Morgunblaðið - 21.08.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 21.08.2019, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019 Áratugur er liðinn frá því að spretthlauparinn Usain Bolt setti heimsmet sín sem enn standa í 100 og 200 metra hlaupum. Metin setti Bolt á HM í Berlín sumarið 2009 en í gær var raun- ar sléttur áratugur frá metinu í 200 metra hlaupi. Hafði hann sett heimsmet á sama degi, 20. ágúst, á Ólympíuleikunum árið áður. Vanafastur maður Bolt. HM fór fram á Ólympíuleikvanginum í Berlín, á sama stað og annar spretthlaupari, Jesse Owens, stal senunni árið 1936. Heimsmet Bolt í greinunum eru stórbrotin og ekki áhlaupa- verk að bæta þau. Eða hvað? Ekki var búist við öðru en að heimsmet Michael Johnson í 200 metra hlaupi stæði lengi en Bolt bætti það umtalsvert. Einn- ig þótti ósennilegt að mann- skepnan kæmist niður fyrir 9,70 sekúndur í 100 metrunum án þess að fá bærilegan fellibyl í bakið. Bolt fór hins vegar með heimsmetið niður fyrir 9,60 sem er svívirðileg bæting. Ég man að ég var á vakt í Há- degismóum þegar Bolt setti metið í 100 metrunum. Við Guð- mundur Hilmarsson fylgdumst með útsendingunni. Ég trúði því ekki að tímatakan hefði heppn- ast þegar ég sá tíma Bolt. Þremur árum síðar var ég svo lánsamur að sjá Bolt hlaupa í úr- slitum í báðum greinum á ÓL í London. Var það upplifun en um leið krefjandi að blikka ekki aug- unum og eiga á hættu að missa af manninum þjóta hjá. Ótrúlegt eintak af Homo sapiens. Golli myndaði þá kappann á enda- sprettinum í 200 metrunum og birti hér í blaðinu. Myndin er afar upplýsandi því hún sýnir þennan 195 cm mann í loftköstum á sprettinum. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is ÞJÓNUSTA FYRIR ÁSKRIFENDUR HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Hinn 19 ára gamli Kolbeinn Birgir Finnsson skrifaði undir þriggja ára samning við þýska knattspyrnu- félagið Borussia Dortmund á dög- unum. Kolbeinn kemur til félagsins frá enska B-deildarliðinu Brentford þar sem hann hefur spilað frá 2018 en Dortmund er eitt sögufrægasta lið Þýskalands. Átta sinnum hefur liðið orðið Þýskalandsmeistari, síð- ast árið 2012, og þá hefur félagið fjórum sinnum orðið þýskur bikar- meistari. Þá varð liðið Evrópu- meistari 1997 en liðið lék til úrslita í Meistaradeildinni vorið 2013 þar sem Dortmund tapaði 2:1 fyrir Bayern München í úrslitaleik á Wembley. Kolbeinn er þriðji Ís- lendingurinn sem semur við félagið en Atli Eðvaldsson lék með liðinu á árunum 1980 til ársins 1981 og þá lék Magnús Bergs með því á ár- unum 1980 til 1982. „Ég er mjög sáttur með þessi fé- lagaskipti. Ég heyrði fyrst af áhuga Dortmund fyrir nokkrum vikum en ef ég á að vera alveg hreinskilinn átti ég ekki von á að þetta myndi ganga svona langt. Ég var með samning við Brentford og mér leið vel þar en svo kom form- legt tilboð frá Dortmund í síðustu viku og þá þurfti ég að ákveða mig. Þetta var ekkert sérstaklega erfið ákvörðun og ég þurfti ekki að hugsa mig mikið um. Dortmund er risastórt félag með mikla sögu og þetta er fyrst og fremst frábært tækifæri fyrir mig sem knatt- spyrnumann til þess að halda áfram að þróa minn leik og bæta mig.“ Alvörukeppni í stórri deild Kolbeinn lék með varaliði Brent- ford á síðustu leiktíð og mun spila með U23 ára liði Dortmund í þýsku D-deildinni á komandi leiktíð. Hann er spenntur fyrir nýrri áskorun og telur að þýski boltinn muni henta sér vel. „Það er spilaður ákveðinn fót- bolti í Brentford en þetta er aðeins öðruvísi í Þýskalandi. Dortmund er stærri klúbbur en Brentford fyrir það fyrsta og ég held að fótboltinn sem er spilaður í Þýskalandi muni henta mér mjög vel. Þeir fíla leik- menn sem berjast mikið og gefa sig alla í verkefnið og svo skemmir það auðvitað ekki fyrir að geta eitthvað í fótbolta líka. Mike Tullberg, þjálf- ari U23 ára liðs Dortmund, hafði samband við mig og seldi mér það í raun bara á nokkrum mínútum að skipta yfir til félagsins. Ég vissi það fyrir fram að aðstæðurnar hjá klúbbnum væru fyrsta flokks og það skemmdi auðvitað ekki fyrir. Það eru fjórir dagar síðan ég kom til Þýskalands og þetta lítur mjög vel út. Það eru aðeins meiri gæði hérna og leikmennirnir eru betri, heilt yfir, en hjá Brentford. Fjórða deildin í Þýskalandi er frekar stór deild og þetta er alvörudeildar- keppni ef svo má segja. Það er fullt af fólki sem mætir á völlinn hérna úti þannig að ég er mjög spenntur að byrja spila.