Morgunblaðið - 23.08.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019
Aðalfundur Klakka ehf.
30. ágúst 2019
Aðalfundur Klakka ehf. verður haldinn föstudaginn 30. ágúst 2019 að
Smáratorgi 3 (9. hæð), 201 Kópavogur á skrifstofu Deloitte ehf. og hefst
fundurinn kl. 10:00.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2018.
2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2018 ásamt skýrslu endurskoðenda
lagður fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um greiðslu arðs og ráðstöfun hagnaðar ársins.
4. Kosning stjórnar.
5. Kosning endurskoðunarfélags.
6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
7. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu Klakka ehf.
8. Önnur mál.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í
hendur stjórnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.
Óskað er eftir að framboð til stjórnar félagsins berist skriflega til stjórnar
að lágmarki fimm dögum fyrir aðalfund.
Fundargögn verða afhent á fundardegi.
Fundurinn mun fara fram á ensku.
Kópavogur, 23. ágúst 2019.
Stjórn Klakka ehf.
Klakki ehf.
Hlíðasmára 2
201 Kópavogur
Sími 550 8600
www.klakki.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Verklag lögreglu á hátíðum á vegum
Reykjavíkurborgar var rætt á fundi
mannréttinda-, nýsköpunar- og lýð-
ræðisráðs í gær.
„Við fórum yfir verklag á borgar-
hátíðum og útskýrðum starfsum-
hverfi okkar,“ sagði Sigríður Björk
Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu
(LRH). Hún sagði að þessar hátíðir
væru bundnar þeim skilyrðum að
lögreglan væri með gott utanum-
hald. „Þetta fer allt fram í góðu sam-
starfi og er skipulagt á vinnufundum
með borginni og þeim sem að hátíð-
unum standa,“ sagði Sigríður.
Á morgun eru Reykjavíkurmara-
þon Íslandsbanka og Menningar-
nótt, síðustu stóru viðburðir sumars-
ins í borginni. Sigríður sagði að
ríkislögreglustjóri hefði gefið út nýtt
hættumat fyrir bæjarhátíðir fyrir
um þremur árum. LRH hefði hagað
skipulagi sínu í samræmi við það.
Þar er m.a. kveðið á um aukinn sýni-
leika lögreglu á hátíðunum, að sér-
staklega sé gætt að lokunum m.a. til
að koma í veg fyrir að hægt sé að aka
inn í mannfjölda og að lögreglan sé
viðbragðsfljót ef eitthvað gerist.
Réttmæti aðgerða dregið í efa
„Það hefur ekki farið framhjá
neinum sem hefur fylgst með í sum-
ar að það hafa komið upp mál þar
sem réttmæti aðgerða lögreglu á há-
tíðum eru dregnar í efa, svo sem leit-
ir án dómsúrskurðar á Secret Sol-
stice og nýlegt mál þar sem ung kona
var handtekin vegna gruns um mót-
mæli á Hinsegin dögum,“ sagði Dóra
Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi
og formaður ráðsins. Hún sagði að
einstök mál yrðu ekki rædd heldur
væri þetta tækifæri til að fara skipu-
lega yfir vinnureglur og hvert þeir
sem teldu lögreglu hafa brotið á sér
gætu leitað. Með þessu vildi borgin
sýna ábyrgð og bæta sambandið
milli lögreglu og borgarbúa.
Sigríður lögreglustjóri kvaðst
ekki geta rætt einstök mál en sagði
aðspurð um atvikið á Hinsegin dög-
um að LRH hefði tryggt allar upp-
tökur af því og sent þær til nefndar
um eftirlit með lögreglu og óskað
eftir að hún skoðaði málið.
Ræddu verklag lögreglu
Lögreglustjóri LRH fundaði með borginni um borgarhátíðir Borgarfulltrúi
segir dæmi um mál þar sem réttmæti lögregluaðgerða á hátíðum er dregið í efa
Morgunblaðið/Kristinn
Löggæsla Lögreglan er við öllu bú-
in á borgarhátíðum. Mynd úr safni.
Norðlingaskóli var settur í gær í útikennslustofu skólans í Björnslundi.
„Við byrjuðum að setja skólann í Björnslundi þegar skólinn var stofnaður
2005 enda var það lengi eina varanlega kennsluaðstaðan okkar,“ sagði Sif
Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla.
Norðlingaskóli var settur í 15. skipti í gær
Skólasetningin fer alltaf fram í Björnslundi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tveir menn hafa verið ákærðir af
héraðssaksóknara fyrir meirihátt-
ar brot gegn skattalögum sem
varða fyrirtæki sem hét Bygg-
ingarfélagið Grettir. Meint brot
voru framin fyrir um það bil ára-
tug, en málið var þingfest í Héraðs-
dómi Suðurlands í gærmorgun.
