Morgunblaðið - 23.08.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
Roby leðursófi
Lengd 172 cm. Verð 270.000 kr.
Lengd 194 cm. Verð 295.000 kr.
Lengd 214 cm. Verð 310.000 kr.
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hafrannsóknastofnun hefur ekki
fengið neinar tilkynningar um að
eldislax hafi veiðst eða sést í laxveiði-
ám í sumar. Sumarið er ekki liðið og
ef eldislax er að svamla við ströndina
gæti hann gengið upp í ár síðsumars.
Matvælastofnun og Fiskistofa
hafa fengið tvær tilkynningar á
þessu ári um göt á netpokum sjókvía.
Báðar eru frá Arnarlaxi, annars veg-
ar í janúar vegna kvíar við Hringsdal
í Arnarfirði og hins vegar í lok síð-
ustu viku vegna kvíar við Laugardal
í Tálknafirði. Í hvorri kví eru hátt í
tvö hundruð þúsund laxar, innan við
300 gramma seiði að meðaltali í
Tálknafirði og 1,3 kg lax í Arnarfirði.
Ekki er talið líklegt að lax hafi
sloppið úr þessum kvíum, allavega
ekki margir. Við hvoruga kvína
fannst lax og ekki varð vart við
breytingar á lífmassa. Viðkomandi
stofnanir, Matvælastofnun og Fiski-
stofa, treysta sér þó ekki til að gefa
neitt út um það hvort lax hafi sloppið
eða ekki.
Gætu átt eftir að koma
Hafrannsóknastofnun er með
vöktun á lífríki laxveiðiánna, meðal
annars með tilliti til erfðablöndunar
við eldislax. Engin tilkynning hefur
borist um að eldislax hafi veiðst í
sumar og eldislax hefur ekki sést við
myndavélaeftirlit sem er í nokkrum
ám. Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri
fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun,
bendir á að lítið vatn hafi verið í
ánum og lítið hafi veiðst. Þá hafi ekki
verið mikið um óhöpp í eldinu. Hann
tekur fram að eldislaxar komi yfir-
leitt seint inn í árnar. Þeir taki
strauið upp þegar þeir verða kyn-
þroska. Það gerist oft síðla sumars
og þess vegna geti eldislax enn átt
eftir að finnast í ánum.
Þess ber að geta að ef seiði hafa
sloppið úr kví Arnarlax í Tálknafirði
nú í ágúst ganga þau til hafs og skila
sér ekki til baka fyrr en eftir að
minnsta kosti tvö ár.
Á síðasta ári fékk Hafró 12 eldis-
laxa sem veiddir voru í laxveiðiám.
Þeir fóru í arfgerðargreiningu hjá
Matís. Þeir níu fiskar sem greindir
voru reyndust allir koma úr þremur
strokum fyrr á því ári, hjá Arnarlaxi
í Hringsdal í Arnarfirði og Laugar-
dal í Tálknafirði. Laxarnir höfðu
gengið í ár á Vestfjörðum en einnig
einn í Dölum, annar í Vatnsdal og sá
þriðji í Eyjafirði.
Margir fylgjast með
Hafrannsóknastofnun er að auka
myndavélaeftirlit í laxveiðiám. Í
sumar var eftirlit í 4-5 ám en stefnt
er að því að það verði í 12 ám innan
þriggja ára. Einnig er stunduð raf-
veiði til að kanna hvort seiði eldislax
eða blendingar eru í ánum. Hafró
heldur úti sérstakri vefsíðu um þessa
vöktun. Ragnar segir að mikið sé
fylgst með, sérstaklega myndavélun-
um þegar laxinn er að ganga í árnar,
og fái starfsfólk Hafró hjálp frá not-
endum vefjarins til að fylgjast með
eldislaxi. Þar er jafnframt hægt að
tilkynna grun um eldislax í ám.
