Morgunblaðið - 31.08.2019, Page 9
Morgunblaðið/Ingó
Rjúpur Leyft verður að veiða rjúpur
samtals í 22 daga í nóvember.
Leyft verður að veiða rjúpu fimm
daga í viku, frá föstudegi til þriðju-
dags, frá 1. til 30. nóvember. Sam-
tals eru þetta 22 veiðidagar en á
síðasta ári voru veiðidagarnir 15.
Samkvæmt upplýsingum frá um-
hverfis- og auðlindaráðuneytinu
fylgir ráðherra með þessu ráðgjöf
Umhverfisstofnunar, sem var unn-
in í samstarfi við Náttúrufræði-
stofnun Íslands, Fuglaverndarfélag
Íslands og Skotvís. Á síðasta ári
var heildarveiði miðuð við 67.000
rjúpur en ekkert viðmið er sett nú
að gera hvað þeir geta til að særa
ekki fugl umfram það sem þeir
veiða m.a. með því að ljúka veiðum
áður en rökkvar.
Veiðiverndarsvæði verður áfram
á Suðvesturlandi líkt og und-
anfarin ár. Veiðimönnum er enn
fremur bent á að kynna sér tak-
markanir á veiðum á friðlýstum
svæðum.
Gengið er út frá að rjúpnaveiði
verði með sama hætti árin 2020 og
2021 með fyrirvara þó um hugsan-
legar breytingar.
Fleiri veiðidagar á rjúpnaveiðum
Leyft að veiða fimm daga í viku í nóvember Veiðibann verður áfram í gildi
annað en að veiðimenn eigi að miða
við veiði til eigin neyslu.
Áfram veiðibann
Áfram er í gildi sölubann á rjúp-
um sem þýðir að óheimilt er að
flytja út, bjóða til sölu eða selja
rjúpur og rjúpnaafurðir. Mun
Umhverfisstofnun fylgja sölubann-
inu eftir.
Í tilkynningu frá umhverfis- og
auðlindaráðuneytinu segir að veiði-
menn séu eindregið hvattir til að
sýna hófsemi og sérstaklega beðnir
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019
Álagning opinberra gjalda á lögaðila
árið 2019 vegna rekstrarársins 2018
fer fram í september nk.
Forráðamenn lögaðila, sem enn hafa
ekki staðið skil á skattframtali 2019
ásamt ársreikningi, eru hvattir til að
annast skil hið allra fyrsta.
Skráður lögaðili skal ætíð skila
skattframtali vegna undangengins
reikningsárs þrátt fyrir að engin
eiginleg starfsemi eða rekstur hafi
átt sér stað á reikningsárinu.
Félög eiga jafnframt að skila
ársreikningi til ársreikningaskrár.
Skattframtali og ársreikningi ber
að skila rafrænt á skattur.is
Til forráðamanna hlutafélaga,
einkahlutafélaga og annarra skattskyldra
lögaðila um skil á skattframtali 2019
Áminning um
framtalsskil lögaðila
442 1000
rsk@rsk.is
Þjónustuver opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00
Rafmagnshleðsluturnar fyrir Vest-
mannaeyjaferjuna Herjólf eru nú
komnir í Vestmannaeyjahöfn og
Landeyjahöfn. Framkvæmdastjóri
Herjólfs segir að vonast sé til að
uppsetningu þeirra ljúki í október
eða nóvember og þá geti vélar skips-
ins gengið fyrir rafmagni á leiðinni
milli Eyja og Landeyjahafnar.
Að sögn Guðbjarts Ellerts Jóns-
sonar framkvæmdastjóra er miðað
við að hægt verði að hlaða skipið í
báðum höfnunum milli ferða, sem
eru nú sjö á dag.
Á stjórnarfundi Herjólfs ohf. í síð-
ustu viku var fjallað um fund með
Vegagerðinni þar sem farið var yfir
uppgjör vegna tafa á afhendingu
nýrrar ferju.
Guðbjartur segir að vegna þess
hve miklar tafir urðu á því að félagið
fengi nýja skipið afhent hafi kostn-
aður félagsins við reksturinn verið
meiri en áætlað var, þar sem gamli
Herjólfur sé dýrari í rekstri en nýja
skipið, bæði vegna meiri olíueyðslu
og stærri áhafnar. Legið hafi fyrir
að félagið muni fá þessar tafir bætt-
ar en því uppgjöri sé ekki lokið enn.
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Rafhlaða Hleðsluturninum komið
fyrir á höfninni í Vestmannaeyjum.
Hleðslu-
turnar fyr-
ir Herjólf
Líður að því að skip-
ið gangi fyrir rafmagni
Guðni Th. Jó-
hanneson, forseti
Íslands, mun
ferðast til Pól-
lands í dag ásamt
Elizu Reid for-
setafrú. Þar taka
þau ásamt fleiri
þjóðhöfðingjum
og fulltrúum
ríkja þátt í at-
höfn til að minn-
ast innrásar Þjóðverja í Pólland en
sá atburður markaði upphaf heims-
styrjaldarinnar síðari árið 1939.
Minningarathöfnin fer fram á Pil-
sudski-torgi á sunnudaginn. Um
kvöldið munu forsetahjónin síðan
sitja kvöldverð í boði Andrzej
Duda, forseta Póllands.
Örnólfur Thorsson forsetaritari
segir að embættinu hafi borist
beiðnir um tvíhliða fundi með
Guðna á meðan hann væri í Pól-
landi en ekki var hægt að koma því
við enda um stutta ferð að ræða.
„Þetta er svo stuttur tími. Við
komum annað kvöld [í kvöld] og
förum svo heim á sunnudags-
kvöldið. Þetta er tvíþætt dagskrá
yfir daginn. Því miður gafst ekki
tækifæri til þess að eiga neina tví-
hliða fundi þrátt fyrir nokkrar
beiðnir um slíkt. Í það minnsta ekki
formlega,“ segir Örnólfur.
mhj@mbl.is
Forsetahjón-
in til Póllands
Guðni Th.
Jóhannesson