Morgunblaðið - 21.08.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.08.2019, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019 ✝ GunnlaugurValgarð Briem fæddist í Reykjavík 31. janúar 1925. Hann lést á hjarta- deild Landspítal- ans 31. júlí 2019. Foreldrar hans voru Ólafur Jó- hann Gunnlaugs- son Briem, f. 1884, d. 1944, skrif- stofustjóri hjá Kveldúlfi & SÍF og Anna Val- gerða Briem, f. Claessen, f. 1889, d. 1966, húsmóðir og pí- anókennari. Systkini Valgarðs: Anna Margrjet Þuríður, f. 1912, 1994; Guðrún, f. 1915, 2006; Gunnlaugur Friðrik, f. 1918, 1997; og Eggert Ólafur, f. 1933, d. 2006. Valgarð kvæntist 14. mars 1950 Bentu Margréti Jóns- dóttur, f. 6. maí 1925, skólasyst- ur sinni úr V. Í. Foreldrar henn- ar: Karitas Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 1899, d. 1982, og Jón Steingrímsson sýslumaður, f. 1900, d. 1961. Börn Valgarðs og Bentu eru: A) Ólafur Jón Briem, skipaverkfræðingur, f. 1953. Maki: Sóley Enid Jóhanns- dóttir, f. 1956. Börn Ólafs og Sesselju Margrétar Magnús- dóttur, f. 1956, d. 2005: a) Eirík- ur Atli, f. 1979. Maki: Ásdís Halla Arnardóttir; börn þeirra: i) Embla Sól, f. 2000, (dóttir Ás- dísar Höllu og Loga Bjarna- sonar); ii) Benedikt Kristinn, f. 2003, (sonur Eiríks Atla og Ing- unnar Guðbrandsdóttur); iii) Kolfinna Margrét, f. 2006; iv) Styrmir Darri, f. 2014; v) Sölvi Hrafn, f. 2016. b) Anna Margrét, f. 1982. Maki: Emil Haraldsson. Börn hennar og Gunnars Páls Pálssonar: i) Ólafur Páll, f. sjórétti og sjótryggingum í London 1950-51 og hlaut löggildingu sem niðurjöfnunar- maður sjótjóna 1951, málflutn- ingsréttindi fyrir héraðsdómi 1953 og Hæstarétti 1971. Valgarð var lögfræðingur Bæjarútgerðar Reykjavíkur 1951-59 og jfr. framkvæmdar- stjóri Umferðarnefndar Reykja- víkur 1955-59. Forstjóri Inn- kaupastofnunar Rvíkurborgar 1959-66. Rak lögmannsstofu í Reykjavík 1966-99. Valgarð var formaður nefndar sem annaðist framkvæmd breytingar úr vinstri í hægri umferð á Íslandi 1968. Valgarð var virkur í félags- málum frá unga aldri. Var for- maður Málfundafélags Verzlunarskóla Íslands 1942 og í stjórn Nemendasambands V.Í. 1946-1950, í stjórn Heimdallar, F.U.S. 1943-49, formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta 1947-48. Hann sat í þjóðhá- tíðarnefnd Reykjavíkur 1963- 65, formaður 1966-67. Formað- ur Samtaka sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi 1969-71, for- maður Landsmálafélagsins Varðar 1972-73. Í flokksráði Sjálfstæðisflokksins 1972. Val- garð var varaborgarfulltrúi fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn í Reykja- vík 1974-86, formaður Umferðarnefndar Reykjavíkur 1974-1978. Formaður stjórnar Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar 1974-82. Þá var hann formaður Umferðarráðs 1983-90 og sat í stjórn Hins ís- lenska sjóréttarfélags. Valgarð gekk í Oddfellowregluna 1963, stúkuna nr. 5 Þórstein, og var mjög virkur í starfi hennar. Val- garð var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1975. Útför Valgarðs fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 21. ágúst 2019, klukkan 13. 