Morgunblaðið - 21.08.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.08.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019 Krani Hulunni af nafni nýs gámakrana Eimskips í Sundahöfn var svipt í gær og nefnist hann Straumur. Fór athöfnin fram að viðstöddum fjölda starfsmanna Eimskips. Eggert Fyrir liðlega tveim- ur árum skrifaði ég hér í Morgunblaðið undir fyrirsögninni; Ég er stoltur Íslend- ingur og sagði meðal annars: „Ég hef alla tíð ver- ið stoltur af því að vera Íslendingur. Ég er stoltur af sögunni, menningunni, náttúr- unni – hreykinn af því að tilheyra fámennri þjóð sem hefur tekist að varðveita tungumál sitt. Stoltur af því hvernig afar mínir og ömmur og síðar pabbi og mamma tóku þátt í að leggja grunninn að einu mesta velferðarríki heims. Stoltur af því hvernig fyrri kynslóðir brutust út úr gildru eins mesta fátæktarríkis Evrópu, svo ég og aðrir sem á eftir hafa komið geti notið velmegunar.“ Þetta viðhorf fer í taugarnar á mörgum en einkum þeim sem líta svo á að hugmyndin um þjóðríki – um frjálst og fullvalda land – sé úr- elt og eigi aðeins heima á ösku- haugum sögunnar. Með sama hætti virðist það vera eitur í beinum margra sem háværastir eru um nauðsyn þess að verja fullveldi þjóðarinnar, að Íslendingar eigi opin og frjáls samskipti við aðrar þjóðir. Pólitískt fullveldi er hins vegar merkingarlaust ef fjárhags- legt frelsi þjóðar er ekki tryggt. Trúin á þjóðríkið Í júní 2016 samþykkti meirihluti breskra kjósenda útgöngu Bret- lands úr Evrópusam- bandinu. Allar götur síðan hefur verið reynt að koma í veg fyrir að niðurstaða í þjóðar- atkvæðagreiðslu næði fram að ganga. Öllum ráðum hefur verið beitt til að koma í veg fyrir Brexit. Elítan – andslits- lausir embættismenn, stjórnmálamenn og fjölmiðlar – beggja vegna Ermarsunds hefur alltaf átt erfitt að sætta sig við að almenningur taki aðrar ákvarðanir en þær sem búið er að viðurkenna sem hinar einu „réttu“. Þess vegna var brugðist hart við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar. Þingmaður Verkamanna- flokksins krafðist þess strax að þingið hundsaði vilja meirihluta kjósenda. Furðulostnir sérfræð- ingar og fjölmiðlungar fóru í keppni við að gera lítið út breskum al- menningi – töluðu niður til kjós- enda af hroka og yfirlæti. Gamla fólkið hefði ráðið úrslitum og tekið ákvörðun fyrir þá yngri. Ómennt- aðir væru útgöngusinnar en há- skólamenntað fólk styddi aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Sem sagt: Gamlir og ómenntaðir vita ekki hvað þeir gera. Ungt fólk og háskólamenntaðir hafa burði til að taka rétta ákvörðun fyrir land og þjóð. Theresa May tók að sér sem for- sætisráðherra að leiða Bretland út úr Evrópusambandinu. Lánleysi hennar var algjört. Boris Johnson hefur tekið við keflinu og stefnan er skýr. Hann ætlar að tryggja að vilji meirihluta kjósenda nái fram að ganga og til þess þurfi ekki sam- þykki eða uppáskrift frá Brussel. Boris Johnson trúir á þjóðríkið og mikilvægi fullveldis hverrar þjóðar. Þess vegna barðist hann fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópu- sambandinu og þess vegna leggur hann áherslu á að vilji meirihluta kjósenda nái fram að ganga. Um leið og hann hafnar yfirþjóðlegu valdi ESB hefur hann skýra sýn á framtíð Bretlands utan ESB. Hann ætlar að gera Bretland að efna- hagslegu stórveldi á grunni frjálsra viðskipta – fríverslunarsamninga – ekki síst við þjóðir Evrópu, Banda- ríkin og Kanada. Hann er sann- færður