Morgunblaðið - 21.08.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.08.2019, Qupperneq 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019 17. UMFERÐ Sindri Sverrisson sindris@mbl.is KR varð Íslandsmeistari karla í fót- bolta í 27. sinn þegar liðið lagði ÍA að velli á Meistaravöllum. Einhvern veginn svona gæti forsíðugrein Morgunblaðsins hafist 2. september ef hlutirnir falla með Vesturbæ- ingum í næstu tveimur umferðum Pepsi Max-deildarinnar. KR jók forskot sitt á toppi deildarinnar í níu stig í 17. umferð- inni. Vinni liðið tvö lið úr neðri hlut- anum, KA og ÍA, í næstu tveimur leikjum, og takist Breiðabliki ekki að vinna FH í stórleiknum í Kaplakrika næsta sunnudag, verður KR orðið Íslandsmeistari eftir 11 daga. Staða Breiðabliks í baráttu um Evrópusæti hefur veikst mikið síð- ustu daga. Liðið féll út í undan- úrslitum bikarsins og getur misst FH upp fyrir sig í 2. sæti með tapi í Krikanum. Stjarnan, HK og Valur eru svo skammt undan í Evrópubar- áttunni, en Valur og Stjarnan mæt- ast í lykilleik í þeim slag á mánu- dagskvöld. Þrjú efstu sætin í deild- inni gefa Evrópusæti og það er ekki nema að FH vinni Víking í bikar- úrslitaleiknum og endi í 1.-3. sæti deildarinnar að liðið í 4. sæti fái þátt- tökurétt í Evrópukeppni. Hvorki ÍA né Fylki tókst að slíta sig frá fallbaráttunni (og þar með halda sér í Evrópubaráttu) en liðin eru fjórum stigum frá fallsæti. Skagamenn töpuðu fjórða leik sínum í röð í Garðabænum um helgina og Fylkismenn hafa tapað þremur af síðustu fjórum. Eftir sem áður eru það hins vegar KA, Víkingur og Grindavík sem standa í hörðustu baráttunni um að forðast að falla með ÍBV. Ekki er úr vegi að skoða hvaða leiki þessi þrjú lið eiga eftir en tveir innbyrðis leikir eru á dag- skránni hjá þeim í næstu tveimur umferðum: KA (20 stig): KR (h), Grindavík (ú), HK (h), Víkingur R. (ú), Fylkir (h). Víkingur (19 stig): Grindavík (h), HK (ú), Fylkir (ú), KA (h), ÍA (ú). Grindavík 18 (stig): Víkingur (ú), KA (h), ÍA (ú), Valur (h), FH (ú). Ef ÍBV tapar gegn ÍA á laugardag og Grindavík nær í stig gegn Víkingi á sunnudagskvöld eru Eyjamenn formlega fallnir. Úrvalsvika hjá Færeyingnum  Brandur Olsen hefur farið á kostum í sóknarleik FH undanfarið og er besti leikmaður 17. umferðar hjá Morgunblaðinu. Þessi 23 ára, færeyski landsliðsmaður skoraði bæði mörk FH í 2:1-sigrinum á Fylki, eftir að hafa verið potturinn og pannan í sigrinum á KR í undan- úrslitum bikarsins í síðustu viku. „Brandur er loksins farinn að skjóta á markið,“ sagði Ólafur Krist- jánsson, þjálfari FH, léttur eftir sig- urinn á sunnudaginn. Brandur hefur núna skorað sex mörk í 14 deild- arleikjum í sumar, eftir að hafa skor- að sjö í 20 deildarleikjum fyrir FH á síðasta tímabili. Miðjumaðurinn kom til FH frá danska úrvalsdeildar- félaginu Randers þar sem Brandur lék undir stjórn Ólafs 2016-2017. Brandur hóf meistaraflokksferil sinn með danska stórveldinu FC Köbenhavn sem hann gekk til liðs við sem unglingur eftir að hafa alist upp í Sandey og æft með B71. Hann á hins vegar aðeins tvo byrjunarliðs- leiki að baki í dönsku úrvalsdeild- inni, og