Morgunblaðið - 21.08.2019, Page 23

Morgunblaðið - 21.08.2019, Page 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019 Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími 570 8600 Smyril Line Seyðisfjörður 470 2808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Heimsæktu Færeyjar eða Danmörku með Norrænu Bókaðu núna og tryggðu þér pláss Innifalið: Sigling með Norrænu fram og til baka, flutningur á bíl og gisting í 2m klefa án glugga. Verð miðast gengi DKK 6. ágúst 2019 og getur breyst. DANMÖRK FÆREYJAR Lágannatímabil verð á mann ISK 76.000 Miðannartímabil verð á mann ISK 112.000 Háannatímabil verð á mann ISK 158.000 Lágannatímabil verð á mann ISK38.000 Miðannartímabil verð á mann ISK63.000 Háannatímabil verð á mann ISK93.000 „ÁÐUR EN VIÐ BYRJUM VIL ÉG BIÐJA YKKUR UM AÐ SLÖKKVA Á ALLRI BARNAVAKT.” „AUÐVITAÐ ER HÚN TÓM. ÉG VARÐ AÐ FELA ALLT.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að njóta sólarinnar saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann SVANGUR? ÉG VIL EKKI TRUFLA MIKIÐ VORUM VIÐ SKYNSAMIR AÐ STOPPA Á KRÁNNI OG HELLA Í OKKUR ÖLLUM ÞESSUM DRYKKJUM! JÁ OG MIKIÐ VAR ÉG SKYNSAMUR AÐ TAKA KOKTEILSÓLHLÍFINA MÍNA MEÐ! K.Á. Ólafsson, bátsmaður hjá Eim- skip. Dætur hennar eru Margrét Hulda og Rosalie Rut. Langafa- börn Theódórs eru sjö og þrír af- komenda hans bera nafnið Theódór. Sambýliskona Theódórs er Sól- veig Júlía Baldursdóttir, sjúkraliði og nuddari, f. 27. okt. 1941. Börn hennar eru Guðbjörg Íris, Birna Sif, Sigríður María og Pálmi Þór Atlabörn. Barnabörnin eru 15 og langömmubörnin fjögur. Systur Theódórs eru Halldóra Edda Jónsdóttir, verslunarmaður og húsmóðir, f. 8.7. 1933, gift Sig- urði Þ. Árnasyni skipherra, og Jóna Jónsdóttir, bankamaður, f. 4.10. 1938, gift Njáli Þorbjörns- syni, vélstjóra og útgerðarmanni. Foreldrar Theódórs voru Jón Ottó Magnússon skipstjóri, f. 6.10. 1887, d. 4.3. 1938, og Margrét Magnúsdóttir, húsmóðir og sauma- kona, f. 27.3. 1906, d. 23.11. 1971. Jón fórst með færeysku skútunni Fossanesi djúpt suður af Vest- mannaeyjum, en hann var þá fiski- skipstjóri um borð. Jón hafði starf- að sem skipstjóri í Hafnarfirði, á Bíldudal og víðar. Eftir lát Jóns flutti Margrét að Auðkúlu í Arnar- firði til foreldra sinna og Marinós bróður síns með tvö börn og það þriðja var á leiðinni. Síðar flutti fjölskyldan að Jaðri á Bíldudal. Theódór Jónsson Ólafur Jónsson f. á Álftamýri í Arnarfi rði, bóndi á Auðkúlu Guðný Ólafsdóttir f. í Haukadal í Dýrafi rði, húsfreyja á Auðkúlu í Arnarfi rði Sigrún Ólafsdóttir f. í Rafnseyrarsókn, V-Ís., ljósmóðir í Sjóbúð á Bíldudal Jón Ottó Magnússon f. á Sellátrum í Tálknafi rði, skipstjóri í Reykjavík, Hafnarfi rði, á Bíldudal og víðar Magnús Kristjánsson f. í Lokinhömrum, bóndi í Krossadal og á Sellátrum í Tálknafi rði, síðar skútuskipstjóri á Bíldudal Kristján Oddsson f. í Meiragarði í Dýrafi rði, bóndi í