2008, og ii) Margrét Þóra, f. 2010; barn hennar og Emils er: Ingólfur Andri, f. 2017. c) Benta Magnea, f. 1986. Maki: Magnús Þór Guðmundsson; börn þeirra: i) Valdimar Atli, f. 2015, og ii) Guðmundur Óli, f. 2018. d) Þóra Krist- ín, f. 1993. Maki: Sindri Snær Jónsson; barn þeirra: Valtýr Breki, f. 2018. B) Garðar Briem, lögmaður, f. 1956. Maki: Elín Magnúsdóttir, f. 1956. Börn Garðars og Ás- laugar Viggósdóttur: a) Val- garð, f. 1979. Maki: Brynja Brynjarsdóttir; börn þeirra: i) Garðar, f. 2009, ii) Brynjar, f. 2013, og iii) Birta, f. 2017. b) Viggó Davíð, f 21.06.1982. Maki: Lára Aradóttir; barn þeirra: Viktor Breki, f. 2019. Börn Garðars og Elínar Magnús- dóttur: c) Ingibjörg, f. 1989. d) Þórhildur, f. 1992. C) Gunn- laugur Briem, viðskiptafræð- ingur, f. 1960. Maki: Hanna Björg Marteinsdóttir, f. 1962; börn þeirra: a) Marteinn, f. 1989. Maki: Edda Björg Bjarna- dóttir; barn þeirra: Bjarni Val- garð, f. 2017. b) Jón Arnar, f. 1991. Valgarð ólst upp í Reykjavík, bjó fyrst að Sóleyjargötu 17, síð- an Sogavegi 84, en í rúm 50 ár að Sörlaskjóli 2. Hann gekk í Miðbæjarbarnaskólann, síðan í Verzlunarskóla Íslands og varð stúdent þaðan vorið 1945 í fyrsta stúdentsárgangi skólans. Lögfræðiprófi frá Háskóla Ís- lands lauk hann vorið 1950. Hann stundaði framhaldsnám í Valgarð, tengdafaðir okkar, var stór maður, ekki bara hávax- inn og glæstur á velli heldur einn- ig stór í huga og hjarta. Hann var lífsglaður og hlýr og hafði gaman af að segja sögur og hlýða á. Hann lifði tímana tvenna og með frásagnarhæfileikum sínum gat hann miðlað til okkar einstökum minningum. Eftir að hann lauk störfum gafst tími til að skrifa margar þessara sagna niður. Á gleðistundum tók hann gjarnan í píanó eða gítar og spilaði eftir eyranu nánast hvað sem var. Einnig átti hann auðvelt með að setja saman vísur af ýmsu tilefni. Gleði og glettni kom þar gjarnan fram. Hann var gefandi í sam- skiptum og vinmargur eins og sjá mátti á samstarfshópum, skóla- félögum, spilahópnum, „klíkunni“ og fleiri vinahópum sem fóru eft- irminnilegar ferðir saman, jafn- vel þótt upphaflegur tilgangur væri löngu farinn eins og að „sækja hestana“. Fjölskyldan var Valgarð mikilvæg og samband þeirra hjóna kærleiksríkt. Með Bentu sér við hlið hlúði hann að fjölskyldunni og skapaði ótal tækifæri fyrir okkur að hittast og safna sameiginlegri reynslu. Oft var glatt á hjalla í Sörlaskjóli þegar öll fjölskyldan kom þar saman og ávallt voru móttökur hlýjar, sama á hvaða tíma bankað var upp á. Veiðiferðirnar í Gljúf- urá voru okkur einstakar. Val- garð sá til þess að barnabörnin hefðu veiðistöng og lærðu hand- tökin en sjálfur hafði hann unun af veiði. Á kvöldin var spjallað og sögur sagðar og fyrstu skrefin í briddsinu æfð. Ótal gæðastundir áttum við saman í sumarhúsum þeirra og í skíðaferðum sem gefa okkur nú ómetanlegar minning- ar. Í samskiptum við afa sinn lærðu barnabörnin gömul og góð gildi eins og að heilsa og kveðja. Valgarð sýndi börnunum traust og virðingu og talaði við þau sem jafningja. Hann fylgdist með þeim af áhuga í leik og starfi. Valgarð tókst á við breytingar af framsýni og skynsemi. Kom það vel fram á efri árum með þverrandi starfsþreki. Hann fylgdist með samtímanum, lærði á tölvu og skrifaði greinar um ýmis málefni. Þá lærði hann af Bentu sinni að sauma út og prjóna. Hélt hann því áfram fram á síðasta ár og árviss jólagjöf til okkar tengdadætranna var herðatré sem hann hafði prjónað utan um. Við kveðjum nú kæran tengda- föður með innilegu þakklæti fyrir þá hlýju sem við höfum