Morgunblaðið - 21.08.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 21.08.2019, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Lokanir gatnaeru tíðar íReykjavík um þessar mundir. Þær eru ekki bara tíðar, heldur er iðulega lokað lengi. Borgaryfirvöld virðast hafa sérstakt dálæti á að loka Hverfisgötunni. Fyrir nokkr- um árum var gatan tekin í gegn. Eigendur verslana og veitingahúsa í götunni kvört- uðu sáran undan því að við- skiptavinir kæmust ekki til þeirra. Fyrir nokkrum mánuðum var Hverfisgötunni lokað að nýju á svipuðum slóðum. Fyrirvarinn var lítill sem eng- inn líkt og þeir sem stunduðu rekstur við götuna væru af- gangsstærð og einu mætti um þá gilda þegar loka þyrfti götum. Framkvæmdunum átti að ljúka nú fyrir menningar- nótt, en það mun tefjast. Í Morgunblaðinu var á laugardag rætt við Ara Matt- híasson þjóðleikhússtjóra um lokunina. Hann furðar sig á vinnubrögðum borgarinnar og segir ótækt að ekki sé hægt að komast að leikhúsinu vegna framkvæmda þegar leikárið hefst í byrjun september. Þjóðleikhússtjóri er ekki einn um að vera óánægður. Ás- mundur Helgason, eigandi veitingastaðarins Gráa kattar- ins, sagði fyrr í mánuðinum í viðtali á Rás 2 að borgin tæki ekki afstöðu með fyrirtækjum. Um tíma hefði hávað- inn verið slíkur að fólk hefði einfald- lega farið út af staðnum hjá sér og kvaðst hann vorkenna þeim sem rækju hótel og gistiheimili við götuna meira en sjálfum sér. Lætin og lélegt aðgengi hefðu valdið því að gistihús, sem áður fengu fimm stjörnur á vefsíðum, fengju nú sýnu lak- ari umsagnir. Lokun Hverfisgötu er ekk- ert einsdæmi. Önnur akrein Vonarstrætis hefur nú verið lokuð svo misserum skiptir og Framnesvegur var lokaður að hluta vegna framkvæmda við Vesturbæjarskóla í nokkur ár, fyrst önnur akreinin og síðan í báðar áttir. Þannig mætti telja. Það merkilega er að ekkert virðist liggja á að ljúka þessum framkvæmdum. Það er furðu- legt að hægt sé að fá að hafa götur lokaðar svona lengi. Ekki er það betra þegar borgin á sjálf í hlut. Hverfisgatan er lokuð mánuðum saman um há- bjargræðistímann og oft virð- ist lítil sem engin vinna standa yfir. Þetta er vitaskuld ekki boð- legt ástand og með ólíkindum að ekki skuli vera metnaður hjá borginni til að ganga hrað- ar til verks og málum sé hagað þannig að afkomu fyrirtækja sé stefnt í bráða hættu. Það er með ólíkind- um hvernig staðið hefur verið að lokun Hverfisgötu í sumar} Óvönduð vinnubrögð David Attenbor-ough er fræg- ur fyrir umfjöllun sína um náttúruna, stóra og smáa. Þau orð hans vekja jafnan athygli. En nú kölluðu sjón- armið hans um önnur efni á mikla athygli. Í samtali við ítalskt blað gaf hann ekki upp hvernig hann hefði greitt at- kvæði um Brexit. Báðum fylk- ingum hefði orðið á og mis- stigið sig í baráttunni, og hann hefði áhyggjur af því í hvers konar ógöngur bresk stjórn- völd hefðu komið sér. En vísindamaðurinn bætti við: „Ég tel að ESB hafi vakið mikla andúð fólks með af- skiptum sínum af tilveru þess í fáránlegum dæmum og á frá- leitum viðfangsefnum á fárán- legum sviðum. Sú framganga ESB hefur ergt skap fjölda fólks sem skilur í rauninni ekki hvernig þessi afskipti geti orð- ið til góðs. Fólkið er komið með upp í kok, bara algjörlega upp í kok. En vera má að ESB hafi ekki lagt sig eftir því hvað það er sem aðildar- þjóðirnar sækjast eftir og hefur leyft sér að gera allt mögulegt sem er fólki til skap- raunar. Og ég veit að það er fjarri því að Ítalir séu ánægðir með ESB. Bretland þurfti sárlega á breytingum að halda á þessu samstarfi, með einum eða öðrum hætti. Það var orðið algjörlega óhjá- kvæmilegt að gera þær breyt- ingar.