Skjáskot úr myndavélaeftirliti
Eftirlit Lax er enn að ganga í árnar. Þessi 68 sentímetra fiskur gekk í
Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi í gær. Hann er greinilega ekki af eldisstofni.
Enn ekki fund-
ist eldislax í ám
Ekki staðfest strok úr sjókvíum í ár
Höskuldur Daði Magnússon
Gunnlaugur Snær Ólafsson
Bjarni Benediktsson, fjármálaráð-
herra og formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, boðaði það í viðtali í Kastljósi í
fyrrakvöld að stefnt væri að því að til-
kynna nýjan dómsmálaráðherra áður
en þing hæfist í september. Ríkis-
ráðsfundur hefur verið boðaður föstu-
daginn 6. september.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir mun
ekki gegna embættinu áfram að því
er fram kom í máli Bjarna í þættinum.
Hún tók sem kunnugt er við af Sigríði
Á. Andersen til bráðabirgða í vor eftir
afsögn hinnar síðarnefndu. Bjarni
sagði aðspurður að hann teldi ekki
ástæðu til að leita út fyrir þingflokk
Sjálfstæðisflokksins við val á nýjum
dómsmálaráðherra.
Viðmælendur Morgunblaðsins
telja að all nokkrir kostir séu í stöð-
unni fyrir formanninn. Flestir muni
þeir þó kalla á misjöfn viðbrögð,
ánægju í einu horni en óánægju í
öðru. Þau nöfn sem einna helst hafa
verið nefnd sem líklegir kostir í emb-
ættið eru Áslaug Arna Sigurbjörns-
dóttir, ritari flokksins, Sigríður Á.
Andersen, fyrrverandi dómsmála-
ráðherra, Bryndís Haraldsdóttir,
Birgir Ármannsson þingflokksfor-
maður og Brynjar Níelsson. Öll nema
Bryndís eru lögfræðimenntuð en al-
gengt hefur verið að lögfræðingar
sitji í stól dómsmálaráðherra, þó að
það sé ekki algild regla, samanber
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ög-
mund Jónasson.
„Allir sem eru í pólitík vilja hafa
sem mest áhrif og það væri eitthvað
að mér ef ég hefði ekki áhuga á því,“
segir Brynjar Níelsson, spurður um
hvort hann hafi áhuga á embætti
dómsmálaráðherra.
Brynjar kveðst telja að hann hafi
marga kosti sem nýtast myndu í ráðu-
neytinu. „Þingflokkurinn býr að því
að hafa innan sinna raða mann sem
hefur unnið áratugum saman innan
dómskerfisins. Það væri ekki óskyn-
samlegt að nýta sér það.“
Ekki náðist í Áslaugu Örnu eða
Sigríði Andersen í gær.
„Það virðist ljóst að Þórdís Kolbrún
haldi áfram í sínu ráðuneyti og þá
aukast kannski möguleikar á því að
Áslaug Arna komi til sögunnar. Nema
að gerðar verði einhverjar hrókering-
ar á ráðherraliðinu,“ segir Stefanía
Óskarsdóttir, dósent í stjórnmála-
fræði við Háskóla Íslands, þegar hún
er beðin að leggja mat á stöðuna.
Hún kveðst telja að valið standi
helst á milli Áslaugar Örnu og Sigríð-
ar Andersen. Birgir Ármannsson
komi vissulega til greina en Áslaug sé
ofar á lista en hann og auk þess kona
en áhersla á kynjajafnrétti innan
ríkisstjórnarinnar vegi eflaust þungt.
„Innan ríkisstjórnarinnar er auðveld-
ast fyrir Bjarna að gera Áslaugu
Örnu að ráðherra. En Sigríður er
mögulega í sterkri stöðu gagnvart
einhverjum í grasrótinni í Reykjavík.
