Morgunblaðið - 31.08.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 31.08.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019 ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM FASTEIGNAKAUP Á SPÁNI OPNIR KYNNINGARFUNDIR 31. ÁGÚST OG 1. SEPTEMBER KL. 12 TIL 17 Á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK ALLIR VELKOMNIR OPNIR KYNNINGARFUNDIR Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Bryddað verður upp á ýmsu skemmtilegu og áhugaverðu í Gróttu í dag, laugardag, jafnhliða bæj- arhátíð Seltjarnarness sem haldin er nú um helgina. Eyjan er ysti hluti nessins og var landfastur hluti þess fyrr á öldum. Á fjörunni þegar lág- sjávað er leggja margir leið sína í eyna enda er þar margt áhugavert að sjá og skoða. Umgengni í sátt og samlyndi „Útsýnið, sólsetrið, norðurljósin, vitinn, sjórinn, fuglalífið og fjaran hafa mikið aðdráttarafl í og við Gróttu,“ segir María Björk Óskars- dóttir, sem stýrir menningar- og samskiptasviði Seltjarnarnesbæjar. „Þetta er vinsæll staður fyrir göngu- ferðir, hjólatúra, myndatökur og hvers kyns útivist. Bæði Seltirningar og fólk annarsstaðar frá – til dæmis útivistarfólk og ferðamenn – sækja mikið í Gróttu. Við Seltirningar er- um stolt og umhugað um þetta dásamlega svæði sem við viljum að bæði íbúar og aðrir fái notið en öll umgengni þarf þó að vera af virðingu og í sátt og samlyndi við náttúruna.“ Gróttuviti, sem er 24 metra hár, er áberandi í umhverfi sínu, mikilvægt leiðarljós sjófarenda á siglinga- leiðinni til og frá Reykjavík. Skammt frá er svo gamalt íbúðarhús vita- varðarins, en síðastur þeirra var Al- bert Þorvarðarson. Grótta fór í eyði árið 1970 en Seltjarnarnesbær end- urbyggði gamla vitavarðarhúsið á árunum eftir aldamót og hafði nokkru áður endurbyggt gömlu hlöðuna og fjósið sem nú gegnir hlut- verki Fræðaseturs. Krían gaggandi Grótta er friðland og á skrá Um- hverfisstofnunar. „Ég var síðast nú í vikunni í vettvangsferð með land- vörðum og fleirum á svæðinu að skoða aðstæður, en sífellt er verið að setja meiri fókus á verndun Gróttu,“ segir María Björk. Bakkatjörn er einnig á friðlýstu svæði og Sel- tjarnarnesfjörur og Suðurnes á náttúruminjaskrá. María segir líf- ríkið þarna vera áhugavert og þá ekki síst fuglalífið, enda ræður krían þarna ríkjum Mikið er gert til að tryggja varpið en m.a. er öll um- gengni um Gróttu bönnuð yfir varp- tímann. Náttúrufar á vestursvæð- unum og í Gróttu hefur ávallt verið mikið rannsóknarefni. Nú í sumar voru t.d. náttúrufræðingar þar að störfum, gerðu ítarlega rannsókn á fuglalífi svæðisins þar sem ekki síst var litið til gaggandi kríunnar: Hún hóf varp í vor um viku seinna en vanalega og gekk varpið ágætlega, þó að afföll á ungum hafi verið nokkur, segir í skýrslu náttúru- fræðinga. Vitinn, sjórinn, fuglalífið og fjaran  Dagskrá á Gróttu í dag á bæjarhátíð Seltjarnarness  Mikilvægt leiðarljós  Vinsæll staður fyrir gönguferðir, hjólatúra, myndatökur og alla útivist  Fjörulífið og fuglarnir eru rannsóknarefni Morgunblaðið/Eggert Seltirningur María Björk Óskarsdóttir á leiðinni út í Gróttu í gærmorgun þar sem hún bar ýmsar vistir sem nýtast munu í dag þegar efnt er til fjölskyldudagskrár þar sem fólk getur kynnt sér sögu og lífríki þessarar fallegu eyju. Dagskráin í Gróttu í dag verður frá kl. 11-14 og þá býðst fólki að ganga upp í vitann og njóta út- sýnis þar. Rjúkandi vöfflukaffi, grillaðar pylsur, kaffi og djús til sölu í Fræðasetrinu og Alberts- búð á vegum Soroptimista- klúbbsins á Seltjarnarnesi til styrktar góðu málefni. Þá mun Þorkell Heiðarsson líffræðingur aðstoða gesti við að rannsaka og greina lífríkið. Félagar í Rótarýklúbbi Sel- tjarnarness verða í Albertsbúð og segja áhugasömum frá þess- ari sögufrægu sjóbúð Alberts vitavarðar, endurbótunum og bryggjunni sem og svara spurn- ingum gesta. Söngstund barnanna verður í Albertsbúð kl. 12 þegar Sveinn Bjarki Tómasson, kennari og umsjónarmaður sunnudaga- skóla Seltjarnarness, mætir með gítarinn. Í vitavarðarhúsinu verður myndlistarsýningin Afleggjar- inn og myndasmiðja á vegum Viktors Péturs Hannes- sonar listamanns. Frábært út- sýni úr vita FRÁ KL. 11 TIL 14 Í DAG Krían Með rauðan gogginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.