um að til langrar framtíðar séu tækifæri stærri og meiri utan Evrópusambandsins en innan. Hann ætlar að nýta fullveldi Bret- lands í samstarfi við aðrar þjóðir. Fríverslun í Norður-Atlantshafi Við Íslendingar höfum tryggt fjárhagslegt fullveldi með sífellt auknum samskiptum og opnum við- skiptum við aðrar þjóðir. Þar skipt- ir EES-samningurinn miklu en einnig fjöldi fríverslunarsamninga bæði beint við önnur lönd eða í gegnum aðild okkar að EFTA. Það er hlutverk íslenskra stjórn- valda að fjölga tækifærum þjóðar- innar en ekki fækka þeim. Aðild að Evrópusambandinu fækkar mögu- leikum okkar og þrengir þá valkosti sem sjálfstæð þjóð þarf að eiga. Í gegnum EES standa markaðir ríkja Evrópusambandsins okkur opnir og við höfum um leið fullt frelsi til eiga viðskipti við aðrar þjóðir með þeim hætti sem við semjum um í tvíhliða samningum. Allur heimurinn getur verið undir enda er Ísland eitt opnasta hagkerfi heims í vöruviðskiptum samkvæmt úttekt Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar. Í október 2010 setti ég fram þá hugmynd að íslensk stjórnvöld ættu að hafa frumkvæði að því að mynda nýtt fríverslunarsvæði á norður- slóðum, með þátttöku Noregs, Fær- eyja, Grænlands, Kanada og Bandaríkjanna auk Íslands. Það blasir við að Bretland á að taka þátt í slíku samstarfi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu. Aðild að ESB hefði komið í veg fyrir slíkt sam- starf. Markmiðið er ekki aðeins að mynda fríverslun heldur ekki síður að búa til formlegan samstarfsvett- vang um náttúruvernd og sameigin- lega öryggishagsmuni. Samhliða eigum við að vinna að því að löndin sjö taki upp nána samvinnu á sviði vísinda, rannsókna, lista, mennta og menningar. Afl leyst úr læðingi Samstarf á norðurslóðum virðir fullveldisrétt og sjálfstæði hverrar þjóðar. Ég hef haldið því fram að með slíku samstarfi verði ekki að- eins til eitt mesta hagvaxtarsvæði heims, heldur verði leyst úr læðingi sameiginlegt afl þjóðanna á sviði vísinda og náttúruverndar, að ógleymdu lífskryddinu sjálfu – list- um og menningu. Áhugi þjóða heims – ekki síst stórveldanna – á norðurslóðum hef- ur stóraukist á undanförnum árum og í því felast jafnt ógnanir sem mikil tækifæri fyrir Ísland. Með því að beita sér fyrir sjö þjóða sam- starfi vinnst tvennt; tækifærin eru nýtt og tekist er á við ógnanir í samvinnu við vinaþjóðir. Við Íslendingar höfum nýtt full- veldisrétt okkar af skynsemi í sam- starfi við aðrar þjóðir ekki síst með þátttöku í Atlantshafsbandalaginu en ekki síður með því að tryggja greiðan aðgang að 500 milljóna manna markaði í Evrópu í gegnum EES-samninginn. Í samstarfi við aðrar þjóðir höfum ekki fengið allt fyrir ekkert og því þurft að gefa eftir líkt og þær þjóðir sem við eig- um samstarf við. Samstarfsvettvangur frjálsra þjóða við Norður-Atlantshaf getur orðið öllum þjóðunum lyftistöng og skotið mikilvægri stoð undir efna- hagslegt sjálfstæði Íslands. Með EES-samningnum og samvinnu ríkjanna sjö á sviði viðskipta, menn- ingar, umhverfis- og öryggismála, eru tækifæri okkar Íslendingar nær ótakmörkuð. Og fullveldið styrkist, jafnt pólitískt og fjárhagslega. Eftir Óla Björn Kárason » Þetta viðhorf fer í taugarnar á mörg- um en einkum þeim sem líta svo á að hugmyndin um þjóðríki sé úrelt og eigi aðeins heima á öskuhaugum sögunnar. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Alþjóðleg samvinna sem styrkir fullveldið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.