Morgunblaðið - 23.08.2019, Qupperneq 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019
Landsliðsmennirnir Rúnar Már Sigurjónsson og
Arnór Ingvi Traustason eru á góðri leið með að
komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knatt-
spyrnu með félagsliðum sínum, en þau standa vel
að vígi í 4. umferð undankeppninnar.
Rúnar Már hefur farið mikinn með Astana frá
Kasakstan eftir komuna þangað í sumar og hann
skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3:0 sigri á
BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi, þar sem Will-
um Þór Willumsson spilaði síðasta hálftímann.
Rúnar Már hefur nú skorað fjögur mörk í sjö
Evrópuleikjum með Astana í sumar, auk þess sem
hann hefur skorað tvö mörk í fimm deildarleikjum
með liðinu.
Arnór Ingvi er að stíga upp úr meiðslum hjá
sænska liðinu Malmö og lék fyrsta klukkutímann
þegar liðið vann Bnei Yehuda Tel Aviv frá Ísrael,
3:0. Malmö fór alla leið í 32ja liða úrslit keppn-
innar í fyrra en tapaði þar fyrir Chelsea, sem stóð
að lokum uppi sem sigurvegari.
Önnur Íslendingalið þurfa að hafa meira fyrir
því að komast í riðlakeppnina eftir fyrri leikina í
sínum einvígjum í gær. Kolbeinn Sigþórsson og
lið AIK töpuðu 2:0 fyrir Celtic og Sverrir Ingi
Ingason og lið PAOK frá Grikklandi töpuðu fyrir
Slovan Bratislava, 1:0, þar sem Sverrir fékk ekk-
ert að spila. Albert Guðmundsson fékk aftur á
móti að spila í hálftíma þegar AZ Alkmaar gerði
jafntefli við Antwerp, 1:1.
Sigurliðin í þessum einvígjum komast áfram í
riðlakeppni Evrópudeildarinnar, en síðari leik-
irnir fara fram á fimmtudaginn í næstu viku.
Rúnar og Arnór í góðum málum
Skoraði Rúnar Már Sigurjónsson með augun á
boltanum með Astana gegn BATE Borisov í gær.
FÓTBOLTI
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Lítið hefur heyrst af Emil Hall-
freðssyni, landsliðsmanni í knatt-
spyrnu, síðustu vikur, en hann er
án félags eftir að samningur hans
við Udinese á Ítalíu rann út í júní.
Hann bíður enn eftir því að finna
sér nýja vinnuveitendur og þótt
hann sé ekki bundinn því að finna
sér félag áður en félagaskipta-
glugganum í Evrópu er lokað um
mánaðamót vonast Emil til þess að
vera búinn að ganga frá sínum mál-
um fyrir þann tíma.
„Ég hef verið að skoða þá mögu-
leika sem hafa komið upp en þetta
er allt ennþá í vinnslu. Það hefur
kannski verið áhugi sem hefur ekki
heillað mig og ég hef þá sett það til
hliðar. Ég bíð bara eftir einhverju
sem ég er til í. Þegar það gerist þá
gerist það. Ég ætla að taka rétta
ákvörðun á þessum tímapunkti,“
sagði Emil í samtali við Morgun-
blaðið.
Þegar blaðið ræddi við Emil í
byrjun júlí beið hann eftir svörum
frá forráðamönnum Udinese um
hvort áhugi væri fyrir hendi að
bjóða honum nýjan samning. Hann
yfirgaf félagið síðasta sumar eftir
þriggja ára dvöl og gekk í raðir
Frosinone en eftir að hann meidd-
ist illa á hné var samningi hans
rift. Udinese bauð honum þá til sín
á ný og því vildi Emil gefa félaginu
forgang. Síðan hefur tíminn liðið,
fyrsta umferð ítölsku A-deildar-
innar er um helgina og Emil er
ekki lengur að bíða eftir Udinese.