notið og fordæmi og fyrirmynd sem hann hefur verið okkur. Elín, Hanna og Sóley. Í dag er kvaddur hinstu kveðju mætur maður, „lífskúnstner“ og fagurkeri, sem ávallt naut trausts til hinna fjölmörgu og ólíkustu verka. Ég var á barnsaldri í for- eldrahúsum þegar ég man fyrst eftir frænda mínum Valgarð Briem, fjallmyndarlegum ungum lögfræðingi, sem átti víða eftir að koma við. Mér þykir við hæfi að geta þess að langalangafi Val- garðs var Gunnlaugur Guð- brandsson Briem sýslumaður, f. 1773, d. 1834, er fyrstur tók upp ættarnafnið Briem, dregið af Brjánslæk á Barðaströnd. Náin kynni okkar Valgarðs hófust ekki fyrr en hann var kom- inn að miðjum aldri. Hann var frændinn sem ég bar mikla virð- ingu fyrir. Hann var skemmtileg- ur, fjölfróður og mikill sögumað- ur. Mannkostir Valgarðs voru auðsæir og drengskapurinn sá eiginleiki í fari hans sem við dáð- um mest. Ástúð og umhyggja gagnvart samferðamönnum sín- um voru aðalsmerki Valgarðs. Þau Benta kunnu að fanga ham- ingjuna og fara vel með hana enda voru þau gæfusmiðir hvort annars. Á áttunda áratugnum dundi ógæfan yfir fjölskyldu mína er bróðir minn og kona hans féllu bæði frá með fjögurra ára milli- bili frá fjórum ungum börnum sínum. Þar kom Valgarð sjálfboð- inn að erfiðu máli sem ekki var leyst í einu vetfangi. Þar sýndi frændi minn sinn mannlega styrk og færni til að fást við óeigin- gjarnt og víðtækt verkefni, sem seint eða aldrei verður nægilega vel þakkað. Þegar lífi öðlings sem Valgarðs er lokið stendur eftir mikið tómarúm. Guð veri með sálu Valgarðs á æðri tilverustig- um þar sem hans bíða verkefni okkur hulin. Við Hrafnhildur vottum ást- vinum Valgarðs dýpstu samúð og þökkum áratuga vináttu. Garðar Briem. Fyrstu minningarnar um föð- urbróður okkar, Valgarð, tengj- ast Sóleyjargötu 17. Húsið reisti faðir hans, Ólafur Jóhann Briem, og þar sleit hann barnsskónum, eins og við gerðum löngu síðar. Um það leyti sem við munum fyrst eftir okkur rak Valgarð lög- fræðistofu á 2. hæð og fundarstað nefndar til undirbúnings hægri umferð á Íslandi. Litríkir „H“- límmiðar á hjólhestum í nágrenn- inu voru áberandi og umstang í kringum þennan undirbúning. Löngu síðar fannst okkur gaman að fræðast um mannlífið við upp- haf byggðarinnar í nágrenni Sól- eyjargötu 17, sögu húsa, garða og mannlífs. Bernskuminningar Valgarðs náðu nefnilega nánast aftur til upphafsins, og hann var bæði góður penni og hafði gaman af að skrá söguna. Síðar fluttum við í Fossvoginn og áfram átti Valgarð frændi eftir að verða á vegi okkar sveipaður sama ævintýraljóma og nú á hest- baki. Þá var komin hægri umferð, en það virtist ekki skipta máli. Hann átti í einhverjum erindum, kom við í Grundarlandi og bauð okkur krökkunum far um óbyggð lönd og út Fossvoginn á tveimur eða þremur hestum sem fylgdu með í taumi. Hann sagðist hafa ætlað að verða bóndi eða prestur, en svo hringdi skólastjóri Verzlunar- skólans að nýloknu verzlunar- prófi. Skólastjórinn sagði skólann bjóða nú upp á nám til stúdents- prófs og væri hann að leita að efnilegum kandídötum. Valgarð tók boði skólastjóra og gerðist síðar lögmaður. Eftir því sem hann varð eldri og félagarnir týndu tölunni mátti samt grínast með á Verzló-endurfundum að 100% mæting væri hjá fyrsta stúdentsárgangi Verzlunarskól- ans þegar hann var orðinn sá eini eftir í