“ Hér heima unga menn út greinum og fullyrða rakalaust að EES-samningurinn kunni að hrökkva upp af fylgi Íslend- ingar ákvæðum hans og hafni tilskipunum þaðan. Með öðrum orðum má vegna uppdiktaðrar skelfingar engu hafna þrátt fyrir ótvíræða heimild samn- ingsins. Rökrétt niðurstaða þeirrar þráhyggju að engri kröfu frá ESB megi hafna er að Íslandi haldi meðvirkninni áfram þar til landið er komið inn í ESB án þess að hafa tekið ákvörðun um það! Hafa menn komið sér upp meinloku með því að detta á höfuðið úti í guðs- grænni náttúrunni?} Eitthvað ónáttúrulegt við ESB? S umum þykir betra að sjá fortíðina í hillingum og finna samtíðinni margt til foráttu. Sumir ala á ótta yfir því óvænta og ófyrirsjáanlega og líta á framtíða sem ógnun við óbreytt ástand. Sumir segja að allt hafi verið betra í gamla daga. Við erum fljót að gleyma, ýmis vandamál samtíðar fortíðarinnar heyra sögunni til og gleymast í skugga nýrra vandamála samtíðar samtímans, vandamála nýrra tíma. Ákvarðanir teknar í fortíðinni skapa umhverfið sem við bú- um við í dag, og ákvarðanir dagsins í dag móta framtíðina. Í gamla daga gengum við í EES-samstarfið, og í gamla daga samþykktum við að orkan heyrði undir samninginn. Í gamla daga sam- þykktum við orkupakka eitt og tvö, og var það íslensku samfélagi mikil blessun. Með raforkulögunum frá 2003 var innleitt nýtt skipulag raforkuviðskipta hér á landi, raforkuvinnsla og sala raforku var gefin frjáls og í dag keppa nokkur fyrirtæki á þeim markaði, og fer þeim fjölgandi. Líkt og sagan dæmir verk og gjörðir fortíðarinnar, dæmir hún ákvarðanir og verk okkar sem störfum á vett- vangi stjórnmálanna í dag. Meðal annars ákvarðanir sem við tökum um framtíðarskipan raforkumála á Íslandi og þátttöku Íslands í víðara samfélagi þjóða á vettvangi EES. Við sem sitjum í utanríkismálanefnd höfum á síðustu mán- uðum fjallað ítarlega um þriðja orkupakkann. Við tókum á móti fjölda gesta, tugum umsagna og á máls- meðferð þriðja orkupakkans sér engin for- dæmi meðal annarra EES-mála hérlendis. Hvorki sú mikla vinna sem átti sér stað innan ráðuneytanna né sú umfangsmikla vinna sem hefur átt sér stað innan Alþingis. Utanríkisráðuneytið leitaði ráðgjafar fær- ustu sérfræðinga landsins í Evrópurétti til að bregðast við efasemdaröddum. Hvort innleið- ing þriðja orkupakkans í landsrétt brjóti í bága við íslenska stjórnarskrá, og telja sérfræðing- arnir svo ekki vera. Hvort verið sé að afsala ákvörðunarvaldi íslenskra stjórnvalda yfir auðlindum landsins til Evrópusambandsins, og telja sérfræðingarnir svo ekki vera. Loks hvort innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér lagningu sæstrengs, og ekki telja sérfræðing- arnir svo vera. Öllum steinum hefur verið velt við skoðun málsins. Innleiðing þriðja orkupakkans er ekki aðeins hættulaus, heldur eru reglur hans til hagsbóta fyrir Íslendinga vegna aukinnar neytendaverndar og reglna sem stuðla að samkeppni og jafnræði milli aðila. Ekkert í þriðja orkupakkanum er af því tagi að þörf sé á að grípa til neyðarráðstafana á borð við að hafna honum og vísa aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar. Það er ástæðulaust að óttast framtíðina. Ég treysti Ís- lendingum dagsins í dag, og morgundagsins, til þess að stíga inn í hið óorðna með hugrekki og þor. Bryndís Haraldsdóttir Pistill Fortíð, framtíð – og dagurinn í dag Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is D anir syrgja nú litrík- asta og vinsælasta kaupsýslumann sinn, Lars Larsen. Hann lést á heimili sínu í Silkeborg á Jótlandi á mánudaginn, 71 árs gamall eftir að hafa barist við krabbamein um nokkurt skeið. Larsen var talinn þriðji ríkasti mað- ur Danmerkur með eignir upp á um 50 milljarða danskra króna, næstum þúsund milljarða íslenskra króna. Var auðlegð hans einkum sprottin af velgengni hins kunna fyrirtækis hans, Jysk, sem velti um 30 millj- örðum danskra króna á síðasta rekstrarári. Larsen stofnaði mörg önnur fyrirtæki en þau hafa átt mis- jöfnu gengi að fagna. Af fátækum kominn Larsen fæddist ekki með silfur- skeið í munni. Foreldrar hans voru af fátæku fólki komnir en urðu bjargálna fyrir dugnað og framtaks- semi. Stunduðu þau