alls 17 deildarleiki. Brandur hefur undanfarið átt fast sæti í færeyska landsliðinu og á að baki 26 A-landsleiki, og hefur skorað þrjú mörk. Í vor gerði Brandur samning til ársins 2021 við FH. Þakkaði pent fyrir tækifærið  Brynjólfur Darri Willumsson fékk að spreyta sig sem fremsti maður Breiðabliks í 3:3-jafnteflinu við Val, vegna leikbanns Thomas Mikkelsen, og óhætt er að segja að þessi nýorðni 19 ára framherji hafi nýtt tækifærið vel. Hann skoraði tvö mörk, fékk einnig sín fyrstu tvö M í sumar, og er besti ungi leikmaður umferðarinnar hjá Morgunblaðinu. Þetta var aðeins annar byrjunar- liðsleikur Brynjólfs í sumar. Hann hefur alls leikið 13 deildarleiki í sum- ar og skorað 3 mörk. Í fyrra lék þessi uppaldi Bliki fyrstu sjö leiki sína í úrvalsdeild en skoraði einnig mikilvægt mark í framlengdum undanúrslitaleik í bikarkeppninni. Brynjólfur Darri á að baki 13 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af 3 fyrir U21-landsliðið á þessu ári. Eldri bróðir hans, Willum Þór, gekk snemma árs til liðs við BATE Bor- isov í Hvíta-Rússlandi.  Stefan Alexander Ljubicic skoraði sitt fyrsta mark í meist- araflokki þegar hann tryggði Grindavík jafntefli við HK. Stefan lék þrjá deildarleiki með Keflavík árið 2015 áður en hann fór til enska félagsins Brighton. Leikurinn við HK var fyrsti byrjunarliðsleikur þessa 19 ára leikmanns í efstu deild.  Ólafur Ingi Skúlason skoraði sitt annað mark á Íslandi fyrir Fylki gegn FH. Það fyrra skoraði hann fyrir rúmum 16 árum, einnig gegn FH en þá í 3:0-sigri.  KR lék í sérstökum afmælis- búningum í umferðinni vegna 120 ára afmælis félagsins. Heiðursgestir á leiknum við Víking voru leikmenn og þjálfarar frá árinu 1999 þegar lið- ið varð Íslands- og bikarmeistari. Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019 Þessir eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, HK 15 Óskar Örn Hauksson, KR 14 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 13 Kristinn Jónsson, KR 13 Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 11 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 11 Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 11 Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA 11 Birkir Valur Jónsson, HK 10 Brandur Olsen, FH 10 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki 10 Kolbeinn Birgir Finnsson, Fylki 10 Aron Bjarnason, Breiðabliki 9 Ásgeir Marteinsson, HK 9 Björn Berg Bryde, HK 9 Elfar Árni Aðalsteinsson, KA 9 Elias Tamburini, Grindavík 9 Helgi Valur Daníelsson, Fylki 9 Leifur Andri Leifsson, HK 9 Marc McAusland, Grindavík 9 Marcus Johansson, ÍA 9 Ólafur Karl Finsen, Val 9 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 10 Thomas Mikkelsen, Breiðabliki 9 Elfar Árni Aðalsteinsson, KA 8 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 8 Markahæstir KR 94 HK 92 Breiðablik 82 Stjarnan 82 Valur 78 Fylkir 77 Víkingur 76 FH 75 ÍA 74 KA 73 Grindavík 66 ÍBV 48 Lið: Leikmenn: Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 17. umferð í Pepsi Max-deild karla 2019 Leikmenn með átta M: Andri Adolphs- son, Val, Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki, Atli