Morgunblaðið - 31.08.2019, Side 8

Morgunblaðið - 31.08.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019 kulturntc verslunin.kultur Kringlan KYNNUM EINNIG MEÐ STOLTI NÝTT MERKI ...NÝJAR HAUSTVÖRUR STREYMA INN! Samtökfyrir- tækja í sjáv- arútvegi (SFS) bentu á það á dög- unum að um þessar mundir eru fjögur ár frá því að Rússar settu innflutnings- bann á íslenskan fisk vegna þátt- töku Íslands í viðskiptabanni ESB og Bandaríkjanna á Rússa vegna Krímskaga. Ísland var ekkert haft með í ráðum en lét teyma sig út í þetta bann umhugsunarlaust.    SFS nefna að fyrir viðskipta-bannið hafi Rússlandsmark- aður verið helsti markaður fyrir íslenskar uppsjávarafurðir og að þrátt fyrir að fyrirtækin hafi á endanum fundið nýja markaði sé það á lægra verði og tapið því viðvarandi og hafi áhrif um allt samfélagið.    Þá benda SFS á að Ísland hafitapað meira á banninu en önnur ríki. Vægi þeirra vara sem bannið náði til var 3% af útflutn- ingi héðan, en 0,1% af útflutningi landa ESB.    Á sama tíma og Ísland hefurþurft að þola þessar búsifjar fyrir að elta viðskiptabann ESB býr það við sífelldar hótanir af hálfu ESB vegna makrílveiða.    Og ESB hefur að engu öðruleyti komið til móts við Ís- land vegna þeirra erfiðleika sem þátttakan í viðskiptabanninu hef- ur haft í för með sér hér á landi.    Hvernig stendur á því að hags-muna Íslands er ekki betur gætt en raun ber vitni? Trúir því einhver að stjórnvöld í öðrum ríkjum gæti ekki hagsmuna þeirra? Hvað með hagsmuni Íslands? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Heilbrigðisráðherra hefur staðfest samning milli Sjúkratrygginga Íslands og einkareknu augnlækna- stofunar Lasersjónar ehf. um auga- steinsaðgerðir fyrir sjúkratryggða einstaklinga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Greint er frá þessu á vef Sjúkratrygginga. Samningur þessi er til eins árs og var gerður í kjölfar verðfyrirspurnar þar sem óskað var tilboða í fram- kvæmd 600 augasteinsaðgerða á 12 mánaða tímabili. Verðfyrirspurnin leiddi til þess að verð fyrir þjón- ustuna er nú tæplega 13% lægra en verð í fyrri samningum um sömu þjónustu, að því er segir á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands. Með staðfestingu ráðherra hefur samningurinn öðlast gildi og eru þá þrír aðilar sem framkvæma auga- steinsaðgerðir með greiðsluþátttöku hins opinbera, þ.e. Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri og einka- fyrirtækið Lasersjón. Mikil eftirspurn eftir aðgerð Fyrri samningur Sjúkratrygginga við Lasersjón rann út 1. maí síðast- liðinn. Þegar Morgunblaðið greindi frá því og þeirri stöðu sem í kjölfarið myndaðist voru á annað hundrað manns á biðlista hjá Lasersjón og um 1.500 á landinu öllu. Samningur um augasteinsaðgerðir  Sjúkratryggingar Íslands og Laser- sjón hafa náð með sér nýjum samningi Ljósmynd/Ólafur Már Björnsson Vísindi Augnlæknir á einkastofu framkvæmir aðgerð á sjúklingi. Íbúafundur sem haldinn var nýlega í félagsheimilinu í Trékyllisvík í Ár- neshreppi samþykkti ályktun þar sem fagnað er átaki Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við að „rjúfa einangrun afskekktra byggð- arlaga og nýta 30 milljarða í göng undir Fjarðarheiði“, eins og fundur- inn orðaði það. Hvatti fundurinn ráðherra til að nýta 0,7 milljarða í gerð heilsárs- vegar yfir Veiðileysuháls og stuðla þannig að því að „rjúfa einangrun Árneshrepps þá þrjá mánuði á ári sem snjómokstri er ekki sinnt“, seg- ir enn fremur í ályktun fundarins. Fundurinn þótti vel sóttur, en hann sóttu um 40 manns, eða álíka margir og eiga lögheimili í hreppn- um samkvæmt síðustu talningu Hagstofunnar. Samgönguráðherra hvattur til dáða  Vel sóttur íbúafundur í Árneshreppi Ljósmynd/Kristján Þ. Halldórsson Árneshreppur Miðað við mætingu á fundinn má ætla að nær allir íbúar hafi mætt, samkvæmt lögheimilisskráningu Hagstofunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.