Morgunblaðið - 21.08.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019
✝ Sigurður Stef-án Vilhjálms-
son fæddist að
Brekku í Garði 15.
október 1939.
Hann lést að Hlé-
vangi 12. ágúst.
2019.
Foreldrar hans
voru Steinunn Sig-
urðardóttur, f.
24.8. 1917, d. 13.4.
2013, og Vil-
hjálmur Halldórsson, f. 5.7.
1913, d. 1.4. 1997. Systkini
hans eru Kristján Vilberg, f.
28.9. 1938, giftur Vigdísi Böðv-
arsdóttur, f. 14.6. 1943. Krist-
jana Þorbjörg, f. 3.6. 1941, gift
d.11.9. 1965. 2)Ásta María, f.
12.2. 1967, d. 29.4. 1972. 3)
Steinunn Una, f. 5.8. 1971, gift
Sigurði Haraldssyni og eiga
þau 4 börn. Svala Dís, f. 29.4.
1991, sambýlismaður Brynjar
Guðjónsson, f. 29.3. 1989. Eiga
þau eina dóttur, Unu, f. 10.2.
2016. Sigurður Freyr, f.27.7.
1994, Halldór Logi, f. 3.1. 2001,
Hafþór Smári, f. 10.10. 2006. 4)
Erla Svava, f. 20.8. 1977, á hún
þrjú börn, Svavar Loic, f.
13.11. 2011 og tvíburarnir
Svala Gabríella og Sigurdís
Chloe, f. 9.1. 2014.
Sigurður var til sjós en var
síðan leigubílstjóri á Aðalstöð-
inni í Keflavík og atvinnukaf-
ari. Sigurður var við slæma
heilsu síðustu ár og fór á Hlé-
vang haustið 2018.
Útför Sigurðar fer fram frá
Útskálakirkju í dag, 21. ágúst
2019, og hefst athöfnin klukk-
an 13.
Ágústi Pálmasyni,
f. 13.11. 1941, d.
15.1. 2016. Hall-
dór, f. 22.6. 1947,
giftur Gunnhildi
Ásgeirsdóttur, f.
14.1. 1948, d. 25.8.
2017. Vilhjálmur
Vilhjálmsson, f.
31.12. 1949, d.
10.12. 2017, maki
var Kristín Hulda
Óskarsdóttir, f.
11.3. 1957. Stefanía, f. 25.11.
1956, gift Kristni H. Kristins-
syni, f. 6.1. 1958.
Sigurður gifitist Ástríði
Svölu 1966. Þau eignuðust 4
dætur. 1)Óskírð, f. 10.9. 1965,
Eins og hafið varst þú mér,
lygn og spegilsléttur, djúpur og
óútreiknanlegur, ofsafenginn og
stundum ógnvekjandi, nálægur
en samt svo fjarlægur, djúpur af
visku, dimmur og bjartur. Þú
varst sólginn í hafið, sóttir í það
lífsviðurværi, styrk, gleði og
huggun. Þrautseigur og sterkur,
víðsínn, víðlesinn. Skarpgreind-
ur og kenndir mér svo ótalmargt
eins og að augu og sál tala ef
maður horfir aðeins dýpra, um
mannlegt eðli, að góðir menn
gera stundum slæma hluti og að
orð eru oft einskis virði. Á erf-
iðustu tímum lífs míns hefur þú
komið með visku þína og gæsku,
leiðbeint, hjálpað og bjargað
mér og mínum.
Hégómi, hræsni og yfirborðs-
mennska var ekki til hjá þér.
Það sem öðrum fannst um þig,
það kom þér ekki við, eins og þú
sagðir: „Ég er ekki í framboði,
ég þarf ekkert að pæla í því
hvað aðrir eru að hugsa“. Þú
komst til dyranna eins og þú
varst klæddur: áræðinn, sjálf-
stæður og engum háður. Góður
við þá sem minna mega sín.
Þú kenndir mér að virða og
njóta náttúrunnar og elska dýr.
Þú kenndir mér um gullhlekk-
ina, orkuna, áruna, að lesa í
nærveru fólks, hugleiðslu, lög-
málið um pendúlinn, þriðja aug-
að og ljósið. Að sætta mig við
það sem ég fæ ekki breytt, að
breyta því sem ég get breytt og
að hafa vit til þess að greina þar
á milli. Að vera vongóð og bjart-
sýn, að finna lausnir og setja
mig inn í málin. Að horfa lengra,
hvað skiptir máli í raun og veru
og hvað skiptir í raun engu máli.