Arnarson, HK, Árni Snær Ólafsson, ÍA, Birkir Már Sævarsson, Val, Björn Daníel Sverrisson, FH, Daði Ólafsson, Fylki, Damir Muminovic, Breiðabliki, Einar Logi Einarsson, ÍA, Guðmundur Kristjánsson, FH, Gunnar Þorsteinsson, Grindavík, Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA, Stefán Teitur Þórðarson, ÍA og Víðir Þorvarðarson, ÍBV 5-4-1 Marc McAusland Grindavík Brandur Olsen FH Halldór Páll Geirsson ÍBV Sölvi Snær Guðbjargarson Stjörnunni Brynjólfur Darri Willumsson Breiðabliki Finnur Tómas Pálmason KR Jósef Kristinn Jósefsson Stjörnunni Ólafur Ingi Skúlason FylkiBirkir Már Sævarsson Val Óskar Örn Hauksson KR Ásgeir Börkur Ásgeirsson HK 2 2 3 3 4 4 4 Sex lið enn í fallhættu  KR-ingar gætu orðið Íslandsmeistarar eftir ellefu daga  Tveir lykilleikir fram undan í Evrópubaráttunni  Brandur og Brynjólfur Darri stóðu upp úr Morgunblaðið/Árni Sæberg Góður Brandur Olsen hefur reynst FH dýrmætur að undanförnu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ungur Brynjólfur Darri Willumsson varð 19 ára fyrr í þessum mánuði. Meistaradeild Evrópu 4. umferð, fyrri leikir: APOEL Nicosia – Ajax............................ 0:0 CFR Cluj – Slavia Prag ........................... 0:1 LASK – Club Brugge............................... 0:1 Svíþjóð A-deild kvenna: Växjö – Rosengård .................................. 0:0  Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn með Rosengård. Limhamn Bunkeflo – Kungsbacka........ 2:0  Andrea Thorisson sat allan tímann á varamannabekk Limhamn Bunkeflo.  Staðan: Rosengård 31 stig, Gautaborg 29, Vittsjö 25, Linköping 25, Örebro 23, Kristianstad 22, Piteå 21, Eskilstuna 18, Växjö 16, Djurgården 9, Limhamn Bunke- flo 7, Kungsbacka 4. England B-deild: Birmingham – Barnsley .......................... 2:0 Derby County – Bristol City ................... 1:2 Hull City – Blackburn Rovers................. 0:1 Middlesbrough – Wigan .......................... 1:0 Sheffield Wednesday – Luton Town ...... 1:0 Staða efstu liða: Sheffield Wed. 4 3 0 1 6:2 9 Leeds 3 2 1 0 6:2 7 Charlton 3 2 1 0 7:4 7 Swansea 3 2 1 0 5:3 7 WBA 3 2 1 0 5:3 7 Millwall 3 2 1 0 3:1 7 Bristol City 4 2 1 1 6:5 7 Birmingham 4 2 1 1 4:4 7 Fulham 3 2 0 1 4:2 6 Blackburn 4 2 0 2 3:4 6 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Meistaravellir: KR – Breiðablik ...............18 JÁVERKS-völlurinn: Selfoss – Valur......18 2. deild karla: Fj.byggðarh.: Leiknir F. – Tindastóll .17:30 Eskjuv.: Fjarðabyggð – Þróttur V. .....17:30 Hertz-völlurinn: ÍR – Vestri .....................18 Dalvík.: Dalvík/Reynir – Völsungur .........18 Nesfisk-völlurinn: Víðir – Kári .................18 Samsung-völlurinn: KFG – Selfoss .....19:15 Í KVÖLD! EM U16 kvenna B-deild í Búlgaríu: A-riðill: Rúmenía – Ísland ................................. 46:47 Serbía – Slóvenía .................................. 51:72 Svartfjallaland – Bosnía ...................... 57:51  Ísland hafnaði í neðsta sæti riðilsins og mætir Austurríki á morgun í keppni um 17.-23. sæti mótsins. 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.