Morgunblaðið - 21.08.2019, Side 28

Morgunblaðið - 21.08.2019, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019 BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 / l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 The Reader Wing Chair kr. 199.800 / My Spot Borð kr. 36.200 / A Conversation Piece Lounge Chair kr. 159.800 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Ég er búinn að stunda þetta lengi, að semja lög og texta, og það er gamall draumur að gera eitthvað fyrir tónlistina mína, koma henni út,“ segir Þorgrímur Pétursson. Hann gaf á dögunum út fyrstu plötu sína, Álög. Hún hefur að geyma tón- list af ýmsu tagi, allt frá lögum í þjóðlagastíl yfir í popp. Þorgrímur lærði sem barn og unglingur á klassískan gítar og hef- ur tekið þátt í kórstarfi undanfarin ár. „Það var kominn tími til og loks- ins dreif ég mig í þetta. Ég vann þetta á löngum tíma, var í stúdíói af og til á annað ár,“ segir hann. Þorgrímur semur sjálfur öll lög á plötunni og alla texta nema tvo sem eru eftir Böðvar Bjarka Pétursson. Þorgrímur nefnir einnig að Jóhann Ásmundsson hafi hjálpað mikið til og spili á ýmis hljóðfæri á plötunni. Í einu laginu fékk hann svo kórinn sinn, Kór Laugarneskirkju, til þess að syngja með sér bakraddir. Ýmsir fleiri komu að gerð plötunnar. Eftir að hafa samið lög og texta í mörg ár reyndist úr nógu að velja þegar setja átti saman plötu. „Ég hef sjálfur alltaf haft gaman af text- um sem hafa sögur að segja þannig að ég ákvað að velja svoleiðis lög. Þau voru svolítið valin út frá text- anum.“ Hann skýrir þennan áhuga sinn á textum sem segja sögur. „Það er tilfinningin sem fylgir sögunum, þetta verður meira en bara melódía. Í írskum og skoskum ballöðum er til dæmis oft einhver saga og það höfð- ar til mín og heillar mig.“ Sumar sögurnar sem sagðar eru á plötunni eru raunsæislegar en aðrar æv- intýralegar. Hafði gaman af sköpuninni Þorgrímur segist yfirleitt semja lag fyrst og bæta síðan textanum við eftir á. „Mér finnst einhver ákveðin tilfinning fylgja laginu. En svo byrj- ar maður nú oft að skrifa eitthvað og hugmyndirnar breytast á meðan maður skrifar. Sögurnar þróast. Ætli það sé ekki svipað og þegar rit- höfundar skrifar sínar sögur.“ Þorgrímur segist ekki meðvitað vera undir áhrifum frá öðrum tónlistarmönnum eða fylgja ákveð- inni stefnu. „Það er bara afrakstur minnar kynslóðar eða tónlistin sem maður hefur hlustað á í gegnum tíð- ina. Þegar ég sem lög reyni ég að láta þau bara koma án þess að ákveða nokkuð fyrirfram. Alla vega þau sem fóru á þessa plötu,“ segir hann. „Það er ekkert ólíklegt að ég geri eitthvað meira af þessu. Ég hafði mjög gaman af þessari sköpun og þetta var gefandi þótt þetta sé auð- vitað töluverð vinna þegar maður er að gera allt sjálfur, öll þessi prakt- ísku atriði.“ Heillast af tónlist sem segir sögur  Þorgrímur Pétursson gefur út fyrstu hljómplötu sína Morgunblaðið/Árni Sæberg Sköpun „Ég hafði mjög gaman af þessari sköpun og þetta var gefandi,“ segir Þorgrímur Pétursson. Kvikmyndaframleiðslufyrirtæki leikarans Roberts De Niros, Canal Productions, hefur lagt fram óvenjulega kæru á hendur fyrrver- andi starfsmanni sínum, Chase Robinson. Hún er sökuð um fjár- drátt og að hafa horft á sjónvarps- efni á Netflix klukkutímum saman á vinnutíma. Fyrirtæki De Niros hefur krafið Robinson um sex millj- ónir Bandaríkjadala, 750 milljónir íslenskra króna. Robinson var hátt- sett hjá fyrirtækinu og gegndi síð- ast stöðu aðstoðarforstjóra fram- leiðslu og fjármála. Hún hætti störfum í apríl síðastliðnum. Að sögn The Guardian er Robin- son sökuð um að hafa nýtt fjármagn fyrirtækisins til þess að greiða rán- dýra reikninga á veitingahúsum og hótelum. Hún á einnig að hafa nýtt sér vildarpunkta De Niros sjálfs hjá flugfélögum til þess að fjármagna eigin ferðalög. Hún er auk þess sök- uð um að hafa notað greiðslukort fyrirtækisins til þess að greiða fyrir hádegis- og kvöldverði frá afar fínni sendingaþjónustu, Caviar San Francisco, og