kartöflurækt á býli sínu við þorpið Arnborg á Mið- Jótlandi. Faðir Larsens lést áður en hann fæddist í ágúst 1948 og stóð móðir hans þá uppi með fjögur ung börn. Neyddist hún til að selja jörð- ina. Hún kom þó fótum undir fjöl- skylduna að nýju með rekstri sæl- gætisverslunar þar sem börnin afgreiddu með henni, en lífið ein- kenndist af basli og sótti þunglyndi að henni og gerði hana loks óvinnu- færa. Þessar aðstæður urðu til þess að Larsen strengdi þess heit að brjótast úr viðjum fátæktarinnar. Skólagöngu hans lauk þegar hann var 16 ára og byrjaði hann þá að vinna í verslun sem seldi rúmföt, sængur, dýnur og kodda og ýmsar aðrar heimilisvörur. Fljótt tóku hús- bændur hans eftir hugkvæmni hans við sölu og auglýsingar. Löngunin til að vera sjálfstæður og láta til sín taka blundaði alltaf í honum. Eftir að hafa starfað í rúmfataverslunum í fimmtán ár stofnaði hann vorið 1979 með tveimur vinum sínum verslun með rúmföt í Árósum. Veðsetti Lar- sen hús sitt til að koma undir hana fótunum. Fyrirmyndir sótti hann meðal annars til IKEA í Svíþjóð og Aldi-verslunarkeðjunnar þýsku. Nýja verslunin var til húsa í stórri vöruskemmu fyrir utan borg- ina og nefnd Jysk sengetøjslager. Nú heitir hún einfaldlega Jysk. Sér- kenni hennar var – og er enn – ódýr- ar og einfaldar vörur og margvísleg tilboð. Vörur voru í byrjun hafðar á brettum og ekkert lagt í innrétt- ingar. Þaðan er lager-heitið komið. Fáir voru við afgreiðslu, en versl- unin sló í gegn strax í upphafi og boltinn byrjaði að rúlla. Nú eru verslanir sem reknar eru undir heiti Jysk í Danmörku rétt innan við 100 og á þriðja þúsund utanlands. Sam- starfsverslanir eru 23 þúsund í 52 löndum. Fyrirtækið er alþjóðlegt viðskiptaveldi. Aðalsöluvörurnar eru þó eins og í upphafi, rúmföt, dýnur, sængur, koddar, gluggatjöld, hús- gögn og tengdar vörur fyrir heim- ilin. Sonur Larsens, Jacob Bruns- berg, tók yfir stjórn eignarhalds- félags Jysk-verslananna í sumar sem leið þegar skýrt var frá veik- indum Larsens. Þá lá ljóst fyrir að hann fengi ekki bót meina sinna og kaus hann að verja síðustu mánuð- unum með fjölskyldunni á heimili sínu. Höfðaði sterkt til Dana Alþýðleg framkoma Larsens og það hve annt hann lét sér um fyrir- tækið, vörur þess og þjónustu, höfð- aði sterkt til almennings í Dan- mörku. Fólk skynjaði að hann var það sem kallað er self made man, hafði hafist af sjálfum sér til auðs og umsvifa. Frægar urðu sjónvarps- auglýsingar Jysk þar sem Larsen talaði sjálfur beint til áhorfenda: „Go’ daw, jeg hedder Lars Larsen, og jeg har et godt tilbud til dig,“ sagði hann með bros á vör. Þessi orð urðu fleyg og voru seinna valin sem heiti á ævisögu hans sem kom út fyr- ir fimmtán árum og varð metsölurit. Árið 2011 kom út bókin Jysk – køb- mandskabets hemmelighed þar sem Larsen sagði frá því hver galdurinn væri að baki Jysk-ævintýrinu. Störf í verslunum Jysk hafa verið eftirsótt enda kappkostaði Larsen að gera vel við starfsfólk sitt með kaupaukum og afmælisgjöfum og annarri tilbreytni. Ekki hefur allur rekstur sem Larsen beitti sér fyrir notið sömu velgengni og Jysk. Fyrir þrjátíu ár- um gerði hann tilraun til að hasla sér völl í ferðaþjónustu og stofnaði þá ferðaskrifstofuna Larsen Rejser í anda ferðakóngsins fræga Simons Spies. Var hugmyndin að bjóða ódýr ferðalög um heiminn. Reksturinn komst þó aldrei á flug og varð Lar- sen að selja fyrirtækið tíu árum síð- ar eftir mikinn taprekstur. Hann reyndi einnig fyrir sér í rekstri sushi-veitingastaða og rafbílafram- leiðslu en bæði fyrirtækin hafa verið rekin með tapi fram til þessa. Líklegt er þó að Jysk eigi lengi eftir að halda nafni Larsens á lofti. Hófst af sjálfum sér til auðs og umsvifa AFP Frumkvöðull Lars Larsen, stofandi viðskiptaveldisins Jysk. Myndin var tekin í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Árósum fyrir fimm árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.