönnum og boðaði frekari
uppsagnir þannig að stöðugildum
fækki á árinu um 80. Sigrún Ómars-
dóttir, framkvæmdastjóri Póst-
mannafélags Íslands, segir að vitað
hafi verið af fjárhagsörðugleikum
fyrirtækisins en uppsagnirnar séu
meiri en búist hafi verið við.
Magni R. Magnússon frímerkja-
safnari er ósáttur við ákvörðun um
að leggja Frímerkjasöluna niður og
telur fleiri þeirrar skoðunar. »4
Ósáttir við breytta
frímerkjasölu
„Ég hef unnið
hér á Þingvöllum í
mörg ár og minnist
þess ekki að hafa
áður séð ána og
fossinn jafn vatns-
lítil og nú,“ segir
Einar Á. E. Sæ-
mundsen þjóð-
garðsvörður, en
óvenjulítið vatn
hefur verið í Öxar-
árfossi á Þingvöll-
um. Þessi táknmynd þjóðgarðsins er að-
eins svipur hjá sjón. Nú rennur aðeins mjó
buna fram af berginu, þaðan í Drekk-
ingarhyl og um Leirurnar út í Þingvalla-
vatn. Vonast Einar til að rigningatíð muni
bæta úr þessu ástandi. »2
Öxarárfoss lítil buna
fram af Almannagjá
Öxarárfoss lítil buna.