Morgunblaðið - 21.08.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 21.08.2019, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Raðauglýsingar Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti, Þingeyjarsveit Einbúavirkjun ehf. hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti. Kynning á frummatsskýrslu:Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 21. ágúst—2. október á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu Þingeyjarsveitar á Laugum, á Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is. Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 2. október 2019 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að eftirfarandi deiliskipulagi. Leynir 2 og 3, Rangárþingi ytra Landeigandi hefur fengið heimild sveitarstjórnar Rangárþings ytra til að leggja fram deiliskipulag af spildu sinni. Samkvæmt fyrirliggjandi áformum verður jörðin nýtt undir ferðaþjónustu. Á svæðinu er tjaldsvæði sem fyrirhugað er að efla m.a. með því að bjóða upp á heilsárstjöld/hjólhýsi til útleigu, auk mögulegrar stækkunar tjaldsvæðis. Einnig er ráðgert að vera með gistingu fyrir allt að 240 gesti í gestahúsum og/eða gistiheimili. Auk þess verða byggð allt að 4 íbúðarhús, m.a. með möguleika til útleigu. Lýsingin er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Skila má ábendingum við efni lýsingar til skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is Kynningu lýsingar lýkur föstudaginn 6. september nk. klukkan 15.00 Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is Haraldur Birgir Haraldsson, skipulagsfulltrúi. Rangárþing ytra Uppboð Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Hafnarstræti 107, 600 Akureyri, s: 458 2600 Eftirtalin ökutæki verða boðin upp á lóð Hafnarsamlags Norðurlands, við Fiskitanga á Akureyri, fimmtudaginn 29. ágúst 2019, kl. 14:00 eða á öðrum stað eftir ákvörðun uppboðshaldara, sem verður kynnt á staðnum: 1 Bifreiðar og önnur ökutæki: Krafist verður greiðslu við hamarshögg og verða ávísanir ekki teknar gildar nema með samþykki gjaldkera. Ekki er tekið við greiðslukortum. Uppboðsskilmálar eru til sýnis á skrifstofu embættisins og þar verða einnig veittar frekari upplýsingar ef óskað er. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 20. ágúst 2019 Halla Einarsdóttir, ftr. UPPBOÐ LPF88 NI130 EZ233 TP468 VY280 BTD59 MUB71 PT657 SXT19 PFB31 RFY84 SKX21 URG02 OP558 VVY06 KXR31 Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15. Bridge kl. 12. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-15. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunleikfimi með Rás 1 kl. 9.45. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Spiladagur, frjáls spilamenn- ska kl. 12.30-15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring- borðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Þátttökulistar liggja frammi. Hádegismatur kl. 11.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 félagsvist. Gullsmári Myndlist kl .9-11.30, postulínsmálun kl. 13, kvennabrids kl.13. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Handavinnustofan er opin frá kl. 13, liðleiki á stólum með Önnu kl. 13.30, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Velkomin. Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Borgum, hraðganga, sniglaganga og kaffi- spjall á eftir. Hádegisverður kl. 11.30, Borgardætur með starfsdag, því Korpúlfar með kaffið e.h. Takk fyrir tillitsemi við aðstæður í hádeginu. Félagsvist kl. 13 í Borgum og hannyrðir í listasmiðju. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, viðtals- tími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11, félagsvist kl. 13.30, bónusbíllinn kl. 14.40. Uppl. í s. 411 2760. Seltjarnarnes Botsía, Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Vöfflukaffi og kynningar- fundur vegna félagsstarfsins verður fimmtudaginn 29. ágúst í Félags- heimilinu kl. 15. Ath. skráning stendur yfir á óperuna Brúðkaup Fígarós sem fram fer föstudaginn 20. september. Einnig er hafin skráning á föstu námskeiðin í vetur. Allar uppl. hjá Kristínu í s. 893 9800. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hitt- ist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568 2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Göngu-Hrólfar ganga frá Nauthóli Öskjuhlíð kl. 10. Kaffistaður eftir göngu er Bakaríið Austurveri. Vantar þig fagmann? FINNA.is Atvinnublað Morgunblaðsins fimmtudaga og laugardaga Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað? Sendu pöntun á atvinna@mbl.is eða hafðu samband í síma 569 1100 Allar auglýsingar birtast í Mogganum, á mbl.is og finna.is Valgarð Briem Við fyrrverandi starfsmenn, sem gjarnan kölluðum hann „Maó formann“, þökkum honum af heilum hug fyrir samstarfið og ræktarsemi hans og Bentu við hópinn alla tíð síðan. Blessuð sé minning Valgarðs Briem. Kári Jónasson, Marinó Þorsteinsson. „Frændi minn,“ svaraði Val- garð ákveðinn, „þarf ekki að fara á vergang með sín hross.