„Nei, í raun ekki. Ég er farinn
að opna á alla möguleika núna. Ég
er bara að halda mér í toppstandi á
meðan og þegar kallið kemur verð
ég tilbúinn. Því fyrr því betra, en
ég geri ekki neitt nema ég sé
ánægður með það,“ sagði Emil.
Ekki með kröfur frá Hamrén
Emil er 35 ára gamall og hefur
átt fast sæti í íslenska landsliðinu
síðustu ár, þar sem hann á 68 leiki
að baki. Hann lék meðal annars all-
an leikinn í 2:1-sigri á Tyrkjum í
undankeppni EM á Laugardalsvelli
12. júní. Næsti leikur í undan-
keppninni er eftir rétt rúmar tvær
vikur, laugardaginn 7. september
gegn Moldóvu hér heima, og svo
tekur við útileikur gegn Albaníu
þremur dögum síðar. Hefur Emil
rætt við landsliðsþjálfarann Erik
Hamrén um sín mál fyrir þetta
næsta verkefni landsliðsins?
„Við höfum rætt saman einu
sinni og áttum þá gott samtal. Ég
vonast auðvitað eftir því að klára
mín mál sem fyrst, en ég sagði við
hann að ég væri meira en 100%
klár í þessa leiki. Hann veit af því,“
sagði Emil, en hann hefur ekki
fengið skilaboð frá landsliðsþjálf-
aranum um að hann þurfi að vera
kominn í nýtt lið svo hann verði
valinn í landsliðið.
„Ekki beint þannig, en hann tek-
ur svo bara ákvörðunina um hvern-
ig liðið verður. En ég sagðist vera
klár, enda er ég í toppstandi. Og í
betra standi en fyrir síðustu lands-
leiki myndi ég segja. Ég hef verið
að æfa á fullu með FH og sjálfur
líka eins og ég veit ekki hvað. Svo
ég er alveg 100% klár í þessa
leiki,“ sagði Emil Hallfreðsson við
Morgunblaðið.
Verð tilbúinn þegar kallið kemur
Emil Hallfreðsson vonast til að klára sín mál sem fyrst Klár fyrir komandi landsleiki
Morgunblaðið/Eggert
Félagslaus Emil Hallfreðsson með boltann gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi síðasta sumar.
Emil Hallfreðsson
» 35 ára gamall og hefur leikið
68 A-landsleiki.
» Uppalinn hjá FH en hefur
verið í atvinnumennsku síðan
hann gekk í raðir Tottenham
árið 2004.
» Síðan þá hefur hann leikið
með Malmö í Svíþjóð, Lyn í
Noregi, Barnsley á Englandi og
Reggina, Verona, Udinese og
Frosinone á Ítalíu.
Handknattleiksdeild ÍBV hefur
gengið frá samningi við tvo nýja leik-
menn fyrir kvennalið félagsins. Darija
Zecevic og Ksenija Dzaferovic sömdu
við ÍBV í gær, en báðar eru þær frá
Svartfjallalandi. Zecevic er 21 ára
gamall markvörður og Dzaferovic er 19
ára gömul skytta. ÍBV hafði áður sam-
ið við þær pólsku Mörtu Wawrzyn-
kowska, 27 ára markvörð, og Karlinu
Olszowa, 26 ára gamla skyttu.
Knattspyrnu-
maðurinn Alex
Oxlade-
Chamberlain hef-
ur skrifað undir
nýjan langtíma-
samning við Liver-
pool og er nú
samningsbundinn
félaginu til loka
tímabilsins 2023. Hinn 25 ára gamli
miðjumaður var frá í næstum heilt ár
vegna meiðsla og spilaði fyrsta deild-
arleik sinn síðan í apríl 2018 um liðna
helgi. Hann á að baki 32 landsleiki
fyrir England.