Mönnunum tveimur er gefið að
sök að hafa ekki staðið skil á stað-
greiðslu fjármagnstekjuskatts sem
nam rúmum 16,6 milljónum kr. en
um var að ræða fjármagnstekju-
skatt af 166,5 milljóna króna arð-
greiðslu sem greidd var úr bygg-
ingarfélaginu árið 2008 til
mannanna tveggja. Þá er þeim
einnig gefið að sök að hafa ekki
staðið skil á skattframtölum fyrir-
tækisins vegna rekstraráranna
2008 og 2009 á lögmæltum tíma.
Tveir menn í Gretti
ákærðir fyrir
milljóna skattsvik
Nokkur erill var
hjá lögreglunni á
höfuðborgar-
svæðinu í gær. Í
Kópavogi stöðv-
aði lögreglan
kannabisræktun
og lagði hald á 39
kannabisplöntur.
Sakborningurinn var hins vegar
látinn laus að lokinni skýrslutöku.
Vinnueftirlitið óskaði eftir aðstoð
lögreglu í Grafarholti vegna er-
lendra verkamanna sem voru þar í
vinnu án allra réttinda. Er málið nú
í rannsókn. Einnig var tilkynnt um
þjófnaði úr verslunum, m.a. í mat-
vöruverslun í Hafnarfirði. Þar voru
þjófar þó á bak og burt er lögregla
kom á svæðið.
Með 39 kannabis-
plöntur í Kópavogi
Karlmaður á fimmtugsaldri fannst
látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni í
gærmorgun. „Ég get staðfest að
vistmaður á Litla-Hrauni fannst lát-
inn við opn-un klefa í morgun. Ekk-
ert bendir til þess að andlátið hafi
borið að með saknæmum hætti en
lögreglan sér um rannsókn,“ sagði
Páll Winkel fangelsismálastjóri við
mbl.is í gær.
Aðstandendum hins látna var til-
kynnt andlátið. Páll bætti við að um
harmleik væri að ræða og að bæði
vistmenn og starfsmenn fangels-
isins væru harmi slegnir.
Fannst látinn
á Litla-Hrauni
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Ef þetta þýðir betri kjör til lang-
frama myndum við ekki setja okkur
upp á móti því,“ segir Breki Karls-
son, formaður Neytendasamtakanna.
Vísar hann í máli sínu til hugsanlegr-
ar sameiningar tveggja af stóru við-
skiptabönkunum þremur.
Eins og Morgunblaðið greindi frá í
síðasta mánuði hafa stjórnarmenn
Arion banka og Íslandsbanka ekki
útilokað sameiningu. Þá sagði Brynj-
ólfur Bjarnason, stjórnarformaður
Arion banka, að með sameiningu
væri jafnframt hægt að spara háar
fjárhæðir.
Breki segir að erfitt sé að segja til
um málið að svo stöddu enda sé fyrst
og fremst mikilvægt að samkeppni
ríki á markaði. „Þetta er ekki alveg
klippt og skorið auk þess sem það er
mikilvægt að hafa ekki hagsmuni til
skamms tíma að
leiðarljósi. Það
kæmi til kasta
samkeppnisyfir-
valda að búa þann-
ig um hnútana að
það ríki áfram
samkeppni,“ segir
Breki.
Birna Einars-
dóttir, bankastjóri
Íslandsbanka, tjáði sig um samein-
ingarmál í Bítinu á Bylgjunni í gær-
morgun. Þar sagði hún að sparnaður
með sameiningu myndi draga úr
helmingi kostnaðar annars bankans
hið minnsta. Ef skoðaður er ársreikn-
ingur Íslandsbanka í fyrra má fljótt
sjá að um umtalsverðar upphæðir er
að ræða. Rekstrarkostnaður bankans
nam ríflega 32 milljörðum króna í
fyrra. Sparnaður er því að lágmarki
16 milljarðar króna árlega.
Að sögn Breka er mikilvægast að
tryggja góð lánakjör fyrir einstak-
linga. „Lífeyrissjóðir hafa komið
sterkir inn á lánamarkað og aukið
samkeppni. Við viljum hafa öfluga
samkeppni þannig að tryggt sé að
góð kjör fáist,“ segir Breki.
Góð kjör verði tryggð
Í þessari viku var greint frá sam-
starfi MasterCard og tæknirisans
Apple, en fyrirtækin bjóða nú upp á
greiðslumiðlun á áður óþekktum
kjörum. Spurður hvort sameining sé
nauðsynleg til að mæta erlendri sam-
keppni kveðst Breki eiga erfitt með
að segja til um það.
„Ég verð að játa að ég hef ekki séð
þessa erlendu samkeppni nema á
sjóndeildarhringnum. Bankarnir eru
ekkert í greiðslumiðlun enda er
mikilvægast fyrir mér að tryggja að-
gengi að fjármunum og góð kjör á
lánum á neytendamarkaði,“ segir
Breki.
Opnað á sameiningu
Formaður Neytendasamtakanna útilokar ekki sameiningu
tveggja banka Hagsmunir neytenda settir í fyrsta sæti
Breki Karlsson