Morgunblaðið - 21.08.2019, Page 9

Morgunblaðið - 21.08.2019, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019 Sími 577 1313 • kistufell.com Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 Allar almennar bílaviðgerðir Sérfræðingar í vélum Eigum úrval af varahlutum á góðu verði í flestar gerðir bíla Við höfum endurnýtt og byggt vélar og vélahluti frá árinu 1952 TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Stærðarinnar skriða féll úr Reynis- fjalli í fyrrinótt og niður í fjöru, á svipuðum stað og borið hafði á grjót- hruni dagana á undan. Vegna þess hruns hafði lögreglan lokað austasta hluta Reynisfjöru og hélt áfram þeim lokunum í gær eftir að stóra skriðan féll. Verður svæðið áfram vaktað mjög vel af lögreglu og vísinda- mönnum. Myndatökumaður mbl.is fór á vett- vang í Reynisfjöru í gær og setti dróna á loft, en afar blautt og vinda- samt var á svæðinu, sem gerði myndatökur erfiðar. Efri myndin hér til hliðar sýnir að sárið sem mynd- aðist í fjallinu er gríðarstórt og ljóst að bergið hefur verið afar laust í sér. Haft var eftir Sigurði Sigurbjörns- syni, varðstjóra lögreglunnar á Suðurlandi, á mbl.is í gær að ferða- menn hefðu virt lokanir lögreglu en í gær rigndi mikið og erfitt fyrir sér- fræðinga frá Veðurstofunni að kanna aðstæður í fjallinu gaumgæfilega. Sigurður sagði það mikið lán að skriðan hefði fallið um nótt en ekki á sama tíma og á mánudag þegar tveir ferðamenn slösuðust við að fá grjót yfir sig úr fjallinu. Annar þeirra höfuðkúpubrotnaði. „Þetta er á ná- kvæmlega sama stað og hópur fólks var í gær [mánudag],“ sagði Sig- urður, en sjórinn varð brúnlitaður á því svæði sem skriðan féll. Er talið að hún hafi fallið seint um nótt. Fram kom í samtali mbl.is við íbúa í grennd fjörunnar að stöðugt félli grjót úr Reynisfjalli. Sigurður svar- aði því ekki afdráttarlaust hvort loka þyrfti til lengri tíma. „Það þyrfti þá að taka einhverja sérstaka ákvörðun um það í framhaldinu. Bergið virðist vera nokkuð óstöðugt á þessum stað.“ Jón Kristinn Helgason á Veður- stofu Íslands sagði við mbl.is að skriðan sem féll í fyrrinótt væri óvenjustór miðað við aðrar slíkar sem fallið hefðu úr sunnanverðu Reynis- fjalli á síðustu árum. Sagði Jón þetta atvik sýna að rannsaka þyrfti betur vinsæla ferðamannastaði með tilliti til hættu á skriðuföllum sem þessum. Fjaran áfram vöktuð vel  Stór skriða féll úr Reynisfjalli í fyrri- nótt og niður í fjöru  Bergið óstöðugt Lokanir Þeir fáu ferðamenn sem voru á ferli í Reynisfjöru í gær virtu þær hindranir sem lögregla hafði sett upp. Morgunblaðið/Hallur Már Skriða Eins og sjá má féll stór spilda úr Reynisfjalli í sjó fram í fyrranótt. Svæðinu var strax lokað. Reynis drangar Reynisfjara R E Y N I S F J A L L Reynisfjara Austasti hluti Reynis- fjöru lokaður vegna hættu á grjóthruni Vík Lo ft m yn di r e hf .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.