veitingastaðnum Paola’s. Á tveggja ára tímabili á Robinson að hafa greitt með fé fyrirtækisins meira en 12 þúsund dali hjá Paola’s, hátt í níu þúsund dali í lúxusmatvörubúðum og 32 þúsund dali fyrir leigubíla. Það undarlegasta við þessa kæru er þó líklega sú ásökun að Robinson hafi stundað gríðarlega mikið sjón- varpsgláp á vinnutíma. Hún er meðal annars sögð hafa horft á 55 þætti úr vinsælu þáttaröðinni Friends á fjórum dögum. Á öðru fjögurra daga tímabili á hún að hafa horft á tuttugu þætti úr röð- inni Arrested Development og tíu úr Schitt’s Creek. Í kærunni kemur fram að sjónvarpsáhorf Robinson hafi eingöngu verið henni sjálfri til ánægju en ekki átt neitt skylt við það sem heyrði undir starfslýsingu hennar. Ákærð fyrir fjárdrátt og sjónvarpsgláp Kæra Fyrirtæki Roberts De Niros kærir fyrrverandi starfsmann. Hljómsveitin White Lies kemur til Ís- lands í tilefni af því að tíu ár eru liðin síðan sveitin sendi frá sér fyrstu plötu sína sem nefnist To Lose My Life. Bretarnir halda upp á frum- burðinn í Eldborg Hörpu mánudag- inn 9. desember og munu þeir flytja plötuna í heild sinni á tónleikunum. Sveitin sem áður nefndist Fear of Flying samanstendur af forsöngv- aranum og gítarleikaranum Harry McVeigh, bakraddasöngvaranum og bassaleikaranum Charles Cave og trommuleikaranum Jack Lawr- ence-Brown. „Síðast (og í eina skiptið) kom hljómsveitin til Íslands á Airwaves- hátíðina árið 2008 en þá var stutt í að To Lose My Life kæmi út. Platan fór beint í efsta sætið á Englandi og lög eins og „Farewell to the Fairground“ og „To Lose My Life“ urðu gríðar- vinsæl um allan heim. Síðan þá hefur White Lies gefið út fleiri stórgóðar plötur eins og til dæmis Ritual og á þessu ári gáfu þeir út fimmtu plötu sína, Five, sem hefur fengið af- bragðsgóða dóma og viðtökur. White Lies hefur alltaf þótt gríðar- flott á tónleikum og því má búast við mjög svo skemmtilegri kvöldstund í desember í Eldborg,“ segir í tilkynn- ingu frá skipuleggjendum. Þar kem- ur einnig fram að miðasala hefjist mánudaginn 26. ágúst á harpa.is, tix.is og í síma 528-5050. Sveitin White Lies á leið til Íslands Hljómsveitin White Lies. Craig Zobel, leikstjóri hins um- deilda stjórnmálatryllis The Hunt, segir söguþráð kvikmyndarinnar og boðskap hafa verið misskilinn. Myndin gerist í hliðarveruleika Bandaríkjanna þar sem meðlimir frjálslyndrar yfirstéttar veiða fólk úr verkamannastétt sér til skemmt- unar. Með aðalhlutverk fara meðal annars Betty Gilpin og Hilary Swank. Nýlega vakti athygli sú ákvörðun framleiðenda að fresta útgáfu myndarinnar í kjölfar skot- árásanna í El Paso og Dayton en hana átti að gefa út í september. Ýmsir hafa gagnrýnt kvikmyndina, meðal annars Donald Trump Bandaríkjaforseti. Zobel sagði í samtali við Var- iety að kvik- myndin tæki ekki pólitíska afstöðu. Hann segir markmiðið hafa verið að pota jafnt í báðar hlið- ar málsins og framleiðend- urnir hafi viljað „skemmta og sam- eina, ekki reita til reiði og sundra“. Hann segir það vera undir áhorf- endum komið hvað þeir lesi úr myndinni og að hann hefði ekki framleitt myndina ef hann tryði því að hún gæti hvatt til ofbeldis. Segir boðskap The Hunt misskilinn Betty Gilpin Myndlistarkonan Jelena Antic er fulltrúi Íslands á sýningunni The Other Art Fair í Los Angeles dag- ana 5.-8. september. Jelena fæddist í Serbíu en hefur búið og starfað hér á landi í tæp fjögur ár. Hún er með meistaragráðu í myndlist og er einn listamannanna sem reka Gallery Korka í Reykjavík. Mynd- heimurinn sem Jelena skapar er abstrakt og undir áhrifum af sál- rænum pælingum, heimspeki og listheimspeki. Í tilkynningu kemur fram að Saatchi Art sjái um allt skipulag The Other Art Fair, en um sé að ræða umfangsmestu kaupstefnu veraldar, sem haldin er í Brooklyn, Chicago, Los Angeles og Dallas í Bandaríkjunum, London og ástr- ölsku borgunum Sydney og Mel- bourne. Jelena Antic sýnir á The Other Art Fair Listakonan Jelena Antic.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.