Samband okkar var flókið, ást
og reiði, gleði og sorg, þó ávallt
djúp tenging. Æskuminningar
misjafnar, stundum var of mikið
vín en þú varst svo mikið meira
en það. Þú varst stór og mikil
persóna, það eru góðu minnn-
ingarnar sem lifa. Pabbi minn,
ég sé ljósið í þér. Ég virði þig,
elska og kveð þig með miklum
söknuði.
Þín,
Una.
Hinn 12. ágúst rétt fyrir mið-
nætti yfirgaf hann pabbi líkam-
ann sinn og þessa tilvist. Það var
langur aðdragandi og talaði
hann um að vera sáttur við að
skipta um tilvist, sannfærður um
að það sem biði hans væri gott.
Það er einlæg ósk mín, elsku
pabbi, að þú sért nú aftur orðinn
frár á fæti, verkjalaus og glaður.
Þessar hugrenningar fara
með mig aftur til sumardaga
æsku minnar þar sem við hlup-
um um í móanum í Garðinum,
tíndum kríuegg og stálum
skreið. Síðan fórum við til ömmu
á Brekku og fengum soðna ýsu
og nýuppteknar kartöflur.
Á þessum árum var pabbi
ósigrandi víkingur í augum litlu
stelpunnar hans. Að fara með
pabba í vinnuna var engin venju-
leg upplifun því pabbi minn vann
við það að stökkva út í Atlants-
hafið í öllum veðrum, vopnaður
sveðjum til að skera úr skrúfum
bátanna. Oft gerði hann þetta
með leikrænum tilþrifum, sló sér
á brjóst og hrópaði hér kemur
Siggi súper! Þetta sló á áhyggj-
ur litlu stelpunnar sem sat á
bryggjunni og hafði það hlut-
verk að fylgjast með loftbólun-
um og passa að enginn færi um
borð á meðan hann væri í kafi.
Síðar kölluðu þessir leikrænu
tilburðir fram hormónatengda
blygðunarkennd hjá unglings-
stúlkunni sem sat enn á bryggj-
unni. Það er eðlileg að samband
föður og dóttur breytist þegar
unglingsárin ganga í garð. Ég
hef ekki reynt það á eigin skinni
hvernig það er að eiga ungling.
Pabbi fór inn í það hlutverk með
það að meginmarkmiði að gera
þennan litla mjóa fugl sinn
fleygan.
Pabba þótti lífið merkilegt og
lærdómsríkt og var opinn fyrir
því að fræða sig um allar hliðar
lífsins. Það var sama hvert mál-
efnið var, hann hafði alltaf eitt-
hvað fróðlegt til málanna að
leggja.
Öllum þessum fróðleik var
hann óþreyttur að deila með
okkur hinum í fjölskyldunni. Oft
talaði hann fyrir daufum eyrum,
sérstaklega þegar ég var á aldr-
inum 14-20 ára. En hann lét
engan bilbug á sér finna og var
alveg sama þótt mér fyndist
hann ekki mjög skemmtilegur
og hélt bara sama fyrirlesturinn
aftur og aftur þar til hann var
fullviss um að skilaboðunum
væri náð.
Þetta varð til þess að ég fann
mig einn daginn sem ungan há-
skólanema sem kunni alls konar
hluti sem aðrar ungar konur
kunnu ekki. Eins og að laga
gamla Saabinn minn, koma hita
á kalda ofna, lesa í stjörnurnar
og finna orku frá steinum. Einn-
ig kunni ég að verja mig og var
send vopnuð á hverja einustu
útihátíð sem ég fór á.
Ef eitthvað bjátaði á þá var
það oftast pabbi sem gaf bestu
ráðin. Ráð gefin af undraverðu
hlutleysi. Ekki alltaf það sem
maður vildi heyra þá stundina
en reyndust síðar vera bestu
ráðin.
Pabbi var ekki fullkominn,
hann hafði sína bresti og sorgir
sem höfðu áhrif á hann og óhjá-
kvæmilega á mig sem dóttur
hans.
Á þessari stundu sem fullorð-
in kona á ferðalagi eftir vegi
minninganna skil ég hann betur
og ég er þakklát, einfaldlega
þakklát fyrir að vera dóttir hans
og fá að læra af honum.
Elsku pabbi, hin djúpa rödd
viskunnar, bassastrengurinn
sem hljómar í kjarna mínum, ég
mun muna þig.
Erla Svava.
