Morgunblaðið - 23.08.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 23.08.2019, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 Hverjir tónleikar eru einstakir, tónverkin eru samin fyrir fram en tvíeykið endurhljóðblandar þau svo á sviðinu. „Innihaldsefnin eru alltaf þau sömu en kakan verður aldrei eins,“ segir Jorgensen og hlær. „Það sem mér hefur þótt gefandi við Quindar-verkefnið er að það snýst að miklu leyti um að vera eftirtektar- samur varðandi smáatriði. Til dæmis að hlusta á mynstur sem maður býr til með hljóðgervli, leyfa því að þróast í dálítinn tíma til þess að heyra hvaða smávægilegar breytingar verða eða hlusta á upptökur úr geimnum, búnar til árið 1961, og hlusta eftir smávægi- legum truflunum í upptökunum,“ segir Thomas. „Mest spennandi áskorunin er að taka þessa þætti og koma þeim saman, annaðhvort í stúd- íói eða á tónleikum. Við áttuðum okkur líka á því að hin viðtekna útgáfa af geimsögunni hefur verið sögð ótal sinnum,“ segir Thomas. „Ef þú vilt fræðast um Apollo 13 þá er til kvikmynd um það. Mér fannst áhugaverðara að kanna þessi augnablik í sögunni og túlka þau á ljóðrænni hátt í stað þess að segja sögu sem hefur verið sögð áður. Hver er tilfinningin á bak við þetta? Er einhver leið til þess að við getum sett okkur sjálfa inn í þessa frásögn og breytt henni svolítið til þess að búa til nýtt sjónarhorn?“ Áhugi á smáatriðum Thomas nefnir sem dæmi að þeir félagarnir spili myndbandsupptökur af því þegar Apollo 11 fór í loftið aftur á bak. „Þannig getum við á vissan hátt kollvarpað væntingum áhorfand- ans. Það er eitthvað fullnægjandi við það að sjá reykinn dragast saman í stað þess að brjótast út. Þetta er ljóð- ræn túlkun og endursögn á þessu efni,“ segir hann. „Við höfum alltaf haft áhuga á smáatriðunum, minni háttar atvikum sem annars er litið fram hjá í sögu geimsins og NASA. Þegar okkur var boðið að koma til Ís- lands fór ég að velta fyrir mér hvern- ig maður getur sagt sögu sambands Íslands og Bandaríkjanna. Ég fann kvikmyndir frá heimsókn geimfara NASA til Íslands á 7. áratugnum. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Bandaríska raftónlistartvíeykið Quindar mun koma fram í Tjarnar- bíói á Menningarnótt á morgun í boði bandaríska sendiráðsins. Stjörnu- Sævar mun einnig flytja forvitnilegt erindi. Félagarnir Mikael Jorgensen og James Merle Thomas, sem mynda Quindar, nota hljóð og myndir frá NASA og skapa með því óvenjulega raftónlistarupplifun. Jorgensen segist alla tíð hafa verið heillaður af raftónlist. Hann rifjar upp þegar faðir hans, sem vann við tónlistarupptökur, kom heim með hljóðgervla og leyfði honum að prófa þá. Jorgensen hefur verið meðlimur hljómsveitarinnar Wilco frá árinu 2004 og Thomas segist einnig hafa spilað tónlist allt sitt líf en sé þó fyrst og fremst fræðimaður. Hann er menntaður sem listsagnfræðingur og gegnir stöðu prófessors við Temple- háskóla í Fíladelfíu. Þar rannsakar hann tengsl listar og tækni. „Mjög gefandi reynsla“ Það sem sameinar þessa tvo menn er áhugi þeirra á raftónlist. „Fyrir nokkrum árum vorum við að velta fyrir okkur hvað við gætum gert við þennan sameiginlega áhuga. Þá var ég að vinna að bók sem fjallar um arkitekta og hönnuði sem hönnuðu geimskip. Ég hafði áhuga á fagur- fræðinni á bak við þetta. Ég fann upptökur frá NASA, bæði hljóð- og myndbönd, þar sem listamenn og verkfræðingar unnu saman að því að hanna þetta umhverfi og prófa það. Ég er enn að vinna að bókinni en í millitíðinni ákváðum við Mikael að nýta þessar upptökur í tónsmíðar,“ segir Thomas. Þeir varpa einnig myndefninu frá NASA upp á vegg á meðan á tónleikunum stendur. Jorgensen segir þá félaga hafa átt- að sig fljótt á því að þeir vinna vel saman. „Það er ekki allra að spinna á staðnum með tækninni, tölvum, hljóðgervlum, snúrum og tökkum, en við fundum út að við værum nokkuð góðir í því. Það er mjög gefandi reynsla.