Morgunblaðið - 21.08.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.08.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Biðin er mjög óþægileg og mikil van- líðan og óvissa í gangi þegar Arnar Breki tekur köstin hér heima. Af hverju er hann svona? Hvað er að? Hvað er ég að gera rangt?“ spyr Agnes Barkardóttir, móðir sjö ára drengs sem beðið hefur greiningar frá fjögurra ára aldri. Hún segir erfitt að fá hvorki svör né verkfæri til þess að bregðast við hegðun sonar síns. En verra sé það fyrir Arnar, sem sé klár strákur, að fá ekki þá hjálp sem hann þarf á að halda. ,,Það eru mörg ár síðan við tókum eftir því að eitthvað væri ekki eins og þá átti að vera hjá Arnari. Við báðum um skimun í leikskólanum fyrir tveimur árum þegar hann var fimm ára en nafn hans fór aftast í bunkann eins og gengur. Við brugðum á það ráð að fara með drenginn til Péturs Lúðvígssonar barnataugasjúkdóma- læknis, sem greindi hann með tou- rette og þráhyggjuröskun,“ segir Agnes, sem fagnaði því að fá loksins einhverja greiningu, en Pétur tekur ekki börn í ADHD-greiningu. Agnes segir að leikskóli sem sonur hennar var á í Hafnarfirði hafi brugðist vel við, fengið inn aukastarfsmann og að- stoðað soninn og foreldra sem best hann gat. Aðra sögu sé að segja af því þegar sonurinn fór í grunnskóla. ,,Við vorum búin að bíða í ár eftir að ferlið færi í gang og ýta á eftir því að drengurinn færi í þær skimanir sem hægt væri til þess að komast að orsök vanlíðunar hans. Þegar drengurinn átti að byrja í grunnskóla kom í ljós að ekki er tekið mark á öðrum grein- ingum en frá Þroska- og hegðunar- stöð,“ segir Agnes og bætir við að þau hafi þurft að byrja upp á nýtt og bíða eftir frumgreiningu skólasálfræðings, en hún var gerð í vor og þá fyrst var drengnum vísað í greiningu hjá Þroska- og hegðunarstöð. Engu barni á að líða svona ,,Við höfum ekkert heyrt frá Þroska- og hegðunastöð en vitum að biðin er löng. Það er óásættanlegt að láta tímann líða og horfa á vanlíðan drengsins. Við vorum farin að skoða það að leita í einkageirann en vissum ekki hvort það yrði tekið gilt,“ segir Agnes. Hún segir að ef foreldrarnir og skólinn fengju svör, upplýsingar og greiningu gætu þau öll lagst á eitt að veita drengnum hennar þá þjón- ustu sem hann þurfi til að geta notið hæfileika sinna og skólagöngu. ,,Ekkert barn á að þurfa að búa við þá vanlíðan sem drengurinn minn býr við. Upplifa það að enginn skilur hann eða veit hvernig á að hjálpa honum í gegnum ofsaköstin af þeirri einu ástæðu að það vantar greiningu,“ segir Agnes, sem bendir á að ástandið bitni á öllum heimilismönnum og heimilislífið snúist að miklu leyti um það hvernig ástandið sé á drengnum þann daginn eða þá stundina. „Klár strákur sem fær ekki hjálp“  „Ekkert barn á að þurfa að búa við þá vanlíðan sem drengurinn minn býr við“ Álag Halldór Halldórsson, Arnar Breki Halldórsson og Agnes Barkardóttir hafa beðið í þrjú erfið ár eftir því að Arnar komist í greiningu. „„Ég get ekki stjórnað mér, mig klæjar í blóðið,“ segir sonur minn við okkur foreldrana sem stöndum vanmáttug hjá og höfum fá verkfæri til þess að hjálpa honum. Hann þarf að taka melatónín að læknisráði til að geta sofnað. Annars tekur það hann fjóra til fimm tíma, sem er hrikalega erfitt fyrir fjögurra og hálfs árs gamalt barn,“ segir móðir drengs sem beðið hefur í nokkurn tíma eftir greiningu. Eftir að í ljós kom að drengurinn þyrfti að bíða í allt að 18 mánuði eft- ir greiningu á Þroska- og hegðunar- stöð tóku foreldrarnir ákvörðun um að leita til einkaaðila, þrátt fyrir 170.000 króna kostnað. Þegar drengurinn fór í greiningu var hann að fá köst þar sem hann varð stjórn- laus og sofnaði á undarlegustu tím- um því orkan var allt í einu búin. Móðirin segir að faðir drengsins hafi ekki tekið annað í mál en að dreng- urinn, sem sé með ógreint ADHD, fengi greiningu áður en hann byrj- aði í skóla. Faðirinn vildi að dreng- urinn fengi notið fyrsta ársins í skól- anum á meðan beðið væri eftir greiningu og þyrfti ekki hugsanlega að upplifa sig öðruvísi eða heimskan. „Við fórum með hann á Sól, sál- fræðistofu, þar sem greiningin tók rúma tvo mánuði. Í fyrsta tíma lá nokkuð ljóst fyrir að drengurinn var með ADHD og eftir fleiri viðtöl og læknisskoðun var greiningin