Elsku yndislegi afi okkar, sú
hugsun að þú sért farinn frá
okkur er erfið. Þú náðir að
tengjast okkur öllum á svo góð-
an og einstakan hátt. Þú gafst
okkur alltaf tíma og náðum við
hvert fyrir sig að mynda ein-
stakt samband við þig. Að koma
til þín gaf okkur svo mikið hvort
sem það var huggun eða
styrkur. Að setjast í hæginda-
stólinn við hliðina á þér inni í
stofu var alltaf svo góð tilfinn-
ing. Þú varst með einstaka nær-
veru, svo jarðbundinn. Hvort
sem okkur leið illa eða vel erum
við sammála um það að við löbb-
uðum alltaf út glaðari og sterk-
ari til að sigra lífið. Jafnvel þótt
lítið sem ekkert væri sagt hafðir
þú samt róað huga okkar. Vitr-
ari mann er erfitt að finna. Við
fundum alltaf hversu stoltur þú
varst af okkur og hafðir svo
mikla trú á öllu sem við tókum
okkur fyrir hendur. Svo endaðir
þú flestar samræður á „ertu
viss? Piss piss“ og hlóst. Einnig
spurðir þú okkur iðulega hvort
okkur vantaði ekki smá aur,
vildir alltaf vera að gauka að
okkur pening.
Við munum aldrei gleyma
þér. Og munu allar þessar góðu
minningar um þig lifa með okk-
ur og börnum okkar.
Við elskum þig.
Svala Dís, Sigurður Freyr,
Halldór Logi og
Hafþór Smári.
Bróðir minn Sigurður er lát-
inn, hann var mér mjög kær eins
og öllum sem til hans þekktu.
Við ólumst upp við sama góða
atlætið í foreldrahúsum að
Brekku í Garði.
Með barnaskólanum byrjaði
hann að vinna eins og allir í stór-
fjölskyldunni hjá afa í Vörum.
Siggi var átta árum eldri en ég
og góð og skemmtileg fyrirmynd
bæði í leik og starfi. Bíladellan
var áberandi fylgifiskur Sigga á
hans yngri árum og eignaðist
hann marga flotta bíla á lífsleið-
inni og var seigur að prútta og
semja um kaup og skipti. Þegar
Siggi hóf leigubílaakstur notaði
hann bílnúmer sem varð frægt á
Suðurnesjum og víðar, G 979,
vegna hraðaksturs Sigga, en það
var nú bara stöku sinnum þegar
vel stóð á.
Mér er minnisstætt þegar ég
keypti minn fyrsta bíl, Siggi var
þá minn samningamaður og
hann sannaði vel hæfileika sína
mér til hagsbóta. Hann var
handlaginn fyrr á árum og fórst
það vel úr hendi að gera við bíla.
Hann var mikið að róa til
veiða í Garðsjónum strax sem
strákur. Pabbi okkar átti fína
trillu, Fram, sem var sexæring-
ur sem langafi okkar Þorsteinn
Gíslason hafði átt en afi í Vörum
eignaðist skipið og nokkrir
bræður pabba gerðu út á Fram.
Pabbi eignaðist síðan skipið og
gerði út á því um tíma. Siggi var
einmitt sá síðasti sem gerði út á
Fram, skipinu var lagt um 1960,
en stendur nú uppgert á
byggðasafninu á Garðskaga
(blessuð sé minning þessara for-
feðra okkar), allir fengum við
bræður snemma að kynnast
færaveiðum í Garðsjónum á
Fram, það var gaman. Siggi
elskaði að fara á sjó, sérstaklega
á vorin, og hann var fiskinn og
duglegur. Síðar eignaðist hann
með öðrum sex tonna þilfarsbát,
Andey, það gekk vel. Árið 1963
eignaðist Siggi froskbúning og
fór að stunda köfun, hann átti
vini hjá útgerðarfyrirtækjum
hér á Suðurnesjum og skipstjóra
sem hringdu í hann þegar vant-
aði kafara. Það var oft sem net
flæktust í skrúfum báta og þá
var Siggi snöggur að bregðast
við. Eitt eftirminnilegasta æv-
intýri sem við áttum saman
bræðurnir gerðist á árunum
1968-1970. Þá átti Villi bróðir
skemmtilegan frambyggðan eik-
arbát og vorum við Siggi og Villi
að kafa og finna skipsflök, þetta
voru skemmtileg ævintýri sem
enduðu með stórkostlegum ár-
angri þegar við náðum að landi
skipsskrúfu sem vigtaði 6,4 tonn.
