Morgunblaðið - 31.08.2019, Side 11

Morgunblaðið - 31.08.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019 SMARTLAND Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 BUXUR FRÁ ÞEKKTUM FRAMLEIÐENDUM FRÁ KR. 15.900,- Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Verð 5.900,- Str. S-XXL 3 litir: off white, svart, dökkblátt Rúllukraga bolir gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Fyrsta 7 vikna námskeið vetrarins hefst 9. september og lýkur 25. október Kórfélagar í kórum innan LBK geta sótt um styrk til LBK Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Helgi hefur markað djúp spor í sögu Alþingis og haft mikil áhrif á þróun þingsins,“ sagði Þorsteinn Magnússon, varaskrifstofustjóri Al- þingis, við hátíðlega athöfn í skála Alþingis í gær. Þar afhenti Helgi Bernódusson, nú fyrrverandi skrifstofustjóri, Rögnu Árnadóttur, sem tekur við starfi skrifstofustjóra Alþingis um mánaðamótin, lykla að húsakynnum Alþingis. Helgi sagði við athöfnina að hann myndi sakna vinnustaðarins mikið enda hefði hann skrifað undir ráðn- ingarsamning við flesta núverandi starfsmenn skrifstofunnar. Þingsalurinn mosavaxinn Helgi varð sjötugur nú í ágúst- mánuði en hann hefur starfað á skrifstofu Alþingis óslitið í 36 ár, lengst allra skrifstofustjóra Al- þingis. „Allt hefur þróast nema þing- salurinn, sem situr eins og jarð- fastur steinn með örlítinn mosa á sér. Hann þarf að rífa upp og hreinsa,“ sagði Helgi, sem fór stutt- lega yfir þróun Alþingis í ræðu sinni. „Ég kveð hér bærilega sáttur, mér finnst ég hafa þokað hér ýms- um málum áfram þó að mig hafi vissulega dreymt um ýmis framfara- skref sem aðeins fá að lifa í draumi en ekki í veruleika,“ sagði Helgi. Við hina sögulegu stund, þegar Helgi afhenti Rögnu lyklana, sagði hann gamansamur: „Nú kemst ég ekki inn án þíns leyfis, Ragna,“ og uppskar hann mikinn hlátur. Strangt en gott uppeldi Ragna sagði erfitt að fylla í skarð Helga. Hún er ekki ókunn skrifstofu Alþingis, en þar starfaði hún sem nýútskrifaður lögfræðingur frá 1991 til 1995. „Hér fékk ég strangt uppeldi en gott uppeldi,“ sagði Ragna. Stundin í gær var söguleg, sérstaklega vegna þess að Ragna er fyrst kvenna til þess að gegna starfinu og rýfur hún þar með karlavígi til 426 ára, eins og Morgunblaðið hefur áð- ur sagt frá. „Svo það er eins gott að standa sig. Þetta er mjög góð tilfinning en ég er einnig full ábyrgðar. Þetta er mikið starf og því þarf að sinna af kostgæfni,“ sagði Ragna í samtali við blaðamann. Hún ætlar sér að rýna vel í það starf sem nú er í gangi í þinginu og sagði engar áherslubreytingar fyrir- hugaðar. „Síðan sjáum við til. Það er alltaf hægt að gera eitthvað nýtt.“ „Nú kemst ég ekki inn án þíns leyfis, Ragna“  Helgi afhenti Rögnu lyklana að húsakynnum Alþingis Morgunblaðið/Árni Sæberg Lyklar Ragna með lykla í hendi eftir að Helgi afhenti henni þá. Þau unnu saman á skrifstofu Alþingis 1991–95 en þá var Helgi ekki skrifstofustjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.