Morgunblaðið - 23.08.2019, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019
✝ Ágúst Þorvald-ur Bragason
fæddist í Neskaup-
stað 26. febrúar
1948. Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans í
Reykjavík 9. ágúst
2019 eftir skamm-
vinn veikindi.
Foreldrar hans
voru Signý Sigur-
laug Margrét Þor-
valdsdóttir verkakona, f. 27.12.
1916, d. 7.9. 2009, og Bragi
Jónsson verkamaður, f. 26.1.
1914, d. 26.11. 1994. Systkini
Ágústs eru Ari Guðmar, f.
1938, d. 2014, Dórothea, f.
1940, d. 2004, Margrét, f. 1942,
d. 2018, Hermann, f. 1943, og
Vilhjálmur, f. 1954. Uppeldis-
bræður hans eru Bragi Einars-
son, f. 1960, og Grétar Miller,
1963.
Ágúst giftist Ólínu Öldu
Karlsdóttur 10. apríl 1977 og
átti með henni tvö börn. Leiðir
þeirra skildi. Börn þeirra eru
Gréta, f. 5.12. 1976, og Jón
Karl, f. 8.12. 1977. Maki Grétu
er Aayush Sharma og börn
hennar: Viktor Patrik, Sóldís
Kara og Brynja Dís. Maki Jóns
Karls er Anita Elefsen og son-
ur þeirra Óskar Berg, dóttir
Jóns Karls af fyrra sambandi
er Katrín Helga.
Eftirlifandi sambýliskona
hans er Anna Kristjánsdóttir,
f. 28.6. 1954, og bjuggu þau
saman á Hólavegi 10 á Sauð-
árkróki. Börn
Önnu eru Kristján
Björnsson, f. 1974,
í sambúð með
Halldóru Gests-
dóttur, Tómas Pét-
ur Heiðarsson, f.
1984, giftur
Agnesi Ósk Gunn-
arsdóttur, Sólrún
Harpa Heiðars-
dóttir, f. 1984, gift
Gunnari Oddi Hall-
dórssyni og Unnur Fjóla Heið-
arsdóttir, f. 1988, gift Pétri
Inga Gíslasyni. Barnabörn-
unum fjölgaði um sex eftir að
Ágúst og Anna hófu sambúð,
en í hópinn bættust Ívan Otri,
Daníel Guðni, Vigdís Hekla,
Fanney Embla, Orri Freyr og
Klara Sjöfn.
Ágúst, eða Gústi eins og
hann var ævinlega kallaður,
bjó fyrstu æviárin í Neskaup-
stað en flutti í Garðinn sex ára
gamall og bjó þar fram á full-
orðinsár. Hann stundaði sjó-
mennsku frá unga aldri, bæði á
fiskiskipum og fraktskipum.
Eftir að hann hætti á sjónum
starfaði hann við beitningu,
flökun og fiskvinnslu. Á tíunda
áratugnum flutti hann til
Keflavíkur og var þar búsettur
til ársins 2011, en þá hóf hann
sambúð með Önnu sinni norður
á Sauðárkróki, þar sem hann
bjó til dánardags.
Útför Gústa fer fram frá Út-
skálakirkju í dag, 23. ágúst
2019, klukkan 13.
Elsku Gústi minn.
Nú er svo komið að ég kveð
þig í hinsta sinn. Hér sit ég við
eldhúsborðið okkar og fer yfir
síðustu ár. Við áttum yndislegan
tíma saman. Okkur þótti gaman
að ferðast og keyra um landið
okkar, heimsækja börnin okkar
og barnabörn.
Höggið kom fljótt, alltof fljótt.
Þú barðist eins og hetja en því
miður dugði það ekki til. Ég veit
að þér líður betur núna, verkja-
laus.
Það verður mjög tómlegt að
koma heim eftir vinnu á daginn
og þú verður ekki þar, tilbúinn
með kaffibollann minn.
Elsku Gústi, takk fyrir öll
yndislegu árin okkar.
Þín verður sárt saknað.
Minnig þín lifir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Þín
Anna.
Elsku pabbi
Ég er buguð af sorg. Sársauk-
inn nístir hjarta mitt. Tíminn
með þér var ekki nógu langur.
Minningarnar streyma um hug-
ann og leita til barnæskunnar. Í
seinni tíð urðu tengslin enn
sterkari og er ég svo þakklát
fyrir þau ár. Þakklát að vera við
hlið þér í þessum erfiðu veik-
indum sem tók fljótt af. Þrjár
vikur. Þrjár vikur til að bæði
meðtaka þennan þunga dóm og
kveðja þig.