Kæri bróðir og vinur, ég
þakka þér fyrir vináttuna og
kærleika þinn, gangi þér vel á
leið þinni í Sumarlandið, við vit-
um að þér verður þar vel tekið
af honum sem öllu ræður, for-
eldrum, forfeðrum þínum og vin-
um. Sjáumst síðar. Guð blessi
ætíð minningu þína.
Halldór Vilhjálmsson.
Það var glaðvær hópur ungs
fólks sem ég kynntist í Keflavík
árið 1958. Piltarnir voru flestir
úr Garðinum sumir nokkuð
drjúgir með sig vegna uppruna
síns. Siggi skar sig úr, stelp-
urnar kölluðu hann Sigga oss, ég
hélt það væri stytting úr Odds-
son en komst seinna að því að
hann var Vilhjálmsson og nafn-
giftin táknaði Siggi okkar. Á
þessum árum varð ungt fólk
sjálft að finna sér afþreyingu,
það voru engar félagsmiðstöðv-
ar, tölvur eða snjallsímar. Það
má því í raun segja að bíllinn
hans Sigga „Fræserinn“ hafi
verið félagsmiðstöð þessara ung-
menna sem hann sótti á kvöldin
og rúntaði með um götur Kefla-
víkur og nágrennis. Þar var
spjallað, hlegið, keypt pepsí og
buff eða prins póló.
Fyrst hélt ég að Siggi væri
ábyrgðarlaus galgopi, hann var
ófeiminn og alltaf að finna upp á
einhverju óvæntu. En þegar ég
kynntist honum komst ég að því
að svo var ekki, hann var hugs-
uður og það var eins og hann
væri búinn að þaulhugsa flest
sem hann var spurður um og eru
svör hans mörg eftirminnileg.
Unglingsárin liðu fljótt og al-
vara fullorðinsáranna tók við
bæði með sorgum og sigrum.
Heilsuleysi Sigga undanfarin ár
reyndi mikið á en hann bar sig
alltaf vel og sló á létta strengi
þegar við hittumst eða töluð-
umst við. Ég kveð kæran vin og
þakka fyrir áratuga vináttu.
Ingibjörg Sigfúsdóttir.
Sigurður
Vilhjálmsson
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HERDÍS TRYGGVADÓTTIR,
lést fimmtudaginn 15. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju
föstudaginn 23. ágúst klukkan 15.
Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir
Þorsteinn Þorgeirsson Ásta Karen Rafnsdóttir
Sigríður Þorgeirsdóttir Magnús Diðrik Baldursson
Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson María Heimisdóttir
Elísabet, Herdís, Sóla, Tryggvi,
María Elísabet, Ásgeir Þór, Gunnar Þorgeir,
Herdís Athena, Hörður Tryggvi, Gísli,
Hekla Lúísa, Tryggvi Veturliði og Ísold Aurelia
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, systir og amma,
ÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR,
lést á gjörgæsludeild Landspítala við
Hringbraut 15. ágúst. Útförin fer fram frá
Akraneskirkju þriðjudaginn 27. ágúst
klukkan 11.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á að styrkja lungnarannsóknir á Íslandi,
Háskóli Íslands kt. 600169-2039, banki 137-26-018240, skýring
greiðslu er 1233992.
Aad Groeneweg
Ólafur Þór Jóelsson Margrét Sif Hákonardóttir
Jón Pétur Jóelsson
Harold Groeneweg Bodil Groeneweg
Íris Anna Groeneweg Þórarinn R. Pálmarsson
Helga Jóna Ólafsdóttir Ásgeir Friðsteinsson
Edda Ólafsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
HERDÍS BJARNEY
STEINDÓRSDÓTTIR,
Gullengi 23, Reykjavík,
er látin.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn
26. ágúst klukkan 15.
Snæbjörn Þór Ingvarsson
Marteinn Þór Snæbjörns. Wally Bluhm
Lilja Dís Snæbjörnsdóttir Teddy Sidelmann Rasmussen
Guðbjartur Mar Snæbjörns.
Ingvar Skúli Snæbjörnsson
Snæbjörn Kári Marteinsson
Emma Olivia Bluhm
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÁGÚST GUNNAR ODDGEIRSSON,
Hábrekku 13,
Ólafsvík,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi
föstudaginn 16. ágúst, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju
laugardaginn 24. ágúst klukkan 14.
Sæunn Kristjana Ágústsdóttir
Rúnar Hallgrímsson
Bryndís Ásta Ágústsdóttir Arnar Laxdal Jóhannsson
Atli Már Ágústsson
Hjálmdís Ólöf Ágústsdóttir Þorgils Arnar Þórarinsson
og barnabörn