Morgunblaðið - 23.08.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.08.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Arndís Jóhannsdóttir Helga Ragnhildur Mogensen Kristin Sigfríður GarðarsdóttirObergljót ásta créative clothes Chantal van den Broek Ólöf Erla Bjarnadóttir Guðrún Borghildur Margrét Guðnadóttir Valdís Harrysdóttir Fjaðrafok frá Valkyrja Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Hulda B. Ágústsdóttir Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Frumkvæði að þessu máli er kom- ið frá Snorrastofu. Björn Bjarna- son, sem er stjórnarformaður hér, gekk á fund ráðherra og stakk upp á því að þetta verkefni yrði þjóðar- gjöf í tengslum við 75 ára afmæli lýðveldisins á þessu ári,“ segir Bergur Þorgeirsson, forstöðu- maður Snorrastofu. Í gær undirrituðu Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra, Lilja Al- freðsdóttir, mennta- og menning- armálaráðherra, Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, og Björn Bjarnason, formaður stórnar Snorrastofu, samstarfsyfirlýsingu til fimm ára um þverfaglegar rannsóknir á ritmenningu ís- lenskra miðalda. Verður 35 millj- ónum króna varið til verkefnisins og umsýslu þess árlega í fimm ár frá næsta ári. Verkefnið snýst um að efla rann- sóknir sem tengjast þeim stöðum á Íslandi þar sem ritmenning blómstraði á miðöldum. Í höndum Snorrastofu „Vonir standa til að nákvæmar lýsingar á þeim bókmenntastöðum sem verða fyrir valinu verði unnar og rök færð fyrir menningarlegu vægi þeirra handrita og bók- menntaverka sem ritstofnunum tengjast,“ segir í fréttatilkynningu. Mun þá m.a. horft til staða eins og Reykholts, Odda, Þingeyra og Staðarhóls. Rannsóknir þessar munu m.a. tengjast fornleifafræði, sagnfræði, textafræði og bók- menntafræði. Dagleg umsýsla með framvindu verkefnisins verður í höndum Snorrastofu í Reykholti sem starf- rækt er sem menningar- og mið- aldasetur. Verður þriggja manna fagráð Snorrastofu til stuðnings. Eiga sæti í því Guðrún Nordal, for- stöðumaður Árnastofnunar, Mar- grét Hallgrímsdóttir þjóðminja- vörður og Ágúst Sigurðsson, sviðsstjóri Rangárþings ytra og formaður Oddafélagsins. Í sam- starfsyfirlýsingunni segir að mennta- og menningarmálaráðu- neytið fari með yfirstjórn verkefn- isins og muni auglýsa eftir um- sóknum um styrki og skipa sérstaka úthlutunarnefnd þegar umsóknir liggja fyrir. Mun nefndin gera tillögur um styrki í samstarfi við Rannís, en mennta- og menn- ingarmálaráðherra tekur ákvörð- un um úthlutun í samráði við for- sætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Rannsaka ritmenningu miðalda  35 milljónum króna verður varið til þverfaglegs verkefnis árlega í fimm ár  Frumkvæðið kom frá Birni Bjarnasyni, formanni stjórnar Snorrastofu  Auglýst verður eftir umsóknum um styrki Ljósmynd/Guðlaugur Óskarsson Menning Frá undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar í Reykholti í gær, f.v. Guðrún Nordal, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Björn Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.