útskriftarhópnum. Áratugum saman hittist fjöl- skyldan árlega í kringum afmæl- isdag Önnu Valgerðu ömmu, síð- sumars, í sumarbústað Valgarðs og Bentu, Skoti í Nesjum við Þingvallavatn. Þetta var alger ævintýraheimur fyrir okkur og síðar börnin okkar, sem nutu þess að fara á þetta ættarmót, fá að fara á bak og róa báti út á vatnið, ganga um náttúruna og spila knattleiki. Valgarð var næstyngstur fimm systkina, og þrátt fyrir ákveðinn virðuleika var mikil glaðværð sem fylgdi þeim systkinum, og mikil tónlist og kveðskapur. Hann hélt vel ut- an um skemmtisögur og kveð- skap þeirra systkina og kom sí- fellt á óvart með nýjar frásagnir og vísur. Hann var sá síðasti af þeim að kveðja þennan heim og erum við þakklát fyrir þá frænd- semi og hlýju sem hann veitti alla tíð. Blessuð sé minning Valgarðs frænda. Ása, Kristín og Ólafur Briem. Við minnumst Valgarðs Briem sem eins mesta höfðingja sem við höfum kynnst. Faðir okkar, Gunnar, sagði okkur frá því að hann hefði snemma séð hvað í hinum unga frænda bjó. Vinátta þeirra tveggja og gagnkvæm virðing varði alla tíð meðan báðir lifðu. Eftir lát föður okkar stofn- aði Valgarð minningarsjóð er varðveita skyldi minningu frænda síns. Hann hefur síðan drengilega stutt við sjóðinn ásamt Bentu og sonunum, og verður það seint fullþakkað. Trygglyndi Valgarðs gagnvart móður okkar og okkur systkinum eftir lát föður okkar hélst alla tíð. Þegar við hittum hann var eins og hann ætti í okkur hvert bein. Hann vildi fræðast um áhugamál- in og afkomendurna, alltaf hlýr og notalega glettinn. Á bak við var bráðskarpur hugur sem sá skemmtilega í gegnum flækjur mála og gat með einni setningu brugðið skýru ljósi á það sem skipti máli. Það var mannbæt- andi að hitta þau hjónin, Valgarð og Bentu. Við minnumst þorra- blóts í Efstaleiti, þar sem móðir okkar bjó og hafði boðið þeim hjónum í teitið. Er Valgarð og Benta svifu um dansgólfið varð Maríu, systur okkar, að orði: „Svona vil ég vera þegar ég verð áttræð.“ Það var tign og hlýja yf- ir þeim hjónum sem ekki verður tjáð með orðum. Við kveðjum Valgarð með mik- illi þökk og virðingu. Ásgeir, Sigurður, Dóra og María Kristín Thoroddsen og makar. Viðburðaríkri ævi Valgarðs Briem er lokið, nú þegar fá ár vantar upp á öld síðan hann fæddist. Hann var næstyngstur fimm systkina, þar sem móðir mín, Anna Margrjet Þuríður, var elst. Allur var systkinahópurinn eins og ég get best hugsað mér; velvild, umhyggjusemi og hlýja ríkjandi öllu öðru fremur – og glettni í góðum metum. Er ég þeim öllum óendanlega þakk- látur. Valgarð hét nafni móðurafa síns, fyrsta landsféhirðisins, og móðurbróður síns dr. Gunnlaugs Claessen, brautryðjanda rönt- genlækninga hérlendis, fyrir það hve vel sá reyndist systur sinni í veikindum fyrir fæðinguna. Snáðinn var þó sprækur og er gaman að sjá mynd af honum tveggja ára sitjandi á hestbaki fyrir framan föður sinn, vísi þess sem koma vildi. Ungur fór Valgarð í sveit að Arnbjargarlæk í Borgarfirði. Það hérað kom við sögu hans ævina langa. Hann naut þess í æsku að heimsækja í Borgarnesi Guðrúnu systur sína, sem þangað hafði gifst; þar tók hann á háskólaár- unum að gera hosur sínar grænar fyrir Bentu, skólasystur sinni úr Verzló sem varð hinn einkar far- sæli lífsförunautur hans, þau settu upp trúlofunarhringana á miðri Hvítárbrúnni gömlu; settur