Lokinhömrum í Arnarfi rði Ásta Pétursdóttir f. í Hvammi, húsfreyja á Rauðsstöðum í Arnarfi rði Gísli Gottskálksson f. í Álftanessókn, bóndi í Hraunsmúla í Kolbeinsstaðahreppi Matthildur Jónsdóttir f. á Kjarlaksvöllum, vinnukona á Ósi, Narfeyrarsókn, Snæf. og ráðskona í Kotdal, Krossholtsskókn, Hnapp. Magnús Gíslason f. á Staðarhrauni, Hraunhr., Mýr, formaður á áttæringi frá Skarði á Skarðsströnd, bóndi á Eysteinseyri í Tálknafi rði og Auðkúlu í Arnarfi rði Halldóra Steinþórsdóttir f. í Innri- Fagradal í Saurbæ, Dal. húsfreyja á Auðkúlu og ljósmóðir, lengst af á Bíldudal Steinþór Þórðarson f. í Innrahólmssókn, Borg., bóndi á Ballará og Innri- Fagradal á Skarðsströnd Jóhanna Kristín Petrónella Torfadóttir f. á Kirkjubóli í Langadal, N-Ís., húsfreyja á Ballará á Skarðsströnd, Dal. Úr frændgarði Theódórs Jónssonar Margrét Magnúsdóttir f. á Heiðnabergi á Skarðsströnd, verslunarmaður, saumakona og húsfreyja, bjó í Reykjavík, Hafnarfi rði, á Auðkúlu í Arnarfi rði og á Bíldudal Helgi R. Einarsson orti eftir aðhafa séð gleðigönguna í fyrsta sinn: Mjög svo er mergjað að sjá mannlífið götunum á. Af gáska’ allir ganga og gleðina fanga. Er guð loks að gefa sig smá? Helgi heldur áfram: „Ég taldi mig vera að yrkja um gleðigönguna í limrunni, sem á eftir fer, en konan hélt hana vera um hinn margumtal- aða orkupakka. E.t.v. á það betur við“: Skyldu þau skaða’ af því bera er í skóginum usla nú gera? Einhver víst sagði og áherslu’ á lagði: „Við eigum öll vinir að vera.“ Guðmundur Arnfinnsson segir svo frá á Boðnarmiði: „Íslendingar taka ferðamönnum fagnandi, einkum þeim sem borga vel. Aðstaða til þjónustu er þó viða léleg, t.d. varð- andi klósett. Í kvöldfréttum var sagt frá túristum á Jökuldal, sem æddu um og gerðu þarfir sínar hvar sem var. Þórbergur Þórðarson sagði frá náunga í hans heimasveit, sem not- aði orðið að „jalla“ um þá athöfn að hægja sér. Frétt kvöldsins mætti kannski orða svona: Ferðamönnum fagna skal fettum með og brettum, jalla þeir á Jökuldal jafnvel fram af klettum.“ Á mánudag orti Pétur Stefánsson: Morgunninn er fínn og fagur, fátt sem angrar syfjað geð. Er í vændum indæll dagur þó einhverra bíði puð og streð. Austurhiminn allur brennur, er það glæst og fögur sjón. Árdagssólin upp nú rennur, ætlar að geislum baða Frón. Hallmundur Kristinsson segir frá því að sem hann ók Reykjanesbraut- ina að kvöldlagi veitti hann því at- hygli að sólin var orðin eldrauð og bjó sig undir að fá sér sæti: Ekki það að mig undri neitt þótt einhver sé tekin að letjast; aumingja sólin er orðin þreytt og ætlar að fara að setjast. Hér er Magnús Halldórsson í heimspekilegum hugleiðingum: Ungum jafnt sem öldnum hjá ávallt sama glíma, sem fólgin er í flestra þrá, að finna’og drepa tíma. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gleðigangan og jallað á Jökuldal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.