Ég man síðasta spjallið, síð-
ustu snertinguna, síðasta koss-
inn, síðasta andardráttinn.
Ég mun alltaf muna.
Takk fyrir allt, elsku pabbi.
Ég sakna þín nú og alla tíð.
Ef ég ætti eina ósk
ég myndi óska mér
að ég fengi að sjá þig
brosa á ný.
Eitt andartak á ný í örmum þér
á andartaki
horfinn varstu mér.
Ég trúi því
á andartaki
aftur verð hjá þér.
Þín elskandi dóttir,
Gréta.
Elsku afi.
„Einstakur“ er orð sem notað er þeg-
ar lýsa á því sem er engu öðru líkt,
faðmlagi eða sólarlagi, eða manni
sem veitir ástúð með brosi eða vin-
semd. „Einstakur“ lýsir fólki sem
stjórnast af rödd síns hjarta og hefur
í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á
við þá sem eru dáðir og þeirra skarð
verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð
sem lýsir þér.
Minning þín er ljós í lífi
okkar.
Viktor Patrik, Sóldís
Kara og Brynja Dís.
Ágúst Þorvaldur
Bragason
Sálm. 86.11
biblian.is
Vísa mér veg þinn,
Drottinn, að ég
gangi í sannleika
þínum, gef mér
heilt hjarta, að ég
tigni nafn þitt.
✝ Svala Markús-dóttir fæddist
18. ágúst 1955 á
Sólvangi í Hafnar-
firði. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 17. ágúst 2019.
Hún var dóttir
hjónanna Soffíu
Sigurðardóttur og
Markúsar Berg-
manns Kristins-
sonar. Svala var fjórða í röð sjö
systra, hinar eru: Helga, f. 1951,
Fjóla, f. 1952, Hulda, f. 1954,
Lilja, f. 1962, Árdís, f. 1964, og
2005, og dóttir Markúsar og
Karenar Ernu er Dísella Berg-
mann, f. 30. september 2012. 3)
Sonja, f. 24. júní 1985, hún gift-
ist Sveini Ómari Kristinssyni.
Dóttir þeirra er Ragnhildur
Laufey, f. 2. apríl 2005, þau
skildu. Sambýlismaður Sonju er
Jón Magnús Jónsson.
Svala lauk gagnfræðaprófi
frá verslunardeild Flens-
borgarskólans í Hafnarfirði.
Síðar lauk hún stúdentsprófi frá
sama skóla og menntaði sig sem
læknaritari og starfaði við það
allar götur síðan, fyrst á bækl-
unardeild Landspítalans við
Hringbraut og í Fossvogi. Síð-
ustu árin starfaði hún sem
læknaritari á Heilsugæslustöð-
inni Sólvangi í Hafnarfirði.
Útför Svölu fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 23.
ágúst 2019, klukkan 15.
Sædís, f. 1975.
Svala giftist hinn
27. desember 1975
Leifi Jónssyni sím-
smið, f. 12. desem-
ber 1954, d. 27. júlí
2012. Þau bjuggu
lengst af í Hafnar-
firði. Börn Svölu og
Leifs: 1) Ragnhild-
ur, f. 22. nóvember
1976, d. 18. mars
1977. 2) Markús
Bergmann, f. 5. janúar 1980.
Sambýliskona hans er Karen
Erna Ellertsdóttir. Sonur Mark-
úsar er Egill Hrafn, f. 12. júlí
Elsku mamma mín, í dag kveð
ég þig í hinsta sinn.
Ég á erfitt með að trúa því að þú
sért látin og ég geti aldrei hitt þig
aftur eða hringt til að spjalla um
daginn og veginn. Við mamma vor-
um alltaf bestu vinkonur og bröll-
uðum ýmislegt saman, alla sunnu-
daga þegar pabbi sat yfir
fótboltanum fórum við saman í
heimsóknir eða kíktum í Kringl-
una, því ekki nenntum við að hanga
yfir fótbolta.