sýslumaður í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu var hann um stund eftir óvænt lát Jóns Steingríms- sonar tengdaföður síns; þar um slóðir fór hann margar hestaferð- ir og veiddi lax með fjölskyldu sinni; og í Ási nálægt Reykholti reisti hann sér síðla á ævinni vandað sumarhús því þar vildi Benta vera. Vandað var það sem Valgarð kom nærri; honum mátti treysta, rósemd hans og yfirvegun. Eftir stúdentspróf, þar sem hann var að áeggjan hins merka skóla- og útvarpsmanns Vilhjálms Þ. Gísla- sonar í fyrsta sjö manna hópnum sem útskrifaðist stúdentar frá Verzló 1945, fór hann í viðskipta- erindum til Bretlands og kom heim með Ford-bíl. Í honum fór- um við foreldrar mínir, Kristján bróðir og Guðríður föðursystir fyrstu ferð okkar norður í land; Valgarð var á leið í síldarverk- smiðju Kveldúlfs á Hjalteyri, þar sem hann vann á skrifstofunni nokkur sumur. Bíllinn var kom- inn allhátt í langa brekkuna upp Vatnsskarð og orkaði þá ekki meir. Valgarð var ekki brugðið, bað okkur að hraða okkur nú öll út, því teinabremsurnar héldu ekki nema skamma hríð. Allt fór vel, eins og vænta mátti þegar Valgarð var við stjórn. Þess nutu margir – ekki síst er hann með góðum samstarfsmönnum inn- leiddi hægri umferð á Íslandi 1968. Lögmannsstörf létu Valgarð vel. Ég þurfti einu sinni að bera undir hann álitaefni. Er mér minnisstætt hvernig hann liðaði málið skipulega niður þannig að niðurstaðan lá öldungis ljós fyrir. Skrif stundaði Valgarð frá unga aldri og var vel máli farinn; frábær sögumaður. Liggur fjöl- margt eftir hann sem veigur er í, fræði, frásagnir og margur smell- inn bragur. Óborganleg er lýsing hans, 11 ára, á brúðkaupi foreldra minna og fyrsta heimili í bréfi til Gunnu systur sinnar. Þar óskar hann sér líka að fá harmonikku í afmælisgjöf „en ekki ef hún er mjög dýr“. Valgarð var sífellt að iðja og ern til hinstu stundar en kvaddi sáttur; síðasta ferðin – fyrir þá löngu – var í sumar að Arn- bjargarlæk. Margt yljar á erfiðri stund – minningar frá ótal gleðiríkum dögum allt síðan Valgarð á leið í skólann bar litla frænda á háhesti af Sól. 17 til ömmu og frænku á Grundarstíg 5a. – Það mildar missi Bentu og þeirra góðu sona hver maður hann var. Guð blessi minningu Valgarðs og hans fólk. Ólafur Egilsson. Það er með trega að ég sest niður og minnist látins vinar eftir áratuga vináttu og samveru sem aldrei bar skugga á. Valgarð Briem var þeirrar manngerðar að jákvæðni og bjartsýni var allt- af í fyrirrúmi og setti svip sinn á þegar fundum okkar bar saman. Hann var fróður og glaðsinna og því fór maður jafnan glaðari af hans fundi. Notaleg gamansemi var honum eiginleg en aldrei var sú gamansemi á annarra kostnað. Þess vegna er gott að minnast hans. Valgarð var farsæll lögmaður og embættismaður sem kom víða við á ferli sínum. Hann var minn- isgóður með afbrigðum og hafði frá mörgu að segja. Hann var í fyrsta stúdentahópnum sem út- skrifaðist frá Verzlunarskóla Ís- lands árið 1945 og lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands, fyrstur stúd- enta Verzlunarskólans til að ljúka því námi. Að því loknu nam hann sjórétt sem sérgrein í framhalds- námi, annar í röð Íslendinga til að hljóta löggildingu sem niður- jöfnunarmaður sjótjóna. Valgarð bjó yfir afburða þekkingu á því sviði sem reyndist honum vel. Eitt af einkennum