“ Batteríin hlaðin á Íslandi Kolbeinn sneri aftur til uppeldis- félags síns Fylkis fyrr í sumar þeg- ar hann kom á láni frá Brentford. Hann lék 13 leiki með Fylkis- mönnum í úrvalsdeildinni, Pepsi Max-deildinni, þar sem hann skor- aði tvö mörk. Hann er ánægður með þá ákvörðun að hafa komið til Íslands í sumar og þá ætlar hann sér stóra hluti í framtíðinni, bæði í Þýskalandi og með íslenska lands- liðinu. „Ég er mjög sáttur við þá ákvörðun að koma heim og taka slaginn með Fylki í sumar. Ég hafði gott af þessu og eftir á að hyggja var þetta líka jákvætt þar sem ég mæti til leiks í flottu formi eftir góða leiki með Fylki í staðinn fyrir að vera kannski aðeins þyngri á mér eftir undirbúningstímabil með Brentford. Andlega var þetta líka mikilvægt fyrir mig því það er alltaf gott að koma heim og á Ís- landi fæ ég tækifæri til þess að hlaða aðeins batteríin. Núna er ég í raun bara ennþá að átta mig á þessu og hversu stórt þetta er í raun og veru að hafa skrifað undir hjá Dortmund. Þetta er fyrst og fremst frábært tækifæri fyrir mig og nú er það undir sjálfum mér komið að nýta það sem best. Ég geri mér grein fyrir því að ég er kominn í mjög stóran klúbb og það er ekkert hlaupið að því að fá tæki- færi hérna. Að sama skapi vil ég auðvitað spila leiki fyrir aðallið Dortmund einn daginn og svo vil ég festa mig í sessi í íslenska A- landsliðinu í framtíðinni.“ Pabbinn stoltur af stráknum Finnur Kolbeinsson, fyrirliði Fylkis til margra ára, er faðir Kol- beins en hann er nú staddur með Kolbeini úti í Þýskalandi. Knatt- spyrnumaðurinn ungi viðurkennir að það hafi verið gott að hafa föður sinn sér við hlið þegar mest lá við í félagaskiptunum til Þýskalands. „Samband mitt og pabba hefur alla tíð verið mjög gott og hann hefur hjálpað mér mikið á mínum ferli. Við erum saman í þessu og hann er stoltur af þessu skrefi, sem kristallast kannski best í því að brosið hefur ekki farið af honum undanfarna daga,“ sagði Kolbeinn Birgir í samtali við Morgunblaðið. Nítján ára á hraðri uppleið  Þriðji Íslendingurinn í herbúðum Dortmund  Þriggja ára samningur við eitt sigursælasta lið Þýskalands  Mætir í frábæru leikformi eftir dvöl í Árbænum Ljósmynd/Dortmund Efnilegur Kolbeinn Birgir Finnsson ásamt Mike Tullberg, þjálfara U23 ára liðs Dortmund, á æfingasvæði félagsins. Elfar Freyr Helgason, leikmaður Breiðabliks í knattspyrnu, var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann í bikarkeppni KSÍ af aga- og úr- skurðarnefnd sambandsins. Elfar Freyr fékk beint rautt spjald fyrir brot í undanúrslitaleik gegn Víkingi R. í síðustu viku, en í kjölfarið tók Elfar spjaldið af Þorvaldi Árnasyni dómara og kastaði því í jörðina. Fékk hann því lengra bann fyrir vikið. Leikbönn í bikarnum eru aðskilin deildarkeppnum og því getur Elfar ekki tekið út bannið fyrr en næsta sumar. Hann getur í fyrsta lagi kom- ið inn í undanúrslitin á næsta ári, nái Blikar að vinna í þremur umferðum þar á undan, en ef allt fer á versta veg gæti Elfar ekki spilað bikarleik fyrr en árið 2023 ef lið hans fellur úr leik í fyrstu um- ferð næstu þrjú árin. Þá fékk bik- armeistarinn Grace Rapp úr kvennaliði Selfoss eins leiks bann í bikarnum. Þeir Morten Beck Guldsmed (FH), Hallur Flosason og Hlynur Sævar Jónsson (ÍA), Kennie Chopart (KR), Bjarni Ólafur Eiríksson (Val) og Guð- mundur Andri Tryggvason (Víkingi R.) fengu svo eins leiks bann í efstu deild karla og Caroline van Slambro- uck (ÍBV) eins leiks bann í efstu deild kvenna. Blikar þurfa í undanúrslit ef Elfar á að geta spilað 2020 Elfar Freyr Helgason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.