“ Móðir mín, Kristín Claessen, hafði eins og svo oft leitað ráða hjá Valgarð frænda sínum. Að þessu sinni var úrlausnarefnið að finna húsaskjól fyrir klárhest, sem sonur hennar, þá táningur, hafði hug á að eignast. Svarið lýsti Valgarð vel. Hann var frændrækinn svo af bar og ég naut góðs af. Næstu mánuðina hýsti hann ekki bara hann Glað minn, heldur naut ég einnig fé- lagsskapar hans, Bentu og sona þeirra við útreiðar og lengri hestaferðir. Valgarð og mamma voru hálf- systkinabörn, en að auki þre- menningar á tvo vegu. Þetta var því geirnegld ættartenging, enda fjölskyldubönd flókin í Skagafirð- inum fyrir ríflega öld. Valgarð ræktaði þessi ættartengsl af þrótti og nákvæmni og hélt mikil- vægum fróðleik til haga. Hann hafði forystu um að fá Guðna Th. Jóhannesson til að rita ævisögu annars frænda, Gunnars Thor- oddsen. Benta og hann stofnuðu að auki minningarsjóð, sem kenndur er við Gunnar og hefur haldið nafni hans á lofti. Þá átti Valgarð hugmyndina að því að fá Guðna til að skrá ævisögu afa míns, Eggerts Claessen, þótt Guðmundur Magnússon hafi tek- ið við því verki og skrifað bókina, þegar sá fyrrnefndi var kosinn til annarra starfa. Móðir mín og Laura systir hennar eru nú einar eftir af sinni kynslóð afkomenda afa síns og Valgarðs. Vitundin um ættina og sögu hennar helst þó lifandi, ekki síst í þeim heimildum sem Val- garð átti frumkvæði að. Minningin um góðan, hjálp- saman og tryggan frænda lifir einnig skýrt í huga okkar sem nutum. Ég votta Bentu og fjöl- skyldunni allri mína innilegustu samúð. Eggert Benedikt Guðmundsson. Það er svo ótal margt sem kemur upp í hugann þegar minn- ast skal Valgarðs Briem vinar míns. Hann var sannarlega fyrir- mynd í háttum, hugsun og gjörð- um og höfðinglegt var yfir- bragðið. Yfirvegun, rósemi hugans og fordómaleysi voru ein- kenni hans. Sagnamaður mikill og hárfínn húmorinn og svo hláturinn eftir góða sögu ógleym- anlegur. Blæbrigði raddarinnar og framsögnin eins og hjá marg- reyndum leikara. Lífsglaður var hann og félagslyndur enda vin- margur. Eins og í búddafræðum vann hann án afláts án þess að strita og afköstin eftir því – með mikl- um ólíkindum. Kynni mín af Valgarði og Bentu spanna tæp 60 ár. Sem stráklingur að fylgjast með þeim flytja inn í nýuppgert húsið nr. 2 við Sörlaskjól árið 1960. Glæsileg hjón með tvo unga drengi, Óla Jón og Garðar, og Gunnlaug rétt ófæddan ef ég man rétt. Síðan urðum við nágrannar til áratuga þegar við Sigrún fluttum á æskuheimili mitt við Faxaskjól. Samspil þeirra Valgarðs og Bentu í lífinu minnti á einhvern hátt á ósigrandi tvenndarpar í tennis. Hrósaði Valgarð ein- hverju sinni fyrir garðinn þeirra. „Blessaður Bjarni minn, þetta er allt hún Benta mín eða sérðu mig hér oft úti í garði?“ Ég kynntist Valgarði síðar enn frekar þegar leiðir lágu saman á vettvangi starfa okkar. Ég sem starfsmaður vátryggingafélaga sem tryggðu skip og vörur í flutn- ingi og hann sem einn helsti og reyndasti sjóréttarfræðingur landsins. Félögin sem ég starfaði fyrir notfærðu sér þjónustu hans og þekkingu. Naut þeirrar ánægju að funda með honum reglulega fyrir hönd félaganna um árabil. Þegar gengið var upp stigann á aðra hæð á Sóleyjargötu 17 marraði í honum þannig að ekki fór á milli mála þegar gest bar að garði. Í miðjum stiganum gall við rödd að ofan: „Velkominn vinur- inn minn. Komdu við í eldhúsinu, þar er nýlagað kaffi á könnunni.“ Þannig hófust oft fundir okkar Valgarðs. Tímanum var ekki sóað á þessum bæ frekar en öðrum verðmætum. Nýtni og ráðdeild honum í blóð borin. Skrifstofa Valgarðs var sólrík með gömlum virðulegum hús- gögnum og glugga með útsýni yf- ir Hljómskálagarðinn. Fyrrver- andi æskuheimili hafði hann umbreytt í notalegar skrifstofur þar sem hann rak lögfræðistofu ásamt Garðari syni sínum. Sjálf- blekungur var notaður til skrifta og bréfsefnin; upptekin umslög og bakhliðar bréfa sem ekki þurfti að geyma. Á snifsin ritaði hann athugasemdir og uppköst að bréfum með öruggri hendi jöfnum höndum sem mál voru reifuð. Aldrei sást nokkurt hik þegar skrifað var. Eins og tölva sem hafði verið mötuð á öllum lagabókstafnum ásamt nýjustu reglum og lögum í alþjóðlegum sjórétti var gengið frá málum. Skemmtisaga kom í fundarlok. Hann kunni þær nokkrar. Stund- um komu áður sagðar sögur og var þá engu minna hlegið en fyrr. Alltaf leystur út með konfekt- mola í nesti. Að leiðarlokum kveðjum við Sigrún kæran vin með þakklæti fyrir öll skemmtilegheitin og vinarþelið. Við hugsum til Bentu, Óla Jóns, Garðars og Gunnlaugs og fjölskyldna þeirra og sendum þeim innilegar samúðarkveðjur. Bjarni Grétar Bjarnason. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horn- inu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ val- inn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.