Morgunblaðið - 31.08.2019, Side 1
Hami j
1. SEPTEMBER 2019SUNNUDAGUR
Dugnaður ogeljusemi lýsaþví hvernigMathew Frasernálgast crossfit-greinina og lífsitt í heild. 4
Römm ersú taug
Kristbjörn Eydal heim-sækir bernskuslóðirnar íAðalvík á hverju sumri oghélt upp á níræðisafmæliðþar fyrir skemmstu. 12
Nýtt átak Áallra vörumverður kynntá sunnudag-inn í Hall-grímskirkju. 2
Æfir,
borðar
og sefur
L A U G A R D A G U R 3 1. Á G Ú S T 2 0 1 9
Stofnað 1913 204. tölublað 107. árgangur
LANDSLIÐIÐ Í
KNATTSPYRNU
KARLA VALIÐ
TÚTTÍFRÚTTUR
FYRIR FULL-
ORÐIÐ FÓLK
GLIMMER OG GLANS 14MARKMIÐIÐ ER SEX STIG 38
Heimsóknin
» Mike Pence mun hitta for-
seta Íslands á Bessastöðum og
Guðlaug Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra og Dag B. Egg-
ertsson borgarstjóra í Höfða.
Íslenska lögreglan og bandarískar
öryggissveitir verða með gríðar-
legan viðbúnað þegar Mike Pence,
varaforseti Bandaríkjanna, kemur
hingað til lands á miðvikudag.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins verða á annað hundrað ís-
lenskir lögreglumenn frá hinum
ýmsu embættum á vaktinni, þ. á m.
öll sérsveit Ríkislögreglustjóra. Þá
munu einnig á þriðja hundrað
Bandaríkjamenn, fulltrúar frá leyni-
þjónustustofnuninni US Secret
Service, sem sér um öryggi forseta
og varaforseta Bandaríkjanna, og
hermenn, koma hingað vegna heim-
sóknarinnar. Sumir þessara manna
eru þegar komnir til landsins, eins
og greint hefur verið frá.
Þá hefur Morgunblaðið einnig
heimildir fyrir því að fleiri hergögn
séu væntanleg til landsins á næst-
unni, m.a. loftför, en tvær bandarísk-
ar herþyrlur eru þegar hér á landi og
hafa þær m.a. sést á flugi yfir höfuð-
borgarsvæðinu. Þyrlurnar eru
geymdar í flugskýli 831 á Kefla-
víkurflugvelli.
Hundruð gæta Mike Pence
Sérsveitarmenn, vopnaðir fulltrúar Secret Service og hermenn munu gæta
varaforseta Bandaríkjanna Tvær herþyrlur komnar og fleiri loftför væntanleg
MPence fundar með ... »4
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Spádómsorð Sigga Kling byrjar að
spá á mbl.is á mánudaginn.
„Fólk ætti að vera duglegra að
faðma tré. Þegar ég faðma tré – og
ég geri það mikið – finnst fólki það
eðlilegt. Ég hef leyfi til þess. Það á
að vera eðlilegt fyrir alla,“ segir
spákonan Sigga Kling, en í næstu
viku hefur Sigga störf hjá Árvakri,
þar sem hún mun meðal annars
halda úti sinni vinsælu stjörnuspá á
mbl.is. Auk þess verður hún viku-
legur gestur í Morgunblaðinu og á
útvarpsstöðinni K100.
Sigga segir þó að lesendur megi
vænta nýjunga í spádómum
hennar.
Auk hinnar mánaðarlegu stjörnu-
spár mun Sigga halda úti svoköll-
uðum spádómsorðum á mbl.is, en
þau verða frumsýnd á forsíðu
mbl.is á mánudaginn.
„Ég er örugglega mjög léleg út-
varpskona því ég er með svona sjö-
tíu hugmyndir í hausnum á mér í
einu sem flækjast hver fyrir ann-
arri. Sumir segja að ég þurfi túlk
ef ég ætli í útvarpið. Ég held per-
sónulega að Logi Bergmann geti
gegnt þessu hlutverki,“ segir hún,
en nánar er rætt við Siggu Kling í
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Nýrra spádóma að vænta
Sigga Kling verður vikulegur gestur í Morgunblaðinu
Kristbjörn Eydal hélt upp á níræðisafmæli sitt á
Látrum í Aðalvík á Vestfjörðum í sumar. Hann
bjó þar á uppvaxtarárunum þar til hann fluttist
til Keflavíkur árið 1943. Kristbirni er brottförin
eftirminnileg. „Við höfðum sama og ekkert með
okkur enda átti fólk lítið á þessum tíma. Þegar
við skreppum í vikuheimsókn til Aðalvíkur núna
höfum við miklu meira meðferðis,“ segir hann í
ítarlegu viðtali við Sunnudagsblaðið.