Mamma var heimavinnandi þar
til ég var 10 ára gömul, hún reyndi
að hafa mig hjá dagmömmu á
morgnana á meðan Markús bróðir
var í skólanum svo hún fengi smá
tíma fyrir sig en ég var engin
morgunmanneskja og tók því ekki
vel að vera rifin upp fyrir allar aldir
svo hún gafst upp á því en fékk svo
leikskólapláss eftir hádegi fyrir
mig. Ég var alltaf hangandi í
mömmu eða var allavega ekki langt
frá henni. Þau pabbi grínuðust með
það seinna meir að ég væri ástæð-
an fyrir því að ég ætti ekki yngri
systkini þar sem ég var svo forvitin
og var manna seinust til að sofna á
heimilinu.
Mamma var mikill húmoristi og
hafði mjög svartan húmor ásamt
því að hafa húmor fyrir sjálfri sér
allt fram á seinustu daga. Til dæm-
is var ég með hana í fyrstu heim-
sókn inni á krabbameinsdeild þeg-
ar hún lítur á klukkuna og svo á
mig og segir: „Jahhh, það tekur því
ekki fyrir mig að byrja að horfa á
framhaldsþætti.“ Svo sótsvartur
var húmor hennar að stundum vissi
ég ekki hvort ég ætti að gráta eða
hlæja.
Hún var alæta á tónlist, allt frá
gömlu góðu lögunum í þau allra
nýjustu. S.O.B. var eitt af hennar
uppáhaldslögum en hún sagði eitt
skiptið þegar það kom í útvarpinu
að hún yrði að hætta að hlusta á
það um tíma því þegar hún söng og
var að dilla sér mikið með því rauk
blóðþrýstingurinn upp úr öllu
valdi.
Mamma og pabbi voru mjög
samrýnd enda höfðu þau verið gift í
37 ár þegar pabbi féll frá. Árið 2012
þegar pabbi dó var eins og hluti af
mömmu hefði dáið líka. Þó svo að
hún léti ekki á því bera dagsdag-
lega talaði hún um einmanaleika og
að hún saknaði hans. Hún var al-
gjör nagli og stundum of sterk að
mér fannst, en það er kannski eðli-
legt miðað við það sem hefur geng-
ið á í lífi hennar.
Núna ertu komin aftur til pabba
og Ragnhildar systur sem ég veit
að þú varst orðin spennt að hitta
aftur. Við sjáumst svo í sumarland-
inu þegar minn tími er búinn hér.
Tárin renna
sorgin snertir hjartað mitt
lítið tré fellir laufin
eitt og eitt
uns þau hverfa ofan í jörðina
og koma ekki upp aftur.
Ég sé þig í huga mér
og dagurinn hverfur út í buskann
og eilífðin sjálf stoppar.
Ég kveð þig
með söknuð í hjarta og tár á hvarmi.
Eins og hörpustrengur er hjarta mitt
þegar ég hugsa um brosið þitt
eins og fallegur dagur sem kemur
og fer
mun stjarnan þín lýsa upp hjá mér
þetta er kveðjan mín
til þín
elsku besta mamma mín.
(Solla Magg)
Þín dóttir
Sonja.
Elsku Svala systir okkar er látin
eftir stutta baráttu við krabba-
mein. Það er skarð fyrir skildi í
okkar þétta systrahópi, hennar
verður sárt saknað. Svala var sú
fjórða í okkar sjö systra hópi. Miðj-
an er farin. Við systur höfum alltaf
verið mjög nánar og gert margt
saman. Áður fyrr fórum við saman
í systraferðir þar sem fjölskyldur
okkar eyddu saman góðri helgi.
Svala og Leifur ákváðu oft hvert
farið yrði. Leifur mágur okkar var
skemmtilegur og fyndinn og hann
fann upp á því að kalla ferðir okkar
„Leitina að ættaróðalinu, Syðri-
Freðmundastaðamýri“. þessi stað-
ur er ekki til, en við höfum síðan
kallað hópinn okkar „Systurnar frá
Syðri-Freðmundastaðamýri“.
Svala er núna komin á áfangastað
og bíður eftir okkur og gerir allt
tilbúið á ættaróðalinu. Hún var
mjög skipulögð og alltaf með allt á
hreinu. Frábærar minningar eru
tengdar þessum ferðum okkar og
við og börnin okkar áttum oft okk-
ar bestu stundir á þessum ferða-
lögum.
Í seinni tíð höfum við systur hist
vikulega, alltaf á föstudögum.