Ég myndi telja að Áslaug Arna hefði
vinninginn.“
Stefanía rifjar upp að Bjarni hafi
leitað til Ólafar Nordal í embætti inn-
anríkisráðherra þegar Hanna Birna
Kristjánsdóttir hrökklaðist þaðan.
„Nú virðist ekkert álíka í stöðunni,“
segir hún.
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í
stjórnmálafræði við HÍ, segir að hlut-
fall kvenna sé heldur lágt í þingflokki
Sjálfstæðisflokksins svo freistandi sé
fyrir Bjarna að setja konu í embættið.
„Mér finnst nú ólíklegt að Páll
[Magnússon] eða Jón Gunnarsson
verði valdir í embætti dómsmálaráð-
herra, hins vegar eru dómsmálin á
sérsviði Brynjars Níelssonar. En þá
kemur spurningin hvort flokkurinn
telji nauðsynlegt að hafa eina konu til
viðbótar í ráðherraembætti.“
Beðið eftir ákvörðun Bjarna
Nýr dómsmálaráðherra verður skipaður í byrjun september Bjarni Benediktsson segir ástæðu-
laust að leita út fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokksins Margir þingmenn nefndir til sögunnar
Stefanía
Óskarsdóttir
Ólafur Þ.
Harðarson
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Eins og mér var kynnt þetta var
sama fermetraverð á öllum íbúðum
sem Félag eldri borgara í Reykja-
vík, FEB, byggði í Árskógum 1 til
3. Skipti þá engu hvort um íbúðir á
efstu hæð annars staðar í húsinu
væri að ræða,“ segir einstaklingur
í FEB sem ekki vill láta nafns síns
getið en sótti um íbúð í húsunum.
Í tæpar þrjár vikur hafa blaða-
menn reynt árangurslaust að ná í
Gísla Jafetsson, framkvæmdastjóra
FEB, og Þorberg Halldórsson, for-
mann byggingarnefndar, til þess
að fá svör um fyrirkomulag úthlut-
unar í Árskógum 1 til 3, m.a. til að
spyrja hvort rétt sé að fermetra-
verð sé það sama óháð staðsetn-
ingu íbúðar, auk fleiri atriða sem
út af hafa staðið.
Lífaldur galopnaði
úthlutunina
Félagar í Félagi eldri borgara í
Reykjavík sem tjáð hafa sig við
Morgunblaðið eru ósáttir við fram-
kvæmd úthlutunarinnar og þá
leynd sem hvílt hefur yfir henni.
Einn félagsmaður gagnrýnir
ákvæðið um að horft skuli til lífald-
urs umsækjanda til þess að skapa
ákveðna breidd í aldurshópi verð-
andi íbúa, þar sem slíkt ákvæði
galopni úthlutunina og erfitt sé að
henda reiður á hvort eitthvað mis-
jafnt hafi átt sér stað við úthlutun.
Félagsmaður sem blaðið ræddi við
sagðist hafa skilning á því að ekki
væri gott að íbúar væru allir á
sama aldri. Hins vegar væri slæmt
að vita ekki hversu mikið vægi það
hefði við úthlutun. Einnig hefur
verið bent á að hugsanlega hafi
ekki allir einstaklingar setið við
sama borð vegna ákvæðis um það
hvenær umsækjendur settu sig á
lista yfir áhugasama. Hugsanlega
hafi einhverjir félagsmenn haft þar
forskot.
Önnur ákvæði, svo sem um fé-
lagsaðild og lengd hennar eða fjár-
hagslega getu, skuldbinding um
fasta búsetu og samþykkt á kvöð-
um lóðar og íbúðar, hafa að sögn
heimildarmanna ekki verið um-
deild.
Viðmælendur Morgunblaðsins
segja að þegar gagnsæi sé ekki
nægt fari sögur af stað og það sé
aldrei gott.
Sátu allir við sama borð?
Sama fermetraverð á öllum íbúðum í Árskógum 1-3
Fyrirkomulagið gagnrýnt af félögsmönnum í FEB