Vikuheimsókn fyrirferðarmeiri en búferlaflutningar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hélt upp á níræðisafmælið á æskuslóðunum á Látrum í Aðalvík
Á síðasta ári létust 192 hér á
landi úr Alzheimer-sjúkdómnum.
Þetta er mikil fjölgun, en árið 1996
var sjúkdómurinn dánarorsök tólf
manna hér á landi.
Þetta kemur fram í umfjöllun
Hildar Bjarkar Sigurbjörnsdóttur
og Jóns Óskars Guðlaugssonar um
dánartíðni og dánarmein í Talna-
brunni Embættis landlæknis. Hjá
konum hækkaði dánartíðni úr Alz-
heimer úr 6,8 í 60,1 á hverjar
100.000 konur, en hjá körlum úr 3,4
í 43,5 á hverja 100.000 karla. Í
umfjölluninni segir að sambærileg
hækkun hafi orðið í öðrum löndum.
Bent er á að þetta megi að ein-
hverju leyti skýra með breytingum
sem hafa orðið á skráningu dauðs-
falla og hærri lífaldri. »2
Fleiri látast úr
Alzheimer en áður
Samanlagður hagnaður fasteigna-
félaganna Regins, Reita og Eikar
nam 5,5 milljörðum króna eftir skatt
á fyrstu sex mánuðum ársins í sam-
anburði við 2,8 milljarða króna fyrir
sama tímabil í fyrra. Rekstrarhagn-
aður félaganna fyrir matsbreytingu
nam samanlagt 9,8 milljörðum króna
og jókst um 13,12%.
Í uppgjörum félaganna vöktu
rekstrarhorfur þeirra athygli en að
mati Þorsteins Andra Haraldssonar
hjá greiningardeild Arion banka
voru skilaboð stjórnenda félaganna
eftir hálfsársuppgjör þeirra nokkuð
ólík. „Reitir sendu frá sér afkomu-
viðvörun þar sem félagið býst við því
að fækkun ferðamanna og þyngri
rekstrarhorfur í mörgum atvinnu-
greinum muni hafa neikvæð áhrif á
útleigu og innheimtu viðskipta-
krafna. Þannig býst félagið við aukn-
um vanskilum eftir því sem líða tek-
ur á árið,“ segir Þorsteinn. „Reginn
færði einnig niður afkomuhorfur sín-
ar, þó á öðrum forsendum en Reitir.
Hvorki stjórnendur Regins né Eikar
hafa endurómað skilaboð Reita um
að vanskil séu að aukast verulega í
sínum rekstri,“ segir Þorsteinn. »20
Fasteignafélög högn-
uðust um 5 milljarða
Guðmundur Már Þorvarðarson,
varaformaður Félags íslenskra at-
vinnuflugmanna (FÍA), segir að fé-
lagið muni halda fund með félags-
mönnum sínum í næstu viku í
kjölfar ákvörðunar Icelandair um
að lækka starfshlutfall 111 flug-
manna í 50% þann 1. desember. Þá
verða30 flugstjórar færðir tíma-
bundið í starf flugmanns.
Guðmundur sagðist ekki hafa
heyrt mikið frá félagsmönnum sín-
um þegar Morgunblaðið hafði sam-
band í gær. „Ég held að mann-
skapurinn sé aðeins að melta
þetta,“ sagði Guðmundur. „Þetta er
væntanlega töluverð skerðing á
ráðstöfunartekjum þessara einstak-
linga,“ svaraði hann spurður um
áhrif ákvörðunar Icelandair. »4
Morgunblaðið/Eggert
Icelandair Breytingin tekur til um
fimmtungs flugmanna fyrirtækisins.
FÍA boðar til fundar
vegna Icelandair