“ Mikið af þessu myndefni er mjög óformlegt, nánast eins og heima- tilbúið. Það var mjög spennandi upp- götvun. Að sjá hversdagslegt líf þessa fólks sem annars er litið á sem hetjur. Það er eitthvað sætt við það. Það er dæmigert fyrir það hvernig við vinnum okkar vinnu. Við erum uppteknir af því að finna þessa hvers- dagslegu reynslu. Þessar upptökur frá Íslandi hafa verið grunnurinn að miklu af nýjasta efninu okkar.“ Sér allt en túlkar ekkert Thomas heldur áfram: „Allir þekkja NASA í gegnum ljósmyndir og kvikmyndir; ríkulegt fjölmiðla- landslag. En það vita fáir að NASA fær til sín listamenn til þess að búa til list um starfsemina. Sýningar- stjóri sem vann hjá NASA á 7. ára- tugnum orðaði þetta vel: „Í hvert sinn sem eldflaug er skotið á loft eru hundrað þúsund myndavélar að mynda atvikið frá hverju sjónar- horni en myndavélin sér allt en túlk- ar ekkert.“ Hugmyndin er að þeir vilja fanga einhverja ljóðræna vídd á þessu of- boðslega tæknilega verkefni sem er opið fyrir túlkunum. Thomas heldur fyrirlestur um þetta verkefni NASA í dag kl. 12 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Um heiti tvíeykisins segir Thom- as: „Þú þekkir Quindar jafnvel þótt þú þekkir ekki Quindar. Quindar- tónar eru pípin sem heyrast á göml- um upptökum af því þegar stjórn- stöðin á jörðu niðri hafði samband við Apollo-geimskipin. Þetta hljóð er búið til með hljóðgervli og sent á milli til þess að staðfesta að sam- skiptaleiðin væri enn tryggð milli stöðvanna á jörðu og í geimnum. Þetta er falleg myndhverfing við það að búa til tónlist, senda hana út til hlustendanna og fá viðbrögð. Við- brögðin hafa verið stórkostleg. Það er mikill heiður að hafa verið boðið til Íslands, bæði í gegnum sendiráð- ið og Menningarnótt og öll þessi ólíku verkefni sem eru í gangi. Við höfum fengið mjög hlýjar viðtökur.“ Ljóðræn framsetning geimvísinda  Raftónlistartvíeykið Quindar kemur fram í Tjarnarbíói á Menningarnótt Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Geimáhugamenn Raftónlistartvíeykið Quindar samanstendur af tónlistarmanninum Mikael Jorgensen og list- fræðingnum James Merle Thomas. Þeir koma fram í Tjarnarbíói á Menningarnótt ásamt Stjörnu-Sævari. Leikrit byggt á bók Bergsveins Birgissonar, Svar við bréfi Helgu, verður sýnt á næsta leikári Þjóð- leikhúss Noregs og fara sýningar fram í bænum Hamar. Með hlut- verk aðalpersónunnar, bóndans Bjarna, fer leikarinn Helge Jordal. Svar við bréfi Helgu var sýnt í Borgarleikhúsinu árið 2012. Höf- undur leikgerðar var Ólafur Egils- son og leikarar Þröstur Leó Gunn- arsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Gunnar Hansson og Ellert A. Ingi- mundarson. Leikstjóri var Kristín Eysteinsdóttir. Svar við bréfi Helgu í Hamar Höfundurinn Bergsveinn Birgisson. Steinunn Ólína Hafliðadóttir opn- aði í gær sína fyrstu einkasýningu, Litríki kvensjálfsins, í Flæði á Grettisgötu 3 í Reykjavík. „Við- fangsefni málverka Steinunnar Ólínu eru nálægt henni en útfærsla þeirra skapar þó skil á milli þeirra og raunveruleikans,“ segir á Face- book um sýninguna. Steinunn er 23 ára íslenskunemi við Háskóla Ís- lands og situr einnig í ritstjórn fem- íníska veftímaritsins Flóru og hefur á undanförnum árum beitt sér fyrir margvíslegum femínískum verk- efnum á borð við herferð Stíga- móta, Sjúk ást. Femínískur bak- grunnur hennar endurspeglast í málverkunum þar sem konur eru iðulega í aðalhlutverki. Verkin beita sér fyrir því að varpa fram lit- ríkum skjáskotum af vissu kven- sjálfi – þá helst til hennar eigin. Kvensjálf Hluti verks eftir Steinunni. Litríki kvensjálfsins í Flæði Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is FÁST Í BYGGINGA- VÖRUVERSLUNUM Bestu undirstöðurnar fyrir SÓLPALLINN – SUMARHÚSIÐ – GIRÐINGUNA SÉRHÖNNUÐ TENGISTYKKI DVERGARNIR R NAGGUR H: 120 cm PURKUR H: 60 cm TEITUR H: 80 cm ÁLFUR H: 30 cm Frábær hönnun, styrkur og léttleiki tryggja betri undirstöðu og festu í jarðvegi. Skoðið nýju heimasíðuna islandshus.is ÖFLUGAR UNDIRSTÖÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.