sú að hann skoraði mjög hátt miðað við ungan aldur bæði hvað varðar of- virkni og athyglisbrest,“ segir móð- irin, sem er ánægð með þjónustu Sólar, þar sem nú er verið að skoða hvaða hjálp drengurinn þurfi og hvort lyfjagjöf komi til greina. Móðirin segir að foreldrarnir fái við- töl og þeim sé beint á foreldra- námskeið fyrir foreldra barna með ADHD. Greiningin rosalegur léttir „Það er rosalegur léttir að fá greiningu. Nú er hann ekki lengur óþekka barnið og við ekki vanhæfir foreldrar. Nú vitum við af hverju drengurinn hagar sér eins og hann gerir og af hverju við getum ekki haft stjórn á honum,“ segir móðir drengsins og bætir við að starfsfólk leikskóla hafi minnst á það fyrst við tveggja ára aldur drengsins að hann þyrfti að fara í greiningu áður en hann færi í skóla. Hún segir dreng- inn ekki hafa beint verið erfiðan í leikskólanum en athyglisbrestur og ofvirkni hafi hamlað þátttöku hans í hópastarfi. „Það var sótt um greiningu fyrir hann um leið og hann varð fjögurra ára en það er ekki hægt að sækja um greiningu fyrr. Við erum með grein- ingu í höndunum en það er eingöngu vegna þess að við fórum á einka- rekna stofu í stað þess að láta dreng- inn okkar bíða í eitt til tvö ár í viðbót í vanlíðan,“ segir móðirin, sem sér fram á betri tíma. Ástand Mikið er lagt á börn sem bíða greiningar og fjölskyldur þeirra. Börnin bíða þess að geta notið sín og foreldrar bíða eftir verkfærum.  „Ég get ekki stjórnað mér, mig klæj- ar í blóðið“ segir drengur með ADHD „Þetta er eina starfið sem hefði getað dregið mig út úr Háskólanum,“ sagði Ásgeir Jónsson, nýr seðlabankastjóri, þegar hann tók við starfinu af Má Guðmundssyni í gærmorgun. Spurður hvers væri að vænta af hagstjórn sagði Ásgeir að peninga- stefna á Íslandi færi eftir stöðu ís- lenska hagkerfisins. „Við höfum verið að sjá hagkerfið hægja á sér, þó kannski minna en margir höfðu spáð, og því hafa vextir lækkað verulega, bæði stýrivextir og langtímavextir,“ sagði Ásgeir og bætti við að stýri- vaxtalækkanir gætu hæglega haldið áfram. Sameining Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans sem tekur gildi um áramót leggst vel í nýjan seðla- bankastjóra og skyldi engan undra. Ásgeir sat í nefnd um endurskoðun peningastefnunnar sem lagði einmitt þá sameiningu til. „Aðalmálið er að það sé einn aðili sem ber ábyrgð á fjármálastöðugleika í landinu,“ sagði Ásgeir. alexander@mbl.is Ásgeir tók við í Seðlabankanum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýr stjóri Ásgeir Jónsson tók við embætti seðlabankastjóra af Má Guð- mundssyni í gærmorgun. Hér sjást þeir ásamt Rannveigu Sigurðardóttur.  Nýr seðla- bankastjóri mætti til starfa í gær Heilbrigðisráðherra telur að langir biðlistar barna eftir greiningu og þjónustu vegna ADHD og annarra raskana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins gefi tilefni til að skoða hverju sætir. Svandís Svavars- dóttir segir að það sé í sam- ræmi við sýn stjórnvalda að styrkja heilsugæsluna til að auka og bæta aðgengi að þjón- ustunni. Það sé augljóslega ekki að gerast í þessu efni. Gyða Haraldsdóttir, forstöðu- maður Þroska- og hegðunar- stöðvar Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins, er ósátt við þá sýn heilbrigðisráðherra að geð- heilsuteymi heilsugæslustöðva geti leyst vanda þeirra sem bíða eftir sérhæfðri nánari greiningu í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. „Geðteymi eða sálfræðingar hafa hingað til ekki sinnt nánari greiningu á þroskaröskun hjá börnum, ekki frekar en skóla- sálfræðingar sem framkvæma frumgreiningar og vísa svo börnunum til okkar í þroska- og hegðunarstöðina,“ sagði Gyða í samtali sem birtist í Morgun- blaðinu í gær. Langir biðlistar Nú eru 400 börn á biðlista og biðtími getur orðið allt að 12-14 mánuðir. Gyða telur að ríkið eigi að reka greiningarþjónustu fyrir þessi börn. „Nei, það er það ekki. Við viljum að fólk þurfi ekki að bíða svona lengi. Til þess verður skipulagið að vera eins og best verður á kosið,“ segir Svandís þegar hún er spurð hvort ásættanlegt sé að bíða í rúmt ár eftir greiningu og þjónustu. helgi@mbl.is Telur skipu- lagið þurfa að vera gott SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Verkefni Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.