Valgarðs var að hann var aldrei hræddur við að ganga ótroðnar slóðir. Til marks um það var að hann varð frumkvöðull stöðumælavæðingar hér á landi. Fyrir rúmum 50 ár- um var hann valinn til forystu í framkvæmdanefnd hægri um- ferðar og á það var minnt í fyrra þegar hann ók bíl sínum frá vinstri akrein yfir á þá hægri, fyrstur allra hér á landi. Enginn vafi er á því að forysta hans átti mikinn þátt í að þetta varð farsæl framkvæmd. Báðir vorum við gæfusamir að tengjast ungir starfsemi Odd- fellowreglunnar og vinna saman innan hennar og hennar hugsjóna um margra áratuga skeið. Ótald- ar eru samvistir okkar á þeim vettvangi. Lagði hann mörgum framfaramálum lið og var tals- maður fjölmargra góðra verka og naut mikils trausts innan regl- unnar. Samvinna okkar innan Oddfellowreglunnar leiddi til góðrar vináttu okkar. Af þeirri vináttu leiddi að við stofnuðum svonefnt sumarhúsaeftirlit, okk- ur öllum til mikillar gleði. Á góðra vina fundum kom í ljós hve hag- mæltur Valgarð var. Og á ferðum okkar um landið létu hagmæltir óspart í sér heyra og var Valgarð fremstur í flokki þeirra sem tjáðu sig í bundnu máli. Minnisstæð er ferð okkar um Borgarfjörðinn fyrir ári sem hann stóð fyrir og við nutum leiðsagnar hans og frá- sagna og heimsóttum stórbýlin í héraðinu. Æskuheimili hans við Fjólu- götu var honum afar kært og til marks um ræktarsemi hans og söguvitund er að hann tók saman fyrir nokkrum árum yfirlit yfir húsin í götunni og nágrenninu lýsti byggingu húsanna og fólk- inu sem í þeim bjó. Þegar litið er til baka yfir far- inn veg er ofar öðru og koma fyrst í hugann hlýjan og ræktar- semin sem ætíð var hans ein- kenni. Hann var heilsteyptur í öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur. Hann ræktaði sína fjölskyldu og var einstakur eiginmaður, fað- ir og afi og stoltur af sínu fólki. Við Sigríður vottum Bentu og sonunum Ólafi, Garðari og Gunn- laugi og fjölskyldum þeirra inni- lega samúð. Hjalti Geir Kristjánsson. Sjö daga við svifum hér um fjöllin sæl og glöð í náttúrunnar geim, okkur gladdi Eyvindur og tröllin, erum nú á leið frá þessum heim. Dásamleg var dvölin uppi á fjöllum, draumar okkar margir rættust þar. Kveðjur fáið þið frá okkur ölllum, Eiki, Siggi, Kobbi og Valdimar, og allir hinir. Þetta var ein af Kerlingar- fjallavísum Valgarðs Briem, sem hann sendi okkur úr bíl sínum á leiðinni heim eftir viku dvöl á skíðanámskeiði í Kerlingar- fjöllum. Með Valgarði er genginn einn af dyggustu stuðningsmönnum Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum. Í 20 ár samfellt komu hann og Benta með fjölskylduna á nám- skeið skólans. Þau studdu skól- ann auk þess með ráðum og dáð. Valgarð skrifaði greinar í blöðin og tók að sér formennsku í nem- endasambandi skólans, sem stóð meðal annars að því að borað var eftir heitu vatni og varmaskipta- dæla keypt til upphitunar húsa skólans og í heita potta. Kom þetta okkur skíðaskólamönnum ákaflega vel og var ómetanleg að- stoð við uppbyggingu skólans. Valgarð Briem var magnaður maður sem dæmi sanna; fæddur foringi, fastur fyrir og alvörugef- inn við fyrstu kynni en léttur og skemmtilegur húmoristi þegar á reyndi. Eins og til dæmis á kvöld- vökum Skíðaskólans sem hann tók þátt í af lífi og sál. Þar kom í Valgarð Briem

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.