Morgunblaðið - 23.08.2019, Page 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019
20% afsláttur
af Oakley í tilefni
Reykjavíkurmaraþons
Hlaupari: Arnar Pétursson
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Allir á ákveðnum aldriþekkja Dallas-þættina oghafa skoðanir á þeim.Dallas sameinaði fólk, öll
þjóðin horfði á þáttinn á sama tíma
einn dag í viku í línulegri dagskrá á
sjónvarpsstöðinni einu. Sá raun-
veruleiki er horf-
inn,“ segir Karl
Ferdinand Thor-
arensen, sem ætl-
ar að halda ör-
námskeið um
Dallas-sjónvarps-
þættina í septem-
ber.
„Á nám-
skeiðinu ætla ég
að spá og spekú-
lera í öllu í kring-
um þættina, reyna að fanga stemn-
inguna, skoða hvað var í gangi í
samfélaginu og af hverju þeir voru
vinsælir. Við mamma sátum ævin-
lega límd við skjáinn þegar Dallas
fór í loftið, það var heilög stund á
mínu heimili. Ég var ekki nema sjö
ára þegar þættirnir komu til sýn-
ingar hér á landi 1981, en þeir fóru í
loftið 1978 í Bandaríkjunum. Þetta
var fyrsta sápuóperan sem Íslend-
ingar fengu á skjáinn og götur
Reykjavíkur tæmdust á miðviku-
dagskvöldum þegar Dallas var á
dagskrá,“ segir Karl, sem ætlar á
námskeiðinu að skoða og velta upp
menningarlegum og samfélagsleg-
um málum sem tengjast þáttunum.
„Mér finnst áhugaverð félags-
leg stúdía hvernig brotin fjölskylda í
Texas verður að menningarlegu
fyrirbæri úti um allan heim. Leikar-
ana og handritshöfundana hafði ekki
órað fyrir vinsældunum. En fólk
viðurkenndi ekkert endilega að það
væri að horfa á þættina, því það var
eitthvert stigma tengt þessu, enda
var þetta sápuópera sem flokkast
undir lágmenningu. Þættirnir voru
byggðir á einföldum erkitípum, þar
sem hetjan og skúrkurinn breytast
aldrei. J.R. mýkist aldrei og Bobby
verður ekkert minna góður. Fyrstu
átta seríurnar slógu í gegn en eftir
það fór að fjara undan, Bobby hætti
og kom aftur og áhorfendum leið
eins og þeir hefðu verið sviknir.
Þetta náði aldrei sömu hæðum
aftur.“
J.R. fannst græðgi vera góð
„Í Dallas-þáttunum var verið að
reyna að búa til eitthvað sem leit
ekki út fyrir að vera klippt út úr
tískutímariti þar sem allir eru eins.
Larry Hagman sem lék J.R. og Ken
Kercheval sem lék Cliff Barnes voru
ekkert að fara að vinna í fegurðar-
samkeppni. En þeir smellpössuðu
inn í hlutverkin og þetta voru vel
menntaðir leikarar sem höfðu leikið
á sviði og þeir negldu þetta,“ segir
Karl, sem horfði aftur á þættina eftir
að hann varð fullorðinn. „Mér finnst
merkilegt hvernig þetta varð til, úr
hverju þetta sprettur. Þetta var fyr-
ir tíma kapals og nets og CBS-
sjónvarpsstöðin fékk handritshöf-
und til að koma með hugmyndir að
þætti og ein þeirra var fjölskyldu-
drama sem gerist í Texas. Hann
fékk aðstoð við skrifin frá handrits-
höfundum í New York, en þeir höfðu
aldrei komið til Texas og vissu ekk-
ert um Dallas. Kúrekahattar, naut-
gripir og olía var það sem þessir höf-
undar tengdu við þetta svæði, en
fólkið sem bjó í Dallas var ekki sátt
og sagði engan vera með kúrekahatt
í Dallas eða ganga í kúrekastíg-
vélum. Fólk var ekki ánægt með að
tengja sápuóperu við Dallas, því
Kennedy hafði verið drepinn þar
fáum árum áður, 1963, og borgin var
kölluð City of Hate. Dallas-búar
vildu ekkert af þessum þáttum vita,
en það átti eftir að breytast þegar
þættirnir slógu í gegn og ferðamenn
streymdu til Dallas. Ímynd borgar-
innar breyttist við tilurð gerviheims
sem búinn var til allt annars staðar.
Southfork-búgarðurinn er orðinn að
frægu safni.“
Karl ætlar á námskeiðinu að
skoða þættina út frá því hvað var í
gangi í stjórnmálum og menningar-
lífi á þeim tíma. „Þættirnir fönguðu
algerlega tíðarandann. Reagan tók
við forsetaembættinu 1981 þegar
Dallas var í hæstu hæðum í vinsæld-
um. Með Reagan kom þetta viðhorf
að græðgi væri góð, og Dallas fangar
það algerlega, það kjarnast í sjálfum
J.R.“ »32
Dallas dró alla þjóðina að skjánum
Örnámskeið um Dallas-
þættina verður í næsta
mánuði og menningarleg
og samfélagsleg mál
tengd þeim skoðuð.
Á Southfork-búgarðinum Stórfjölskyldan saman komin og allt virðist leika í lyndi, glansmyndin sett upp.
Karl Ferdinand
Thorarensen
Örnámskeið Karls um Dallas-
þættina verður haldið 11. sept. kl.
17.30 í Fellsmúla 26. Farið verður
yfir tilurð þáttanna, persónur og
leikendur, félagsleg og menningar-
leg áhrif amerísks sjónvarps og
arfleifð þáttanna. Skráning á vef-
síðunni igodumfelagsskap.is
Ljósmynd/Wikipedia