Markvörðurinn Keylor Navas hefur
farið fram á að vera seldur frá Real
Madrid. Navas kom til félagsins eftir
HM 2014 eftir góða frammistöðu með
landsliði Kostaríka, en eftir að Real
keypti Thibaut Courtois af Chelsea
síðasta sumar hafa tækifærin verið af
skornum skammti. Navas hefur á ferli
sínum með Real meðal annars unnið
Meistaradeildina þrisvar sinnum.
Stjarnan mun ekki senda lið til þátt-
töku í 1. deild kvenna í körfuknattleik í
vetur eins og stefnt var að. Stjarnan
dró lið sitt úr keppni í efstu deild í
sumar og hafði hug á að leika í 1. deild,
en nú er ljóst að liðið mun ekki tefla
fram meistaraflokki í vetur. Margrét
Sturlaugsdóttur var ráðin þjálfari
Stjörnunnar og er henni ætlað að
hjálpa til við uppbyggingu innan fé-
lagsins. Henni til aðstoðar verður
Danielle Rodriguez, þrátt fyrir að hún
sé nú orðin leikmaður KR. Hún fór frá
Stjörnunni eftir að ljóst var að félagið
myndi ekki tefla fram liði í vetur.
Kylfingurinn Haraldur Franklín
Magnús spilaði vel á öðrum hring á
Opna Esbjerg-mótinu í golfi, en mótið
er hluti af Nordic Tour-mótaröðinni.
Haraldur lék á
69 höggum,
tveimur undir
pari, þrátt fyrir að
mjög hvasst væri í
veðri og aðstæður
erfiðar. Hann er
samtals á einu
höggi yfir pari
fyrir lokahring-
inn í dag. Axel
Bóasson er sam-
tals á níu högg-
um yfir pari en
Andri Þór
Björnsson komst
ekki í gegnum
niðurskurðinn.
Eitt
ogannað
Markvörðurinn Stephen Niel-
sen hefur náð samkomulagi við
Stjörnuna um að ganga til liðs
við félagið fyrir komandi leiktíð
í handboltanum.
Stephen er byrjaður að æfa
með Stjörnunni samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins, en
honum er ætlað að fylla skarð
Sveinbjörns Péturssonar, sem
neyddist til að hætta í sumar
vegna meiðsla.
Stephen lék síðast með ÍR, en hann hefur einn-
ig leikið með ÍBV, Val og Fram hér á landi. Hann
spilaði fyrsta landsleik sinn fyrir Ísland árið 2016.
Stephen í markið
í Garðabænum
Stephen
Nielsen
Elvar Örn Jónsson fór mikinn í
fyrsta mótsleik sínum með
danska handknattleiksliðinu
Skjern þegar liðið vann örugg-
an sigur, 37:26, á Lemvig í 16-
liða úrslitum bikarkeppninnar í
gærkvöld.
Elvar Örn skoraði níu mörk í
leiknum, sem jafnframt var
fyrsti mótsleikur Skjern undir
stjórn Patreks Jóhannessonar,
en þeir komu saman frá Sel-
fossi í sumar eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar.
Þá var Björgvin Páll Gústavsson frábær í marki
Skjern með 20 varin skot, þar af þrjú vítaköst.
Elvar magnaður í
fyrsta leik Skjern
Elvar Örn
Jónsson
Bandaríkjamennirnir Xander
Schauffele, Brooks Koepka og
Justin Thomas eru efstir og
jafnir eftir fyrsta hring á Tour
Championship-mótinu í golfi.
Um er að ræða lokamót PGA-
mótaraðarinnar í ár, en fyrir-
komulagið er með því móti að
staða kylfinga á stigalistanum
getur gefið forgjöf á mótinu.
Justin Thomas byrjaði til að
mynda á tíu höggum undir pari
en lék fyrsta hring á pari í gær og heldur því þeirri
stöðu. Schauffele byrjaði hins vegar á fjórum undir
pari og lék því fyrsta hringinn sex höggum betur.
Deila efsta sæt-
inu á lokamótinu
Justin
Thomas