Komið saman, borðað saman, gert
handavinnu og spjallað og skegg-
rætt um allt og ekkert. Þessi nána
samvera okkar hefur gert það að
verkum að við systur höfum ekki
haft mikla þörf fyrir að tilheyra
einhverjum félagsskap eða eiga
vini eða vinkonur utan systrahóps-
ins. Það er að sumu leyti gott en að
öðru leyti slæmt. Við eigum samt
allar eina eða tvær góðar vinkonur
sem gjarnan hafa þá verið með-
teknar í systrahópinn. Við erum af-
ar þakklátar fyrir Svölu systur
okkar. Hún var oft rödd skynsem-
innar í okkar hópi, þó að hún gæti
alveg tekið þátt í glensi og gamni.
Svala hafði mjög kaldhæðinn húm-
or og kom það berlega í ljós í þess-
ari baráttu hennar við krabbamein-
ið. Hún vissi að henni mundi ekki
batna og þetta mundi bara enda á
einn veg. En hún var svo fullkom-
lega æðrulaus að það var
aðdáunarvert. Hún sagði bara:
„Jæja, ég fer þá ekkert að byrja á
því að horfa á einhverja framhalds-
þætti, það tekur því ekki!“
Lífið fór ekkert neinum sérstök-
um silkihönskum um elsku systur
okkar. Hún fékk sinn skerf af áföll-
um í lífinu. Stærsta áfallið var það
þegar hún missti elstu dóttur sína
Ragnhildi í bílslysi aðeins fjögurra
mánaða gamla. Hún jafnaði sig
aldrei fyllilega á þeim missi. Svo
missti hún eiginmann sinn Leif
Jónsson fyrir sjö árum úr illvígu
heilakrabbameini. Hún stóð eins og
klettur við hlið hans í veikindunum
og var alltaf jafn æðrulaus. Hennar
aðferð til að komast af, var að sætta
sig við að þessu yrði ekki breytt og
það mundi ekki bæta neitt úr skák
ef hún missti sig í einhverju drama.
Þú átt aðdáun okkar allra, elsku
systir, þú ert fyrirmynd okkar í því
hvernig taka skuli á erfiðum hlut-
um í lífinu. Við erum allar óskap-
lega sorgmæddar yfir því að hafa
misst þig. Við sem fórum alltaf
ósjálfrátt í aldursröð við hin ýmsu
tækifæri. Það verður erfitt að venj-
ast því að það vanti þig í röðina
okkar. Við vonum að þú sért nú á
betri stað með Leifi þínum og
Ragnhildi. Blessuð sé minning þín.
Systurnar frá Syðri-Freðmund-
astaðamýri,
Helga, Fjóla, Hulda, Lilja,
Árdís og Sædís.
Elskuleg Svala móðursystir
mín, falleg og mikil sómakona hef-
ur nú kvatt þennan heim. Fyrir
mér var Svala alger klettur sem
ávallt var hægt að treysta á, en hún
og Leifur Jónsson heitinn, eigin-
maður hennar, voru mér alltaf mik-
il stoð og stytta og í miklu uppá-
haldi hjá mér.
Þegar ég var bara lítil stúlka
þótti mér alltaf svo ólýsanlega
gaman að vera hjá þeim og var allt-
af leyfilegt að skellibjallast um og
knúsa og hlæja. Ég hafði mikið dá-
læti á þeim hjónum og þar var allt-
af til nóg af mat, gleði og hlýju,
hvað annað þarf maður.
Eftir að ég varð fullorðin þá fór-
um við í allnokkrar systraferðir og
var Leifur þar mikilvægur
skemmtikraftur með gítarinn og
Svala alltaf með allt til alls því hún
hugsaði einhvern veginn alltaf fyrir
öllu. Afar tryggur vinskapur hefur
síðan skapast milli mín og dóttur
hennar, Sonju, og lofaði ég að passa
upp á hana síðustu daga Svölu.
Umhyggja þeirra var alltaf aug-
ljós gagnvart mér og kunni ég
ávallt að meta það. Þegar hallaði
undan fæti hjá mér þá voru þau t.d.
snör í snúningum til þess að redda
mér sófasetti sem þau áttu því
Svala sagði að þau þyrftu nú hvort
eð er að fara að skipta um sófasett,
alltaf svo hugulsöm og úrræðagóð.
Gaman var að koma með börnin til
þeirra því þá var tekinn upp gítar
og glamrað fyrir krakkana og öll-
um leið eins og þau væru hjartan-
lega velkomin.
Svala var einstaklega jarðbund-
in og skipulögð og aldrei var maður
í vafa um hvar maður hefði hana.
Húmor hennar var kolsvartur og
gat maður endalaust hlegið að því
sem vall upp úr henni, síðast aðeins
tveimur dögum áður en hún kvaddi
þennan heim.
Því miður veiktist hún elsku
Svala en tók veikindum sínum með
miklu æðruleysi og dáðist ég að
henni alveg til endaloka.
Nú þegar endalokin eru komin
sitjum við eftir með sárt ennið og
syrgjum elsku Svölu. Takk fyrir
allt.
Svala mín, hvíl í friði og hvar
sem þú nú ert vona ég að Leifur og
Ragnhildur umvefji þig í ástar-
faðmi sínum. Kannski eruð þið
saman í Dúfnahólum 10, hver veit?
Ykkar verður sárt saknað.
Með ást og virðingu,
Berglind Soffía Blöndal.
Fyrir um 10 árum settist kona
við tölvuna á skrifborðinu á móti
mér í litlu einingunni á Sólvangs-
vegi 3. Það var hún Svala. Þann
dag hófst vinskapur okkar sem allt-
af varð betri og sterkari. Síðan þá
höfum við verið saman að mestu
leyti átta klukkustundir á sólar-
hring fyrir utan fríin okkar. Okkur
líkaði þetta það vel að þegar við
þurftum að flytja búferlum í
vinnunni urðu skrifborðin okkar að
snúa eins, við þurftum að halda
áfram að sjá hvor aðra. Síðan eru
rúm sjö ár og ennþá snúa borðin
eins og okkur fannst það alltaf jafn
gott. Það var því mikið áfall þegar
Svala veiktist fyrr á árinu og átti
ekki afturkvæmt til okkar.
Ýmislegt var líkt með okkur, við
áttum mörg systkini, elskuðum
ketti, nutum þess að prjóna og síð-
ast en alls ekki síst báðar með
mikla ferðabakteríu. Við höfðum
gaman af því að fylgjast með undir-
búningi ferðalaga hjá hvor annarri
og svo auðvitað fengum við allar
ferðasögurnar.
Við áttum virkilega gott sam-
starf og vináttu. Við gátum oft sam-
nýtt krafta okkar í vinnunni ef eitt-
hvað kom upp á sem við vorum
ekki alveg að ráða við. Það var auð-
vitað sjaldgæft, sérstaklega hjá
Svölu sem var mikil fagmanneskja
og kunni svo margt annað líka.
Margar stundir áttum við saman
þar sem við gátum látið ýmislegt
frá okkur, ekki síst það sem við
vildum ekki að færi lengra. Það
voru góðar stundir.
Elsku besta Svala. Ástarþakkir
fyrir frábært samstarf, allt spjallið,
það sem þú kenndir mér, ekki síst
þennan síðasta mánuð og mest af
öllu fyrir að vera góður vinur. Þú
ert, varst og verður ein sú allra
besta.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Kæru Sonja, Markús og fjöl-
skyldur sem og systur Svölu og
fjölskyldur, innilegar samúðar-
kveðjur til ykkar allra. Minning um
yndislega konu lifir.
Takk fyrir allt.
Þín Ásgerður (Ása).
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Við á heilsugæslunni Sólvangi í
Hafnarfirði vorum heppin að fá
Svölu til starfa hjá okkur sumarið
2007. Svala var frábær læknaritari,
nákvæm, skipulögð og hafði góða
yfirsýn yfir þau verkefni sem fyrir
lágu. Hún var traustur og góður
starfsmaður sem sinnti störfum
sínum af alúð. Svala hafði góða
nærveru og sá oft skemmtilegu
hliðarnar á málunum sem ein-
kenndi samskipti hennar bæði við
skjólstæðinga og samstarfsfólk.
Svala var líka ótrúlega sterk og
æðrulaus í baráttu sinni við veik-
indin, hún var hetja.
Við minnumst Svölu okkar með
miklu þakklæti og munum varð-
veita minningar um góðan og
traustan vinnufélaga. Við þökkum
henni fyrir afar góð kynni og sam-
vinnu á heilsugæslunni og vottum
fjölskyldu hennar okkar dýpstu
samúð.
Fyrir hönd samstarfsfólks á
heilsugæslunni Sólvangi,
Heiða Davíðsdóttir.
Svala
Markúsdóttir
HINSTA KVEÐJA
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Þín
Ragnhildur Laufey.